Morgunblaðið - 06.11.1994, Síða 6

Morgunblaðið - 06.11.1994, Síða 6
6 B SUNNUDAtíUR 6. NÓVEMBER1994 MORGUNBLAÐIÐ Að lifa og hrærast í sagnfræði í r í ■ Bergsteinn Jónsson pró- fessor í sagnfræði við Háskóla íslands fékk lausn frá stöðu prófess- ors í sagnfræði í árs- byrjun 1993, en á því ári varð hann 67 ára. í eftirfarandi viðtali við Harald Jóhannsson lítur Bergsteinn yfir farinn veg. Eg er fæddur í Reykjavík 4. október 1926, í gamla vesturbænum, á Ránar- götu 11. Og til fjögurra ára aldurs átti ég heima á Ránar- götu, á tveimur stöðum raunar, en þá byggði faðir minn þriðja hús sitt á Njálsgötu 78, - hann byggði hús- in hvert af öðru._Þar áttum við heima önnur fjögur ár, þangað til hann byggði hið næsta, Njálsgötu 84. Þar hef ég átt lögheimili síðan 20. des- ember 1934. Faðir minn hét Jón Árnason. Hann var fæddur í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð, en var alinn upp í Vatns- dal, sem hann kenndi sig við. Móðir mín hét Kristín Jónsdóttir. Hún var líka úr Fljótshlíð, frá Torfastöðum. Þau voru ættuð úr Rangárvallasýslu og Skaftafellssýslum. Langafi langömmu minnar var Jón Steingrímsson eldklerkur. For- eldrar móður minnar voru skyld, áttu bæði til fólks úr Mýrdal að telja. En foreldrar mínir töldu sig ævinlega Rangæinga. í Rangárvallasýslu voru þau fædd og uppalin og foreldrar þeirra líka. - Af stórum systkina- hópi var langafi minn, Bergsteinn Vigfússon, sá eini, sem eftir varð í Landsveit, en barst niður í Fljóts- hlíð, þegar faðir hans, Vigfús Gunn- arsson, fluttist að Grund í Skorra- dal. Afkomendur hans eru Grundar- fólkið í Borgarfírði." - Þið Ólafur Hansson prófessor hafið þá verið skyldir? „Ætli við höfum ekki verið af þriðja lið og fjórða." - Hvað segir þú mér af foreldrum þínum? „Foreldrar föður míns voru ekki gift. Hann ólst upp í skjóli móður sinnar á heimili móðurbróður. Utan heimilis fór hann mjög snemma að vinna fyrir sér. Nokkrar vertíðir gerði hann út bát í Herdísarvík með frænda sínum, Tómasi Sigurðssyni frá Árkvörn, sem lengi bjó á Reyni- felli á Rangárvöllum. Síðan fluttist hann til Reykjavíkur, og hefur þá átt nokkra peninga, því að með móðurbróður sínum fór hann að byggja hús og selja. Að því var hann í rúman áratug. Jafnframt vann hann sem verkamaður í byggingar- vinnu hjá öðrum. Kringum 1936 varð hann starfsmaður hjá Agli Vil- hjálmssyni, við innheimtu og bensín- Morgunblaðið/Þorkell Bergsteinn Jónsson afgreiðslu, lengst af við innheimtu reyndar, fram á níræðisaldur. Móðir mín var fædd 1899. Var hún elst þriggja systra, en ein þeirra dó í bernsku. Móðir hennar veiktist þegar hún var á fermingaraldri. Faðir hennar brá þá búi, fluttist til Reykjavíkur og varð bústjóri á Kleppi. Heyjaði hann þá allvíða hér í bænum, m.a. á Arnarhóli, og þá meðfram handa hestum borgarinn- ar. Móðir mín lagði fyrir sig sauma, þangað til hún giftist 1928. Við erum tveir bræðurnir. Bróðir minn er Gunnar sjávarlíffræðingur." Skólaganga „Þegar ég var níu ára gamall, var afi minn á heimilinu, þá gamall maður, hættur störfum. Áður en ég varð vel læs, - hvenær sem það var, - las hann fyrir mig. Sumt þótti mér meira gaman að láta lesa fyrir mig heldur en að lesa það sjálf- ur. Auk þess talaði hann við mig eins og sjálfsagt væri, að eftir þess- um hlutum legði ég mig, þegar ég eltist. Hann dó, þegar ég var níu ára, en þá mun ég ekki hafa verið farinn að lesa íslendingasögur sjálf- ur. En þegar ég fór til þess, sá ég, að hann hafði plokkað rúsínur úr fyrir mig. Mér blöskraði, hve mikið af Njálu og Grettlu var þrautleiðin- legt.“_ - I hvaða barnaskóla gekkstu? „í Austurbæjarskólann. Kennari minn allan tímann var Jón Þórðar- son. Byijaði hann kennslu haustið, sem ég kom í skólann.11 - Minnist þú sambekkinga þinna í barnaskólanum? „Það held ég nú. í þá daga fóru ekki margir í menntaskóla og luku stúdentsprófí. En úr þessum bekk mínum urðum við mörg til þess. Um það varð ég raunar öðrum ári fyrri til, en á meðal hinna voru Bryndís Jónsdóttir, Guðmundur Þórðarson fyrrum útgerðarstjóri, Guðrún Jóns- dóttir læknir, Gunnar Biering lækn- ir, séra Ingi Jón Jónsson, Ólöf Berg- mann Ólafsdóttir nú prestur, Sveinn Ragnarsson lögfræðingur, Magnús Þorsteinsson læknir og, Þórir Guðnason læknir í Þýskalandi. Úr öðrum bekk hinna sex eða sjö í ár- gangi mínum í skólanum komu líka margir stúdentar, á meðal þeirra Agnar Gústafsson lögfræðingur, Einar Einarsson lögfræðingur, Gísli Isleifsson lögfræðingur, Hólmfríður Kristjánsdóttir^ og Jónas Gíslason vígslubiskup. Ég var í Menntaskói- anum í Reykjavík frá hausti 1939 til vors 1945, stríðsárin." - Hneigðist hugur þinn snemma til sagnfræði? „Ég hef alla tíð haft afskaplega gaman af sögu. En á stríðsárunum helltust yfir okkur hræódýrar enskar og amerískar bæk- ur, forláta bækur. Þeim tókum við opnum örmum, og höfðu þær feikn- arleg áhrif á okkur, og vöktu bók- menntaáhuga." - Marga kunningja muntu hafa eignast á þessum árum? „Já’, mikið félagslíf var í skólan- um. Sumir nemenda hneigðust til húmanisma, aðrir til náttúruvísinda. Nánasti vinur minn á þessum árum var Karl Maríusson og lengi á eftir, en marga aðra eignaðist ég. Nefni ég Björn Lárusson, Magnús Þor- steinsson, Magnús Magnússon, Magnús Guðmundsson, Einar Páls- son, Guðjón Steingrímsson og Bjarna Jensson." - Ertu ánægður með mennta- skólaárin, þegar þú horfir til baka? „Sáttur er ég við það, sem út úr þeim kom á endanum. En á þeim árum var maður ungur og óreynd- ur.“ - Hvað vannstu á sumrin? „Eitt og annað og kynntist þá Mér blöskraði, hve mikið af Njálu og Grettlu var þrautleiðinlegt ýmsum mönnum og vinnubrögðum, ýmsum sjónarmiðum og viðhorfum. Sumarið 1941 vann ég á Reykjavík- urflugvelli, meðal annars við að leggja járnbrautarteina og að rétta þá, en við slíkt hafa ekki margir Islendingar fengist. Sumarið 1942, kosningasumarið, var ég í vega- vinnu, skar sniddur og hlóð úr þeim og gijóti kanta við veg meðfram Rauðavatni, sem nú sér óvíða stað. Og var ég einn þeirra, sem unnu að eyðileggingu Rauðhóla, og er ekki stoltur af því. í byggingarvinnu var ég og uppskipun á Eyrinni." - Hvernig féll þér sumarvinnan? „Ég kynntist verkamönnum, sem ýmsir voru býsna ---------------- vel að sér, stál- slegnir í gullaldar- bókmenntum okk- ar og vel lesnir í ________________ bókum Kiljans og Þórbergs. Margir þeirra höfðu ein- dregnar pólitískar skoðanir á þeim árum. Veturinn 1945-46 kenndi ég ís- lensku og fleira við gagnfræðaskóla, Ingimarsskólann, þá til húsa í Franska spítalanum. Kynntist ég allvel þá ýmsum úr kennaraliðinu, Hjálmari Ólafssyni, Árna Guðna- syni, Ingimar skólastjóra og fleirum. Um veturinn var ég líka innritaður í íslensk fræði við Háskólann. Um vorið afréð ég að leita þægilegrar vinnu, til að ég gæti lesið meðfram henni, og fékk vinnu á aðalpósthús- inu í Pósthússtræti." - Og þar starfaðir þú alllengi. „Fram til 1958, í tólf ár. Þegar ég ætlaði að hætta haustið 1946, spurði póstmeistari mig, hvort ég vildi ekki vinna með náminu. Álpað- ist ég til að fallast á það. Varð ég af þeim sökum viðskila við námið. Vakið var líka máls á því við mig, að pósthúsið kynni að vanta lögfræð- ing, þannig að mér gæti komið vel að leggja stund á lögfræði. Og lög las ég einn vetur. Þótt það nám yrði endasleppt, tel ég mig hafa notið góðs af því að hafa sótt tíma í al- mennri lögfræði og þjóðarétti." Háskólanám - Hvenær hófstu nám í sagn- fræði? „Bjarni Jensson, sem hætt hafði laganámi og tekið að starfa við flug- umferðarstjórn á Keflavíkurflug- velli, tók á það ráð um sumarið 1951 að innrita sig í sögu til BA-prófs, þótt hug hefði fremur á málanámi, sem hann hafði upplag til. Fylgdist ég með honum. Tími gafst Bjarna þó ekki til námsins, þegar til kom. - Get ég þess, að það ár staðfesti ég ráð mitt. Þetta var fyrsta árið, sem sagnfræði var kennd til BA- prófs við Háskóla íslands." - Gafst þér tóm til að sækja tíma? „Já, ég kom störfum svo fyrir, að ég gat sótt talsvert af tímum. Um veturinn sóttu þá tíma yfírleitt tíu til tuttugu nemendur, og í þeim hópi man ég eftir Jóni Guðnasyni og Sigfúsi H. Andréssyni. Mér þótti gaman að sækja tímana, miklu meira en ég hafði vænst.“ - Hveijir kenndu? „Ólafur Hansson eingöngu. Um vorið ætlaði ég að láta við svo búið sitja, - gekk á fund Ólafs til að kveðja hann og að þakka honum fyrir, en hann hélt nú síður. Taldi hann mig á að fara í prófíð. Gekk það með miklum ágætum. Varð það til þess, að ég hélt áfram næsta vetur.“ - Hafðir þú að jöfnu áhuga á innlendri sögu og útlendri? „Um skeið hafði ég meiri áhuga á útlendri sögu, en aðeins um skeið.“ - En hefur þú meiri áhuga á sögu seinni tíma en fyrri? „Á síðari tíma sögu hef ég haft meiri áhuga. Stakk það í stúf við það, sem þá gerðist, í íslenskum fræðum að minnsta kosti. Tíðindum þótti sæta, að við Jón Guðnason völdum báðir aðalverkefni hjá Þor- keli Jóhannessyni úr sögu nítjándu aldar. Nú hafa umskipti orðið í þess- um efnum, óþarflega mikil, að ég vil segja. Flestir nemendur velja sér nú verkefni úr sögu allra síðustu ára, jafnvel áður en þau verða tekin eiginlegum sagnfræðilegum tökum.“ - Hvaða ritgerðarverkefni valdir þú þér í útlendri sögu? „Að ráðum Baldurs Bjarnasonar skrifaði ég um stefnu Bretlands í utanríkismálum frá Vínarfundinum til 1830. Ritvél átti ég ekki þá, en Jón Gíslason póstfulltrúi vélritaði ritgerðina fyrir mig.“ - En í íslenskri sögu? „Undir fyrrihlutapróf í íslenskri sögu, sem Jón Jóhannesson kenndi, tók ég saman ritgerð um „Uppruna goðavaldsins“, en Jón lést, meðan prófin stóðu yfir, svo að hann próf- aði mig ekki munnlega." - Hvernig féll þér við kennsluna? „Prýðilega vel. Kennarar fluttu þá fyrirlestra, en voru yfirleitt ekki viðræðufúsir, þótt þeir svöruðu gi-eiðlega, ef spurðir væru. Kennslu- aðferðir eru aðrar í dag, beinni per- sónuleg samskipti nemenda og kenn- ara. Um margt voru kennararnir ólíkir." - Léstu stjórnmál stúdenta til þín taka? „Ég fylgdist vel með þeim, en aldrei hefur að mér hvarflað að hafa bein afskipti af stjórnmálum, að minnsta kosti eftir að ég komst á fullorðinsár. Varamaður var ég þó í stúdentaráði veturinn 1945-46, en kosningarnar um veturinn snerust um Keflavíkursamninginn." - Sóttir þú kvikmyndir á yngri árum? „Já, kvikmyndir voru skemmtun fátæka mannsins. Enginn skóla- krakki var svo aumur á þessum árum, að ekki kæmist í bíó. A þess- um árum var maður ekki vandfýs- inn. Það varð maður fremur síðar. En á þessum árum kláraði ég kvóta minn, að ég get sagt. Nú horfi ég lítið á sjónvarp, gríp fremur í bók.“ - Um hvað ritaðir þú kandídats- ritgerð? „Hjá Þorkeli Jóhannessyni tók ég kjörsvið, eins og þá tíðkaðist, og lét hann mig fjalla um Landshöfðingja- tímabilið, en þrengdi það síðan í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.