Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1994 B 7 Endurskoðunarbaráttuna, og loks, þegar sex vikur voru til prófs, setti hann mér fyrir að rita um Benedikt Sveinsson og þátt hans í endurskoð- uninni. Hvort sem litið var á al- menna sögu, þ.e. útlenda, eða ís- lenska, varð 19. öldin mitt svið.“ - Hvernig var að skrifa um Bene- dikt Sveinsson? „Það var ekki eins auðvelt og ætla mætti. Annars vegar var hann mesti hugsjónamaðurinn af þeim, sem hlut áttu þá að málum. Hins vegar voru hugmyndir hans um margt óljósar, afskaplega óljósar." - Hættir þú á póstinum að loknu cand.mag.-prófi? „Viiyrði um þriggja mánaða laun- að frí til að rita prófritgerðina hafði ég fengið hjá Ingólfi Jónssyni ráð- herra, en póst- og símamálastjóri, Gunnlaugur Briem, synjaði mér þess. í stað þess veitti pósturinn mér lán eins og svaraði til þriggja mánaða launa, sem ég ynni af mér á eftirfarandi ári.“ - Gerði pósturinn þér starfstil- boð? „Já, Magnús Jochumsson póst- meistari vildi ráða mig til að rita sögu póstsins, en póst- og símamála- stjóri tók ekki undir það. Skömmu eftir að ég lauk cand.mag.-prófi tók Vísindasjóður til starfa, en hann var eitt afreka Gyifa Þ. Gíslasonar sem mennta- málaráðherra. Þorkell Jóhannesson, sem þá var forseti Sögufélagsins, sótti um styrk til sjóðsins til útgáfu á skjölum Landsnefndarinnar fyrri frá 1770 og 1771. Bað hann mig að taka það verk að mér. Kom ég út tveimur bindum, hinu fyrra 1958, hinu síðara 1961. Tók þá fyrir styrk Vísindasjóðs. Mikið af skjölum Landsnefndarinnar fyrri er enn óút- gefið.“ Kennsla og ritstörf - Að loknu þessu viðbótarári þínu hjá póstinum, hvað tók þá við? „Ég varð kennari við Gagnfræða- skóla Vesturbæjar, sem þá var til húsa í gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu, en fluttist síðar í hús Jóns Loftssonar. Við skólann kenndi ég í fjögur ár.“ - Hvernig féllu þér vistaskiptin? „Þetta var mjög athyglisverður skóli. Það hafði verið tekið upp fjórða bekkjar nám máladeildar, og ýmsir höfðu trú á, að honum yrði breytt í menntaskóla innan tíðar. En þá var sú skoðun ríkjandi, og fram á sjö- unda áratuginn, að aðeins einn menntaskóli skyldi vera í Reykja- vík.“ - Hvernig var kennaraliðið skip- að? „Skólastjóri var Óskar Magnússon frá Tungunesi. í kennaraliðinu voru Sverrir Kristjánsson, Björn Þor- steinsson og Jón Guðnason, allir mér áður kunnir, og Jóhann Briem, Sverrir Arngrímsson, Haraldur Magnússon, Már Ársælsson og ýms- ir aðrir. Einar Magnússon mennta- skólakennari kom á hverju vori í skólann sem prófdómari. Kennara- stofu skólans sagði hann vera ___________________ þá menningarleg- ustu, sem hann hefði í komíst. í henni væri aðeins talað um það, sem ““'“■*“ máli skipti.“ - Hvenær tókstu að þér að semja eitt bindið í mannkynssögu Máls og menningar? „Um það leyti, sem ég var að ljúka cand.mag.-prófi, kallaði Björn Þor- steinsson okkur nokkra á fund heim til sín á Suðurgötunni, en ásamt konu sinni bjó hann þá í húsi tengda- móður sinnar, Laufeyjar Vilhjálms- dóttur, ekkju Guðmundar Finnboga- sonar. Þar réðst, að við Jón Guðna- son tókum að okkur að semja sitt bindið hvor, og Jón Thor Haraldsson var fenginn til að rita hið þriðja, en hann hafði þá enn ekki lokið prófi. Þetta varð til þess að Sverrir Krist- jánsson tók sig til og ritaði enn eitt bindið. SamtjSem áður var ekki lok- ið við mannkynssögu Máls og menn- ingar.“ - Kenndir þú líka í öðrum skóla á þessum árum? „Eftir að ég hafði kennt einn vet- ur í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, kom Þórhallur Vilmundarson að Aldrei hefur að mér hvarf lað að hafa bein afskipti af stjórnmálum máli við mig og bað mig að kenna sögu við Menntaskólann í Reykjavík, að leysa af Skúla Þórðarson, sem var að fara í ársfrí. Úr varð, að við Sveinn Skorri Höskuldsson skiptum kennslu hans á milli okkar. Upp frá því, frá hausti 1959 til vors 1971, kenndi ég á hverjum vetri við Menntaskólann í Reykjavík." - Mannkynssaga 1648-1789, bindi þitt í mannkynssögu Máls og menningar, á fimmta hundrað blað- síður, kom út 1963. Hvenær vannst þér tími til að rita hana? „Hún var sumarvinna mín þessi ár.“ - Tókstu víðar að þér auka- kennslu? „Þriðja veturinn, sem ég kenndi, 1960-61, taldi ekkja Jóns Jóhann- essonar, Guðrún Helgadóttir, mig á að kenna við Kvennaskólann, en hún hafði að nokkru verið mér samtíða við nám í Háskólanum. Þann vetur kenndi ég liðlega 50 tíma á viku, en það er fjarstæðukennt álag. Mér varð til lífs að einn daginn byijaði ég ekki að kenna fyrr en á hádegi. Aðra daga hóf ég kennslu klukkan átta á morgnana. Úr þessu álagi dró ég veturinn eftir, en’þá kom líka annað til.“ - Nú? „Dag einn hringdi Lúðvík Krist- jánsson til mín, bað mig að taka strætisvagn til Hafnarfjarðar og að stíga úr honum utan við Bæjarbíó. Lét ég ekki á mér standa. Erindi hans við mig var að kanna, hvort ég hefði áhuga á að taka við samn- ingu ævisögu Tryggva Gunnarsson- ar, sem Þorkell Jóhannesson hafði dáið frá. Sjálfur hafði hann verið um það beðinn, en undan því færst, því að hann hafði annað verk undir höndum. Eftir að hafa rætt þau til- mæli við Sigurð Nordal varð ég við þeim. Varð það til þess, að haustið 1962 réðst ég til Seðlabankans og Landsbankans til þess að halda áfram sögu Tryggva. Var það síðan aðalverk mitt um þriggja ára skeið. Lauk ég 1965 við annað bindið, sem Þorkell Jóhannesson hafði verið lið- lega hálfnaður með, 1972 við hið þriðja og loks 1990 við hið fjórða. Alls er ævisaga Tryggva Gunnars- sonar um 2.350 blaðsíður." - Hvenær hófstu kennslu við Háskóla íslands? „Það mun hafa verið haustið 1967, að Halldór Halldórsson, þá forseti heimspekideildar, hringdi til mín og bað mig að kenna þar Norð- urlandasögu um veturinn, og varð ég við beiðni hans. Um veturinn var auglýst laus staða lektors í sagn- fræði við Háskólann. Sótti ég um hana og var ráðinn." - Hvernig stóð á för þinni til Bandaríkjanna 1971? „Þá um nokkur ár hafði American Council and Learned Societies boðið styrk, sem hérlendis hafði ekki verið sótt um, að Ólafur Hansson benti mér á. Sótti ég um hann og fékk, eftir að hafa verið kallaður til Lond- on til viðræðna við fulltrúa þessarar stofnunar eða stofnana. Fór ég um haustið til Uni- ________________ versity of North Dakota, í Grand Forks, bæ með um 40-50 þúsund íbúum. Hafði ég “ samband við Har- ald Bessason í Winnipeg og lagði mig eftir að kynna mér Vestur-Islendinga, bæði í Bandaríkjunum og Kanada. Styrkur- inn tók raunar ekki til ferða til Kanada. Kom ég heim haustið 1972.“ - Hvenær tókstu að þér að semja síðasta hlutann í íslandssögu lil okk- ar daga, sem út kom 1992? „Það átti nokkurn aðdraganda. Björn Þorsteinsson ræddi það upp- haflega við mig 1978 eða 1979, en litlu síðar sneri Politikens Forlag sér til hans um samningu íslandssögu á dönsku, sem hann kom síðan út. Ég tók saman yfirlit yfir íslandssöguna frá upphafi einveldisskeiðsins, en áður en Björn lyki á íslensku íslands- sögu í einu bindi, féll hann frá. Helgi Skúli Kjartansson og Anna Agnarsdóttir komu Islandssögunni síðan út, en ég ritaði síðasta hlut- ann.“ Höfundur er hagfræðingur. HOTELIÐ 9SMÁ HJEM Vika í Kaupmannahöfn með eigin baðherbergi og salerni, sjón- varpi, bar, ísskáp og morgun- mat, sameiginlegu nýtísku eld- húsi og þvottahúsi. Allt innréttað í fallegum byggingum. Njóttu lúxus-gistingar á lágu verði við 0sterport st. Við byggjum á því aö leigja út herbergi til lengri tíma. Skrifstofan er opin daglega kl. 9-17. Verð fyrir herbergi: Eins manns....1.764 dkr. á viku. Eins manns......325 dkr. á dag. Tveggja manna 2.415 dkr. á viku. Tveggja manna....445 dkr. á dag. Morgunmatur er innifalinn í verðinu. Hótel-íbúðir meö séreldhúsi, baðherbergi og salerni og að- gang að þvottahúsi. Eins herbergis ibúð, sem rúmar einn, 1.764 dkr. á viku. Eins herbergis íbúð, sem rúmar tvo, 2.415 dkr. á viku. Tveggja herbergja ibúð. Verð á viku....■...3.164 dkr. Tveggja herbergja ibúð. Hótel-íbúð sem rúmar fjóra. Verðáviku...........3.990 dkr. Morgunmatur er ekki innifalinn. í okkar rekstri: Tagensvej 43, Thorsgade 99-103, 2200 Kebenhavn N. 2 herbergja hótel-íbúðir sem rúma þrjá. Með sturtuklefa...2.198 dkr. 3 herbergja............3.990 dkr. Sendum gjarnan upplýsingabækling. HOTEL 9 SMÁ HJEM, Classensgade 40, DK-2100 Kebenhavn O. Sími: (90 45) 35 2616 47 Fax: (90 45)35 4317 84 Álvoru tilboS Uliarjakkar frá 5.900 Alpahúfur ,hattar og treflar N#HI45IÐ Laugavegi21, s. 25580 MEIRAPROF Næsta námskeið til aukinna ökuréttinda hefst á morgun kl.18 Mánudaginn 7. nóvember hefst nýtt námskeiö til aukinna ökuréttinda hjá Ökuskólanum í Mjódd. Námskeiðið kostar kr. 92.000- stgr. Afborgunarkjör. Innritun eftir kl. 13 á morgun í síma 670300. NÁMSKEIÐIÐ HEFST KL. 18 Á MORGUN. □□□ (P OKUSKOLINN I NiJODP Þarabakka 3, Mjóddinni, sími 670300 TML fs tímar 5.600 - 16 timar 7.000 Reynslan hefur sýnt aS þetta æfingakerfi hentar sérlega vel fólki ó öllum aldri, sem ekki herur stundaS einhverja líkamsþjalfun í langan tíma. Æfingakerfiö ereinnia gott fyrir fólk, sem ekki stundar almenna leikrimi veana stífra vöðva o.fl. 7 bekkja æfingakerfið liðkar, styrkir og eykur blóðstreymi til vöðva pannig aS ummól þeirra minnkar. Éinnig gefur þaS gott nuda og slökun. Getur eldra fólk notið góðs af þessum bekkjum? Jó, þessi leið við að hreyfa líkamann er þægileg, liSkar og gefur góSa slökun. Og er þess vegna kjörin fyrir eldra fólk. Margrét Ámundadóttir: Eg hef stundaS æfingabekkina í tvö ór og finn storkostlegan mun á vextinum. Og ekki hvað síst hafa vöðvabólgur og höfuðverkur algjörlega horfið. Þetta er það besta sem ég hef reynt og vil ekki missa úr einn einasta tíma. yilhelmína Biering: Ea er eldri borgari og hef verið hjá Sigrúnu í aetingabekkjunum í 5 ár og hlakka til í hvert sinn. Mér finnst þetta ómetanleg hreyfing fyrir alla vöðva og finnst mér ég ekki mega missa úr einn tíma enda finnst mér að elcfri borgarar eigi að njóta þess að vera í æfingum til ao halda góðri heilsu og um leið hafa eigin tíma. Helqa Einarsdóttir: Eg nef í mörg ár þjáðst af verkjum í mjöðmum og fótum en síðan ég fór að stunda æfinga- bekkina hef éa ekki rundið fyrirþví svo ég mæli eindregio með þessum æfingum. Stefania Davíðsdóttir: Undirrituð hefur stundað æfingabekþina reglu- lega í rúm 5 ár oa líkað mjöq vel. Ég þióðist verulega af liðagikt oa vöðvabólgum oq þoldi þess vegna ekki venjuíega leikfimi. Meo hjálp æfingabekkjanna hefur vöðvabólgan smá saman horfið og líðan í liðamótum allt önnur. Þetta er eitthvað pað besta æfingabekkjakerfi fyrir allan líkamann sem flestir ættu að þola. Erum með þrekstiga og þrekhjól • Ert þú með lærapoka? • Ert þú búin að reyna allt, án árangurs. • Hjá okkur nærðu áranari. • Prófaðu og þú kemst ao því að sentimetrunum fækka ótrúlega fliótt. • Eru vöðvabólgur að hrjá þig í baki, öxlum eða handleggjum? • Sh'rðleiki í mjöðmum og þreyta í fótum? • Vantar þig aukið blóðstreymi, þol og slökun? • Þá hentar æfingakerfið okkar vel. ÆFINGABEKKIR HREYFINGAR Armúla 24, sími 680677. Opið frá kl. 9*1 2 og 1 5-20. - frír kynningartími -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.