Morgunblaðið - 26.11.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 3
María Guðmundsdóttir hefur að mestu
lifað og starfað fjarri átthögunum sem
tískufyrirsæta og ljósmyndari, en vitjar
þeirra nú í þessari persónulegu og
fallegu ljósmyndabók. Ferðin heim er
ekki síst á slóðir bernskunnar í Djúpuvík
og Ströndum, og land og fólk lifnar
frammi fyrir næmu og listfengu auga
Maríu. Bókin fæst einnig á ensku.
Tilvalin gjöf handa vinum erlendis.
Þessi bók Jakobínu Sigurðardóttur fjallar um bernskuna, um það að
muna og skrifa, og um Hælavíkurbæinn á Hornströndum og
uppvöxtinn þar. Skáldkonan hafði nýlokið við þessa perlu þegar hún
lést í byrjun þessa árs, og bókin ber öll aðalsmerki Jakobínu;
næm athyglisgáfa, skýr hugsun og tært og fallegt mál.
Tímabær bók sem þegar hefur vakið
mikla athygli og umtal. Höfundur
rannsakar innviði opinberrar stjórnsýslu
á íslandi og leitast við að varpa ljósi á
hvers vegna vandað skipulag og fagleg
vinnubrögð eiga þar erfitt uppdráttar.
Safn merkra ritgerða úr
heimspeki aldarinnar
Fimmtán greinar eftir
nokkra fremstu heim-
spekinga þessarar aldar,
flestar þýddar af ungum
■ heimspekingum.
Úrval af þessu
tagi hefur ekki
birst áður á íslensku
og það á erindi til allra
áhugamanna um heimspeki
og mannleg fræði.
ítarleg en jafnframt afar
aðgengileg kynning á
grundvallaratriðum í
hagfræði og gangverki
markaðsbúskapar. Bókin
hefur verið þýdd á fjölda
tungumála og er metsölubók
víða um lönd.
Laugavegi 18, sími 91-2 42 40 og Síðumúla 7-9, sími 91-68 85 77
Bernskustrandir
Umhuesunarverðar bækur
O
Gtmrtar Helgr ECrist.:nsforr
Embættismenn og
s t j ó r nmál ame nn
Heimspeki
á tuttu^ustu öld
Markaðsbúskapur