Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER1994 MORGUNBLAÐIÐ i AUGLYSINGAR Framkvæmdastjóri - Landfræðilegt upplýsingakerfi - LÍSA, samtök um samræmd landfræðileg upplýsingakerfi á íslandi, óskar að ráða framkvæmdastjóra í hálft starf til að byrja með, en gæti orið fullt starf síðar. Samtökin eru vettvangur samstarfs á sviði landfræðilegra gagnasafna og upplýsinga- kerfa. Starfið felst m.a. í að: • Halda utan um rekstur félagsins, félagaskrá og gefa út fréttabréf. • Undirbúa fundi og ráðstefnur á vegum félagsins. • Safna, vista og vinna úr upplýs- ingum m.a. erlendis frá og miðla þeim út til félagsmanna. • Sækja fundi og ráðstefnur fyrir hönd félagsins. Hæfniskröfur Leitað er að einstaklingi með frumkvæði, skipulagshæfileika og sem á auðvelt með að starfa með öðrum. Æskilegt er að um- sækjendur hafi einhverja reynslu af því að vinna með landfræðileg upplýsingakerfi og hafi a.m.k gott vald á einu Norðurlandamáli auk ensku. Hákskólamenntun eða sambæri- leg menntun er æskileg. Nánari upplýsingar veita Auður Bjarnadóttir og Torfi Markússon hjá Ráðgarði frá kl. 9-12. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs fyrir 16. nóvember nk. RÁÐGARÐUR hf. STJÓRNUNAR OG REKSTRARRAÐGJÖF NÓATÚN17105 REYKJAVÍK SÍMI616688 Náttúrufræðingar Náttúrustofa Austurlands í Neskaupstað - staða forstöðumanns í samræmi við lög nr. 60/1992 og reglugerð nr. 384/1994 óskar stjórn Náttúrustofu Aust- urlands eftir forstöðumanni. Starfssvið: Forstöðumaður ber ábyrgð á daglegum rekstri stofunnar, semur rekstr- aráætlanir, mótar rannsóknastefnu og ræður starfslið með samþykki stjórnar. Hann er í fyrirsvari fyrir stofuna og annast samskipti út á við. Gert er ráð fyrir að hluti starfsins felist í rannsóknum. Leitað er eftir náttúrufræðingi með háskóla- próf eða sambærilega þekkingu. Starfið krefst góðra skipulagshæfileika, sjálfstæðra vinnubragða, frumkvæðis, samviskusemi, lipurðar í samstarfi og umgengni við fólk. Umsækjendur skulu vera vel máli farnir og ritfærir. í boði er fjölbreytt, krefjandi og áhugavert starf við að byggja upp og skipuleggja nátt- úrurannsóknir á Austurlandi og taka þátt í að móta framtíðarstefnu stofunnar. Neskaupstaður hefur öflugt og fjölbreytt at- vinnnu- og menningarlíf og þar er boðið upp á alia þjónustu. Má þar nefna grunnskóla, tónskóla, verkmenntaskóla, Fjórðungs- sjúkrahús, sundlaug, íþróttahús, íþróttavelli og skíðamiðstöð. Staðan er veitt til 5 ára. Viðkomandi þarf að geta hafið störf fyrri hluta árs 1995. Nánari upplýsingar um starfið og launakjör veita formaður stjórnar, Hermann Níelsson, í síma 97-11902, og trúnaðarmaður stjórnar, Kristbjörn Egilsson, í símum 91-629822 og 91-12728. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntuns og fyrri störf berist til Náttúrustofu Austur- lands, Miðstræti 1, 740 Neskaupstað, eigi síðar en 30. nóvember 1994. Stjórn Náttúrustofu Austurlands. Kvöld- og helgarstörf íbókaverslun Málsog menningar Mál og menning óskar að komast í samband við fólk eldra en 25 ára sem gæti hugsað sér hlutastörf við afgreiðslu á kvöldin og um helgar. Skilyrði er að umsækjendur hafi reynslu af afgreiðslustörfum og hafi áhuga á að veita viðskiptavinum okkar góða þjónustu. Vinnutími getur verið sveigjanlegur en er að jafnaði á kvöldin frá kl. 18-22 og um helgar frá kl. 10-22. Umsóknir sendist á skrifstofu Máls og menn- ingar, Laugavegi 18, 101 Reykjavík. Frá Háskóla íslands Lausar eru til umsóknar eftirtaldar 37% hlutastöður í læknadeild Háskóla íslands sbr. 3 mgr. 10. gr. laga nr. 77/1979: Lektorsstaða í barnasjúkdómafræði. Dósentsstaða í geislalæknisfræði. Dósentsstaða í handlæknisfræði. Staðan er bundin við við starfsaðstöðu á Borgarspítala. Dósentsstaða í líffærameinafræði. Dósentsstaða í sýklafræði. Einnig er laus til umsóknar 50% dósents- staða í lífeðlisfræði. Gert er ráð fyrir að stöður þessar verði veitt- ar til fimm ára frá 1. júlí 1995 að telja. Umsækjendur um ofangreindar stöður skulu láta fylgja umsóknum sínum rækilegar skýrsl- ur um vísindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf. Með umsóknum skulu send eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum umsækj- enda, prentuðum og óprentuðum. Ennfremur er óskað eftir greinargerð um rannsóknir sem umsækjendur hyggjast stunda, verði þeir ráðnir, og hvaða aðstaða er nauðsynleg fyrir fyrirhugaðar rannsóknir. Laun skv. kjarasamningi Félags háskóla- kennara og fjármálaráðherra. Umsóknar- frestur er til 6. desember 1994 og skal um- sóknum skilað til starfsmannasviðs Háskóla íslands, aðalbyggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Staða sérfræðings innan læknadeildar Háskóla íslands er laus til umsóknar. Gert er ráð fyrir að stöðunni verði ráðstafað til tveggja ára frá 1. apríl 1995. Þeir, sem sitja eða hafa setið í sérfræðings- stöðu, geta sótt um hana aftur á samkeppn- isgrundvelli en eigi má veita sama aðila slíka stöðu í meira en 4 ár. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi og er læknism'enntun ekki skilyrði. Umsókn fylgi starfsáætlun á sviði rannsókna í læknisfræði. Jafnframt fylgi umsögn þess kennara innan læknadeildar sem umsækj- andi hyggst starfa með, þar sem fram komi staðfesting um að starfsaðstaða sé fyrir hendi og að annar kostnaður en laun sér- fræðings verði greiddur af viðkomandi stofn- un eða deild. Nánari upplýsingar veitir for- seti læknadeildar. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf sín, ritsmíð- ar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Laun skv. kjarasamningi Félags háskóla- kennara og fjármálaráðherra. Umsóknarfrestur er til 6. desember og skulu umsóknir sendar til starfsmannasviðs Há- skóla íslands við Suðurgötu, 101 Reykjavík. KÍSILIÐJAN VIÐ MÝVATN NÝTING NATTÚRUAUÐLINDA I ÞÁGU PJÓÐAR Framkvæmdastjóri Kísiliðjan hf. í Mývatnssveit óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Kísiliðjan hf. starfrækir verksmiðju, sem framleiðir síunar- og fylliefni úr kísilgúr, aðallega til útflutnings. Sala og markaðssetning á útflutn- ingsmörkuðum er í höndum Celite Corporation, stærsta framleið- anda á kísilgúr í heiminum. Starfsmannafjöldi er 45-50. Afkoma félagsins er góð og eiginfjárstaða er mjög traust. Aðaleigendur Kísil- iðjunnar hf. eru Ríkissjóður íslands (51%) og bandaríska fyrirtækið Celite Corporation (48,56%). Starf framkvæmdastjóra er fjölþætt og er aðallega fólgið í stefnumörkun, áætlanagerð og framkvæmd markmiða vegna náma- vinnslu og framleiðslu, ásamt stjórnun, fram- kvæmd og ábyrgð á daglegum rekstri félagsins. Framkvæmdastjóri kemur fram fyrir hönd félagsins og gætir hagsmuna þess út á við. Búseta í Reykjahlíð er skilyrði. Félagið leitar eftir aðila með haldgóða reynslu í fyrirtækjastjórnun, sem er tilbúinn að takast á við krefjandi stjórnunarstarf. Viðskiptafræðimenntun eða sambærileg menntun er æskileg. Góð enskukunnátta er skilyrði. Skriflegum umsóknum um starf framkvæmda- stjóra, ásamt upplýsingum um starfsferil og menntun, skal skila á íslensku og ensku og merkja stjórn félagsins og berast Kísiliðj- unni hf., 660 Reykjahlíð, fyrir laugardaginn 12. nóvember 1994. Nánari upplýsingar um starfið veita: Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri, sími 96-44190, og Pétur Torfason, stjórnarfor- maður, sími 96-22543. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál og þeim svarað. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Norðurlandi eystra Forstöðumaður skammtímavistunar Staða forstöðumanns nýrrar skammtíma- vistunar sem starfa mun alla daga vikunnar er laus til umsóknar. Forstöðumaður ber ábyrgð á rekstrinum og þeirri þjónustu sem veitt er. Hann þarf að hafa hæfileika og vilja til að laga þjónustuna að breytilegum þörfum neytendanna og skapa starfseminni þann sveigjanleika sem frekast er unnt. Umsækj- endur skulu hafa menntun þroskaþjálfa eða aðra sambærilega menntun. Stjórnunar- reynsla er æskileg. Ráðið verður í stöðuna frá jan.-feb. 1995 og er umsóknarfrestur til 15. nóv. nk. Nánari upplýsingar um stöðuna veitir fram- kvæmdastjóri Svæðisskrifstofunnar í síma 96 26960 alla virka daga frá kl. 09.00- 12.00. Þroskaþjálfar og aðrir með sérmenntun á meðferðarsviði í jan. 1995 tekur til starfa á Akureyri nýtt sambýli fyrir fjölfatlaða. Sambýlið býður störf fyrir þroskaþjálfa og/eða fólk með hliðstæða sérþekkingu. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af að starfa með fjölfötluðum. Stöður starfsmanna án sérmenntunar Við sambýlið eru einnig lausar nokkrar stöð- ur starfsmanna þar sem ekki er krafist ákveð- inna starfsréttinda, m.a. á næturvakt. Reynsla af störfum með fötluðum er æskileg. Nánari upplýsingar um stöðurnar við sam- býlið veitir forstöðumaður þess í síma 96 21755 f.h. alla virka daga. Umsóknar- frestur er til 15. nóv. nk. Skriflegar umsóknir um auglýstar stöður sendist Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, Stórholti 1, Akureyri. Framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.