Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1994 B 5 HINN ÍSLENSKI ÞURSAFLOKKUR eftir Árna Matthíasson ÞEGAR rokkbyltingin reið yí'ir ísland árið 1980 var öllu gömlu varpað fyrir róða, enda regla númer éitt að allt gamalt væri vont; úrelt skallapopp. Undantekningar á því voru ekki margar, en með þeim merkari var hljómsveit sem var beinlínis stofnuð til að leika forn íslenskt lög í nútímalegum búningi, Hinn íslenski Þursaflokkur, sem sendi frá sér skífuna Á tónleikum þetta ár; plötu sem tekin var upp á tónleikum í Þjóðieikhúsinu og á var eitt af fyrstu íslensku pönklög- unum: Jón var kræfur karl og hraustur, þjóðlegt pönk. Sú plata verður endurútgefin á mánudag og eru þá allar plötur Þursaflokksins komnar út á geisladiskum. Hinn íslenski Þursaflokkur var stofnaður síðia árs 1978, þegar Egill Ólafsson sagði skilið við Spil- verk þjóðanna. Spilverkið, sem í voru auk Egils Valgeir Guðjónsson, Sigurður Bjóla og Sigrún Hjálmtýs- dóttir, hafði þá starfað í á ijórða ár, en Egill var farinn að fást við sitthvað utan Spilverksins og hann segir að það hafi orðið að samkomu- lagi milli sin og annarra í Spilverk- inu að hann hætti, enda hafi þeim fundist að hann væri ekki heili í því. „Ég var þá farinn að gera svo margt annað, farinn að leika og þess háttar, þannig að það varð að samkomulagi milli okkar að ég myndi hætta þegar við vorum að gera Grænjaxla," segir Egill, en þetta mun hafa verið síðla árs 1977. Hann segist þá hafa verið búinn að bræða lengi með sér að stofna hljómsveit sem myndi flytja íslensk þjóðlög i nýjum búningi, eða allt síðan hann kynntist þeim í tónlistar- skóla. „Ég var í tónlistarskólanum frá 1970 til 1976 og þá kynntist ég íslenskum þjóðlögum í gegnum kennara minn Éngel Lund, og varð heltekinn af þeim, enda er þetta fín músík. Þá vaknaði einhver áhugi fyrir því hvort ekki væri mögulegt að laga þetta einhvern veginn að því sem ég kunni og rokka þau eitt- hvað upp. Þetta var á þessum árum sem maður lét sér ekki segjast með neitt; allt var mögulegt,“ segir Eg- 111 og hlær, en hann fékk til liðs við sig Tómas Tómasson bassaleik- ara, Þórð Árnason gítarleikara, Ásgeir Óskarsson trommuleikara og Rúnar Vilbergsson fagottleik- ara, en síðar kom inn í sveitina Karl Sighvatsson hljómborðsleikari og einnig var Lárus Grímsson í hljómsveitinni skamman tíma. Þannig skipaðir hófu Þursarnir æf- ingar um áramótin 1977/78 og héldu sína fyrstu tónleika í febrúar 1978. Á dagskránni voru ýmis lög úr Þjóðlagasafni Bjarna Þorsteins- sonar, sem þeir félagar, þá helst Egill, útsettu upp á nýtt, en oftar en ekki þurfti að pijóna eitthvað við lag eða lagstúf til að fá úr því fullburða lag og koma rokkinu að. Eftirlæti pðnkarans Egill segir að einnig hafi þeir sam- ið lög við ljóð eða þjóðkvæði, „við fórum fljótlega að spila eigin tónlist í bland, það var einhvern veginn sjálfgefið; rökrétt framhald af því sem við vorum að gera. Þjóðlögin voru góð sem slík og margir höfðu gaman af þeim, en oft voru þetta lítil stef sem við prjónuðum við. Yfirleitt var það ég sem pijónaði, til að mynda lög eins og Stóðum tvö í túni og Sæmundur Þorsteins- son sem tekin voru úr safni Bjarna Þorsteinssonar. Ljóð eða kvæði sem við sömdum lög við voru líka nokk- ur, til að mynda Brúðkaupsvísur, sem er ljóð frá sautjándu öldinni og ég setti lag við, sem hljómar eins og það sé næstum jafn gamalt ljóðinu - einhverra hluta vegna fann ég mig vel í þessari forn- eskju,“ segir Egill og kímir. Snemma fóru Þursarnir að semja eigin texta líka og eftir því sem leið á ferilinn fækkaði þjóðlögunum á dagskránni. Þannig má segja að ein- ungis fyrsta plafan, Hinn íslenski Þursaflokkur, sem kom út 1978, innihaldi íslensk þjóðlög. Á Þursa- biti, sem kom út 1979, voru gamlar vísur og gerð tilraun til að setja lög við þær sem hæfðu. Á tónleikaplöt- unni, sem kom út árið 1980, er hins- vegar nýr tónn í bland, það er að segja ljóðin eru úr samtíðinni, eftir samtíðarskáld eins og til dæmis Sig- urð Pálsson, Ara Jósepsson og fleiri og tónlistin laus úr viðjum gamla tímans. Á Gæti eins verið, sem kom út 1982, eru allir textar og öll lög eftir liljómsveitarmeðlimi, fyrir utan Myndsýn í speglinum gæti eins ver- ið, sem er eftir Einar Má Guðmunds- son, og á Egill stærstan hlut þar. Hann neitar því þó að platan sé ein- hverskonar sólóplata. „Ég á vitanlega lögin og textana nánast alla, en þetta var engu að síður Þursaplata, en þá vorum við reyndar orðnir fjórir og það var af praktískum ástæðum; við vorum oftast að spila fyrir fáa og þá kom sér vel að vera fjórir en ekki sex.“ Egill segir að á þeim tíma hafi þeir félagar verið að færa sig nær hefðbundnari tónlist. „Við vorum eiginlega allir þannig innstilltir að reyna að fara í átt að venjulegum lögum; venjulegri lengd og hefð- bundnara formi, en það vildi loða við okkur að músíkin var ávallt svolítið forn.“ Barningur Þó það sé samdóma álit manna í dag að Þursarnir hafi verið ein merkilegasta hljómsveit íslenskrar rokksögu átti hún erfitt uppdráttar til að byija með og yfirleitt voru tónleikagestir ekki nema 20 eða 30 á mörgum fyrstu tónleikum sveitar- innar. „Þetta var bölvaður barning- ur fyrst,“ segir Egill, en bætir við að hljómsveitin hafi fljótlega náð að finna sér vettvang, meðal ann- ars með því að vinna útvarps- og sjónvarpsþætti og að vinna í leik- húsi, „við gerðum meðal annars ballett með Islenska dansflokknum og fórum í sýningarferð um Norður- lönd með hann og fengum allstaðar góða dóma fyrir tónlistina," og svo hafi það verið mikil. eldskírn fyrir Þursana að flytj- ast tii Kaup- Ein helsta hljómsveit ís- mannahafnar sumarið 1979 og halda í tónleika- ferðir þaðan tii Hinn íslenski Þursaflokk- Finnlands, Sví- þjóðar og Hol- lands, en alls dvaldi sveitin í fjóra mánuði ytra. „Við unnum .útvarps- prógrömm í Finn vænst um tónleikaplötuna, „því hún segir mikið um þ_að hvernig hljóm- sveit þetta var. Á góðum degi var hún alveg einstök með alla þessa þungavigtarmenn innan borðs, ein- stakt rytmaparið Geiri og Tommi, Þórður með allan sinn sérlundaða snilldargóða gítarleik, Kalli sem var virtúós og svo höfðum við Rúnar éinstakan á rörið (fagottið). Þetta var mjög skemmtilegu hópur,“.seg- ir Egill og segir að það sé Sveini Einarssyni að þakka að Þursarnir fengu að halda tónleikana í Þjóð- leikhúsinu, sem var almennt ekki opið fyrir rokktónlist. „Við þekktum Svein og til að mynda var hann hvatamaður að því að við unnum með íslenska dansflokknum, hann var velgjörðarmaður okkar.“ lenskrar rokksögu var ur, sem fléttaði saman þjóðlegum stemmum og framsæknu rokki. landi, Danmörku og Svíþjóð (Ton- kraft), sem ég held að sé verið að gefa út í Svíþjóð þessa dagana. Við heimkomuna fengum við strax verkefni sem héldu okkur við efnið, það má ekki gleyma að við unnum við söngleikinn Gretti fyrir Leikfé- lag Reykjavíkur 1980/81 og bjugg- um í nokkra mánuði í gamla Aust- urbæjarbíói og gerðum plötu, sem í rauninni verður að kalla fjórðu plötu Þursaflokksins, og kemur þá á undan Gæti eins verið.“ Dálæti pönkarans Ekki segist Egill hafa skýringu á því af hveiju pönkarar hafi ekki lagt sama hatur á sveitina og aðrar „ráðsettar“ hljómsveitir á þessum tíma, en helst er hann á því að „pönklagið" Jón var kræfur karl og hraustur, hafi haft sitt að segja. Það var á tónleikadagskrá Þurs- anna um nokkurt skeið og var svo hljóðritað á tónleikunum frægu í Þjóðleikhúsinu 1980, en inn í lagið fléttuðu Þursarnir meðal annars hendingu eftir Árelíus Níelsson: Já, kæri sonur, hafið býr yfit' hundrað hættum / en mundu að pabbi flytur þér hljóða bæn yfir sæinn. „Það var náttúrlega Tommi sem á heiðurinn af því,“ segir Egill. Hann segir að sér þyki einna Ein plata enn Það er opinbert leyndarmál að Þursarnir hljóðrituðu að mestu eina breiðskífu til viðbótar, sem aldrei var gefin út. Egill segir að þegar þeir hafi tekið upp Gæti eins verið hafði staðið til að taka upp aðra breiðskífu. „Við gerðum Gæti eins verið seinni part ársins 1981 og ég held að hún hafi komið út í febrúar eða mars 1982. Strax um haustið sama ár ætluðum við að gera aðra plötu. Þá vorum við eiginlega tveir einir eftir ég og Tómas með áhuga, þó Þórður og Geiri hafi verið í bandinu ennþá. Það varð þó ekk- ert úr að við lykj- um við þetta, þar var nánast sjálfhætt, því það kom önnur hljómsveit sem gaf miklu betur, enda var afkoman harla rýr í Þursunum. Svo beið þetta óklárað, en við gerðum nokkrar atlögur að þessu síðar, fórum aftur að fást við þetta 1987 og þá ætlaði Grammið að gefa þetta út, en ekkert varð úr og það fór því svo að við Ásgeir, Tómas og ég keyptum upptökurnar af Gramminu og þar við situr. Ég notaði reyndar eitt lag af þessum upptökum á plötu mína Tifa, tifa, iagið Fjandsamleg návist II. Ef ég man rétt þá átti þessi plata að heita Ókomin forneskja," segir Egill og hlær, „það átti að vera eitthvað voðalega djúpt.“ Heyi'st hefur að jafnvel verði platan gefin út á næsta ári, en Egill tekur dræmt í það. „Það er svo margt á henni sem maður vildi endurskoða, en hún nær reyndar sennilega fullri lengd, tíu lög og öll í lengri kantinum. Þetta var voða- lega þungt efni og ég man að þeg- ar ég fór að hlusta á þetta aftur 1987 var afskaplega margt sem ég hefði vilja krukka í. En það breyt- ist svo margt með árunum og mað- ur verður umburðarlyndari, þannig að kannski á þetta eftir að koma út einhverntímann."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.