Morgunblaðið - 26.11.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.11.1994, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR um ^úkraRðadeiluna ntan dagakrár á Alþingi 30 árangurslausir fundir á 14 mánuðum _ <,«o2-|p y/vJO Svona þetta þýðir ekki lengur. Opnaðu munninn, þetta verður að fara að koma hjá þér Stjómarliðar takast á um Evrópumálin Bréf frá Alþingi Stjómarflokkamir tókust óvenju hart á um Evrópumál á Alþingi í vikunni og Guð- mundur Sv. Hermannsson fjallar um baksvið þeirra átaka. AALÞINGI á fimmtudag tóku Tómas Ingi Olrich þingmaður Sjálfstæðis- flokksins Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra talsvert harða Evrópurimmu sem Davíð Oddsson forsætisráðherra blandaði sér í ásamt fleirum. Tómas Ingi hóf þá umræðu utan dagskrár um að misræmi væri milli samþykktar ríkisstjórnarinnar um að stofnanir Háskóla íslands_ tækju út áhrif af mögulegri aðild íslands að Evrópusambandinu. Tómas Ingi sagði að ríkisstjómin hefði í mars óskað eftir að Sjávarútvegsstofnun HÍ kortlegði afleiðingar sameigin- legrar fiskveiðistefnu en í formlegri verkbeiðni utanríkisráðuneytisins til stofnunarinnar frá í maí, hefði hún verið beðin um að leggja sérstaka áherslu á styrkjakerfi ESB í sjávar- útvegi og áhrif á samkeppnisstöðu Islands gagnvart Noregi. Jón Baldvin sagði að Sjávarút- vegsstofnuninhi hefði verið falið ein- mitt það sem ríkisstjómin óskaði eftir. En stofnunin hefði ekki talið sig geta fjallað um nema afmarkaða þætti málsins, miðað við þá fjár- muni og tíma sem ætlað var til verksins. Evrópusambandsskýrslurnar komu einnig tii umræðu á Alþingi i síðustu viku þegar Einar K. Guð- finnsson þingmaður Sjálfstæðis- flokks kvartaði yfír því að þingmenn hefðu ekki fengið þær í hendur, þar sem þær væru sumar enn flokkaðar sem trúnaðarmál. Á sama tíma aug- lýsti Alþýðuflokkurinn fund þar sem kynna átti þessar skýrslur. Davíð Oddsson tók til umfjöllunar þennan fund Alþýðuflokksins, sem var um síðustu helgi, og sagði að sér hefði verið misboðið þar þegar því var haldið fram að hann reyndi að koma í veg fyrir opinbera um- ræðu um skýrslurnar. Því tvær af skýrslunum fjórum sem komnar eru, væru enn flokkaðar sem drög og trúnaðarmál og á meðan væri ekki hægt að ræða þær opinberlega. Jón Baldvin sagði að þegar um- Qöllun stjómvalda um skýrslumar lyki hefðu stofnanir Háskólans óbundnar hendur með kynningu á þeim. Hann sagði að Alþýðuflokks- félögin í Reykjavík hefðu leitað til forsvarsmanna stofnananna að koma fram á umræddum fundi, og það hefði verið þeirra ákvörðun og á þeirra ábyrgð að verða við þeirri beiðni. Hann sagðist þó telja að for- stöðumaður Sjávarútvegsstofnunar hefði ekki átt að taka þátt í fundin- um þar sem skýrsla stofnunarinnar væri enn bundin trúnaði. FLESTIR helstu talsmenn sjálfstæðismanna á Al- þingi hafa sameinast um þá stefnu að þótt náin samvinna við Evrópuþjóðir sé æski- leg sé ekki tímabært að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ýmsir af yngri frammámönnum í flokknum og áhrifamenn í atvinnulífínu era hins vegar á þeirri skoðun að ísland eigi að sækja um aðild til reynslu. Niðurstaða Evrópuskýrslnanna er almennt sú að kostir við aðild að ESB séu fleiri en gallarnir. Sam- kvæmt upplýsingum úr þingflokki sjálfstæðismanna er það almenn skoðun þar, að Jón Baldvin sé að nota Evrópuskýrslumar til að skapa Alþýðuflokknum nýja vígstöðu fyrir komandi kosningabaráttu og ná til sín ungum kjósendum frá Sjálfstæð- isflokknum. Þetta fer verulega í taugamar á mörgum sjálfstæðis- mönnum en aðrir láta sér þetta í léttu rúmi liggja og telja að með því að fara of geyst í málið, og pirra þannig Sjálfstæðisflokkinn, vinni Alþýðuflokkurinn sinni stöðu frekar skaða en gagn. INGFLOKKUR sjálf- stæðismanna ræddi þessi mál óformlega síðasta miðvikudag og þar var utandagskrárumræðan boðuð. I henni sagði Tómas Ingi að ESB hefði þróast frá því að vera banda- lag um viðskiptafrelsi yfir í stór- brotna tilraun til kjarajöfnunar á félagslegum forsendum og ekki megnað að rífa sig út úr styrkja- kerfi í landbúnaði og sjávarútvegi. Tómas sagði einnig að svo virtist sem utanríkisráðherra hefði meiri áhuga á jöfnunarstyrkjum, milli- færslukerfi og félagslegum mark- miðum ESB en viðskiptafrelsi og jafnvel sjálfstæði íslensku þjóðar- innar. Þessum boðskap mun Tómas Ingi hafa komið á framfæri með vitund og vilja Davíðs Oddssonar og Þor- steins Pálssonar og hann var eink- um ætlaður eyram þeirra sjálfstæð- ismanna sem hafa fært þau rök fyrir ESB-aðiId að ísland eigi að ganga í ESB til að losna undan styrkjakerfinu í atvinnulífinu. Sjálfsagt má einnig lesa úr þessu pólitík í víðari merkingu því aðrir stjómmálaflokkar hafa ekki ósvipaða afstöðu til Evrópumála. Það vakti raunar nokkra athygli í gær, að ýms- ir ræðumenn á flokksþingi Framsókn- arflokksins notuðu svipað orðalag og Tómas Ingi um Evrópusambandið, styrkjakerfíð og sjálfstæðið. Foreldrafélögin efld Foreldrastarfið er forvamarstarf SAMFOK, Samband foreldrafélaga í grunnskólum Reykjavíkur, er samráðs- vettvangur foreldrafélag- anna í Reykjavík. Þar hittast stjómir foreldrafé- laganna eða formenn og bera saman bækur sínar um hvað er að gerast í hveijum skóla fyrir sig, hvað sé æskilegt áð félög- in beiti sér fyrir og hvað þau vilja gera. Málefni bama og unglinga hafa verið mikið til umfjöllunar að undanfömu og telur Guðbjörg Bjömsdóttir formaður Samfoks brýnt verkefni foreldrafélag- anna að efla starf bekkja- fulltrúanna, til þess að bregðast við vandamálum sem upp kunna að koma í skólum og styrkja foreldrana innbyrðis. - Hvernig gengvr að virkja foreldrana í skólunum? „Það er alltaf verið að tala um það að foreldrar séu tregir til að mæta og alltaf sé ákveðinn hópur sem aldrei mæti, það er þeir sem helst ættu að gera það. Við segjum: Við náum örugglega aldrei til allra en eitt ,af því sem við getum gert er að reyna að san eina foreldra í sínum eigin bekk og byrja strax því þá mynd- ast ákveðin samkennd. Foreldr- arnir kynnast, ræða saman og taka sameiginlegar ákvarðanir, til dæmis vegna útivistartíma fyrir börnin í bekknum svo eitt- hvað sé nefnt. Þessi samstaða hefur hjálpað mörgu foreldrinu og við höfum sem betur fer fengið margar staðfestingar á því að við erum á réttri leið með því að reyna að kynda undir gott og öflugt bekkjarstarf sem byggir á meiru en föndri. Við viljum mjmda kunningjasamband því foreldrar eiga margt sameiginlegt ef þeir eiga nemendur í sama bekk. Ef eitthvað er að í bekknum er fljót- legast að laga það ef foreldrarn- ir eru meðvitaðir og ákveða að taka á því í samvinnu við kennar- ann. Þannig er hægt að koma í veg fyrir ótrúleg slys.“ - Eiga foreldrar að láta til sín taka? „Já, við eigum ekkert val um það að senda bömin okkar í grunnskóla. Það segir sig bara sjálft að foreldrar, sem bera fyrst og síðast ábyrgð á menntun barnanna sinna, geta ekki setið hjá og sleppt því að hafa skoðun á skólanum, að standa vörð um hann og tryggja Guðbjörg Björnsdóttir ► GUÐBJÖRG Bjömsdóttir fæddist 1. desember 1961. For- eldrar hennar era Sigríður Guðrún Eiríksdóttir frá Ólafs- firði og Björn Runólfsson frá Skagafirði. Guðbjörg tók stúd- entspróf frá Fjölbrautaskólan- um í Breiðholti árið 1983 og hélt til náms í Bandaríkjunum 1987. Þar tók hún BS-próf í markaðsfræði og MB A-próf í viðskiptafræði frá Florida Institute of Technology og lauk námi 1991. Þá hóf hún störf sem markaðsstjóri og þvínæst sem starfsmaður Heimilis og skóla og gerðist formaður Samfoks fyrir tveim- ur árum. Hún er gift Jóni Val- geiri Gíslasyni kennara og eiga þau tvö börn. Foreldrar eiga margt sam- eiginlegt að hann sé góður. Foreldrar þurfa að sýna skólanum bæði stuðning og aðhald. Þetta er ekki hægt að aðskilja því ef einungis er um stuðning að ræða er hann gagn- rýnislaus og aðhald dugir ekki eitt sér því það er ekki nóg að fínna bara að. En aukin afskipti foreldra eru ný hugmynd og það er eðlilegt að ekki sé allt skóla- fólk jafn ánægt með það að for- eldrar vaði fram, en til þessa höfum við setið dálítið aðgerða- laus hjá. Þetta kemur okkur við.“ - Koma þessar áherslur frá þér? „Það er ekki hægt að segja það eingöngu, við erum bara fulltrúar foreldra. En við höfum fundið mikinn meðbyr með þess- um hugmyndum og teljum okkur þurfa að sýna ákveðið frum- kvæði. Við keyrum að vísu á ákveðnum áherslum sem eru nýjar. Til dæmis viljum við gjaman sjá foreldrafélögin þró- ast út í það að vera vettvangur foreldra eingöngu en ekki for- eldra og kennara. Við foreldrar höfum tilhneigingu til þess að reikna með fmmkvæði kennar- anna á þeirri forsendu að þeir þekki þetta allt en við ræðum ekki saman á sömu nótum ef kennaramir era við hliðina á okkur.“ - Hvernig hafa bekkjafull- trúarnir verið virkjaðir? „Við höfum haldið námskeið fyrir bekkjafulltrúana þar sem þeim er gerð grein fyrir mögu- leikum sínum í starfi, hvar þeir geta sótt styrk og fræðslu. Einnig er nauðsynlegt að þessir fulltrúar sjái sig sem tengilið innbyrðis við foreldrana og við kennarann og bekkja- fulltrúar geta ef eitthvað kemur upp kallað saman foreldrana á fund og borið upp mál við kenn- arann, skólastjórann eða for- eldrafélögin ef með þarf, hvort sem um er að ræða jákvæða hluti eða mál sem þarf að leysa. Við getum gert heilmargt." - Geturðu nefnt dæmi um önnur verkefni? „Stjórn Samfoks skipulagði til dæmis svokallað foreldrarölt, sem miðast við hverfin, og fólk var meðal annars hvatt til þess að fara niður í miðbæ þar sem það fékk tækifæri til þess að tala við starfsfólk útideildar. Til- gangurinn er meðal annars sá að við viljum stemma stigu við óeðlilegum útivistartíma ungs fólks í umhverfi sem það á ekk- ert erindi. Foreldrastarfið er ekki síst forvarnarstarf."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.