Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER1994 B 13 ROKKSVEIT Utangarðsmenn með aðstoðarfólk i i Noregi sumarið 1981. Stuð rlfjað upp UTANGARÐSMENN voru helsta rokksveit landsins á sínum mektarárum og ruddu brautina fyrir krafmikið íslenskt rokk. Sveitin leystist upp snemma árs 1981, í kiölfar mikillar tónleikaferðar um Evrópu, en tónleikar úr þeirri ferð verða gefnir vikunni. Utangarðsmenn sendu frá sér eina breið- skífu, sjötommur og safn- plötu, en aldrei tókst full- komlega að fanga kraftinn í sveitinni á tónleikum á plast. í áðurnefndri Evr- ópureisu þótti sveitin venju fremur fjörleg á sviði, enda ýmislegt að gerjast innan hennar sem skilaði sér í meira hamsleysi innan svið og utan. Það þótti því mik- ill happafengur þegar í ljós kom að til voru með Utan- garðsmönnum upptökur frá þeirri ferð, teknar upp út á vegum Smekkleysu í í klúbb í Stokkhólmi. Að sögn Utangarðsmannanna Bubba Morthens og Mike og Danny Pollock voru þetta eftirminnilegir tón- leikar fyrir margt, ekki síst fyrir það að deginum eyddi sveitin á lögreglustöð. Þeir segja að allir hafi því verið orðnir vel spenntir og æstir þega þeir komust á svið, enda segja þeir að þetta sé tvímælalaust besta breiðskífa Utangarðs- manna, með hráum hljóm og botnlausri keyrslu. Tims Hardins minnst TIM Hardin var merkur tón- listarmaður bandarískur sem naut mikilla virðingar á sjöunda áratugnum. Hann lést um aldur fram úr of stórum heróínskammti 1980 og varð mörgum harmdauði, þar á meðal Rúnari Júlíussyni sem gaf út um hann minningarplötu. Sú minningarplata, sem jafnan er talin með bestu verkum Rúnars, var gefin út endurunnin á geisladisk fyrir skemmstu. Rúnar Júlíusson segir að hann hafi kynnst tónlist Tims Hardins þegar hann var í Trúbroti og alltaf kunnað vel að meta hana. Þegar Hardin hafi fallið frá hafí honum fundist hann eiga honum skuld upp að inna og því varð platan til. „Ég gekk með þess hug- mynd nokkum tíma, en svo kom ég mér upp hljóðveri heima og þá lá vel við að gera þetta," segir Rúnar og bætir við að kannski hafi Mlnnlng Rúnar Júlíusson. hann mest verið að gefa þessa plötu út fyrir sjálfan sig. „Það stóð svolítið í mér að vera að gefa hana út aftur á geisladisk, en lögin eru góð og það skiptir ekki svo miklu máli þó það taki einhvern tíma að selja upp í kostnað." Endanleg mynd FIRE félagsskapurinn hefur verið iðinn við innflutning á erlendum rokksveitum, ekki síður en tónleika félagssveit- anna, þar á meðal Stillupp- steypu og Curvers. Minna hefur þó verið um þeint sam- starf sveitanna á sviðinu, en þegar þær tvær sveitir rugl- uðu saman reytum sínum varð afraksturinn sjötomma. * Aðurnefnd sjötomma, sem á eru tvö lög, kom út í síðustu viku. Lögin á henni voru samin á siðasta ári þegar Stilluppsteypa og Curver hituðu upp í samein- ingu fyrir Dog Faced Her- mans. „Þá sömdum við sex lög,“ segir Birgir „Curver“ Thoroddsen, „og völdum síðan tvö uppáhaldslög úr fyrir útgáfu. Þau tókum við svo upp í janúar sl. og síðan biðum við bara eftir að eiga fyrir útgáfunni." Sveitirnar tvær kynntu plötuna í Und- irheimum FB í síðustu viku, en léku ekki saman, enda segir Curver að ekki standi til að leika þessi lög á tón- leikum framar; útgáfan sé endanleg mynd þeirra. Fönkuð danstónlist POPPARINN smávaxni Jason Kay vakti mikla athygli fyrir frábæra frumraun sína á síðasta ári undir nafninu Jamiroquai. Fyrir stuttu kom út önnur breiðskífa hans, sem stendur hinni ekkert að baki. Jamiroquai hefur helgað sig fönkaðri danstón- list og sannaði á frumraun- inni að hefur á þeirri gerð tónlistar fullt vald, enda Líflegur Jason Jamiroquai Kay. hefur honum oft verið líkt við Stevie Wonder. Sumir höfðu þó orð á því að frum- raunin væri full laus í reip- unum, lögin hafí sum hver berið of teygð með spuna- köflum. Á nýrri plötu kapp- ans, sem heitir The Retum of the Space Cowboy, rek- ur hann af sér allt slyðru- orð, því hún er öllu mark- vissari og kraftmeiri en fyrri platan, og engin þurrð á hugmyndum, því platan er vel yfir klukkustund á lengd. Sum laganna hafa heyrst nokkuð í útvarpi og happafengur því þau eru vel til þess fallin að styttá mönnum stundir í skamm- deginu; upp full með léttum andblæ og lipurri snarstefj- un. DÆGURTÓNLIST Hvab er varib í Skotana? vinna þessa plötu með EIN helsta rokksveit landsins er SSSól, sem hefur haldið velli í á átt- unda ár. Sveitinni gekk allt í haginn í sumar, en gaf sér tíma í haust til að hljóðrita breiðskífu. SSSól fékk til liðs við sig skoska útgáfu- stjóra, Ian Morrow og Sandy Jones, sem Sólar- menn hafa áður unnið með með góðum árangri og Helgi Björns- son söngvari sveitar- innar segir að eftir Árno fyrr’, Motthlosson kynni þeirra fé- laga af Skotunum hafi einmitt ráðið mestu um að þeir voru fengnir til starfans núna. „Það var sérstaklega gaman að þeim, því við höfðum meiri tíma til að undirbúa hana og við vorum allir betur samtaka fyrir vik- ið,“ segir Helgi og bætir við að í raun hafi sveitín verið að velta því fyrir sér að gefa út þlötu í sumar og því verið búin að leggja grunninn að breiðskífu snemma á árinu. Ýmis- legt varð til þess að þeirri breiðskífu var slegið á frest en leiða má getur að þvf að SSSóIhafi ein- faldlega haft yfrið nóg að gera, og Helgi tekur undir það að mikið hafi verið spilað í sumar og vissulega sé ánægjulegt að fá meðbyr, „menn verða alltaf öruggari með sig þegur vel gengur“. Helgi segir að þegar ákvörðun var svo tekin um að taka upp i haust hafí það gefíð prýðis tækifæri til að vinna lögin enn frekar, leysa allt sem leysa þurfti áður en farið var inn í hljóðver. „Við vildum hafa plötuna hráa og lifandi og tókum þann- ig nánast öll Iþjóðfæri upp samtímis og það stóð, þannig að þá var bara eftir fínpússning og söng- ur. Við tókum þvi plötuna upp og hijóðblönduðum hana á tveimur vikum, settum upp góðan anda í stúdíóinu, keyptum okkur bjórkassa, kveiktum á kertum og fylltum allt af blómum.“ Helgi segir að tónlist sveitarinnar sé að þróast, ekki síst fyrir það að hann sé farinn að semja meira einn, en minna er um að hljómsveitin semji öll saman. Hann segir að nýi bassaleikarinn sé kominn vel inn í sveitina og þetta sé að hans mati besta útgáfa af SSSól til þessa. „An þess að lasta þá sem verið hafa í sveit- inni áður, er þetta besta útgáfa SSSól sem ég hef verið með í, sú lang þétt- asta.“ Megas FÁIR tónlistarmenn hafa vakið annað eins umtal og jafnvel deilur með sinni fyrstu breíðskífu og Magnús Þór Jónsson, sem sendi frá sér fyrstu breiðskífuna undir nafninu Megas árið 1972. Sú hefur verið ófáanleg í fjölda ára, en var endurútgefin út á geisladisk fyrir stuttu. Megas hljóðritaði plötuna að mestu í Noregi, en hann hafði þá um langt skeið fengist við laga- og textasmíð- ar. Platan vakti mikla at- hygli þeg- ar hún kom út og ekki síður deilur, enda þótti mörgum MAgnúsf- ara ómjúk- um hönd- um um sitthvað sem áður var talið hafið yfir gagnrýni eða spé. Upplag plötunnar var ekki stórt og hún seldist snemma upp og hefur ekki fengist síð- an, utan að hún var í frægum safnkassa, Megas allur, sem kom út fyrir nokkrum árum og seldist snimmhendis upp. Það er því mikill fengur að endurútgáfunni, enda lykil- plata í íslenskri rokksögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.