Morgunblaðið - 26.11.1994, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
fltripjtiM&Mí
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
FLOKKSÞING
FRAMSÓKNAR
TUTTUGASTA og þriðja flokksþing Framsóknar-
flokksins, sem hófst í gær, er haldið í skugga mik-
illa sviptinga á vinstri væng íslenzkra stjórnmála. Al-
þýðubandalag og Alþýðuflokkur horfa á eftir baráttu-
fólki, sem gengið hefur til liðs við hreyfingu Jóhönnu
Sigurðardóttir, fyrrverandi varaformanns Alþýðuflokks-
ins og félagsmálaráðherra í þremur ríkisstjórnum (1988-
1994). Og líkur standa til þess að formannsskipti í Fram-
sóknarflokknum, sem væntanlega verða staðfest á
flokksþinginu, leiði frekar til miðju- en vinstriáherzlna
á þeim bæ.
Talsmenn Framsóknarflokksins skilgreina hann sem
miðjuflokk. Þeir telja hann jafnframt til fijálslyndra
flokka. Alþjóðaþing fijálslyndra flokka var haldið hér á
landi í septembermánuði síðastliðnum í boði Framsóknar-
flokksins. En þrátt fyrir frjálslyndi í orði hefur veruleik-
inn á borði Framsóknarflokksins oftar en ekki verið
annarrar tegundar. Allar götur frá því Hermann Jónas-
son myndaði vinstri stjórn hér á landi árið 1934 hafa
formenn Framsóknarflokksins»gjarnan slegið á vinstri
strengi forræðishyggjunnar í íslenzkum stjórnmálunum,
þótt ekki hafi sú vinstri hljómlist verið án undantekn-
inga. Jafnvel Ólafur Jóhannesson, sem að þessu leyti
hafði nokkra sérstöðu, leiddi tvær vinstri stjórnir, 1971-
1974 og 1978-1979.
Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins,
var kjörinn einn af varaforsetum alþjóðasamtaka frjáls-
lyndra flokka á Reykjavíkurþinginu. Ræða hans þar
þótti sýna verulegar áherzlubreytingar í stefnu Fram-
sóknarflokksins. Hún þótti sýna alþjóðlega yfirsýn, sem
ekki hefur einkennt Framsóknarflokkinn til þessa. Hall-
dór Ásgrímsson hefur og tekið mun jákvæðari afstöðu
til Evrópska efnahagssvæðisins en forveri hans Stein-
grímur Hermannsson. Og eftirfarandi ummæli hans á
þinginu segja ekki svo lítið um meintar áherzlubreyting-
ar:
„Fijáls verzlun verður að fá að dafna og ívilnanir í
þágu sérhagsmunahópa og ósamkeppnishæfra atvinnu-
greina í hinum iðnvæddu löndum standa í vegi fyrir
hagvexti og baráttunni gegn atvinnuleysi og fátækt.
Sem frjálslyndir stjórnmálamenn getum við ekki setið
hjá með hendur í skauti meðan voldugar iðnþjóðir snið-
ganga alþjóðlegar verzlunarreglur blygðunarlaust í þágu
stundarhagsmuna.“
Þótt formaður Framsóknarflokksins kveði ekki jafn
sterkt að orði í setningarræðu á flokksþinginu í gær og
á alþjóðaþingi fijálslyndra í Reykjavík fyrir tveimur
mánuðum, má þó vel merkja, hvert landið liggur. Hann
talar um Framsóknarflokkinn sem „fijálslyndan félags-
hyggjuflokk“ og segir „kalda vinda blása bæði um fijáls-
hyggju og sósíalisma". Hann talar um flótta frá öfga-
stefnum „inn á miðju stjórnmálanna“ og leggur áherzlu
á að við eigum að draga lærdóma af reynslu þeirra þjóða
sem náð hafa hvað mestum árangri í hagvexti og almenn-
um lífskjörum. -
„Við skulum hafa það hugfast,“ sagði Halldór Ás-
grímsson í setningarræðu sinni, „að þeim þjóðum hefur
gengið bezt á þessari öld, sem tekizt hafa á við viðfangs-
efni sín af raunsæi og gætt þess að veija frelsi einstak-
lingsins til orðs og athafna.“ Ekki verður komizt hjá því,
í ljósi þessara orða, að horfa til þess „árangurs“ sem
þjóðfélög sósíalismans og hagkerfi marxismans hafa
skilað „á þessari öld“ í samanburði við samkeppnisþjóðfé-
lög Vestur-Evrópu og N-Ameríku, þar sem þess „hefur
verið gætt að veija frelsi einstaklingsins til orðs og at-
hafna“.
Flokksþing framsóknarmanna er, sem fyrr segir, hald-
ið í miklu ölduróti á vinstri væng íslenzkra stjórnmála.
Pólitískt umhverfi flokksins er breytt, að því er varðar
styrk og stöðu stjórnmálaflokka til vinstri við Framsókn-
arflokkinn, að því er varðar bakland hans í Sambandi
íslenzkra samvinnufélaga og að því er varðar efnahags-
batann í samfélaginu. Forvitnilegt verður því að sjá,
hver stefnumörkunin verður undir handleiðslu nýs
flokksformanns, sem leiða mun flokkinn í þingkosningum
að vori.
TONE Sönsterud var fyrr í vikunni ein af 300-400.000 Norðmönnum, sem ekki voru búnir að gera upp
Er munur á
• /
ja- o g nei-
meirihluta?
Pólitísk kreppa er yfírvofandi á norska Stór-
þinginu fari svo að Norðmenn samþykki
ESB-aðild með naumum meirihluta. Olafur
Þ. Stephensen skrifar frá Osló, þar sem þetta
mál skyggir nú á hina eiginlegu umræðu um
Evrópusambandsmálin.
HIN EIGINLEGA umræða
um kosti og galla ESB-
aðildar hefur undanfama
tvo daga fallið í skuggann
af deilum um afstöðu Miðflokksins
og Sósíalíska vinstriflokksins (SV) á
Stórþinginu, fari svo að Norðmenn
samþykki ESB-aðild með naumum
meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni á mánudag. Pólitísk kreppa er
yfirvofandi á Stórþinginu, því að
meirihluti þingmanna mun ekki sætta
sig við að tveir stjómarandstöðu-
flokkar hindri að farið sé að vilja
meirihluta þjóðarinnar, jafnvel þótt
hann verði lítill.
Norska stjómarskráin, 93. grein
nánar tiltekið, kveður á um að við
ákvarðanir um afsal fullveldis þurfi
aukinn meirihluta á Stórþinginu, þijá
fjórðu hluta þingmanna. Fram til
þessa hefur verið gert ráð fyrir að
með aðildarsamninginn við ESB verði
farið samkvæmt þessari grein. Mið-
flokkurinn og Sósíalíski vinstriflokk-
urinn ráða rúmlega fjórðungi þing-
manna og geta því hindrað ákvarðan-
ir samkvæmt þessari grein.
Málið er ekki flókið, hafni meiri-
hluti Norðmanna ESB-aðild, jafnvel
þótt það verði naumur meirihluti. Þá
mun Stórþingið heldur ekki sam-
þykkja hana. Hægriflokkurinn hefur
til dæmis skuldbundið sig til að greiða
atkvæði eins og meirihluti þjóðarinn-
ar.
Law eftir núverandi forseta hæsta-
réttar Noregs, Carsten Smith. Þar
segir Smith meðal annars að meiri-
hluti með aðild hafi ekki endilega
sömu þýðingu og meirihluti á móti.
Smith hefur neitað að tjá sig um það
hvort hann sé enn sömu skoðunar og
telur að þar með væri hann að blanda
embætti sínu og hæstarétti í pólitísk-
ar deilur.
Aðild er stærra mál
John Dale, talsmaður Miðflokksins
í utanríkismálum, minnti á það á
fundi með erlendum blaðamönnum í
gærmorgun að þjóðaratkvæðagreiðsl-
an væri ráðgefandi. „Við höfum beð-
ið um ráðgjöf frá þjóðinni. En ef t.d.
50,1% segja já, er það ráðgjöf? Það
sýnir ekkert annað en að þjóðin getur
ekki ákveðið sig og skiptist í jafnstór-
ar fylkingar," segir Dale. „Sam-
kvæmt stjómarskránni er hin endan-
lega ábyrgð hjá Stórþinginu og þing-
ið verður að axla þá ábyrgð."
Dale bendir jafnframt á að aðild
að Evrópusambandinu hafí í för með
sér breytingu frá núverandi
ástandi.„Það er þess vegna
munur á já-meirihluta og
nei- meirihluta," segir
hann. Hann bendir á að
Miðflokkurinn og SV hafi
fyrir síðustu kosningar lýst
MEIRIHLUTI ellilífeyrisþega er i
mennt andvígari henni en karlar. I
flestar hjá ríkinu og óttast, að
við alltaf gengið úr Evrópusamband-
inu. Ef við segjum nei, höfum við
ekkert val.“
Sljórnarskránni breytt?
Hörð átök
fram til
1997?
Er jájafnþýðingar-
mikið og nei?
Vandamálið er að sumir halda því
fram að það sé munur á litlum já-
meirihluta og Iitlum nei-meirihluta.
Erik Solheim, formaður SV, segir að
naumur meirihluti ESB-aðild í vil sé
ekki nógu góður grundvöllur fyrir svo
mikilvæga ákvörðun Stórþingsins,
sem innganga í Evrópusambandið er
óumdeilanlega.
Solheim beitir fyrir sig 21 árs gam-
alli grein í Scandinavian Studies in
því yfír að þeir myndu greiða at-
kvæði gegn aðild. „Við sögðum kjós-
endum hvar við stæðum. Ef þeir eru
ekki sammála því, sem við munum
nú gera, hafa þeir tækifæri til að
losna við okkur í næstu kosningum."
Thorbjörn Jagland, formaður
Verkamannaflokksins, er raunar al-
veg ósammála því að innganga í ESB
sé stærri ákvörðun en að vera fyrir
utan. Lítill meirihluti gegn aðild væri
enn verri en meirihluti með, segir
hann í samtali við Aftenposten. „Stór
hluti þjóðarinnar mun sífelit þrýsta á
um aðild. Það er farsælast að segja
já. Ef aðild hentar Noregi ekki, getum
Stuðningsmenn aðildar hafa eitt
tromp í erminni, sem þeir gætu notað
ef SV og Miðflokkurinn verða óhagg-
anlegir. Hægt er að greiða atkvæði
samkvæmt 112. grein stjómarskrár-
innar, sem kveður á um að til þess
að breyta stjórnarskránni þurfí at-
kvæði tveggja þriðju hluta þing-
manna. Fyrir liggur tillaga til stjórn-
arskrárbreytingar um að það verði
einfaldlega skrifað inn í stjórn-
arskrána að Noregur sé aðildarríki
_________ Evrópusambandsins. Ei-
vind Smith, prófessor í
stjórnlagarétti, segir í sam-
tali við NTB að þetta sé
fullkomlega lögleg leið til
að samþykkja aðild.
Solheims er í nokkurri
Flokkur solheims er
klemmu vegna þess að andstaða er
meðal virkra flokksmanna við að SV
greiði atkvæði gegn aðild. Solheim
hefur þess vegna bent á að það sé
alveg eins hægt að nota 112. greinina
eins og þá 93. Með þessu beinir hann
athyglinni frá eigin flokki og að þriðja
nei-flokknum, Kristilega þjóðar-
flokknum. Kristilegir hafa ekki sagzt
ætla að greiða atkvæði gegn aðild,
segi þjóðin já, en þeir hafna því hins
vegar að breyta stjórnarskránni,
hvort sem sú breyting myndi snúast
um þingrofsrétt og kosningar, eins
og sumir hafa lagt til, eða ákvæði