Morgunblaðið - 26.11.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.11.1994, Blaðsíða 36
3*6 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MARGRÉT A GNES HELGADÓTTIR + Margrét Agnes Helgadóttir fæddist í Hafnar- firði 28. júní 1914. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu í Keflavík 17. nóv. 1994. Foreldr- ar —hennar voru Helgi Einarsson sjó- maður í Bjarnabæ í Hafnarfirði og Bjarnasína Margrét Oddsdóttir. Oddur var sonur Bjarna Oddssonar og Mar- grétar Friðriksdótt- ur Velding, sem hin látna hét eftir. Látin systkini Margrétar Agnesar eru Þóra Kristín Mar- grét húsmóðir, Oddur Matthías bakarameistari, Einar Sigurð- ur sjómaður og Sigríður Ríkey húsmóðir. Á lífi eru Bjarni sjó- maður og Helgi netagerðar- meistari. Fyrri maður Margrét- ar var Sigurgeir Bogason. Þau skildu. Þeirra dóttir er Svan- hildur. Svanhildur giftist Borg- þóri Björnssyni. Þau skildu. ' Börn þeirra eru Signhild Birna sölufulltrúi og Ómar Örn smið- ur. Signhild er gift Stefáni Halldórssyni. Þeirra börn eru Borgþór og Anna Ósk. Ómar Örn og sambýliskona hans Júlía Ævarsdóttir eiga Jenný Hildi og Sunnevu. Eftir- lifandi eiginmaður Margrétar er Benedikt Jónsson forsljóri. Þau gengu í hjónaband 26. október 1940. Þeirra börn eru Jón, vélstjóri, og Margrét Þóra. Fyrri kona Jóns var Kristjana Hanna Kjeld. Hún dó árið 1984. Þeirra börn eru þrjú: Benedikt, tannlæknir, kvænt- ur Ingu Rebekku Árnadóttur og eiga þau Jón Áma, Bjarna og Kristjönu Hönnu, Jóna Guð- rún, leikkona, í sambúð með Magnúsi Pálssyni, og Margrét Agnes, nemi við Fósturskóla íslands, gift Óla Barðdal. Seinni kona Jóns er Bjarnhildur Helga Lámsdóttir. Þau búa í Njarð- vík. Margrét Þóra er gift Her- manni Th. Ólafssyni fiskverk- anda í Grindavík. Þeirra böm era Guðbjörg Sigríður, Svan- hildur Björk, Ólafur Daði og Þóra Kristín. Auk barna sinna ól Margrét Agnes að miklu leyti upp dóttursoninn Ómar Öm. Útför Margrétar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag, laugardag. MAGGA mín dáin, ég trúði því ekki, þetta bar svo brátt að. Hún hringdi viku áður en hún dó svo hress og spurði um Gunna eins og alltaf og —ég átti að skilja kveðju. Að þetta væri okkar síðasta símtal og að við fengjum ekki að hittast oftar óraði mig ekki fyrir. Þau eru orðin mörg árin síðan við kynntumst Möggu, Benna og fjöl- skyldu þeirra sem alltaf var í fyrir- rúmi hjá þeim. Það var í Borgarfirð- inum á flötinni okkar, eins og Magga sagði alltaf. Á sumrin vorum við alltaf í hjólhýsunum og margar end- urminningar koma í huga minn núna. Vinna við lóðirnar, spilakvöld- in og söngurinn, alla texta kunna þau, og veitingarnar, hún var ekki lengi að koma með veisluborð þótt plássið væri ekki mikið. Við fórum alltaf yfir til þeirra þegar að við Sérfræðingar í hlóiiiaskroytiiigiiin iíö öll l;i‘Uil'a‘i'i Skólavördustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, ________sími19090 vorum að fara í bæinn, þá var það oft að hún gaf mér pönnukökur og skonsur sem hún hafði verið að baka til að færa Gunna sínum svona var hún og börnin gleymdust ekki alltaf eitthvað bland í poka handa þeim. Við fjölskyldan þökkum af alhug alla vináttu og tryggð gegnum árin. Okkur finnst nú skarð fyrir skildi þegar hún er horfín. Elsku Benni, Jonni, Hildur, Svana og fjölskylda. Okkar dýpstu samúð- arkveðjur en huggum okkur við dýrðlegar minningar um ógleyman- lega konu. Guðrún, Bubbi og Gunni. Allt er í lífinu hverfult og það er ekki sjálfsagður hlutur að það sem við höfum hjá okkur í dag verði þar einnig á morgun. Við reiknum þó alltaf með því frá degi til dags að svo verði þótt bitur raunveruleikinn kenni okkur annað. Ekki átti ég von á því, er ég hringdi heim á stuttu ferðalagi er- lendis, að fá þá fregn að hún Magga amma hefði fallið frá. Þótt komin væri á níræðisaldurinn var engan bilbug á henni að finna. En hún amma var alltaf óútreiknanleg og var sífellt að koma manni á óvart. Hún fór sínu fram og það í þessu sem öðru. Hún hafði sagt það við mig einhveiju sinni er við ræddum um dauðann að hún væri sátt við t Móðir okkar, UNNUR HERMANNSDÓTTIR frá Hjalla í Kjós, lést í Borgarspítalanum að kvöldi fimmtudagsins 24. nóvember. Börnin. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGURDfS SÆMUNDSDÓTTIR, Sunnuflöt 30, Garðabæ, lést í Landspítalanum aðfaranótt 25. nóvember. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Jóel Sigurðsson. MINNINGAR hann ef hún bara fengi að fara snögglega, án alls aðdraganda. Henni varð að ósk sinni. Það er hveiju orði sannara að eitt sinn verði allir menn að deyja en hún Magga amma var í fullu fjöri, hafði meira að segja bakað einhver reiðinnar býsn og verið á þönum eins og venju- lega daginn sem hún kvaddi. Við sem stóðum henni næst vorum einfald- lega alls ekki tilbúin að sjá á bak henni þegar kallið kom. Mér verður hugsað til þess tíma þegar ég sem lítill stubbur á leiðinni úr skólanum var vanur að kom við hjá Möggu ömmu á Tjarnargötunni til að fá mjólk og pönnukökur. Þeg- ar ég svo óx úr grasi var ég vanur að líta inn hvenær dags sem ég var á ferðinni. Alltaf var ljós í gluggan- um hjá ömmu og afa því amma var ein af þessum kjarnorkukonum sem aldrei virtist þurfa að sofa og var tilbúin að taka á móti gesti á degi sem nóttu. Magga amma var fræg fyrir mat- argerð enda var það hennar yndi að galdra fram hinar ljúffengustu kræsingar handa öllum þeim gestum sem að garði bar og skipti þá engu hvort tilefnið væri lítið eða stórt. Alltaf svignuðu borðin hjá henni undan kræsingunum. Minnisstæðust eru mér þó gamlárskvöldin þegar stórfjölskyldan hittist á Tjarnargöt- unni, borðaði ljúffengan mat og fagnaði svo nýju ári saman. Aldrei tókst ömmu betur upp í matargerð- arlistinni en á þessum stundum. Fiskveiði var einnig eitthvað sem ömmu var í blóð borin og á fyrri árum var sjóstangaveiði henni mikið áhugamál. Hún vann til fjölda verð- launa á sjóstangaveiðimótum og minnist ég þess hve rosalegt mér þótti sem gutta að segja vinum mín- um frá því að ég ætti sko ömmu sem væri Evrópumeistari í sjóstangaveiði og fór gjarnan með þeim heim til hennar til að sýna þeim alla verðlau- nagripina. Amma og afí stunduðu einnig veiðar í ám og vötnum og minningin um allar veiðiferðirnar sem ég fékk að fara með þeim í er sterk. Sérstaklega minnist ég þó veiðiferðanna norður á Skaga. Þang- að fóru amma og afi einmitt í sum- ar á jeppanum og með tjaldkerrurna (sem oftar) til að halda hátíðlegt 80 ára afmæli ömmu. Já, það var hátið í þeirra augum að vera við veiðar út í náttúrunni. Hin síðari ár eftir að ég eignaðist fjölskyldu þótti strákunum mínum fátt skemmtilegra en að heimsækja Benna afa og Möggu ömmu hvort sem það var á Tjarnargötuna eða í Borgarfjörðinn þar sem þau höfðu komið sér upp unaðsreit og dvöldu langdvölum á sumrin. Amma gaf þeim alltaf eitthvað gott og endurupplifði ég í gegnum þá mínar æskuminningar. Nú ert þú horfín okkur, Magga amma, og skilur éftir tómarúm í tilverunni sem aldrei verður fyllt. Minningarnar um þig eru fjölmargar, góðar og falleg- ar. Þær hjálpa okkur að sefa sorgina sem finnst í hjarta okkar þegar við nú kveðjum þig. Takk fyrir allt, Magga amma. Elsku afi. Megi almættið hugga þig og styrkja og leiða þig áfram í lífinu. Benedikt Jónsson. Við fráfall Margrétar Agnesar Helgadóttur, Möggu hans Benna, eins og við nefndum hana alla jafna og segir í sjálfu sér svo mikið, sækja að minningarnar frá ljúfri samleið. Myndarskapur hennar og dugnaður var alla tíð slíkur að eftirtekt og aðdáun vakti. Aðeins tíu ára gömul þurfti Mar- grét að sjá á bak ástríkum föður, Helga Einarssyni, sjómanni í Bjarnabæ í Hafnarfirði. Þá stóð ekkjan Bjarnasína Oddsdóttir uppi, orðin mjög heilsuveil, með börnin sín sjö, á aldrinum nítján ára til eins árs. En uppgjöf var víðs ijarri þar í ranni. Börnin stóðu saman um vel- ferð móður sinnar og heimilisins og einskis létu þau ófreistað til að sigr- ast á erfiðleikunum. Þau áttu það sem með þurfti, vilja og dugnað og trú á guðlega handleiðslu, sem þau nýttu til sjálfsbjargar og blessunar sér og öðrum. Þó ung væri lét Mar- grét sannarlega ekki sinn hlut eftir liggja. Hún vann við fískbreiðslu á sumrum fyrst í stað en síðar í síldar- söltun í Hrísey og á Siglufirði. Á vetrum réð hún sig til vinnukonu- starfa á myndarheimilum. Það varð henni hollur húsmæðraskóli. Einnig vann hún um tíma á St. Jósefsspít- ala í Hafnarfirði. Þau Margrét og Benedikt Jónsson hófu búskap sinn á Túngötu 10 í Keflavík árið 1940. Sannarlega átt- um við börnin í húsinu heima á Túngötu hauk í horni þar sem Mar- grét var, því móðurumhyggja hennar náði á svo margan hátt í sama mæli til hennar barna, Svanhildar og Jóns og okkar allra hinna. Hún hafði næmt innsæi í hugarheim barnsins. Því var henni svo einkar lagið að skapa gleði úr gráti og geisla úr skuggum. Margan brauð- bitann rétti hún að litlum munni við slíkar og aðrar aðstæður með glettn- isorðum og brosi á vör. í þessa veru eru fyrstu minningar litla bróður Benna um hana og í þeim kristallast það, sem um hugann fer, þegar við hjónin minnumst Möggu að leiðar- lokum með virðingu og þökk. Heimili hennar bar henni fagurt vitni alla tíð, því af alúð og í fórn- andi kærleika og umhyggju vann hún sitt ævistarf, húsmóðurstarfið. Af smekkvísi og með dugnaði reistu þau sér hús að Tjarnargötu 29 og fluttu þangað árið 1949. Þar bjuggu þau upp frá því. Á myndar- Iegu heimili þeirra var gestum og gangandi vel fagnað. Þar fannst öll- um gott að koma enda viðmót og viðurgjörningur rómaður af öllum sem til þekkja. Samvinna þeirra hjónanna og sam- band var einstaklega kærleiksríkt. Eins og verða vill þarf á langri ævi að takast á við margt mótdrægt og er þá ekki lítils um vert að geta tek- ist á við erfíðleikana með traustum lífsförunaut og með fastmótaðri vissu um æðri handleiðslu. Þannig léttist Margréti róðurinn við að vinna úr hinu mótdræga, sem að höndum bar, erfiðum veikindum og ástvinamissi. Umvafin kærleik og umhyggju hvors annars fundu þau hjónin lífi sínu farsælan farveg í gefandi gleði. Margrét hafði mikið yndí af veiði- skap. Þar sem annars staðar var hún fylgin sér og kunni vel til verka. Því til staðfestingar má nefna, að hún varð Evrópumeistari kvenna í sjó- stangaveiði árið 1974. Margrét var ein af stofnendum Kvenfélags Keflavíkur og naut þess að taka þátt í fimmtíu ára afmælis: fagnaði félagsins 15. október sl. I félagslífinu tók hún m.a. þátt í leik- listarstarfí og betri var hún en eng- inn, þegar efnt var til veislu með viðeigandi myndarskap. Hin síðari árin nutu þau hjónin þess í vaxandi mæli, að ferðast um landið og einnig fóru þau nokkrar ferðir til útlanda. Þau komu sér upp sumarhúsi í Borgarfirði þar sem löngum var dvalið á sumrin einkum eftir að Benedikt lét af forstjóra- starfí í Hraðfrystihúsi Kaflavíkur fyrir um áratug. Þar nutu þau sín sem börn náttúrunnar við að yrkja jörðina og renna fýrir fisk ýmist í ám eða vötnum. í Keflavík lágu leiðir þeirra fyrst saman, sjómannsins unga og hafn- firsku stúlkunnar með fallega brosið og viljakraftinn, sem skilaði þá og ætíð ljúfu og dijúgu dagsverki. Að leiðarlokum þökkum við Möggu fyrir allar þær góðu stundir sem við nutum með henni. Hún var jafnan glaðleg og gefandi. Guð leggi ástvinum hennar öllum líkn með þraut. Blessuð sé minning Margrétar Agnesar Helgadóttur. Helga og Kristján A. Jónsson. Aðfaranótt fimmtudagsins 17. nóvember fengum við upphringingu og okkur tilkynnt að hún amma væri dáin. Var þetta draumur, hún amma dáin, það getur ekki verið. Hún sem var svo hress og kát. Margar góðar minningar leita á hugann þegar ég minnist hennar ömmu sem var svo brosmild og góð. Alltaf var hún boðin og búin að lið- sinna og aðstoða mig. Hún var klett- urinn sem ég gat reitt mig á, og eru mér þar efst í huga veikindi yngstu dóttur minnar. Amma hafði mikla ánægju af því að koma til Grindavíkur og fara í keramik með grindvísku konunum, og var alltaf glatt á hjalla hjá þeim. Hún var sérstaklega elskuleg og vönduð manneskja og kom sér alls staðar vel með sínu hressa og vin- gjarnlega viðmóti, svo vel að í veisl- um og á mannamótum dró hún að sér athygli og var hrókur alls fagn- aðar. Matseld var henni í blóð borin það varð allt að veislumat í hennar höndum. Það var sama hvort það VámWW!'Wo^woWu',twi' 89®’ W'548,'- sw,- s« Al2^‘ P?s!l ((etswnoo' Ö\W^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.