Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER1994 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUA! YSINGAR Aukavinna Óskum eftir þýðendum til að þýða úr þýsku. Upplýsingar í símum 93-14030 og 93-14111 eða sendið nafn og síma til afgreiðslu Mbl. fyrir 11. nóvember merkt: „A - 15720". Karlakór Reykjavíkur auglýsir eftir samstarfsaðilum við byggingu og rekstur á menningarhúsi (tónlistarperlu) við Skógarhlíð í Reykjavík. Grunnflötur húss- ins er um 512 m2, kjallari 326 m2 og innri svalir 77 m2. Aðalsalur hússins, sem er með sviði fyrir söngfólk og hljóðfæraleikara, tekur allt að 400 manns í sæti. Þegar er búið að steypa upp kjallara, gólf og útveggi á húsinu. Áhugasamir aðilar hafi samband við Bjarna Reynarsson, formann kórsins, í síma 621362 e. kl. 17.00 virka daga. Karlakór Reykjavíkur. Dreifingarstjórí Við erum að leita að frjóum, duglegum einstakiingi sem getur starfað sjálfstætt Starfið er fólgið í skipulagningu og stjórnun dreifingar til áskrifenda, umboðsmanna og sölustaða. Tölvuþekking nauðsynleg. Efþú hefur áhuga á að starfa á spennandi vinnustað í sókn þá hafðu samband við Kristinn Albertsson eða Þórarin Stefánsson á skrifstofu okkar að Vesturgötu 2, Reykjavík fyrir miðvikudaginn 9. Nóvember. Fra m kvæmdastjóri Stjórn samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, SASS, óskar að ráða framkvæmdastjóra frá 1. janúar 1995. Leitað er að einstaklingi með góða þekkingu og/eða reynslu af sveitarstjórnarmálum. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af stjórnunarstörfum. Lögfræði- viðskipta- fræði- eða sambærileg menntun æskileg. Framkvæmdastjóri veitir forstöðu skrifstofu samtakanna og annast m.a. fjármál, inn- heimtu, bókhald og áætlanagerð fyrir SASS og stofnanir tengdar samtökunum. Framkvæmdastjóri vinnur að stefnumark- andi málum í samráði við stjórn samtakanna og hefur á hendi önnur þau störf sem stjórn- in felur honum. Ráðningarkjör miðast við kjarasamninga op- inberra starfsmanna. Ráðningartími miðast við kjörtímabil sveitar- stjórna, með venjulegum uppsagnarfresti. Skriflegum umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skilað á skrif- stofu SASS, Eyrarvegi 8, 800 Selfossi, fyrir 16. nóvember 1994. Nánari upplýsingar veita: Hjörtur Þórarins- son, framkvæmdastjóri SASS, í síma 98- 21088/98-21350, og Ólafía Jakobsdóttir, for- maður SASS, í síma 98-74840. „Au pair“ Þýsk hjón, með tveggja ára dreng, óska eftir „au pair“ stúlku, ekki yngri en 20 ára. Æskilegt er að hafa lágmarkskunnáttu í þýsku og bíl- próf. Ráðningartími 1 ár frá og með 2. jan. '95. Upplýsingar gefur Unnur í síma 904995608331. Sölumaður Heildverslun í Reykjavík óskar eftir að ráða mann til sölu- og lagerstarfa. Umsóknir með uppl. um aldur, menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 15. nóv. merkt: „Sölumaður - 18020“. Ritstjóri óskast Héraðsfréttablaðið Borgfirðingur óskar að ráða ritstjóra frá 1. janúar 1995. Umsóknir berist til Ungmennasambands Borgarfjarðar eða Verkalýðsfélags Borgar- ness fyrir 21. nóvember. Nánari upplýsingar um starfið gefa Ásdís Helga Bjarnadóttir í síma 93-70068 og Baldur Jónsson í síma 93-71185. Framkvæmdastjóri óskast íþróttafélag á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Óskað er eftir manni/konu sem getur unnið sjálfstætt. Um er að ræða mjög krefjandi starf. Svör sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 16. nóvem- ber merkt: „í - 8151“. Öllum umsóknum verður svarað. Heimakynningar Prjónafatnaður Sölufólk óskast til að kynna prjónafatnað í heimahúsum, t.d. í saumaklúbbum o.fl. Góð- ir tekjumöguleikar, prósentur. Upplýsingar gefur Anna og útlitið í síma 872270. MIÐSTÖÐ FOLKS I ATVINNULEIT Breiðholtskirkju, Mjódd, sími 870880. A dagskrá: „Atvinnuleysið, atlaga að heilsu okkar!“ Fjarvistir og vinnuharka á íslandi? Óiafur Óiafsson, iandlæknir, Sigurbjörn Sveinsson, formaður Félags íslenzkra heimilislækna, og Ásta Möller, formaður Félags íslenzkra hjúkrunarfræðinga, á Opnu húsi Miðstöðvarinnar í safnaðar- heimili Hallgrímskirkju fimmtudaginn 9. nóvember kl. 20-22. Mætið! Ókeypis skráning í íþróttatíma á dagtíma í Miðstöðinni. Miðstöðin er vettvangur sem fólk getur nýtt sér og leitað til. Þar er boðið upp á ráðgjöf og liðsinni. Miðstöðin er opin alla jafna á venjulegum vinnutíma. ÍSLANDSBANKI Tölvunarfræðingur íslandsbanki hf. leitar að tölvunarf ræðingi til starfa í tölvu- og upplýsingadeild bankans. Tölvu- og upplýsingadeild sér um þróun margvíslegra upplýsingakerfa fyrir banka, sem er í fararbroddi í nýsköpun í bankaþjón- ustu. Deildin sér einnig um fræðslu vegna þessara kerfa; OPEN/VMS, UNIX, NOVELL, WINDOWS 3 og MS-DOS. Helstu hugbúnað- arverkefni eru ORACLE, VISUAL og BASIC. Umsækjandi þarf að hafa góða skipulags- hæfileika og eiga gott með að umgangast samstarfsmenn og viðskiptavini deildarinnar. Hann þarf auk þess að vera jafnvígur á hóp- vinnu og sjálfstæði í vinnubrögðum. Bankinn býður upp á góða vinnuaðstöðu, öflugt félagslíf, frekari menntun á þessu sviði og góðan starfsanda. Hér er því um líflegt og skemmtilegt starf að ræða hjá traustum vinnuveitanda. Nánari upplýsingar veitir Haukur Oddsson, tölvu- og upplýsingadeild, í síma 608000. Umsóknir berist Guðmundi Eiríkssyni, starfsmannaþjónustu íslandsbanka, Ármúla 7, fyrir 25. nóvember nk. KENNARASAMBAND fSLANDS Starfsmaður við orlofshús Orlofssjóður Kennarasambands íslands aug- lýsir eftir starfsmanni við viðhald og eftirlit orlofshúsa félagsins í Ásabyggð á Flúðum í Hrunamannahreppi. Æskilegt er að viðkom- andi sé búsettur á Flúðum eða nágrenni þar sem húsnæði fylgir ekki starfinu. Umsóknarfrestur er til 18. nóvember nk. Skriflegar umsóknir sendist stjórn orlofs- sjóðs Kennarasambands íslands, Laufásvegi 81, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar veita: Hilmar Ingólfsson, sími 91-656720, og Valgeir Gestsson, sími 91-624080. Stjórn orlofssjóðs Kennarasambands íslands. Frá Háskóla Islands Sérfræðingur við Rannsóknarsetrið í Vest- mannaeyjum. Staða sérfræðings hjá sjávar- útvegsstofnun Háskóla íslands með aðsetur í Vestmannaeyjum er laus til umsóknar. Áætlað er að ráða í stöðuna til þriggja ára. Sérfræðingnum er ætlað að hafa daglega yfirumsjón með starfsemi samstarfsnefndar Háskóla íslands og Vestmannaeyjabæjar auk þess að stunda sjálfstæðar rannsóknir á sínu sviði. Viðkomandi þarf að hafa lokið fram- haldsnámi (meistara- eða doktorsprófi) í sjáv- arlíffræði eða öðrum greinum sem tengjast sjávarútvegi. Laun skv. kjarasamningi Félags háskóla- kennara og fjármálaráðherra. Nánari upplýsingar veitir Örn D. Jónsson, forstöðunriaður sjávarútvegsstofnunar, í síma 694724. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember (fram- lengdur umsóknarfrestur) og skal umsóknum skilað til starfsmannasviðs Háskóla íslands, aðalbygginguviðSuðurgötu, 101 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.