Morgunblaðið - 06.11.1994, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 06.11.1994, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER1994 B 19 ATVINNUAL/Gl YSINGAR Geislavarnir ríkisins Geislavarnir ríkisins óska eftir að ráða röntgentækni sem fyrst. Starfið felst m.a. í eftirliti og fræðslu vegna notkunar röntgen- tækja í heilbrigðiskerfinu ásamt þátttöku í rannsóknarverkefnum. Starfið krefst frum- kvæðis og sjálfstæðra vinnubragða. Geisla- varnir ríkisins er reyklaus vinnustaður. Nánari upplýsingar veitir Guðlaugur Einars- son, yfirröntgentæknir, í síma 623713. Hjúkrunarfræðingur - ráðgjöf Hjúkrunarfræðingur óskast í 53% starf (vinnutími kl. 8.30-12.30 virka daga). Starfið felst m.a. í heilbrigðisráðgjöf til starfs- manna fyrirtækja, söfnun heilbrigðisupplýs- inga og forvarnarstarfi. Reynsla í tölvunotkun (t.d. ritvinnslu) nauðsynleg. Viðkomandi þarf að vera þægilegur í viðmóti, geta unnið sjálf- stætt og hafið störf 1. desember nk. Umsóknir, með upplýsingum um starfsferil og reynslu sendist: SKÓLASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR Leikskólakennara eða starfsmann með aðra uppeldismenntun vantar til starfa við skóladagheimili Austur- bæjarskóla nú þegar. Vinnustaðurinn er reyklaus. Nánari upplýsingar gefur Júlíus Sigurbjörns- son, deildarstjóri skólaþjónustudeildar Skólaskrifstofu Reykjavíkur, í síma 28544. MATREIÐSLUSKÓUNN DKKAR Skólastjóri - forstöðumaður Við viljum ráða matreiðslumann með fram- haldsmenntun til að veita skólanum forstöðu. Nánari upplýsingarveittará skrifstofu Félags matreiðslumanna. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. nnerkt: „FM - 18019“ fyrir 15. nóvember. Skipstjóri óskast sem er vanur flottrollsveiðum Virt sjávarútvegsfyrirtæki í Chile óskar eftir togaraskipstjóra með mikla reynslu af flot- trollsveiðum. Fyrirtækið hefur áhuga á að ráða skipstjóra til flot- og botntrollsveiða frá byrjun apríl 1994. Hugsanlegt er að gera samning í lengri eða styttri tíma, þ.e.a.s. ef viðkomandi vill aðeins fá tímabundið leyfi frá störfum á íslandi. Með allar umsóknir verður farið sem trúnað- armál. Vinsamlegast sendið inn helstu upplýsingar varðandi menntun og fyrri störf til afgreiðslu Mbl. merkt: „FRIOSUR - 15724". Lagermaður óskast Mál og menning óskar að ráða mann til al- mennra starfa á bókalager forlagsins. Um er að ræða heilsdagsstarf með yfirvinnu á álagstímum. Við leitum að traustum starfs- manni sem gengur skipulega til vinnu og reykir ekki á vinnustað. Um er að ræða framtíðar- starf fýrir mann sem kominn er yfir þntugt. Umsóknir sendist á skrifstofu Máls og menn- ingar, Laugavegi 18, 101 Reykjavík, fyrir 16. nóvember merktar: „Lagerstarf". Mál og menning FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Síðumúla 39-108 Reykjavík - sími 888500 - fax: 686270 Forstöðumenn á unglingasambýli Unglingadeild Félagsmálastofnunar Reykja- víkur leitar að hjónum til að veita forstöðu unglingasambýli í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að forstöðumennirnir búi á sambýlinu/heimil- inu. Áætlað er að starfsemin hefjist frá og með næstu áramótum. Umsóknarfrestur er til 18. nóvember nk. Umsóknir berist til Snjólaugar Stefánsdóttur, forstöðumanns unglingadeildar FR, Skógar- hlíð 6, sem einnig veitir nánari upplýsingar um starfið (sími 625500). Heilbrigðisráðgjöf í fyrirtækjum, Grímur Sæmundsen, læknir, Kjartan Magnússon, læknir, Björg Árnadóttir, hjúkrunarfræðingur, Suðurlandsbraut 4a, 108 Reykjavík, fyrir 12. nóvember nk. 1 Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldismenntað starfsfólk í störf á neðan- greinda leikskóla: Holtaborg v/Sólheima, s. 31440. Fálkaborg v/Fálkabakka, s. 78230. Múlaborg v/Ármúla, s. 685154. Vesturborg v/Hagamel, s. 22438. Ægisborg v/Ægisíðu, s. 14810. í 50% starf e.h.: Fálkaborg v/Fálkabakka, s. 78230. Kvistaborg v/Kvistaland, s. 30311. Einnig vantar leikskólakennara, þroskaþjálfa eða starfsmann með aðra uppeldismenntun í 50% stuðningsstarf í leikskólann Árborg v/Hlaðbæ, s. 874150. Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leik- skólastjórar. Leikskólar Reykjavíkurborgar eru reyklausir vinnustaðir. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. Framkvæmdastjóri fjármála Staða framkvæmdastjóra fjármáladeildar Flug- málastjórnar er laus til umsóknar. Framkvæmdastjóri fjármála Jieyrir undir flug- málastjóra. Verksvið fjármáladeildar er m.a. yfirstjórn fjármála, gerð áætlana og fjárlagatil- lagna, bókhald og eftirlit með fjárhagslegum þáttum í rekstri og framkvæmdum, tengsl við Alþjóðaflugmálastofnunina, starfsmannahald og almenn stjórnsýsla stofnunarinnar. Háskólapróf í viðskiptafræði eða sambærileg menntun er áskilin, sem og mjög góð ensku- kunnátta. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi reynslu af störfum er snerta fjármála- stjórn, bókhald, áætlanagerð og starfs- mannahald. Laun samkvæmt launakerfi op- inberra starfsmanna. Nánari upplýsingar veitir Einar Kristinn Jóns- son, fjármálaráðgjafi flugstjóra, í síma 694125, virka daga kl. 10-11. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist samgöngu- ráðuneytinu fyrir 25. nóvember 1994. Með upplýsingar um umsóknir verður farið skv. ákvæðum laga nr. 38/1954, um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna og stjórn- sýslulaga nr. 37/1993. Sölumenn nú er lag, Alfræði unga fólksins Hvernig væri að hressa upp á fjárhaginn fyr- ir jólin og taka þátt í spennandi söluátaki? Alfræði unga fólksins er metsölubók erlend- is. Hún er nýkomin út á íslensku og hefur þegar hlotið frábærar viðtökur. Við getum bætt við okkur nokkrum sölu- mönnum. Þeim er veitt margháttuð aðstoð í starfi. Laun eru tryggð jafnóðum. Góð vinnu- aðstaða og þægilegur starfsandi. Allar nánari upplýsingar gefur Guðfinna Þor- valdsdóttir, sölustjóri, í síma 813999 næstu virka daga. Örn og Örlygur BÓKAKLÚBBUR HF Síðumúla 11 108 Reykjavík Starf erlendis! FRAMLEIÐSLUSTJÓRI STÓRT OG VEL REKIÐ FYRIRTÆKI: framleiðslu á fjölbreyttum fiskafurðum óskar eftir að ráða framleiðslustjóra. Fyrirtækið er á meginlandi Evrópu. STARFSSVIÐ FRAMLEIÐSLUSTJÓRA: 1. Gerð framleiðsluáætlana. 2. Framleiðsluskipulagning og stjórnun. 3. Vöruþróun og gæðaeftirlit. 4. Tæknimál. Þróun í framleiðslutækni, hagræðing, skipulagning o.fl. 5. Umsjón með starfsmannahaldi. VIÐ LEITUM AÐ manni með mjög góða þekkingu og reynslu í framleiðslu fiskafurða. Menntun á sviði fiskvinnslu og/eða verkfræði, tæknifræði. Góð enskukunnátta nauðsynleg. Frumkvæði og leiðtogahæfileikar nauðsynlegir kostir. Fyrirtækió bý&ur: Gób laun, góóa starfsaðstöóu, reióslu fyrir búslóöaflutning, feröir fyrir ölskyldu til íslands einu sinni á ári og greiöslu trygginga fyrir starfsmann. Húsnæöi til staöar. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar "Framleiðslustjóri 385" fyrir 17. nóvember n.k. Hagyangur h if Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 8136ÓÓ Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir | «

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.