Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUÐAGUR 6. NÓVEMBER1994 B 17 ATVINNUAi X :/ YSINGAR „Au-pair“ óskast til Lúxemborgar, ekki yngri en 25 ára. Má ekki reykja. Upplýsingar í síma 611211. Verslunarstarf Við óskum eftir að ráða starfskraft til almennra afgreiðslu-, lager- og verslunar- starfa. Upplýsingar á staðnum á morgun. Borgarljós hf., Ármúla 15, Reykjavík. Leikskólinn í Grundarfirði Leikskólakennara vantar á leikskólann Sól- velli, Grundarfirði. Einnig vantar leikskólastjóra í 50% starf frá janúar til ágúst. Aðstoð við útvegun hús- næðis og húsnæðishlunnindi. Upplýsingar gefa leikskólastjórar í síma 93-86645. Sveitarstjórinn í Grundarfirði. Ráðningaþjónusta sjávarútvegsins Yfirverkstjóri Öflugt, framsækið fiskvinnslufyrirtæki á Austurlandi, með 400 millj. kr. veltu '93, 60-80 starfsmenn og er einn af megin burðarásum atvinnulífs á viðkomandi stað, óskar að ráða yfirverkstjóra til starfa frá janúarbyrjun '95. Starfsvettvangur yfirverkstjóra: 1. Dagleg stjórnun botnfiskvinnslu ásamt loðnu- og síldarfrystingu. 2. Ábyrgð á framlegðar-, hreinlætis- og gæðamálum. 3. Framtíðarstefnumörkun með fram- kvæmdastjóra. í boði er: Framtíðarstarf fyrir dugmikinn, já- kvæðan einstakling með menntun, þekkingu og reynslu af vinnsluferli frystihúsa. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir merktar: „YFIRVERKSTJÓRI F110“ til skrif- stofu okkar fyrir 18. nóvember nk. Með allar umsóknir og fyrirspurnir verður farið sem trúnaðarmál. EGJ Egill Guöni Jónsson Ráðningarþjónusta og ráðgjöf Borgartúni 18 • 3. haBÖ • 105 Reykjavík • Slmi (91) - 61 66 61 Leikskólastjóri Hraunkot, sem er tveggja deilda foreldrarek- inn leikskóli í Hafnarfirði, vantar leikskóla- stjóra í afleysingar, í að minnsta kosti 1 ár, frá 1. janúar 1995. Aðaláherslan í uppeldis- starfinu er tónlistar- og hreyfiuppeldi. Nánari uppl. veitir leikskólastjóri í síma 53910. Kælivirki Kæliverkstæði á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir starfsmanni. Viðkomandi þarf að hafa grunnþekkingu á sviði kælitækni og helst einhverja starfsreynslu. Menntun: Vélfræðingur eða vélvirki. Umsóknum skal skilað til afgreiðslu Mbl. fyr- ir 10. nóvember merkt „K-5230" Framkvæmdastjóri Lögfræðingafélag íslands auglýsir laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra félagsins. Um er að ræða hlutastarf. Viðkomandi þarf að hafa lokið embættisprófi í lögfræði og geta starfað sjálfstætt. Umsóknir merktar: „Framkvæmdastjóri - 15721“ berist afgreiðslu Mbl. fyrir kl. 16.00 föstudaginn 18. nóvember nk. VINNUEFTIRLIT RÍKISINS Administration of occupational safety and health Bíldshöföa 16 Pósthólf 12220 • 132 Reykjavík Töivunarfræðingur Vegagerðin óskar að ráða tölvunarfræðing eða aðila með sambærilega menntun. Starfið Þjónusta við notendur einmenningstölva. Uppsetning á tölvum og hugbúnaði, netteng- ingar ásamt forritaþróun. Leitað er að þjónustuliprum einstaklingi sem á auðvelt með samskipti og sjálfstæð vinnu- brögð. Þekking á Visuai Basic og Visual C++ æskileg. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon hjá Ráðgarði. Ath. Upplýsingar um starfið eingöngu veittar hjá Ráðgarði. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar: „Vegagerðin - tölvu- deild“ fyrir 16. nóvember nk. RÁÐGARÐUR hf. STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17105 REYKJAVÍK SÍMI616688 Hárgreiðslumeistari - sveinn óskast. Upplýsingar á staðnum frá kl. 10-17 mánudag og þriðjudag. Hjá Stellu, Hraunbæ 102. Rekstur mötuneytis Stór stofnun í borginni óskar eftir starfs- krafti til að standa fyrir rekstri mötuneytis starfsfólks og veitingasölu til almennings. Um er að ræða sameiginlegt eldhús, en að- skildar veitingastofur, sem eru fyrir 80-100 manns hvor. Fullkomin aðstaða er til staðar, en viðkomandi þyrfti að geta hafið störf fljótt. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar. Umsóknarfrestur er til 11. nóv. nk. Guðnt TÓNSSON RÁÐCJör ö RÁÐN I NICARNÓN USTA TIARNARGÖTU M, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 62 13 22 Frá Háskóla íslands í námsbraut í hjúkrunarfræði er laus staða lektors í hjúkrunarfræði með áherslu á hjúkrun fullorðinna sjúklinga á almennum legudeildum sjúkrahúsa. Staðan veitist frá 1. janúar 1995 til þriggja ára. Umsækjendur um ofangreinda stöðu skulu láta fylgja umsóknum sínum rækilega skýrslu um hjúkrunar- og vísindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil. Með umsóknum skulu send eintök af vísinda- legum ritum og ritgerðum umsækjenda, óbirtum og birtum. Ennfremur er óskað eftir greinargerð um rannsóknir, sem umsækjandi hyggst stunda verði honum veitt staðan. Frekari upplýsingar veitir Sóley Bender, for- maður stjórnar námsbrautar í hjúkrunar- fræði, í síma 694980. Laun skv. kjarasamningum Félags háskóla- kennara og fjármálaráðherra. Umóknir skulu sendar starfsmannasviði Háskóla íslands, aðalbygginu við Suðurgötu, fyrir 6. desember nk. REKSTRAR- OG VIÐSKIPTANAM s Endurmenntunarstofnunar Háskóla Islands þriggja missera nám með starfí hefst á vormisseri 1995 Endurmenntunarstofnun býður fólki með reynslu í rekstri og stjórnun upp á hagnýtt og heildstætt nám í helstu viðskiptagreinum. Námið hafa nú þegar stundað á þriðja hundrað stjómendur úr einkafyrirtækjum og stofnunum. Nemendur em flestir fólk með viðamikla stjómunarreynslu sem gera miklar kröfur,ujn hagnýtt gildi og fræði- lega undirstöðu námsisn. Ávallt komast færri að en vilja. Tveggja missera framhalds-nám með sama sniði stendur til boða annað hvert ár. Inntökuskilyrði: Teknir eru inn 32 nemendur. Forgang hafa þeir sem lokið hafa háskólanámi, en einnig er tekið inn fólk með stúdentspróf eða sambærilega menntun sem hefur töluverða reynslu í rekstri og stjómun. Helstu þættir námsins: Rekstrarhagfræði, reikningshald og skattskil, fjármálastjóm, stjórnun og skipulag, starfsmannastjómun, upplýsingatækni í rekstri og stjómun, framleiðslustjómun, markaðs- og sölufræði, réttaneglur og viðskiptaréttur, þjóðhagfræði, haglýsing og stefnumótun. Kennslutími er 120 klst. á hverju misseri auk heimavinnu. Námið er alls 360 klst. sem samsvarar 18 einingum á háskólastigi. Nemendur taka próf og fá prófskírteini að námi loknu. Stjórn námsins skipa þrír háskólakennarar, þeir Logi Jónsson, dósent, fulltrúi Endurmenntunarstoftiunar HÍ, Stefán Svavarsson, dósent, fulltrúi viðskipta- og hagfræðideildar HÍ, og Pétur Maack, prófessor, fulltrúi verkfræðideildar HÍ. Kennarar m.a.: Bjami Þór Óskarsson, hdl. og adjúnkt HÍ. Gísli S. Arason, rekstrarráðgjafi og lektor HÍ. Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur, stundakennari HÍ. Magnús Pálsson, viðskiptafræðingur og rekstrarráðgjafi. Páll Jensson, prófessor, verkfræðideild HÍ. Stefán Svavarsson, dósent, viðskiptadeild HÍ. Þórður S. Óskarsson, vinnusálfræðingur Sinnu hf. Næsti hópur hefur nám í febrúar 1995. Verð fyrir hvert misseri er 69.000 kr. Nánari upplýsingar um námið, ásamt umsóknareyðublöðum (sem sendist inn fyrir 15. nóvember 1994) fást hjá: Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands Tæknigarði, Dunhaga 5,107 Reykjavík, símar: 694923, 694924 og 694925. Fax 694080.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.