Morgunblaðið - 06.11.1994, Page 15

Morgunblaðið - 06.11.1994, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ Árni í Excalibur- veggnum í Buoux. SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER1994 B 15 difrar inum í íSuð- kk- li á Suð- Spáni í úar. Þeir la þetta t vetrar- kuri. bara á gripum sem eru í berginu. Tilgangur öryggisfestinga, sem öryggislína er fest í, er þá einungis að koma í veg fyrir að klifrarinn hrapi til jarðar missi hann takið. Þegar hann nær lokahandfestu festir hann línuna í sérstaka öryggisfestingu. Síðan læfur hann slaka sér niður. Félagi hans, sem staddur er neðan við klettinn, er með línuna í línubremsutæki. Því næst er tekist á við næstu leið. Þegar klifraran- um tekst að klífa leiðina án þess að hafa próf- að hana áður, kallast það „on sight,“ og er það besti árangurinn. Ef honum mistekst, og hann verður að setjast í öryggisfestingar, er það kallað að „bleikpunkta." En reyni hann aftur frá byijun og nær á leiðarenda í einni lotu, kallast það „rauðpunktur". Þegar reyndur er rauðpunktur er algengt að klifrarinn sé að reyna sig við efstu mörk getu sinnar. Þá liggur oft að baki mikil vinna og miklar æfingar við einstaka hreyfingar í leiðinni. Algengt er að þessi vinnsla taki yfir nokkra mánuði með hlé- um. Fjölspannaklifur eru leiðir sem liggja upp stóra klettaveggi. Eru þá tveir eða fleiri saman í hóp og þegar sá sem fer fyrstur er komin að enda spannarinnar festir hann sig. Næsti maður kemur á eftir og tekur út öryggisfesting- ar en síðan tekur hann við að leiða næstu spönn. Stundum eru leiðirnar svo langar að maður þarf að bíða af sér nóttina og sofa á sillum eða hengirúmum. Þegar leið er farinn í fyrsta skipti er henni gefið nafn og einnig erfiðleikagráða til saman- burðar við aðrar leiðir. Til eru nokkur gráðu- kerfi, en í dag eru frönsku gráðurnar algengast- ar, enda hefur mesta gróska í sportklifri verið í Frakklandi undanfarin ár. Það nær frá einum upp í níu, sem er hæsta gráðan í dag. Við hvern tölustaf bætist síðan bókstafur frá a-c og án eða með +. Dæmi: 6a, 6a+, 6b, 6b+, 6c, 6c+. En hvað þarf til þess að geta klifrað klettaleiðir? Þokkalegur vöðva-, fingrastyrkur og jafnvægi koma sér vel. En mikilvægasti vöðvinn er heilinn því útsjónarsemi er nauðsyn- leg til að geta reiknað út hvemig best er að nýta hand- og fótfestur. Ekki sakar að með fylgi hæfilegt hugrekki og ákveðni. Oftar en ekki lætur hugrekkið í minni pokann fyrir vöðv- unum. Upp að 6a dugir þokalegur líkamsburð- ur og reglulegar klifuræfingar eru óþarfar. Vilji maður hins vegar hækka sig á erfiðleika- skalanum verður að stunda reglulegar æfingar. Er þá nauðsynlegt að sækja í innanhúss æfinga- veggi yfir veturinn. Til þess þarf mikla þolin- mæði hér á íslandi því oft er þreytandi að geta ekki spreitt sig á alvöru klettum allan veturinn. Það var þess vegna sem við félagarnir tókum i)á ákvörðun, haustið ’93, að dvelja samfellt í Björn í mikl- um átökum í Frankenj- ura, sem er klifursvæði fyrir norðan Nunberg í Þýskalandi. Stefán í slút- andi klifur- leið fyrir of- an bæinn Volx í Suður- Frakklandi. sjö mánuði í Evrópu. í upphafi ferðar vom fest kaup á bifreið í Luxembourg. Góður bíll er nauðsynlegur á ferðalagi sem þessu, til að forð- ast langar göngur að klifursvæðunum, því þau eru yfirleit á afskektum stöðum. Síðan var haldið til Suður-Frakklands, og var ætlunin að dvelja þar megnið af tímanum. A þessum slóð- um er eitt mesta úrval af klifursvæðum á einum stað í Evrópu. Við tókum á leigu litla íbúð I bænum Pertuis, sem er klukkutíma akstur frá hafnarborginni Marseille. Þarna suður frá er óteljandi fjöldi af kalksteinsklettaborgum með fleiri þúsund leiðum. Kalksteinninn er afar holóttur, með köntum, misfellum og rönum og hentar því einkar vel til klifurs. Við heimsóttum líka klifursvæði í öðrum löndum. Um hávetur- inn fórum við til Spánar á klifursvæði þar sem heitir Sella og er í fjöllunum við baðstrandarbæ- inn Benidorm. Um vorið var haldið til Arco við Gardavatn á Ítalíu og síðan til Osp í Slóveníu. Ferðinni lauk síðan í Frankenjura í Þýska- landi. En best er að láta myndir úr ferðinni tala sínu máli. Bingó - Andespil Félagið Dannebrog heldur sitt árlega matarbingó í dag, sunnudaginn 6. nóvember, kl. 20.30 í Risinu, Hverfisgötu 105. Húsið opnað kl. 20.00. Stjórnin Fullkomin staðsetning í lengd og breidd og lórantölum Nýr VALSAT 02L. GPS ÍMlklS. VAl.SAT 02L GPS g I pmu 4 7ff10,702^1 I - XV Ö0 ... 4 U £10 0 ill. 0 0 0 0 0 0 © ® W (B1 O £1 ■wiHMdH .Jiiná? •*»■**» L i'% 5 tungla móttaka. 50 minnispunktar. Stefna og hraði. Skyndistaðsetning. Tenging fyrir allar gerðir plottera. Innstimplun minna í lórantölum. Kompásleiðrétting og fl. Verð kr. 71,500 án vsk. SÍNUS HF. Rafeinda-, siglinga- og fiskileitartæki GRANDAGARÐI 1A • SÍMI 28220 • BOX 813 Slaðu 111! Þekking - þróun - þjónusta TOLVA 06 PRENTARIFRA KR. 137.900,- ekki spurning! Ótrúlegt verð á Digital tölvum og HP DeskJet bleksprautuprenturum. Tilboðsverð á tölvu og prentara frá kr. 137.900. Prentarasnúra og 500 blaða pappírspakki fylgir með. Z ■*c 5 = ORTOLVUTÆKNII= Höfundur eru félagar í íslenska Alpaklúbbnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.