Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ■ Egill Helgason er nýr maður í úthlutunamefnd Kvikmynda- sjóðs. Hann tekur sæti Ama Þórarinssonar, sem ekki gaf kost á sér til áframhaldandi setu. Aðrir í nefndinni eru Ingibjörg Briem og Ragnheiður Steind- órsdóttir. MTökum á bama- og fjölskyidu- myndinni Benjamín dúfu lýkur nú í byijun nóvember. Leikstjóri er Gísli Snær Erlingsson. Ekki er áætlað að frumsýna myndina fyrr en í lok ágúst á næsta ári. ■ John Travolta er aftur kom- inn í tísku eftir leik sinn í Reyf- ara Quentins Tarantinos. Til- boðin streyma til hans og ein af myndunum sem hann hefur samþykkt að leika í er „Get Shorty“ eftir samnefndri glæpa- gamansögu Elmore Leonards. ■ Jennifer Jason Leigh, Campbell Scott, Matthew Broderick og Keith Carradine fara með aðalhlutverkin í nýjustu mynd Alan Rudoiphs sem heitir „Mrs. Parker and the Vicious Circle" og fjallar um rithöfund- inn Dorothy Parker og bók- menntavini hennar. ■ Þó að Michaei Keaton sé hættur að leika Leðurblöku- manninn er hann ekki hættur að leika í bíómyndum og heitir nýjasta myndin með honum Orð- laus eða „Speechless". Geena Davis leikur á móti honum en þau eru tveir ræðuhöfundar stjómmálamanna sem sjaldnast eru sammála. ■ Stjömustríðshöfundurinn Ge- orge Lucas er ekki ennþá sestur niður til að skrifa forsögu stjömustríðsbálksins, sem hann hefur lofað að klára fyrir alda- mótin. í millitíðinni er hann orð- aður við litla gamanmynd sem heitir „Radioiand Murclers" og gerist á útvarpsstöð á fjórða ára- tugnum þar sem morðingi geng- ur laus. Lucas á söguna og leik- stýrði lítillega, aðalleikstjóri er Mel Smith, en myndin er þegar umtöluð fyrir hvað mikið af henni er tölvuunnið hjá fýrirtæki Lucas, Industrial Light & Magic. «H(VIKMYNDIR«^ Er nýtt risakvikmyndaver í burbarlibnumf upp nýtt ver frá grunni og í þeim tilgangi kynntu Spiel- berg og Katzenberg sér lóðaframboð í Santa Monica einn sólskinsdaginn. Það mundi kosta þá „formúu“. Hins vegar að kaupa sig inn í aldið og lúið kvikmyndaver sem hefur aðstöðuna sem þá vantar og það sem meira er, gott dreifingarkerfi. Það yrði ekki eins dýrt og svo heppilega vill til að svoleiðis kvikmyndaver er til í Holly- wood. Gallinn er sá að Jap- anir eiga það. Þetta er MCA-Universal. Bæði Geffen og Spielberg koma þaðan og eiga stjórn- endur þess að vinum, Sid Sheinberg og Lew Wasser- man. Draumaliðið mundi sannarlega styrkja þá í að ná aftur fyrirtækinu af Matsushita. En Japaninn virðist enn ekki á þeim bux- unum að gefa kvikmynda- verið eftir. Málið er bara að helsta gróðavon þess er sjálfur Spielberg. Allar met- sölumyndir versins eru frá leikstjóranum komnar eins og „E.T.“, Aftur til framtíð- ar og Júragarðurinn. Til að gráu ofan á svart Spielberg gera tvær framhaldsmyndir þeirrar síðastnefndu. Ef Japanir vilja ekki selja vona Wasserman og Sheinberg að draumaliðið noti a.m.k. dreifingarkerfi fyrirtækis- ins undir myndir sínar. Jap- anarnir standa frammi fyrir því samkvæmt lýsingu vikublaðanna að ef þeir ekki gefa draumaliðinu eftir eiga þeir ekki áðeins á hættu að missa Spielberg heldur lenda í harðri sam- keppni við hið nýja veldi. Málin eiga eftir að skýr- ast en ljóst er að ef þríeykið kemur undir sig fótunum á það eftir að velgja gömlu kvikmyndaverinum frá gull- aldarárunum undir uggum. Nýr risi?; Júragarður- inn 2 og 3 í bígerð. Voldugt þmyld KVIKMYNDAGERÐARMENN hafaekki stofnað nýtt kvikmyndaver í Hollywood síðan 1919 þegar Charlie Chaplin, Douglas Fairbanks, Mary Pickford og D.W. Griffith gengu út úr kvikmyndaverunum sem fyrir voru og settu á fót sitt eigið, United Artists. Því heyrir það til stórtíðinda þegar þrír af voldugustu kvikmyndagerð- ar- og peningamönnum kvikmyndaborgarinnar, Steven Spielberg, Jeffrey Katzenberg og David Geffen, ræða saman um nýtt stúdíó. Það ræðst á næstunni hvort það verður að veruleika. „DRAUMALIÐIÐ"; Katzenberg, Spielberg og Geffen hyggjast verða stórveldi í Hollywood. Bandarísku vikublöðin „Time“ og „Newswe- ek“ fjalla bæði ítarlega um þennan óvenjulega samruna en verið mun að líkindum ■■■■■■ kosta tvo milljarða banda- ríkjadala. Spielberg er vinsæl- asti kvik- mynda- leikstjóri veraldar svo sem alkunna er, á flest- ar af aðsóknarmestu mynd- um sögunnar. Katzenberg var bolað frá völdum sem yfirmanni Disney-kvik- eftit Arnald Indríóason myndaveranna, en hann er ábyrgur fyrir vinsældum nýju Disneyteiknimyndanna eins og Konungi ljónanna. Geffen er tónlistarmógúll og milljarðarmæringur með hljómsveitir eins og „Guns N’Roses" og „Nirvana" í vasanum. Katzenberg hratt málinu af stað sama dag og hann var hrakinn frá Disney (forstjórinn, Michael Eisner, vildi ekki gera hann að næstráðanda fyrirtækisins) og svo var það í forseta- veislu í Hvíta húsinu með Boris Jeltsín sem þre^ menningamir, er Katzenberg hefur kallað „draumaliðið“, lögðu línurnar. „Þama vomm við í smókíngunum okkar að ræða um nýtt kvikmynda- ver,“ sagði Spielberg „og beint á móti okkur vom Jeltsín og Clinton að tala um fækkun kjamorku- vopna.“ Draumaliðið stendur frammi fyrir tveimur kost- um. Annars vegar að byggja 20.000 hafa séð Grímuna ALLS höfðu um 20.000 manns séð gamanmyndina Grímuna með Jim Carrey í Laugarásbíói eftir síðustu helgi. á höfðu tæp 6.000 séð „Sirens“ samanlagt en sýningar á henni er hafnar aftur eftir nokkurt hlé og tæp 3.000 hafa séð spennu- myndina Dauðaleik. Næstu myndir bíósins eru „Even Cowgirls Get the Blu- es“ eftir Gus Van Sant og „Corrina, Corrina" með Whoopi Goldberg og „New Nightmare" eftir Wes Cra- ven. Jólamyndir bíósins verða tvær: Skógarlíf með Jason Scott Lee, sem er leikin mynd byggð á ævintýri Kipl- ings, og „Good Man“ með Sean Connery. Meðal mynda sem Lauga- rásbíó sýnir fljótlega á næsta ári má nefna „Time-Cop“, sem einnig verður í Sambíó- unum, nýjustu mynd Jim Carreys, Heimskur og heimskari og Víkingasögu, víkingamyndina sem tekin var upp hér á landi sl. sumar. SYND á næsta ári; Carrey í Heimskum og heimskari. í BÍÓ Það er sjaldan sem úrvalið er eins gott í bíóunum í Reykjavík og það var í okt- óbermánuði þegar hver stór- myndin af annarri var frum- sýnd og fólk flykktist í bíó. Sú ljúfasta var myndin um Forrest Gump þar sem Tom Hanks gerir tilkall til Óskars- ins. Þær harkalegustu voru háðsádeilan Fæddir morð- ingjar og glæpamyndin Reyf- ari, báðar eftir handritum Quentins Tarantions og báðar með einvalaliði leikara sem hver um sig fór á kostum. Þá stóð Harrison Ford sig vel í Beinni ógnun, þriðju mynd- inni í Jack Ryan-bálkinum og danski tryllirinn Næturvörð- urinn kom óþægilega á óvart. Svo gleyptu krakkarnir við Grímunni með Jim Carrey og í ofanálag fylgdu myndir eins og Leifturhraði og Sannar lygar með í kaupunum allan mánuðinn. GAMLIR vinir; Jack Nichotson og Angelica Huston leika saman í „The Crossing Guard“. Huston og l\lich- olson saman á ný Sean Penn hefur tekist að sameina aftur leikarana Jack Nicholson og Anjelicu Huston a.m.k. í bíómynd sem hann leikstýrir og heitir „The Crossing Guard“. Hún fjallar um föður sem missti dóttur sína þegar drukkinn ökumaður ók hana niður og nú bíður hann þess að ökumaðurinn losni úr fangelsi. Penn skrifaði handritið á milli þess sem hann leikstýrði „The Indi- an Runner" og lék í „Car- lito’s Way“. „Það er gam- an að leikstýra," segir Penn um muninn á leik- stjórn og leik, „en það er ekkert gaman að leika. Fyrir það fýrsta kann ég ekki við neinn leikstjóra. Mestanpart eru þetta stefnulausar væluskjóð- ur.“ Minnið á hreinu Líklega eru fáir eftirsóttari í bíómyndir en Keanu Reeves eftir frammistöðuna í Leift- urhraða. Nýjasta myndin hans er vísindaskáldskap- artryllir sem heitir „Johnny Mnemonic" eða kannski Nonni límheili upp á íslensku. Myndin segir frá cyper- pönkaranum Johnny Mnemonic, okkar maður Reeves, sem er sendiboði með tölvu- heila er býr yfir mikilvæg- ustu upp- lýsingum framtíðar- ríkisins og þarf að koma þeim í réttar hendur hundeltur af m.a. banda- rískjadeild japönsku maf- íunnar. Sænska Ijúfmennið Dolph Lundgren leikur á móti Reeves og byggir hasar- inn mikið á nýjustu tæknib- rellum tölvualdar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.