Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER1994 MORGUNBLAÐIÐ + íþrótt sem aðeins fáir útvaldir sérvitringar stundi. Áður fyrr voru þeir sem héldu til fjalla með reipi um öxl til þess eins að hanga utan á klettum og klifra almennt álitnir brjálaðir og jafnvel geggjaðir sökum þess að þeir væru með því einungis að stofna lífí sínu í hættu. eftir Stefán Steinar Smároson Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og margt breyst. Með bættum búnaði, aukinni þekkingu og áhuga- á náttúr- unni, náttúruvernd, heilbrigðu liferni og öðru því um líku, hefur orðið gífurleg hugarfars- breyting. Fjöldi fólks hefur fengið áhuga á íþróttum sem stundaðar eru úti í náttúrunni svo sem fjallgöngu, fjallamennsku ýmiskonar, klettaklifri og ísklifri. í dag er klettaklifur orð- in vinsæl almenningsíþrótt, sem stunduð er út um allan heim, hvort heldur í klettum úti í náttúrinni eða á innanhússveggjum í stórborg- um. Um helgar eru vinsæl klifursvæði, víða í Evrópu og í Bandaríkjunum, þétt setin af alls- konar fólki, og eru biðraðir algeng sjón við sumar klifurleiðir. Á íslandi hefur líka orðið mikil þróun í klet- taklifri. Margir góðir klettar hafa fundist sem bjóða upp á einstakt klifur í tilkomumiklu umhverfi. En það sem á hefur vantað til þess að fulkomna dæmið er lengra sumar og stöð- ugra veðurfar, hærri kletta, fastara berg og framslútandi. Því hefur leið okkar félaga Árna, Björns og Stefáns legið á erlendar slóðir til að stunda þessa íþrótt, sem í raun hefur verið lífstíl okk- ar undanfarin ár. Þannig höfum við getað lengt klifurtímibilið um nokkra mánuði á ári hveiju. Við höfum farið mjög víða. Oftast höfum við farið til Frakklands og Þýskalands. Haustið 1991 ferðuðumst við í samtals þijá og hálfann mánuð um Bandaríkin. Hafa þessi ferðalög ekki verið neinar lúxusferðir, tjaldið hefur ver- = ið heimili okkar og eldað á prímus á kvöldin. 2 Einn kostur við klifur er að mikilvægt er að 'I halda mataræði í skefjum. Mikill líkamsmassi ‘C getur verið til travala þegar hanga þarf á fing- 1 urgómunum í framslútandi klettum. C* I umræðu um klettaklifur reikna flestir með að erfileikarnir felist í hæð og að takmarkið J sé að klífa hærri og hærri björg. En staðreind- cn in er önnur. Klettaklifur er iðkað jafnt í 2-3 c- metra háum klettum sem og upp í nokkur § hundruð metra háum klettaveggjum. J Að „bouldera“ kallast klifur sem stundað er £ í lágum klettum. í slíku klifri er eini búnaður- | inn flatbotna klifurskór með mjúkum gúmmí- sóla sem veitir gott viðnám. Kalk, sem er í Iitl- g um poka bundnum um mittið, er notað til að .2! þurka svita af fingrunum til þess að þeir veiti betra viðnám. „Boulderklifur“ var áður fyrr °1 eingöngu notað í æfíngaskyni en í dag er þetta 1 þáttur í klifrinu sem sumir stunda engöngu. <5 „Boulderklifur" felur yfirleit í sér erfiðar og E flóknar hreyfingar sem tekið getur langan tíma '■*. að ná tökum á. + Sportklifur fer fram í einnar spannar leiðum. s Meginreglan er sú að klifra upp að leiðarenda Stefán f kröppum dansi í Buoux. Björn I í kletti Buoux ur-Fra landi. flR itm) ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.