Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Öld fíflsins Ur nýjum bókum HUGSUÐURINN og ríthöfundurinn Gunnar Dal kemur víða við í samræðum sínum við Hans Krístján Ámason í nýútkominni bók undir heitinu Að elska er að lifa. í 200 sjálfstæðum köflum ræðir hann skoðanir sínar og viðhorf um fortíð og framtíð. Hér á eftir er gripið niður í bókinni á örfáum stöðum og kaflarnir ekki í samfelldri röð. Upphafskaflinn í bókinni nefnist Öld fíflsins. Ein af ljóðabókum þínum heitir „Öld fífisins". Segðu mér hvernig þú gerir upp öldina okkar. Era þetta ekki einstakir tímar sem við nú lifum? Já. Tuttugasta öldin er alveg ein- stök öld. Þekkingin er meiri en hún hefur nokkru sinni áður verið. Það eru ijölmörg fræði sem þessi kynslóð eða kynslóðir tuttugustu aidarinnar læra fyrstar í sögu mannkynsins. En þessar kynslóðir, sérstaklega á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar, unnu líka það afrek að koma á nýju þræiahaldi um hálfan heiminn. Okk- ar samtíðarmenn sem nú eru um sjötugt, hafa unnið það afrek að fremja langsamlega stærstu fjölda- morð mannkynssögunnar. Sumir segja jafnvel að hún sé líkleg til að vinna það afrek með tækni sinni að koma manninum sjálfum á lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Framan af öldinni hafa menn yfir- leitt verið áttavilltir í öllum grund- vallaratriðum. Öldin villtist snemma inn í þijár blindgötur. Þessi drauma- lönd eða útópíur eru í fyrsta lagi ameríski draumurinn margnefndi, money og sex, þá draumurinn um hið kyrrstæða velferðarríki, og loks draumurinn sem í upphafi var falleg- asti draumurinn, draumur marxism- ans um frelsi, jafnrétti og bræðralag þar sem þúsund ára lausnir átti að nota til að ráða er.danlega bót á öll- um vandamálum mannsins. Sá draumur breyttist eins og allir sjá nú í hryllilegustu martröð sem mannkynið hefur nokkurn tíma þekkt. Eg álít að þessar leiðir hafi reynst blindgötur fyrir manninn, vegna þess að kjarni þeirra allra er í raun og veru efnishyggja sem hafn- ar kristindómi og andlegum verð- mætum hans. Ég get samt ekki sagt að maður- inn hafi valdið mér miklum vonbrigð- um þó að hann hafi villst inn í þess- ar blindgötur. Maðurinn er sífellt undrunarefni fyrir það hvað hann er miklu betri en hann ætti að vera þrátt fyrir allt. Menn skyldu halda að samkvæmt frumeðli sínu ætti maðurinn _að vera eigingjarn og grimmari. I raun og veru er það svo að maðurinn hefur aldrei sætt sig við að vera einungis dýr. Allar bylt- ingar mannsins hafa í eðli sínu kannski aðeins verið byltingar gegn dýrinu í honum sjálfum. Það er aldr- ei réttlætanlegt að fórna þroska- möguleikum mannsins og hamingju fyrir óljós hugtök. Bræðralag og sönn félagshyggja verður aldrei ann- að en afleiðing fijálsra einstaklinga sem fá tækifæri til að þroskast án óeðlilegra þvingana. En þegar talað er um frelsi þá er ég auðvitað ekki að tala um frelsi dólgsins heldur sið- menntað frelsi, ekki frelsi rándýrsins heldur frelsi hins góðgjarna manns. Án siðmenntaðs frelsis verður mað- urinn aldrei maður. Við verðum að gera greinarmun á slíku frelsi og takmaraklausri fríhyggju, því frelsi sem ekki er bundið af neinu sið- gæði, er ekki annað en sjálfseyðing. Stærsta stund íslandssögunnar vegna þess að það sem hér gerðist varð heimssaga Síðasta skáldsaga mín „Harður heimur" kom út árið 1993. Hún verð- ur til af svipuðum orsökum og „Æska í stríði", sem fjallar um ’68- kynslóðina.' Ég byija að skrifa þessa bók strax og stórveldafundurinn í Reykjavík var haldinn. Ég var sann- færður um það þá þegar, að þetta væri ein af þeim stundum sögunnar sem rithöfundur gæti ekki látið fram hjá sér fara. Þetta var stund sem einhver yrði að reyna að festa á mynd. Tilgangur minn með bókinni „Harður heimur“ var sá að verða við þessari skyldu rithöfundar að bregðast við líðandi stund. Það er sannfæring mín, nú eins og þá, að hér á þessum fundi og síðar þegar afleiðingar hans komu í Ijós, hafa íslendingar lifað stærstu stund ís- landssögunnar. En það er ævinlega svo, að þegar stórir atburðir gerast þá sjást þeir ekki. Menn sjá þá yfir- leitt ekki fyrr en löngu seinna. Ég kalla þetta stærstu stund íslands- sögunnar vegna þess, að með afger- andi hætti breyttist íslandssagan í mannkynssögu. Þetta gerðist einu sinni áður, og þó ekki á jafn afger- andi hátt. Það var að sjálfsögðu þegar Islendingar „fundu" Ameríku. Kristmann lagður í rúst Þú segir að Kristmann Guð- mundsson hafi fengið góða dóma í ýmsum erlendum stórblöðum. Getur þú nefnt dæmi um þetta? Já. Ég get það. Skáldið Kristmann Guðmundsson hlýtur að dómi allra sanngjarnra manna að teljast í hópi víðfrægustu íslendinga og þess vegna einn þeirra manna sem þjóðin stendur í mestri þakkarskuld við. Hann vann það sjaldgæfa afrek að fá bækur sínar þýddar á 36 tungu- mál og hlaut fyrir þær ágæta dóma frá þekktum bókmenntamönnum víða um heim. Sjálfur hef ég oft rekist á menn erlendis sem kunnu skil á verkum Kristmanns. Þetta kann að vera í litlu samræmi við þær hugmyndir sem sumir yngri menn gera sér um skáldskap Kristmanns Guðmundssonar. Ég get bent þér á máli mínu til sönnunar að Anders Österling, ritari sænsku akadem- íunnar, segir í ritdómi í Stock- holmstidningen um „Gyðjuna og uxann“: „Óvenjulegt afrek í norræn- um bókmenntum sem fáir geta leik- ið eftir.“ Eitt af stærstu dagblöðum Ítalíu hefur eftirfarandi um Krist- mann að segja: „Morgunn Iífisns er læsilegri en flestar sögur frá Norður- löndum.“ Og New York Times segir um Morgun Iífsins: „Kristmann Guð- mundsson er sambærilegur við Sigrid Undset í þeirri gáfu að geta látið allan straum skáldsögunnar renna að einum ósi. Þetta er ágæt- lega byggð saga. Það er ómögulegt að lýsa þeim öflugu áhrifum sem höfundinum tekst að skapa með kunnáttu sinni. Honum tekst að láta sérhvert atvik og hveija einustu persónu vinna sitt hlutverk í heildar- þróun verksins. Þetta er áhrifamikil saga. Kristmann Guðmundsson ritar af hugnæmri samúð og sálfræðilegri skarpskygghi er skipar honum háan sess í bókmenntum nútímans." Þetta var upp úr New York Times. The Times í London hefur þetta að segja: „Bókin sýnir eftirtektarverðan styrkleika. Hún hrífur lesandann og heldur honum föstum frá byijun til enda.“ Þannig dæmdu heimsblöðin verk Kristmanns og fjöldi þekktra gagn- rýnenda tóku í sama streng. Á Norð- urlöndum hlaut Kristmann einnig mikla viðurkenningu þekktra bók- menntamanna. I Politiken er skrifað um Kristmann Guðmundsson eftir- farandi: „Boðskapur íslands til Norðurlanda hefur ávallt verið merk- ur. Mér var það Ijóst fyrir alvöru þegar ég las hina nýju bók Krist- manns Guðmundssoanr, „Det hellige J§ell“. Með henni hefur þetta unga skáld rutt sér til rúms í fremstu röð meðal stórskálda Norðurlanda. Þó sagan sé 500 blaðsíður hef ég aldrei lesið jafn saman þjappaða bók, hvert smáatriði er ómissandi. Þar við bæt- ist að efnið er eitthvert hið umfangs- mesta er fundið verður. Bókin eykur þekkingu okkar á mannlífinu og veitir innsæi í vandamál tímans. Það sem gerir þessa bók að mikilli list og sönnum skáldskap er að hún dregur upp ljfandi safnmynd frá landnámstíð íslands, en gegnum hana talar til okkar hin leyndar- dómsfulla rödd mannshjartans sem er eins á öllum tímum. Við skynjum gleði þess og angist, tryggð þess og kvíða, hamingju og þrá.“ Þetta var upp úr Politiken. I Folket i bild í Svíþjóð segir eftirfarandi: „Krist- mann Guðmundsson, hinn ungi Is- lendingur, er skáld af náð guðanna. Engum er fært sem honum að ljá frásögn sinni Ijóma stálsins, dún- mjúkt, og hina tæru Iýrík himins- ins.“ Karl T. Hambro sem er höfund- ur bókarinnar „Innrásin í Noreg“, segir í Morgenbladet um Gyðjuna og uxann: „Það liggur mikið starf og rannsóknir til grundvallar hinni nýju bók Kristmanns Guðmundsson- ar. Saga þessi sem er rituð af stór- merkri listrænni hugkvæmni og sköpunargáfu, er táknræn lýsing á þjóðfélagsháttum nútímans og þeirri hættu sem menningunni stafar af þeim. Kristmann Guðmundsson hef- ur verið athugull sjáandi og ekki einungis hvað viðvíkur skilningi á arfi liðinna alda, hann hefur raun- verulega skapað voldugt verk.“ Og um „Den förste vár“ segir þessi sami bókmenntamaður: „Mjög sjaldan hefur hinu eilífá og ójarðneska vori æskunnar verið lýst með eins skáld- legum næmleik og djúpum skilningi og hér er gert.“ I Þýskalandi ruddu bækur Kristmanns sér snemma rúms, og voru gerðar um þær tvær kvikmyndir. Lengi voru þeir Gunnar Gunnarsson, Jón Sveinsson (Nonni) og Kristmann einir íslenskra skálda sem Þjóðveijar kunnu einhver veru- leg skil á. Sem sýnishorn úr dómum þýskra blaða um bækur Kristmanns, langar mig til að benda þér á um- mæli dr. Ernst Harms í Berlinger Tageblatt: „Furðulegt að orð skuli geta skapað svo voldugan og jafn- framt mildan samhljóm. Engu orði er ofaukið. Hver þáttur er ofinn spennu hins óvænta og þeir eru sam- tengdir af meðvitaðri listtækni. Yfir- sýn, skyggni og eðlileg heilbrigði sem beinir huganum til velvildar og án annarlegra sjónarmiða.“ í Frakk- landi skrifar Leon Pineau í Journal des debats um Morgun lífsins: „Mér kemur það mjög á óvart, ef þessi „Matin de la vie“ reynist ekki upp- haf glæsilegs rithöfundarferils.“ I mínum augum var Kristmann í eðli sínu göfugmenni. Lífsviðhorf hans voru kristin og hann var alltaf skjótur til sátta. Eg held að hann hafi metið „Smiðinn mikla“ mest bóka sinna, en hún fjallar um ævi Krists. Sjálfur treysti hann á hand- leiðslu hans þessa heims og annars. Ég efast ekki um að honum hefur orðið að trú sinni. Hvað er það besta sem hægt er að gera fyrir skáld og bókmenntir? Eg lít svo á að mikið af þeim vandræðum sem skáld hafa komist í, stafi frá mönnum sem eru ævin- lega að skipuleggja menninguna. Þessir menn hafa gert fijálsum rit- höfundum erfítt fyrir. Ég hef alltaf tilheyrt hópi manna sem völdu sér kjörorð sem er ættað frá Vilmundi landlækni, en það er svona, stutt og laggott: „Látið menninguna í friði.“ Þetta er það besta sem hægt er að gera skáldum. En eins og kurmugt er þá eru bækur sterkt afl. Áhrif rithöfundar geta verið mikil. Þess vegna hafa trúarhreyfingar og stjórnmálahreyfingar iðulega reynt að nota þetta afl sér til framdrátt- ar. Það þekkjum við vel frá miðalda- kirkjunni, við þekkjum þetta afskap- lega vel frá tímabili nasismans og við þekkjum það enn betur frá skelf- ingartímabili marxismans. En okkar kjörorð er: „Látið menninguna í friði.“ Eigi að síður er það staðreynd að skáld og rithöfundar fá oft illa borg- aða vinnu sína og þau standa oft höllum fæti gagnvart mönnunum sem bjóða gull og græna skóga. Þess vegna hafa margir rithöfundar orðið allt of leiðitamir þeim sem hafa verið þess megnugir að bjóða upp á góða afkomu og velgengni í lífínu. Kristmanni Guðmundssyni stóð þetta einnig til boða þegar hann kom heimsfrægur maður frá Noregi á fund Kristins E. Andréssonar. Kristmann segir síðar frá því í ævisögu sinni að Kristinn E. Andrés- son hafi kallað sig á fund og talað tæpitungulaust: Hér er barist til heimsyfirráða. Vertu með okkur og við getum séð til þess að þinn frami haldi áfram og aukist. Ef þú hins vegar velur þann kost að ganga gegn okkur þá eru þínir dagar tald- ir sem rithöfundar! Kristmann trúði þessu ekki og skildi þetta ekki. Hann var skapríkur maður og sagði einfaldlega; Nas- istarnir buðu mér nákvæmlega þetta sama. Ég sagði nei við þá og ég segi nei við ykkur. Síðan var hann lagður í rúst! Hann fékk hvergi neins staðar gefnar út bækur erlendis. Hann gafst hreinlega upp, eins og eðlilegt er. Öil þjóðin hafði kjafta- sögur í gangi um Kristmann til að niðra hann sem mann og rægja hann sem rithöfund. Og aldrei eitt auka- tekið orð um það að þetta væri maður sem ætti bækur á 36 tungu- málum! Sömu sögur má raunar segja um Guðmund G. Hagalín og séra Sigurð Einarsson skáld í Holti. Og að veru- legu leyti einnig um Gunnar Gunn- arsson rithöfund. Gunnar stóð t.d. í því að hreinsa mannorð sitt fyrir íslenskum dómstólum árið sem Lax- ness fékk Nóbelsverðlaunin. Sigurður Einarsson skáld Þú talar um menn sem skildu þessa hluti á undan öðrum. Getur þú nefnt mér dæmi? Já, mér kemur til hugar eftir- minnilegur maður sem ég heyrði halda ræður á Austurvelli á ungl- ingsárum mínum. Þessi maður var séra Sigurður skáld Einarsson, síðar prestur í Holti. Skáldið sinnti mörg- um störfum. Hann var alþingismað- ur, hann var fréttastjóri útvarpsins og auk þess kennari við Kennara- skólann. Séra Sigurður Einarsson var gott skáld og góður fræðimað- ur. Hann skrifaði meðal annars mik- ið rit um Einar skáld Benediktsson, sem aldrei fékkst gefið út vegna tíð- arandans. Skáldið séra Sigurður Einarsson komst snemma í andstöðu við þau öfl sem fóru hægt en örugg- lega að taka öll völd í menningarmál- um á Islandi þegar á fjórða áratug aldarinnar. Skáldið var alla tíð tals- maður mannúðar, og hann var bar- áttudjarfur maður, en hann var að sjálfsögðu ofurliði borinn. Þau sjón- armið Sigurðar sem vinstrisinnaðir gáfumenn skildu ekki og fordæmdu á fjórða áratugnum, urðu íslending- um yfírleitt ekki ljós fyrr en hálfri öld síðar. Þó að önnur öfl hafi ráðið í menningarmálum á íslandi síðustu áratugina, þá hefur nú sannast að stefna Sigurðar Einarssonar skálds var rétt. Þótt þeir menn sem sigruðu hafi á Vesturlöndum kallast gáfu- menni, þá hefur reynslan þegar sýnt að gáfur þeirra reyndust heimska. Það reyndist heimska að reyna að þurrka út eða falsa fortíðina. Það reyndist heimska að reyna að skapa hinn nýja mann úr eigin draumsýn- um. Það reyndist heimska að trúa á einhveijar þúsund ára lausnir til að skapa nýjan heim. Menningarmaður er raunar hrein andstaða við hinn vinstrisinnaða gáfumann af þessari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.