Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1994 MANNLIFSSTRAUMAR MORGUNBLAÐIÐ Stungið ísamband Maðurinn með hattinn Stendur upp’á staur. Borgar ekki skattinn því hann á engan aur. EKKI datt manni í hug þegar krakkarnir sungu þessa vísu á barnaleikvöllunum að hún yrði svo lífseig sannindi. Þarna stendur hinn sígildi Islendingur og á enga aura í skattinn, hvern- ig sem hann lifir annars. Hvað hann er að vilja uppi á staurnum er vísast frumleg skynjun skáldsins, ef hann er ekki bara að hreykja sér hátt til að rödd hans heyrist víðar í síkvörtunar- kór samtímans. En það var hatt- urinn sem tengdi þessa vísu við veruleika Gáruhöfundar þann vikudag sem hann gárar á tölvu. Berst þá ekki inn úr dyrunum pakki með hatti. Þessum fína hatti með brettanlegum börðum, svörtum öðru megin og rósóttum hinum megin og þeim dýrmætu eiginleikum að bæla ekki hárið. Það varð kveikjan. Þessi hattur kom nefnilega frá henni Sigríði Hafstað á Tjöm í Svarfaðardal. Enn eitt dæmið um hugvit og verksvit kvenna úti á lands- byggðinni, sem hver um aðra eru nú að búa til margskonar sniðugan varning. Ýmist til eigin gjafa eða til að afla einhverra tekna. Maður fréttir af og sér skemmtilega hluti af Austur- landi, Suðurlandi, handan heiða á Norðurlandi og á Vestfjörðum, þar sem konur á suðurfjörðunum eru nú búnar að fá sér sameigin- legan ráðgjafa til að kenna rekstur svona smástarfsemi og að markaðssetja, eins og það heitir nú, þ.e. að koma afurðum í sölu. Alveg ótrúlega mikil gróska í þessu. Hugvitið og handlagnin hefur vísast alltaf blundað í þessum konum, en þörfin kennir naktri konu að spinna. Víða í sveitum er lítil vinna fyrir konur og tekna þörf í samdrættinum. Þá springur út það sem fólki þótti áður of smátt til að sinna því. Raunar er svo makalaust margt að gerast víðs vegar um landið, þar sem karlar jafnt sem konur eru að koma sér upp smá- iðnaði, með öðru eða sér. Undir- rótin vísast hinar hröðu tækni- breytingar á samskipta- og sam- göngusviði. Nú er svo auðvelt að vera í nánum samskiptuin og sambandi við markaðina. Alls staðar fréttist af fólki sem hefur útbúið sig með tölvp, prentara og fax, á sveitabæjum og í bæj- um, og er að vinna við einhver verkefni heima. Prestshjón að búa til forrit fyrir kirkjugarða, barnakona tekur að sér heima bókhald fyrir smáfyrirtæki, bóndi smíðar eftir pöntun og með póstkröfu brúkunarhluti í hesthús, uppfinningamenn í tveimur landshlutum hanna saman hlut og þannig mætti lengi telja. Með faxi skiptist fólk auð- veldlega á upplýs- ingum, teikningum, pöntunum og hröðum skoðanaskiptum sbr. námsefni í fjarskiptanámi. Kannski óar fólk yfir miðjum aldri svolítið við, en unga fólkinu og krökkunum, er að verða þessi samskiptamáti svo tamur að það verður rétt eins og venjuleg ná- læg tjáskipti. Eins eru tölvufund- ir og símafundir til boðskipta einfalt mál, ef maður þarf ekki endilega að horfast í augu við viðmælandann. Fundir jakkafa- takarla sem horfast í augu yfir borð eru nú dulítið skondnir, ekki satt? Jón Erlendsson verk- fræðingur í Upplýsingaþjón- ustu Háskólans segir frá góðri eigin reynslu, þar /óy sem hann stjórnaði ' / | fímm manna norr- 'f&m'd&n ænni nefnd í ár með nánast engu nema símafundum og hélt líka ritstjórn- arfundi í innanbæj- arsímum fyrir Tímarit verkfræð- inga. Spar- aði mikinn tíma og kostnað. Að nýta ekki þessa nýju samskiptatækni í landi eins og íslandi er ekki annað en for- pokun þeirra eldri, sem ekki end- urhæfast, svo sem öllum er nauð- syn í nútímanum. Lítið bara á hvernig krakkarnir og ungling- arnir hafa tekið tölvunetinu, ís- lenska menntanetinu, sem 90% grunn- og framhaldsskóla eru nú tengdir, þar sem þeir geta leitað upplýsinga og heimilda hvar sem er og út um víða ver- öld. Þetta er orðið krökkunum tamt. Og þetta net kom hér svo fljótt og vel af því að skólastjóri norður á Kópaskeri sá möguleik- ana og gildi þessarar samskipta- tækni, sem þá var í fæðingu, fyrir okkur hér á þessari stijál- býlu eyju úti í Atlantshafi. Og nú þegar allt er á fleygi- ferð í samskiptamálum um loftin og vegatengingu landshluta, halda jafnvel tiltölulega ungir menn áfram að reyna að skera þessa þjóð niður i landshlutabita, með þeim „rökum“ að þeir sem fjærst búa þurfi sérréttindi því þeir komist ekki jafn greiðlega í ráðuneytin og til þingmanns síns . (sem þiggur raunar laun fyrir að sækja þá heiin). Er ekki kominn tími til að hætta þessu kjaftæði um misréttháa Islend- inga? Við erum hvort sem er öll að komast í eðlilegt samband hvert við annað. Nær að flýta því og taka í sameiningu ákvarð- anir um landið allt í einu kjör- dæmi með jöfnum atkvæða- þunga. Eitt kjördæmi gefst vel annars staðar, á lista stjómmála- flokkanna velst þá fólk í örugg sæti úr öllum landshlutum, enda vill enginn þeirra afsala sér at- kvæðum einhvers landsvæðis. Skömmtunarkerfi atkvæða er andstæða lýðræðis, enda arfleifð frá öld samgönguleysis. Það er uppörvandi að sjá að æska þessa lands, ungliðahreyfingar allra stjómmálaflokka, blása á svona úreltan hugsunarhátt. Það verður sýnilega skamm- góður vermir fyrir nýja stjórn- málamenn í framaleit að nugga sér utan í kjósendur með sértil- boðum um verðhærri atkvæði. Gárur eftir Eltnu Pálmadóttur LÆKNISFRÆÐI//?^^ svipirfomaldar... Svartidauði SEINT Á nýliðnu sumri bárast fregnir af því að svartidauði, drepsóttin mikla og alræmda, væri komin upp á tveimur svæðum í Indlandi og hefði skelfing gripið um sig og fólk flúið heimaslóðir tugþúsundum saman. NÚ era senn þrír áratugir frá því alvarlegur faraldur þessar- ar ógnarpestar geisaði á Indlandi, en mesta mannfall síðari tíma af hennar völdum um heimsbyggðina mestalla hófst fyrir réttum hundrað áram. Þá breiddist svarti- dauði frá tveimur hafnarborgum í Kína út um allar jarðir og drap tíu milljónir manna. Svartidauði leggst ekki einungis á menn. Sýkillinn hreiðrar líka um sig í nagdýrum, einkum svörtu rottunni sem nefnd er svo. í feldi hennar lifir sníkillinn rottufló og sýgur blóð hennar sér til viðurværis en þegar pestarsmit- uð rotta er blóðsogin fljóta sýklar með og maður sem flóin síðan bít- ur fær svartadauða í laun fyrir sopann. Einkenni láta ekki á sér standa; eftir 2-4 daga blossar upp hár hiti og sjúklingurinn verður fárveikur, fær höfuðverk, uppköst, magnleysi og óráð. Eymsli og verk- ir gera einatt vart við sig í þeim líkamshluta sem varð fyrir árásinni og svæðiseitlar, t.d. í nára eða undir höndum, bólgna mjög og í þeim grefur. Því er þetta afbrigði plágunnar nefnt kýlapest. En stundum grefur ekki í eitlum held- ur ber sjúkdómsmyndin frá upp- hafi svip blóðeitranar sem fljótlega gerist aðgangsfrekust í öndunar- færum óg er þá nefnd lungnapest. Hún berst milli manna með lofti frá öndun eða hósta og er flestum smitsjúkdómum lífshættulegri nema sýklalyíjum sé beitt. í sumum heimshlutum hefur svartidauði verið samferða manna- byggð lengur en nokkur veit og stungið sér niður öðra hvora, en á 6. öld komst hann á skrið sem land- farsótt. Lengst mun hann í minn- um hafður fyrir hervirki sín í Evr- ópu á 14. öld þegar hann lagði meira en helming íbúanna í gröf- ina. Á næstu öld þar á eftir er talið að hann hafí tvívegis borist hingað til lands og gert skelfilegan usla, en á allra síðustu árum hafa um það vaknað efasemdir að plág- urnar tvær á 15. öld hafi verið hinn dökki dauði sjálfur. Þessar vangaveltur hafa verið ofarlega á baugi að undanförnu en ekki verð- ur farið út í þá sálma hér að sinni. Svartidauði iifir og dafnar best í fátækt og skorti alls þess sem telja verður mannsæmandi aðstæð- ur. Húsakynni af lélegasta tagi, matur og drykkur mengaður og af skornum skammti, óhreinindi innan dyra og utan - allt leggur þetta sjúkdómum og annarri van- sæld lið og mannfólkið er ber- skjaldað gegn sótt og hverskyns fári. Jarðskjálftar og vatnsflóð stugga við rottum og öðrum kvik- indum sem að jafnaði gera ekki víðreist, og því er haldið fram að slíkar náttúruhamfarir kunni að eiga þátt í auknum rottugangi á pestarsvæðum á Indlandi í haust. Hræin liggja stundum á götum úti eins og hráviði og þegar rottur sem halda til innan dyra veikjast af pest, missa þær klófestuna og detta úr kofaijáfrinu niður á gólf og drepast þar. Þetta er kallað rottufall og er ills viti. Þegar rottan sálast verður flóin að leita fanga annars staðar. eftii Þóiarin Guðnason ÞJÓDLÍFSÞANKAR /Verba leikhúsforsögulegfyrirbrigbi? Unglingar, ieikhús og popptónlist UNDANFARIÐ hefur sótt að mér áleitinn granur um að staða leikhúss- ins kunni að breytast verulega í íslensku menningarlífi er fram líða stundir. Ég get ekki betur séð en ungt fólkt hafi ekki sama áhuga á leikhúsi og áður var. Tónlistarflutningur hefur hins vegar tekið afger- andi forystu í hugmyndaheimi unglinga og ungs fólks í dag. Þetta þýðir ekki að ungt fólk fari ekki í leikhús, vissulega er það svo, en það fer ekki nema sérstaklega til þess hvatt eða sérstaklega boðið. Ég þekki ekki til eins einasta unglings sem eyðir peningum sínum í að fara ótilkvaddur í leikhús. Hins vegar þekki ég fjölda unglinga sem eyða glaðir sinni síðustu krónu til þess að sækja popptónleika og leggja meira að segja á sig að leita eftir lánum hjá vinum og vandamönnum til þess að komast yfir miða á slíka tónleika. POPPTÓNLIST virðist vera mál málanna í dag hjá flestu ungu fólki. Þangað sækir þetta fólk ímynd sína og þar á hugur þess heima. Ég tel ekki að þessi þróun sé vegna þess að leikhúsið okkar sé ekki nógu gott, þetta eru einfald- lega breyttar að- stæður. Nýir miðl- ar hafa komið eftir Guórúnu fram sem hafá Guðlaugsdóftur yfirtekið það hlut- verk sem leikhúsið áður hafði. Ef betur er að gáð sést að orð, ritað eða talað, á alls staðar í vök að verjast. Ungt fólk vill heldur horfa á kvikmyndir held- ur en lesa bækur, það vill heldur hlusta á orð sungin við popptónlist heldur en heyra þau flutt á leik- sviði. Vafalaust era margir ósam- mála þessum skrifum mínum og benda á að blöð og bækur seljist og leikhúsin séu vel sótt. Vissulega er þetta rétt, en það er fólk komið af unglingsáram sem þar er í aðal- hutverki. Lengi vel hélt ég að þetta stafaði af því að unglingarnir hefðu ekki peninga til þess að kaupa sig inn í leikhúsin. Svo fór ég að taka eftir því að þótt þesir sömu ungl- ingar hefðu peninga undir höndum þá datt þeirn aldrei í hug að eyða þeim ótilkvaddir í leikhúsmiða. Ef sá möguleiki var nefndur þá upp- hófust miklar vífilengjur og út- skýringar sem fólust í því að hinir og þessir tónleikar væru í gangi sem nauðsynlegt væri að sækja og við það sat. Þetta er ekki bara mín reynsla heldur margra annarra sem ég hef átt tal við. Ég þekki ungt og vel menntað fólk sem á kost á frímiðum í leik- hús en notar þá nánast aldrei. Þegar ég spurði af hveiju það gerði það ekki þá var svarið: Það er svo margt annað í gangi sem nauðsyn- legra er að fylgjast með. Niður- staða þessa fólks var með öðrum orðum að leikhúsin væru ekki ákall nútímans heldur kæmi það kall frá tónlist og uppákomum ýmskonar miklu frekar. Ef betur er að gáð er augljóst að tónlistin hefur fært sig talsvert inn á það svið sem leík- listin hafði áður til umráða. Mynd- bönd sem gerð era við popplög eru mörg hver ansi nálægt leiklistinni. Popphetjurnar leika sér á mynd- böndunum og sýna alls kyns uppá- komur og aðstæður, þetta líst hin- um ungu áheyrendum vel á og gleyma sér gjarnan yfir. Áhrif þessara myndbanda skila sér svo í hugarfari og klæðaburði þeirra sem á horfa. Kannski tek ég djúpt í árinni en eigi að síður held ég að sitthvað sem hér hefur verið sagt eigi við rök að styðjast þótt erfitt sé að sanna það nema að undangengnum sérhönnuðum rannsóknum. Þessi þróun er heldur ekki að mínu viti til komin vegna þess að leikhúsin hafi ekki reynt að laða að sér unga áheyrendur, það hefur verið gert með barnasýningum sem foreldar láta börn sín sækja og með skólasýningum sem forráða- menn skóla hvetja nemendur til að sækja. En þegar svo foreldrar og skólafólk er ekki til staðar eða hefur sleppt hendinni af ungviðinu þá eyðir það peningunum sínum í ótalmargt annað en leikhúsmiða, þeir hafa sannarlega ekki forgang nema síður sé. Ég er ekki með neina patent- lausn á þessu, enda er óvíst að sú lausn fyrirfínnist nokkurn tíma sem stöðvar framrás þeirra breytinga sem tíminn ber sífellt með sér. Það verður hins vegar fróðlegt að fylgj- ast með hvað gerist þegar ungíing- ar nútímans verða fólk á miðjum aldri. Munu þeir þá fara að sækja leikhús eins og foreldrar þeirra og afar og ömmur eða verða leikhús þá orðin forsöguleg fyrirbæri í þeirri mynd sem við þekkjum þau nú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.