Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1994 B 27 VALGEIR EINARSSON *+■ Valgeir Einarsson fæddist ' á Kappeyri í Fáskrúðsfirði 29. mars 1922. Hann lést á sjúkrahúsinu á Neskaupstað 20. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristjana Björg Eiríksdóttir, f. 26. júní 1880 á Vallamesi við Reyðar- fjörð, d. 12. júlí 1937, og Einar Stefánsson, f. 5. febrúar 1882 á Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði, d. 16. nóvember 1957. Systkini Valgeirs era: Kristín (látin), Eiríkur (látin), Björgvin, Er- lendur (látin), Dagmar, Hólm- fríður (dó ung) og Einar Guðni (látinn). Valgeir kvæntist 1950 Herborgu Magnúsdóttur, f. 8. apríl 1924 í Dölum í Fáskrúðs- firði. Bjuggu þau allan sinn búskap á Höfðahúsum í Fá- skrúðsfirði. Börn þeirra era: Björg, f. 1950, gift Magnúsi Elí Bárðarsyni og eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn; Krisljana Hólmfríður, f. 1954, gift Eyþóri Guðmundssyni og eiga þau tvö börn; og Magnús, f. 1959. Útför Valgeirs var gerð frá Kolfreyjustaðar- kirkju 29. september. OKKUR langar að minnast afa okkar, Valgeirs Einarssonar frá Höfðahúsum. Afi og amma byijuðu búskap á Höfðahúsum árið 1950, amma býr þar enn ásamt Magnúsi syni þeirra. Með búskapnum stundaði afi aðra vinnu og þá einkum tengda sjávarútvegi. Afi var mikill verkmaður og gekk greiðlega í öll sín verk. Hann stundaði búskapinn af natni og hafði gaman af skepnum. Hann var líka vinur vina sinna og hjálp- aði þeim sem með þurftu. Afi var rólegur og yfirvegaður að eðlisfari og kom það sérstak- lega fram í veikindum hans. Afi og amma tóku alltaf á móti okkur af góðvild og hlýju. Það var gott að vera í návist þeirra og njóta með þeim náttúrunnar sem var þeim svo kær. Við þökkum þér, afi, fyrir árin sem við fengum að njóta með þér. Guð varðveiti minningu þína og veiti ömmu styrk. Ég veit, minn ljúfur. lifir lausnarinn himnum á, hann ræður öllu yfir, einn heitir Jesús sá, sigrarinn dauðans sanni sjálfur á krossi dó og mér svo aumum manni eilíft líf víst til bjó. Jesús er mér í minni mig á hans vald ég gef, hvort ér er úti eða inni MARKUS A. EINARSSON + Markús Ármann Einarsson ' veðurfræðingur fæddist í Reykjavík 5. mars 1939. Hann lést á Landspítalanum 20. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Víðistaða- kirkju 28. október. MEÐ Markúsi Á. Einarssyni er genginn einstakur félagi, langt um aldur fram. Leiðir okkar lágu saman í starfi bæði í Framsóknarflokknum og hjá Ríkisútvarpinu. Markús var þægilegur og elskulegur maður og gott að leita til hans í hvívetna. Arið 1987 kynntist ég honum betur, en þá hófst mikið og lær- dómsríkt samstarf okkar í út- varpsráði þar sem við vorum bæði fulltrúar Framsóknarflokksins eitt kjörtímabil. Ég kom þá ásamt fleiri fulltrúum ný inn í ráðið og margt þurftum við að kynna okkur og læra. Markús var þar fyrir, hafði verið vara- og aðalmaður um ára- bil og setið í útvarpslaganefnd sem formaður. Það var því ekki í kot vísað að eiga Markús að þegar erfið mál voru til umfjöllunar og afgreiðslu í ráðinu. Það var fastur liður að leita í smiðju til hans. Ráð hans voru ávallt vel ígrunduð og holl. Markús var góður sáttasemj- ari og virtur meðal samstarfs- manna sinna. Hann gat þó verið fastur fyrir ef því var að skipta. Listunnandi var hann mikill. Hann naut þess að hlusta á klass- ísk verk bæði í útvarpinu og ekki síður í sjónvarpi og ræddi um sýn- ingar og uppfærslur sem voru í Leiðrétting ÞAU leiðu mistök urðu í inngangi minningargreinar um Guðrúnu Auðunsdóttur í laugardagsblaðinu að dánardægur eiginmanns hennar var ekki á réttum stað í textanum. Ólafur Sveinsson fæddist 30. októ- ber árið 1908 og lést 27. ágúst 1986. Dánardægrið misritaðist fyrir aftan nafn tengdasonar hjónanna. Hann er hins vegar enn á lífi. Morg- unblaðið biðst velvirðingar á mis- tökunum. dagskránni af þekkingu og næmni. Fagþekking hans í veðurfræð- inni kom sér einnig vel þegar veðurfregnir og veðurfregnatímar í Útvarpinu voru til umfjöllunar, en breytingar á þeim voru lengi til umræðu hjá okkur. Þegar hann sat í ráðinu sem formaður kom fram hversu góður stjórnandi hann var, sanngjarn og réttsýnn. Hann var mikill Ríkisút- varpsmaður og vildi hag þess sem mestan. Ég og aðrir framsóknar- menn leituðum jafnan til hans ef útvarpsmálin voru til umræðu. Á yfirstandandi kjörtímabili þegar ég var orðin eini fulltrúi flokksins í Útvarpsráði var gott að eiga Markús að og ræddum við oft málin lengi. Markúsar er sárt saknað, en minningin um góðan félaga lifír. Með þakklæti í huga fyrir ómetan- lega samfylgd kveð ég Markús Á. Einarsson. Eiginkonu hans Hönnu og börnum þeirra bið ég guðs blessunar. Ásta R. Jóhannesdóttir. Skilafrest- ur vegna minningar greina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fýrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fýrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. eins þá ég vaki og sef. Hann er mín hjálp og hreysti hann er mitt rétta líf honum af hjarta ég treysti hann mýkir dauðans kíf. Herborg Anna og fjöl- skylda, Bárður Valgeir, Herborg Eydís, Einar Elí, Eyrún Björg og Guðmundur Heiðar. Skemmtifundur Félag harmonikuunnenda heldur skemmtifund í dag kl. 15.00 í Templarahöllinni við Eiríksgötu. Fundurinn er tileinkaður Svavari Benediktssyni, tónskáldi. Hljómsveit undir stjórn Sigurgeirs Björgvinssonar ásamt söngvurunum Hjördísi Geirs og Birgi Ottóssyni flytja lög eftir Svavar. Margir aðrir góðir spilarar. Allir velkomnir. Skemmtinefndin. Við kynnum 0KI faxtæki... qki við allra hæfi á sérstöku kynningarverði um þessar mundir. Tæknt tii tjáskípta M Tæknival Skeifunni 17 - Sími (91) 681665 - Fax (91) 680664 Almannarómur segir að erfiðara sé að kaupa nýja íbúð en gamla. Ármannsfell hefur afsannað það. Ármannsfell - býður upp á nýjar, ódýrar og vandaðar fbúðir sem afhendast fullbúnar. Ármannsfell - kappkostar að aðstoða fólk við að eignast sfna fyrstu Ibuð. Ármannsfell - býður upp á fjármögnun sem hentar sórstaklega fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu Ibúð. Ármannsfell - veitir allar upplýsingar og persónulega ráðgjöf sem sniðin er að þörfum hvers kaupanda. Þú færð allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar að Funahöfða 19 eða f sfma 873599. Ármannsfell hf. QP ...er nær en þig grunar lijiJ IlíífL JÍJÍII) ddJ jjj! £i iíl, SABUÆU Við undirritun kaupsamnings 200.000 kr. Með húsbréfum 4.212.000 kr. lin seljanda 1.000.000 kr. Við afhendingu 1.088.000 kr. -j/sJ iJíij'iJ. JúiJiJ £15,7 ni‘ 2 iíh iDíiajJjJi) : Við undirritun kaupsamnings ■ ■ Með húsbréfum lin seljanda | Við afhendingu 200.000 kr. 4.602.000 kr. 1.000.000 kr. 1.278.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.