Morgunblaðið - 26.11.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.11.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 9 FRÉTTIR Hjúkrunarforstjóri Hrafnistu segir sjúkraliða þjarma að heimilinu 17 beiðnir af 153 hafafengist afgreiddar RAGNHEIÐUR Stephensen, hjúkrunarforstjóri dvalarheimilis- ins Hrafnistu í Hafnarfirði, segir að lélegar undirtektir sjúkraliða við beiðnum um undanþágur hafi haft það í för með sér að rekstur heimilisins sé undir öryggismörk- um. Hún segir að á þeim hálfa mánuði sem verkfall sjúkraliða nefur staðið hafi verið sendar 153 beiðnir um undanþágur en aðeins 17 þeirra hafi verið afgreiddar. Ragnheiður telur sjúkraliða vera að þjarma að Hrafnistu, en Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags íslands, hafnar því að verið sé að leggja Hrafnistu í einelti. Heimilisfriður rofinn „Þær litlu undanþágur sem við höfum fengið virðast vera veittar bæði ómarkvisst og teknar eftir geðþótta. Það er ekkert hlustað á okkar rök. Undanþágunefndin tel- ur sig hafa það gott eftirlit á deildunum hér að hún geti metið ástandið, en það eina eftirlit sem við höfum orðið vör við eru verk- fallsverðir, og þeir virðast ekkert vera sammála hjúkrunarfræðing- unum. Við álítum að verkfallsverð- ir eigi einungis að líta eftir eftir verkfallsbrotum og þeir eigi ekki að vara að meta hjúkrunarþörf heimilisfólksins. Við skiljum því ekki hvaða upplýsingar und- anþágunefndin hefur um ástand heimilisfólks hér,“ sagði Ragnheið- ur í samtali við Morgunblaðið. Hún sagði ástandið á Hrafnistu slæmt þar sem nánast engar undanþágur hefðu fengist og þá í lágmarki og eftir geðþótta. „Þetta er heimili og því finnst okkur að það liggi við að heimilis- friður hafi verið rofinn. Það sem hefur bjargað okkur er að ættingj- ar hafa verið mjög duglegir við að koma hérna og hjálpa aðstandend- um sínum, en það er auðvitað mjög misjafnt hve mikið fólk.getur kom- ið. Okkur finnst að það sé verið að þjarma áð okkur, en okkur er kunnugt um að við fáum lélegri afgreiðslu varðandi undanþágu- beiðnir en aðrir,“ sagði Ragnheiður. Ekki um einelti að ræða Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélags íslands, sagðist algjörlega hafna því að verið væri að leggja Hrafnistu í einelti. Sagðist hún ætla að kanna hvernig staða mála þar væri, en hún sagði það rétt að verkfalls- verðir hefðu metið stöðuna á Hrafnistu, enda störfuðu þeir þar og þekktu til mála. Helga Steinars- dóttir, formaður undanþágunefnd- ar, sagði að alltaf hefði verið sótt um fulla mönnun á Hrafnistu og slíkt gengi ekki í verkfalli. Þá sagði hún það hafa komið berlega í ljós í verkfallinu að búið hafi verið að sníða sjúkrastofnunum svo þröng- an stakk hvað mannahald snertir að vandræðaástand skapaðist um leið einn starfsmann vantaði á vakt. Hef flutt lækningastofu mína á Háteigsveg 1, Reykjavík. Steingrímur Davíðsson, húðsjúkdómalæknir. Tímapantanir virka daga frákl. 10-16, sími 622121. NÝKOMIÐ FRÁ ÍTALÍU Ný sendfng af sófasettum og rókókóstólum frá CÍG Tegund Barbara 3+1+1 tau. Hagstætt verð - Mikið úrval OPIÐ í DAG TIL KL. 16.00. SUNNUDAG kl. 14.00-16.00. HÚSGAGNAVERSLUN Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, sími 654 100 Hártoppa- og dömu og herra Danskur hárkollumeistari, Finn Waldorf, í heimsókn Hárprýði, sérversiun með gervihár, er nú 20 ára. Af því tilefni flytjum við í stærra og betra húsnæði í Bongarkringlunni. Þar verður mjög góð aðstaða fyrir dömur og sérstök, aðskilin deild fyrir herra. f tilefni opnunarinnar verður Finn Waldorf frá Kaupmannahöfn, hönnuöur hárhluta og ráðgjafi, með kynningar og ráðgjöf dagana- ■ 25.—28. nóv. Finn Waldorf mun sýna það nýjasta í gervihári fyrir dömur og herra og leiðbeina viðskiptavinum okkar. Almenn kynning fös 25/11, kl. 16-19. Við getum leiðbeint, aðstoðað og bent á hjálpartæki eða lausnir fyrir dömur og herra, sem líða fyrir hárleysi. Hafið samband og fáið upplýsingar um þá möguleika sem fyrir hendi eru. HárprýSi kynnir: "Great Lengths" allra nýjusfu aðferð fil að lengja og a ar. "Great Lengths" hárlenging og/eða hárþykking verður sýnd í Borgarkringlunni laugardaginn 26. nóvember nk. Þar qeta qestir og gangandi séS með eigin augum hvernig þessi frábæra hárlengingarqðferð virkar. » Greiðsluskilmálar, sem henta öllum. FATAPRÝÐI Sérverslun BORGARKRINGLUNN1103 REYKJAVÍK. S. 91-32347. NU BREYTUM VIÐ= HY STJÓRNMALAHREYFIN6 boðar til opins fundar á Hótel íslandi á morgun, sunnudaginn 27. nóvember, kl. 14:00 - 16:00. Húsið opnar kl.13:30. AÐALRÆÐUMAÐUR: Jóhanna Sigurðardóttir, alþingismaður. Ávörp, hljóðfæraleikur, söngur, upplestur o.fl. M/ETUM... ...og myndum breiðan samstarfsvettvang fyrir alla þá sem aðhyllastframsækna jafnaðarstefnu á grundvelli lýðræðis, valddreifingar, félagshyggju, jafnréttis, mannúðar og mannréttinda. UNDIRBÚNINGSNEFND Blab allra landsmanna! - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.