Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ KIENZO raumn Dregið verður í Kenzo spurningaleiknum í þætti Önnu Bjarkar á Bylgjunni FM 98,9 á milli kl. 12 og 16 föstudaginn 11. nóvember. KENZO P A R I S Vorum að taka upp mikið úrval af drögtum í mörgurn litum. Stærðir 36-52. Auk þess stakir jakkar í rauðu og svörtu. Opið á laugardögum frá kl. 10-14 Sofasett, Iiomsoiar hvíldai'slólui', borðstolúhiisgögn, dýnur og hjónaruni - Hofum gersl umboðsaðilar fyrír þessi vönduðu húsgögn og bjóðum þig velkomin að sjá úrvalið. EKORNES' jtuscby Frábær árangur íslenzkra frí- merkjasafnara Frímerkl NORDIA 94 í MBL. 26. okt. sl. er sagt frá því, að íslenzkir frímerkjasafnar- ar hafi staðið sig frábærlega vel á samnorrænu frímerkjasýning- unni NORDIA 94, sem haldin var í Árósum í Danmörku 21.-23. okt. sl. Var þetta í fyrsta skipti, sem Danir stóðu fyrir NORDIU- sýningu, en svo sem kunnugt er hafa tvær slíkar sýningar verið haldnar hér á landi, 1984 og 1991. Þriðja sýningin í þessum hópi mun svo verða haldin hér- lendis árið 1996. Sakir takmarkaðs rýmis í Mbl. verður að mestu að vísa til þess, sem segir í áðurnefndri frásögn í blaðinu. Þó vil ég hér minnast á nokkur atriði. Eins og þar segir fór svo, að íslenzkt safn varð stigahæst á sýningunni með 95 stigum. Var það hið einstæða safn Indriða Pálssonar af bréfum, umslögum og frímerkjum, sem sýna íslenzka póstþjónustu frá 1836 til 1902. Hefur íslenzkt frímerkjasafn aldr- ei náð lengra á norrænni frí- merkjasýningu til þessa, og kom það hvorki mér né öðrum, sem til þekkja, á óvart. Ég fullyrði, að aldrei áður hafi verið sett saman jafngott og fallegt íslenzkt frí- merkjasafn. Er ég í engum vafa um, að það á eftir að hljóta jafn góðar viðtökur á alþjóðasýningu og það fékk nú, ef höfundur þess leggur leið sína þangað með þetta einstæða efni. íslenzkir unglingar áttu einnig eftirtektaverðan hlut að NORDIU 94. í unglingadeild voru 25 söfn, og áttu unglingar okkar tæpan þriðjung þeirra eða átta söfn. Einn þeirra, Gunnar Garðarsson, náði þeim frábæra árangri að verða hæstur með mótífsafn sitt, Ránfuglar í útrýmingarhættu, og hlaut fyrir gyllt silfur. Umboðs- maður NORDIU 94 hér á landi, Sigurður R. Pétursson, tók það sérstaklega fram á fundi í Félagi frímerkjasafnara, þar sem hann gerði grein fyrir sýningunni, að unglingasöfn okkar hefðu vakið verulega athygli, bæði dómara og gesta, og borið af fyrir skemmti- legt og vandað yfirbragð; bæru þau vitni þess, að íslenzkir ung- lingar nytu góðrar tilsagnar við úrvinnslu og uppsetningu sýn- ingarefnis. Eru þetta vissulega ánægjulegar fréttir og ástæða til að halda þeim á loft og óska jafn- framt þessum ungu mönnum til hamingju. íslendingar voru ekki hinir einu, sem sýndu íslenzkt frí- merkjaefni á sýningunni. Danskir safnarar áttu þarna einnig dijúg- an hlut. Orla Nielsen fékk 80 stig og gyllt silfur fyrir safn sitt ís- land 1847-1912 (að undanskild- um í GILDI frímerkjum). Ole Svinth sýndi safn af íslenzkum frímerkjum, stimpluðum erlendis, og hlaut fyrir 73 stig og silfur. Eigil Rasmussen fékk 72 stig og silfur fyrir safnið ísland 1873- 1930 með afbrigðum og póstsend- ingum. Torben Jensen hlaut einn- ig silfur og 71 stig fyrir safn sitt af frímerkjum Kristjáns konungs X. Tveir safnarar frá Svíþjóð áttu þarna sýningarefni, sem við þekkjum einnig nokkuð vel til. Stig Österberg sýndi safn sitt af Tveimur kóngum og fékk fyrir 81 stig og gyllt silfur. Leif Nils- -son hlaut 78 stig og stórt silfur fyrir safnið Brezkur og amerískur SÍÐUSTU frímerki ársins. herpóstur á íslandi í annarri heimsstyrjöldinni. Samkvæmt umsögn umboðs- manns NORDIU 94 hér á landi, fór sýningin mjög vel fram og var hinum dönsku gestgjöfum til mik- ils sóma. Alls munu sýningargest- ir hafa orðið 10.800. Má það heita góð aðsókn. Ný frímerki 9. nóvember Síðustu frímerki póststjórnar- innar á þessu ári koma út 9. þ.m. Fyrst er það frímerki að verðgildi 100 krónur. Tilefni þess er 50 ára afmæli Alþjóðaflugmálastofn- unarinnar, ICAO (International Civil Aviation Organization). Var grundvöllur þeirrar stofnunar lagður 7. desember 1944, þegar fulltrúar 52 ríkja undirrituðu ýtar- legan sáttmála um alþjóðaflug- mál. Þessi sáttmáli mun vera fyrsta alþjóðlega skjal sinnar teg- undar, sem Lýðveldið Ísland átti þátt í að móta. Þessi stofnun er ein af sérstofnunum Sameinuðu þjóðanna. Á miðju þessu ári voru aðildarríkin orði 183. Aðalstöðvar ICAO eru í Montreal í Kanada. Stofnunin hefur í hálfa öld haft umsjón með tæknilegri samræm- ingu allra þátta flugmála og hefur unnið það afrek að tryggja alþjóð- legar flugsamgöngur um allan heim þennan tíma. Tryggvi T. Tryggvason hefur hannað þetta frímerki. Eftir mynd- um að dæma lízt mér vel á þetta frímerki, en á því má sjá Boeing 747 flugvél Flugleiða svífa um loftin blá undir merki Alþjóðaflug- málastofnunarinnar. Tvö jólafrímerki koma einnig út þennan sama dag, en hönnuður þeirra er Magnús Kjartansson list- málari og grafiklistamaður. Mynd- efnið, sem hann hefur valið frí- merkjunum, er, eins og segir í til- kynningu Pósts og síma, „hin svíf- andi kærleiksbylgja jólahátíðar- innar er umfaðmar menn og skepnur kl. 6 á íslensku aðfanga- dagskvöldi." Myndefnið er sér- i kennilegt, og ekki mun af veita að reyna að skýra það út fyrir almenningi, enda í fljótu bragði erfitt að tengja það jólunum. En það er svo margt í nútímalist, sem er þannig úr garði gert, að venju- legt fólk á erfítt með að átta sig á listinni. Svo hefur vissulega á stundum orðið með jólafrímerki okkar á liðnum árum. Ég hef orð- ið var við verulega gagnrýni á þessi frímerki, enda verður því ekki neitað, að oft hefur betur tekizt til en að þessu sinni. Jón Aðalsteinn Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.