Morgunblaðið - 26.11.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.11.1994, Blaðsíða 6
6 LAUGARDÁGUR 26. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Halldór Ásgrímsson gagnrýnir efnahagsstefnu ríkisstjórnar á fiokksþingi Framsóknarflokksins Stærsta skuldbreyt- ing Islandssögunnar er óumflýjanleg- STÆRSTA skuldbreyting íslands- sögunnar er óumflýjanleg, að mati Halldórs Ásgrímssonar formanns Framsóknarflokksins. Hann sagði í yfirlitsræðu sinni á þingi flokks- ins, sem sett var í gær, að með skynsamlegri efnahagsstjórn væri raunhæft að ná 3% hagvexti að meðaltali á næsta kjörtímabili sem væri meira en nóg til að eyða ríkis- sjóðshalla og stöðva skuldasöfnun ríkisins. Halldór Ásgrímsson sagði í ræðu sinni að þótt núverandi ríkisstjórn hefði tekist að viðhalda árangri síðustu ríkisstjómar í verðbólgu- málum og verðlag væri stöðugt, yrði hennar þó lengst minnst fyrir fjöldagjaldþrot sem hefðu leitt mikið atvinnuleysi yfir þjóðina. Afleiðingin væri sívaxandi skulda- söfnun heimilanna sem stæðu frammi fyrir gjaldþrotum og upp- lausn. Með samvinnu ríkis, peninga- stofnana, launþegahreyfingar og fleiri aðila yrði að gera fólki kleift að standa í skilum og í kjarasamn- ingum yrði að leggja áherslu á að bæta hag þeirra sem hefðu lægstu launin og erfiðustu aðstöðuna. Rík- isstjórninni hefði mistekist að við- halda þeim grundvelli sem skuld- bindingar heimilanna byggist á og því verði að skapa nýjan. Halldór sagði að ekki mætti hækka skatta á næsta kjörtímabili en óraunhæft væri að lofa veru- legri skattalækkun nema til lægst launuðu hópanna. Gera þyrfti ýms- ar lagfæringar á skattakerfinu, einfalda það, skattleggja allar eignir jafnt og halda áfram há- tekjuskatti. Með þessu móti megi auðveldlega skapa svigrúm til skattalækkana og félagslegra að- gerða. Trúnaðarbrestur Halldór ræddi um þann trún- aðarbrest sem myndast hefði milli stjórnmálamanna og kjósenda víða um heim, og birtist erlendis í minni kosningaþátttöku og furðuflokkum undir forustú stjórnmálamanna sem þættust allra vanda geta leyst og segðu öllum stríð á hendur. Hér á landi væri skuldasöfnun heimila og sundrung fjölskyldna helsta ástæða þessa trúnaðarbrests og hyggi að rótum lýðræðisins. „Það er ekki nóg að setja upp samúðar- svip og segja að ástandið muni lagast í náinni framtíð. Við verðum að sýna að við ætlum að lagfæra ástandið og benda á raunhæfar leiðir til úrbóta,“ sagði Halldór. Hann sagði að leggja yrði meg- ináherslu á atvinnumál á næstu árum og skapa þannig möguleika á að Iyfta skuldaokinu af heimilin- um. Möguleikarnir væru mestir á §órum sviðum: fiskvinnslu og öðr- um matvælaiðnaði, ferðaþjónustu, á sviði fræða og hugvits og nýt- ingu fallvatna og jarðvarma. Halldór sagði að mikilvægasta verkefni sjávarútvegsins væri að byggja upp fiskistofna og greiða niður skuldir, auka alþjóðlegt sam- starf og skapa stöðu og þrótt til að reka öflugt markaðs- og þróun- arstarf. „Skattpíningarmennimir sem halda að lífið kvikni með skattlagn- ingu undir nafninu „auðlindaskatt- ur“ eru á villigötum. Þær skoðanir Morgunblaðið/Kristinn FÓLK í fyrirrúmi eru einkunnarorð flokksþings Framsóknar- flokksins og Halldór Ásgrímsson formaður flokksins lagði áherslu á það í yfirlitsræðu sinni. eiga mikinn hljómgrann innan ríkisstjómarinnar og fara þar fremstir núverandi fjármálaráð- herra Friðrik Sophusson og fyrr- verandi íjármálaráðherra Jón Baldvin Hannibalsson. Ef þeirra skoðanir verða ofan á verður þrek og sókn lömuð einmitt þegar við þurfum á hinu gagnstæða að halda,“ sagði Halldór. Áhersla á Norðurlönd í umfjöllun um alþjóðamál lagði Halldór áherslu á mikilvægi þess að styrkja Norðurlandasamstarfið. Á þeim vettvangi myndi hann leggja áherslu á að koma upp sam- eiginlegri skrifstofu Norðurlanda- ráðs og ráðherranefndar þess í Brussel og það gæti aukið áhrif íslendinga og tryggt hagsmuni landsins betur innan Evrópusam- bandsins. Þá varaði Halldór við of mikilli áherslu á Evrópusambandið og sagði að ella væri hætta á að tengslin við Norður-Ameríku rofn- uðu. Hann sagðist ekki telja neinar líkur á að íslendingar gætu á þess- ari stundu fengið þær undanþágur í samningum við Evrópusambandið sem hugsanlega gæti réttlætt að- ild. Því hafnaði hann umsókn um aðild því skaðlegt væri að fara í slíkar viðræður nema líklegt mætti teljast að hægt væri að ná viðun- andi samningi. Þeir sem nú vildu sækja um aðild þyrftu að svara þeirri spurningu hvemig þeir vildu ná þeim 5 milljörðum króna í ríkis- sjóð sem talið væri að þyrfti til að ganga í ESB. Andlát Tillögur framsóknarmaniia í velferðarmálum GUÐRUN M ARTEIN SDÓTTIR að ljúka doktorsprófi frá University of Rhode Island í Banda- ríkjunum er hún lést. Hún hefur verið lektór og síðar dósent í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands frá 1980. Guðrún var brautryðjandi í upp- byggingu háskóla- menntunar hér á landi og sinnti fjölmörgum trúnaðarstörfum í þágu hjúkrunar. Hún var gift Har- aldi Þór Skarphéðins- sugæsluhjúkrun frá Boston Uni- syni skrúðgarðyrkjumeistara og versity 1980 og var í þann mund eiga þau fimm börn. Andlát GUÐRÚN Marteins- dóttir, dósent í náms- braut í hjúkranar- fræði við Háskóla Is- lands, lést á heimili sínu í fyrradag. Hún var 42 ára gömul. Guðrún var fædd 15. janúar 1952 í Óiafsfirði. Foreldrar hennar era Ragnheið- ur Bjarman og Mar- teinn Friðriksson. Hún lauk BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla íslands árið 1977, MS-prófi í heil- JON EINAR GUÐJÓNSSON JÓN Einar Guðjóns- son, fréttaritari Rík- isútvarpsins í Noregi, er látinn eftir erfið veikindi, fertugur að aldri. Jón Einar fæddist 1. janúar 1954, sonur Guðjóns Einarssonar og Halldóra Jóns- dóttur. Frá fjögurra ára aldri ólst hann upp hjá frænku sinni, Sigríði Jónsdóttur, og manni hennar, Kolbeini Helgasyni. Jón Einar starfaði sem blaðamaður, bæði Alþýðublaðinu. Hann fór síðan til náms við blaðarnannaháskól- ann í Ósló og settist að í Noregi að námi loknu með konu sinni, Ingveld Svendsen. Þau áttu tvo drengi. í Noregi starfaði Jón Einar við ABC- bankann og einnig að útgáfumálum á veg- um norsku Kaup- mannasamtakanna. Hann fréttaritari Ríkisútvarpsins, Út- á Vísi og varps og Sjónvarps, Noregi í 9 ár. Ríkið leggi 3 milljarða til kjarasamninga UM 600 manns á öllum aldri eiga seturétt á flokksþingi Fram- sóknarflokksins sem hófst á Hótel Sögu í gær. Stofnuð verði endurreisnarstöð heimilanna FYRIR flokksþingi Framsóknar- flokksins liggja tillögur um að gerð- ur verði samningur aðila vinnu- markaðar og ríkisvaldsins um lífs- kjarajöfnun og Húsnæðisstofnun verði breytt í ráðgjafar- og endur- reisnarstöð heimilanna. Þessi stofn- un hafí það markmið að skuld- breyta lánum einstaklinga með ýmsum hætti og verði fjármögnuð af lífeyrissjóðum, bönkum, ríkinu og^ sveitarfélögum. í ályktunardrögum um velferðar- mál segir, að framlag ríkisvaldsins til að greiða fyrir kjarasamningum gæti verið að lágmarki þrír milljarð- ar króna og er lagt til að það fram- lag verði fjármagnað með því að skattleggja peningalegar eignir með sama hætti og aðrar eignir sem gæti skilað 1,5-2 milljörðum króna. Hátekjuskattur verði áfram lagður á sem skili 3-400 milljónum króna. Teknir verði upp samningar við aðila vinnumarkaðar um uppstokk- un á skattakerfinu mað það að markmiði að lækka jaðarskatta, einfalda skattkerfið, breikka skatt- stofna, fækka undanþágum og draga þannig úr skattsvikum. Þetta gæti skilað 500-1.000 milljónum. Þá verði stórátak gert til að koma í veg fyrir skattsvik. Hærri skattleysismörk í ályktunardrögunum er lögð á það áhersla að í komandi kjara- samningum verði samið um að skattleysismörk verði hækkuð. Per- sónuafsláttur hjóna og sambýlis- fólks verði millifæranlegur að fullu og persónuafsláttur 16-20 ára ung- linga í námi verði millifæranlegur til foreldra með ákveðnum skilyrð- um. Vaxtabætur og barnabætur verði hækkaðar, lánskjaravísitala verði afnumin, vægi launa í láns- kjaravísitölu verði minnkað, orku- kostnaður milli landshluta verði jafnaður og vextir í bankakerfinu lækkaðir. í drögum að stjórnmálaályktun segir að flokksþingið telji fjárfest- ingar í atvinnulífinu lykil að upp- byggingu atvinnulífsins. Lögð er áhersla á að Byggða- stofnun verði breytt í atvinnuþróun- arstofnun. Að samstarf stofnlána- sjóðanna verði stóraukið og Iðn- lánasjóði breytt í áhættu- og styrkt- arsjóð atvinnuveganna. Þá er lagt til að markaðsstarf hins opinbera verði sameinað Út- flutningsráði og ráðnir verði 20 starfsmenn á vegum utanríkisþjón- ustunnar til að vinna með atvinnu- lífinu að markaðsmálum á erlendum mörkuðum. Skattaívilnun verði beitt í ríkara mæli til að hvetja al- menning til að leggja fjármagn í atvinnulífið. Leitað verði samninga við lífeyrissjóði um að leggja 5-10% af ráðstöfunarfé sínu sem áhættufé í atvinnulífið og ríkissjóður leggi að minnsta kosti milljarð króna á ári til atvinnuþróunar. Með þessum aðgerðum er stefnt að því að auka hagvöxt um 2,5-3% á næstu árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.