Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 26
SUNNUDAGUR 6. NOVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞORA EINARSDOTTIR ■4“ Þóra Einarsdóttir fæddist á * Kaldárhöfða í Grímsnes- hreppi 26. mars 1912. Hún lést á Landspítalanum 30. október síð- astliðinn. Hún var dóttir hjón- anna Sigurlaugar Þorkelsdóttur, f. í Niðurkoti á Kjalarnesi 12. mars 1885, d. 24. febrúar 1973, og Einars Jónssonar, f. á Mjóa- nesi í Þingvallasveit 21. nóvem- ber 1877, d. 21. október 1956. Systkini Þóru voru tíu og var Þóra fimmta í röðinni. Hinn 14. ágúst 1937 giftist Þóra Stefáni Gunnari Símonarsyni, verkstjóra frá Siglufirði, f. 17. febrúar 1916, d. 11. desember 1982. Börn þeirra eru Pálína Asdís, gift Emil Gíslasyni, Símon Ægir, gift- ur Rannveigu Guðmundsdóttur, Steinunn, gift Gunnari Reyni Antonssyni, Þóra Sigrún, gift Eggerti Ólafssyni, Gunnar Sæv- ar, giftur Herdísi J. Skarphéðins- dóttur, og Guðmundur, giftur Kristínu Dröfn Amadóttur. Barnabörnin eru orðin 26 og bamabamabömin 18. Útför Þóm fer fram frá Árbæjarkirkju á morgun. SIEMENS Alltaf-alls staðar með Siemens Það er engin tilviljun að Borgarspítalinn, Landsvirkjun, ÍSAL, Vegagerð ríkisins, LÍN, Hreyfill, Mjólkursamsalan, AmmaLú, ýmsar íögmannsstofur, stofnanir og fyrirtæki treysta á Siemens símabúnað í rekstri sínum. Siemens framleiðir einfaldlega afburða tæki og sé horft á þjónustu- og rekstrar- kostnað eru þau sérlega hagkvæmur kostur fyrir allar stærðir fyrirtækja. Siemens S3 er GSM farsrminn Hann er nettur, léttur og alltaf tiltækur. Ýmis aukabúnaður fáanlegur. Vandað tæki á góðu verði. 1 V'A' | SIEMENS Viljirðu endingu og gæði - OKKUR langar að minnast tengda- móður okkar í örfáum orðum. Marg- ar ánægjustundir höfum við átt með henni og Gunnari tengdapabba á síðast- iiðnum 30 árum, fyrst í Fagrabænum, sem „tiivonandi" og seinna sem tengdaböm. Hún var okkar „hvunndags" hetja, sem hafði reynt ýmislegt í lífsins ólgusjó. Hún var alin upp á bammörgu heimili suður með sjó til sex ára aldurs, þá var hún send í fóstur austur í Grímsnes, að Efri-Brú, vegna erfið- leika heima fyrir. Þó að henni hafði ekki verið ljúft að yfir- gefa systkinahópinn, þá bast hún Grímsnesinu tryggðaböndum og það kom ljómi í augun hennar, þegar hún talaði um Sogið og útsýnið frá bæn- um. Þess vegna fannst henni alltaf þröngt um sig í Siglufírði, en þangað giftist hún og bjó þar í rúm tuttugu ár. í Siglufirði voru erfiðir tímar á þessum áram. Síldin kom og síldin fór. Það var ekki alltaf nóg vinna og þess vegna varð mamman að vera sparsöm, útsjónarsöm og nýtin. Alla þessa kosti hafði Þóra. Hún saum- aði, pijónaði, bakaði, huggaði og las. Já, hún tengdamamma las. Bókin var hennar lífselexír. Bókarlaus gat hún ekki verið. Hún las jafnt á ís- lensku, ensku og dönsku. Hún starfaði í verkalýðshreyfíng- unni á Siglufirði á baráttuárunum og var mjög virk. Var bæði í stjóm og sat þing ASÍ sem fulltrúi Siglfírð- inga. Hún minntist þessa tíma með mikilli ánægju. Hún var jafnréttis- manneskja fram í fíngurgóma og kenndi okkur öllum að meta fólk eftir verðleikum, en ekki stöðu eða titil. Árið 1958 varð mikil breyting á högum þeirra hjóna er þau fluttu til Reykjavíkur. Fundu þau sér hús við Árbæjarblett 44, seinna Fagribær 14. Tengdapabbi fékk starf hjá sfld- arútvegsnefnd, þar sem hann starf- aði til dauðadags, en hann lést í desember 1982. Þóra vann ýmis þjónustustörf. Með breyttum tímum og betri hag gátu þau farið að sinna nýjum áhuga- málum, sem vora ferðalög. Þau ferð- uðust innanlands og utan. Kanarí- eyjaferðir urðu árvissar. Eftir lát Gunnars hélt hún áfram að ferðast ein eða með systkinum sínum. í Árbæjarblettinum var oft mann- margt um helgar. Þar var spilaður fótbolti á túninu og sóttust systkina- synirnir eftir að komast upp eftir í fjörið. Þá stóð Þóra í eldhúsinu og bakaði ofan í liðið. Þetta breyttist þegar byggðin þrengdist og túnið hvarf. Þá hét það Fagribær, en fólk- ið var enn margt um helgar og Þóra í eldhúsinu. Nú voru það böm, tengdaböm og bamaböm sem þáðu veitingar og faðmlög. Veitingamar breyttust ekki, þó Þóra flytti úr Fagrabæ í Hraunbæ eftir lát Gunnars. Hennar verður minnst með hlýju og þökk fyrir allt þ^ð sem hún gaf okkur viljandi og óviljandi. Hafðu þökk fyrir samfylgd- ina. Hvfldu í friði. Herdís og Gunnar Reynir. Mig langaði til að minnast hennar Þóra ömmu með nokkrum línum. Hún var alla tíð mjög fróðleiksfús og hafði mikið yndi af bóklestri og þrátt fyrir stutta skólagöngu gat hún lesið á ensku og öllum Norðurlanda- málunum nema finnsku. Bókasafnið hennar var yndisleg blanda af ástar- sögum og ýmsum fagurbókmenntum ásamt íslendingasögunum. Hún var skemmtilegur sögumað- ur, byijaði á sögunni af Steini Bolla- syni sem hún hefur sagt sínum niðj- um oftar en hægt væri að telja. Svo komu vísur og þulur og þegar barna- bömin komust til vits og ára sagði hún okkur sögur frá æsku sinni og uppvexti á Efri-Brú. Sex ára gömul fór hún í fóstur þangað. Hún fór ásamt föður sinum ríðandi þessa dagleið og var hálf aum yfír viðskilnaðinum. Faðir hennar hughreysti hana og sagði að með þessu móti fengi hún tækifæri til að mennta sig. Það var hennar huggun á næstu árum, enda varð hún sú eina af þeim systkinunum sem fór í nám á Laugarvatn. Hún var alin upp í vinnusemi og ósérhlífni og það hefur einkennt hana alla tíð. Yfírleitt voru pijónarnir á fullu meðan hún horfði á sjónvarp eða las. Ann- ars fannst henni hún vera að svíkjast um. Hún var gjafmild á tíma sinn og athygli sem er sjaldgæft í þessu nú- tímaþjóðfélagi. Elsku Þóra amma, takk fyrir allt og allt. íris Emilsdóttir. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól fegin hvfldinni verð. Guð minn, gefðu mér frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H. Andrésdóttir.) Það er komið að kveðjustund við eina af okkar ágætu félagskonum í Kvenfélagi Árbæjarsóknar, hana Þóru Einars. Hún kom til starfa í félaginu nokkru eftir að hún flutti til Reykjavíkur frá Siglufirði, þar sem hún hafði búið ásamt manni sínum, Gunnari Símonarsyni, og þau búin að koma upp sínum mannvænlegu börnum. Hún Þóra lá ekki á liði sínu við að vinna að hag félagsins, t.d. þegar unnið var við undirbúning árlegs basars lánaði hún í húsi sínu til fönd- urvinnu gott og notalegt herbergi. Þar var oft þröng á þingi, en vel fór um allar og unnið vel og mikið. Ekki lét hún þar við sitja, ásamt því að vinna með okkur, var alltaf heitt á könnunni, að ógleymdum pönnukök- unum, sem vora þær bestu í bænum, ásamt öðra ljúffengu meðlæti. Henni fannst þetta bara tilheyra að hafa notalegheit á meðan litið var upp úr sauma- og pijónaskap. Þóra sat um árabil í stjórn félags- ins, þar af nokkur ár sem gjaldkeri og leysti hún það af hendi með prýði, eins og annað sem hún tók að sér. Ævinlega var hún tilbúin í útrétting- ar, sem oft vora tímafrekar og var hún ómetanleg hjálparhella í félags- starfinu. Minnist ég þess t.d., þegar við fórum saman og keyptum full- komið fótsnyrtitæki til að hægt væri að veita eldri borguram í sókninni sem besta þjónustu, og starfrækt er enn í dag í safnaðarheimilinu okkar. Og svo var farið að kaupa sérhann- aða stóla fyrir sömu starfsemi. í ein- um leiðangrinum var keyptur borð- búnaður fyrir hundrað manns og svona mætti lengi telja. Ánægjulegt var á síðastliðnu vori að rifja upp með henni samstarfið í þá daga. En þá var Þóra orðin veik af þeim sjúkdómi, er hún varð að lokum að lúta í lægra haldi fyrir. Samt var stutt í spaugið og engan bilbug á henni að finna. Við höfðum um margt að spjalla og rifja upp frá liðnum samstarfsáram, sem var æði margt, er gott og gaman var að gera og líka það, sem hefði mátt betur fara eins og gengur. Þóra var einörð kona og hafði sín- ar skoðanir á sinn ákveðna en hægl- áta hátt. Hún var ein af þessum hljóðlátu húsmæðrum okkar lands, ■ sem unnu að velferð barna sinna og heimilis, og eru ómældar vinnustund- irnar, er þær hafa lagt af mörkum til þjóðfélagsins. Helst er starfs þess- ara heiðurskvenna minnst og það þakkað, er þær eru gengnar á vit feðra sinna og mæðra. Um leið og Þóru eru þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins, eru börnum hennar og öðrum ástvinum sendar innilegar samúðarkveðjur. Þó styttist dagur, daprist ljós og dimmi meir og meir, ég þekki Ijós, sem logar skært, það ljós, er aldrei deyr. (Margrét Jónsdóttir). Blessuð sé minning mætrar konu. F.h. Kvenfélags Arbæjarsóknar, Halldóra V. Steinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.