Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER1994 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN * a Lagfæringar kosningalögunum Hér er bent á aðferð sem er einföld og ætla má að gefí í flestum tilvikum eins eðlilega niðurröðun þingsæta og stjórnarskrárramm- inn frekast leyfír. Þorkell Helgason segir frekari einföldun og aukna sanngimi kalla á stj ómarskrárbreytingu. GREIN þessi er _seinust í flokki þriggja Morgunblaðsgreina um úthlutun þingsæta að óbreyttum ákvæð- um stjórnarskrárinnar um kjördæmaskipan. Tvær þær fyrri birtust 23. og 30. okt. s.l. í þeim var annars vegar fjallað um markmið gildandi kosningalaga, sem sett voru 1987, og hins vegar um hvaða sanngirniskröfur sé eðlilegt að gera til út- hlutunaraðferða og hveijar þeirra uppfylli þessar kröfur. Meginniðurstaðan skal rifjuð upp: Það er borin von — að óbreyttum stjórnarskrárramma — að finna megi úthlutunaraðferð sem uppfyllir í senn eðlilegar kröfur um gæði og sanngirni en sé um leið auðskilin og einföld. Síðan var spurt hvað sé til ráða. í þessari loka- grein skal leitast við að svara því hvaða möguleikar eru á úrbótum á kosningalögunum hvað varðar út- hlutun jöfnunarsæta. Og að gefnu tilefni skal enn áréttað að úrbætur sem kalla á stjómarskrárbreytingar eru hér ekki til umræðu. Núverandi niðurröðun þingsæta I blaðagreininni sem fjallaði um sanngirniskröfur kom fram að ein- ungis ein tegund úthlutunaraðferða getur tryggt að umræddar sann- girniskröfur séu ávallt í heiðri hafð- ar. Þeirri aðferð — sem hér verður nefnd hin sanngjarna — var ekki lýst, en fram kom að gildandi kosn- ingalög eru ekki af þessum toga. í meðfylgjandi 1. töflu eru sýnd- ar atkvæðatölur þingflokkanna eft- ir kjördæmum í seinustu alþingis- kosningum 1991, svo og núverandi niðurröðun þingsæta sem byggð er á gildandi kosningalögum. Tilviljun ræður því að þessi skipan þingsæta er sú sama og fengist ef beitt væri ofangreindri sanngjömu aðferð.1 í þessum skilningi verður núverandi úthlutun þingsæta því ekki betrum- bætt. Aftur á móti er engin trygg- ing fyrir því að jafn farsællega fari við næstu úthlutun að óbreyttum lögum. Úthlutun á grundvelli sanngirniskrafa Eins og fram kom í 2. blaðagrein- inni virðist ekki árennilegt að lög- leiða þá einu aðferð sem tryggt getur þær sanngirniskröfur sem þar eru gerðar. Vilji menn samt tryggja framgang þessarar sanngirni koma tvær leiðir til álita. Annars vegar að færa þessa stærðfræðilegu að- ferð í lagatexta lið fyrir lið. Þeirri Ieið hefur þegar verið hafnað í 2. . Morgunbiaðsgreininni sakir þess hve flókin lögin yrðu. Þorkell Helgason Hin leiðin felst í því að treysta á fræðin fremur en skilninginn. Hún byggist á því að í stað lýsingar á sjálfri úthlutunaraðferðinni yrðu í reynd lögfestar þær gæðakröfur sem lýst var í fyrrnefndri blaðagrein. Síðan yrði löggjafinn að treysta stærðfræðilegri sönnun sem segir að — burtséð frá áhrifum hugsanlegs hlutkestis — sé ekki til nema ein úthlutun sem uppfyllir gæðakröfurn- ar. Þessa leið má út- færa á handfastari hátt sem nú skal lýst. Eins og þegar hefur komið fram í greinum þessum er ein höfuðá- stæða þess hve örðugt er að út- hluta þingsætum innan ramma stjórnarskrárinnar sú, að afl at- kvæða er afar mismunandi eftir kjördæmum. Þannig eru t.d. nær ijórfalt fleiri kjósendur að baki hveijum þingmanni í Reykjavík en á Vestfjörðum. Atkvæðin eru því ekki sambærileg þegar til úthlutun- ar kemur. Augljóslega væri til bóta að leiðrétta kosningaúrslitin fyrir þessu misvægi atkvæða áður en hugað er að sjálfri úthlutun þing- sætanna, m.ö.o. að nær fjórfalda hvert atkvæði á Vestfjörðum, á meðan atkvæðunum í Reykjavík væri haldið óbreyttum. í öðrum kjördæmum eru þessir margfaldar- ar, eða misvægistölur, þarna á milli.2 En það má gera enn betur á grundvelli fræðanna um hina sann- gjörnu úthlutunaraðferð. Að fegn- um kosningaúrslitum er unnt að ákvarða sérstakar úthlutunarvog- töluríynr hvert kjördæmi. Atkvæð- in skulu síðan margfölduð með þessum vogtölum og fást þá breytt- ar atkvæðatölur, úthlutunartölur. Síðan má • fínna hina einu sann- gjörnu úthlutun þingsæta með því að úthluta innan hvers flokks um sig þeim sætum, sem honum ber miðað við landsfylgi, á grundvelli úthlutunartalnanna og þá eftir hefðbundnum reglum (t.d: d’Hondts-reglu). Hængurinn er aft- ur á móti sá að úthlutunarvogtöl- umar verða ekki fundnar áháð kosningaúrslitunum. Til fróðleiks eru þessar úthlutun- arvogtölur birtar fyrir öll kjördæm- in miðað við kosningaúrslitin 1991 í 2. töflu. Til samanburðar eru sýnd- ar fyrrgreindar misvægistölur sem taka mið af kjósendum að baki hveiju þingsæti kjördæmisins. Eins og sjá má skeikar nokkru á þessum tveimur talnaröðum. Til gamans eru einnig sýndar atkvæðatölur A-list- ans annars vegar eins og þær voru í kosningunum og hins vegar eftir að þær eru orðnar að úthlutunar- tölum með því að hafa verið marg- faldaðar með umræddum vogtölum. Lesendur geta leikið sér að því að sannreyna ágæti úthlutunarvogt- alnanna með því að úthluta hinum 10 þingsætum listans á grundvelli úthlutunartalnanna samkvæmt hlutfallsreglu d’Hondts og sann- reyna að niðurstaðan er í samræmi við 1. töflu, eins og fræðin lofa. Forskotsaðferð Þyki sú leið, sem lýst er hér að framan, ekki árennileg er óhjá- kvæmilegt að slá af gæðakröfunum. Sérhver einfaldari úthlutunaraðferð hlýtur að sniðganga eina eða fleiri þeirra. Leitin að nothæfri aðferð ætti því að beinast að einfaldri reglu sem um leið er líkleg til að uppfylla sem flestar af umræddum gæðakr- öfum eða gera það í sem flestum tilvikum. Sú bestunarfræðilega framsetning á viðfangsefninu sem lýst var í 2. blaðagreininni vísar hér veginn. Höfundur hefur prófað ijölmargar aðferðir í þessum efnum, en ein sýnist skera sig úr bæði sak- ir einfaldleika og fyrir þá sök að hún hefur fræðilega burði til þess að leiða til svipaðrar úthlutunar og hin fyrrnefnda sanngjarna aðferð. Aðferð þessi mætti nefna forskots- aðferð og var hún reifuð fyrir þing- mönnum skömmu áður en gildandi lög voru samþykkt, en þá gafst ekki tóm til að kanna hvort hún ætti fylgi að fagna. Aðferðinni verður best lýst með einföldu dæmi, sjá 3. töflu. í dæm- inu er gert ráð fyrir að landi nokkru sé skipt í tvö kjördæmi (Norður og Suður), tveir flokkar (A og B) hafi boðið fram og að atkvæði hafí fall- ið eins og fram kemur í töflunni. Þá er á jöðrum töflunnar að finna upplýsingar um hve mörg þingsæti skuli koma í hlut hvers kjördæmis og hvers fíokks og er þá miðað við landsfylgi flokkanna. Til einföldun- ar er gert ráð fyrir að öll sæti á þessu ímyndaða þingi séu e.k. jöfn- unarsæti, en kjördæmasæti séu engin. Áður en hugað er að niður- stöðu forskotsaðferðarinnar skal prófað að úthluta sætum beint af augum eftir fjölda atkvæða. Þá færi 1. sætið bersýnilega til A-lista í Suðurkjördæminu, 2. sæti til sama lista í Norðurkjördæmi og 3. sæti til B-lista í Suðurkjördæminu. Nú hefur Suðurkjördæmi hlotið sinn skerf og sömuleiðis B-listinn. Ein- ungis er pláss fyrir sæti í Norður- kjördæmi hjá A-lista og þangað verður því 4. sætið að fara. Utkom- an er því eins og sýnt er í 4. töflu. Hér stingur í stúf að A-listinn í Norðurkjördæmi skuli hljóta tvö sæti um leið og listi flokksins í Suðurkjördæmi fær ekki nema eitt sæti. Sanngjarnara virðist að snúa þessu við. Það kallar aftur á móti á tilfærslu eina sætis B- listans á milli kjördæma. En þar sem at- kvæðatölur lista flokksins í þessum kjördæmum eru næsta líkar stingur það síður í augun. Enda er það svo að slík úthlutun — sem sýnd er í 5. töflu — uppfyllir margumrædd sanngirnisskilyrði á meðan sú í 4. töflu gerir það ekki. Samkvæmt forskotsaðferðinni er mælikvarðinn á stöðu hvers fram- bjóðanda ekki einber atkvæðatala 1. tatla: Alþingiskosningar 1991, atkvæði og þingsæti Flokkar Kjör- A B D G r V Samtals dæmi Atkv. Sæti Atkv. Sæti Atkv. Sæti Atkv. Sæti Atkv. Sæti Atkv. Sæti RV 9165 3 6299 1 28731 9 8259 3 7444 3 59898 18 RN 9025 3 5386 1 15851 5 4458 1 2698 1 37418 11 VL 1233 1 2485 1 2525 2 1513 1 591 0 8347 5 VF 893 1 1582 1 1966 2 619 0 443 1 5503 6 N V 739 0 2045 2 1783 2 1220 1 327 0 6114 5 NE 1517 1 5383 3 3710 2 2794 1 750 0 14154 7 AL 803 1 3225 2 1683 1 1519 1 348 0 7578 5 SL 1079 0 3456 2 4577 3 2323 1 467 0 11902 6 Alls 24454 10 29861 13 60826 26 22705 9 13068 5 150914 63 2. tafla: Alþingiskosningar 1991. Misvægi atkvæða eftir kjör- dæmum. Vogtölur við „sanngjarna“ úthlutun. Atkvæði og úthlutun- artölur A-lista. RV g„ RN VL VF N V NE AL SL Misvægistölur 1,000 1,010 2,062 3,722 2,832 1,548 2,235 1,751 Uthl.vogtölur 1,000 1,000 2,320 4,457 3,456 1,966 3,185 2,064 Atkvæöi A-lista 9165 9025 1233 893 739 1517 803 1079 Úthl.tölur A-Iista 9165 9025 2861 3980 2554 2982 2558 2227 3. tafla: Sýnidæmi Atkvæði og heildarsæti A B Alls Sæti Norður 700 500 1200 2 Suður 1100 600 1700 2 Alls 1800 1100 2900 *\ Sæti 3 1 4 hans heldur staða hans í saman- burði við væntanlegan fyrsta vara- mann í viðkomandi kjördæmi, eða nánar tiltekið þann af varamönnum annarra lista sem næstur yrði því að ná kjöri ef úthlutað væri til fulls í kjördæminu (án tillits til jöfnun- arákvæða). Sk^l því fyrst úthluta sæti til þess frambjóðanda sem hefur hlutfallslega mest forskot á fyrsta varamann í kjördæmi sínu.3 Síðan er valinn sá sem þá hefur mest forskotið o.s.frv. Til þess að ákvarða megi forskotið þarf því að prufuúthluta öllum sætum hvers kjördæmis og einu betur. Úthlutun í sýnidæminu sam- kvæmt forskotsaðferð er sú sama og að framan greinir í 1. og 2. sætið. Slysið í úthlutun eftir fjölda atkvæða varð við ráðstöfun 3. sæt- is. Og einmitt þar reynir á fram- sýni forskotsreglunnar. Samkvæmt reglunni fer valið á 3. manni þann- ig fram: I Norðurkjördæmi hefur A-listinn þegar htotið mann. Næsti kandídat í því kjördæmi er því 1. maður B- lista með 500 atkvæði. Þar með væri kjördæmið fullskipað og 1. varamaður kæmi af A-lista út á 4. tafla: Sýnidæmi 5. tafla: Sýnidæmi A B Sæti Norður 2 2 Suður 1 1 2 Sæti 3 1 4 Sanngjörn ú thlutun A B Sæti Norður 1 1 2 Suður 2 2 Sæti 3 1 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.