Morgunblaðið - 26.11.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.11.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SJONARHORIM LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 41 Helstu augnsjúk- dómar sem heija á íslendinga . Góð sjón er af mörgum talin sjálfsögð, en hún er ekki sjálf- gefín. Að heilsufari augna verður að huga vel. Þó augu verði ekki fyrir sliti af notkun vilja sækja á þau sjúkdómar sem í vissum tilfellum geta leitt til blindu segir Einar Stef- ánsson prófessor í augnsjúkdómum í viðtali við Margréti Þorvaldsdóttur um helstu augnsjúkdóma á íslandi. HUGSIÐ vel um augun ykkar svo þið missið ekki sjónina sagði gamlá fólkið. Það taldi sig hafa skaðað sína eigin sjón með því að rýna í lélegri birtu. Einar var spurður hvort það væri hættulegt sjóninni að lesa við lítið ijós. Hann sagði að svo væri ekki, orsakir væru aðrar, sumar væru aldursbundnar og aðrar afieið- ing augnsjúkdóma. Einn þessara sjúkdóma er gláka. Gláka var helsta orsök blindu „Giákan var á fyrri hluta þessarar alda og jafnvel langt aftur í aldir, I aðal orsök blindu á íslandi," segir Einar og vitnar þar í ritgerð Helga Skúlasonar frá árinu 1923. Eldra fólk óttaðist gláku. Hvers- konar sjúkdómur er gláka? „Gláka er augnsjúkdómur sem getur valdið blindu og gerir það venjulega ef hann er ekki meðhöndl- aður,“ svaraði hann. „Glákan lýsir sér með hækkuðum þrýstingi í auga og hægfara rýrnum á sjóntauginni og þar með á sjónsviðinu. Sjónsviðið minnkar, dregst saman smátt og smátt og fái það að ganga alla leið veldur það algjörri blindu. Sam- kvæmt ritgerð Helga Skúlasonar var hún margfalt algengari hér á landi en í öðrum löndum. Nú eru um 2.000-3.000 íslendingar með gláku en aðeins 60 af þeim eru blindir af sjúkdómnum." Helstu orsakir gláku - Hverjar eru helstu orsakir gláku? „Það er ekki vitað. Menn hafa velt fyrir sér hvort það sé eitthvað í erfðamynstri íslendinga eða í um- hverfinu. Glákan er mjög arfbundin. Þórður Sverrisson augniæknir hefur staðið fyrir tvíburarannsóknum og þar kemur fram að glákan er yfir- leitt í báðum eineggja tvíburum eða hvorugum. I samanburðarrannsókn kom í ljós að mikil fylgni er á milli tvíbura en lítil fylgni á milli maka sem þykir benda ákveðið til að glák- an sé erfðasjúkdómur en ekki um- hverfissjúkdómur. Nú eru miklar rannsóknir í gangi við leit að geni eða genum sem valda gláku sem án efa munu leiða til meiri skilnings á gláku á næstu árum.“ - Nú hefur tekist að draga úr glákublindu. Hvað er gert? „Já, um 1950 var vitað um 250 glákublinda einstaklinga hér á landi. Baráttan gegn glákunni hófst fyrir alvöru á sjötta áratugnum, þegar Guðmundur Bjömsson ritaði doktors- ritgerð sína um gláku á íslandi. Þá myndaðist fræðilegur grundvöllur fyrir baráttunni gegn glákunni. Ann- að stórt skref var stigið þegar augn- og glákudeild var stofnuð hér árið 1970. Fram komu einnig ný lyf sem reyndust mjög hjálpleg svo og nýjar leysigeislaaðgerðir. Heilbrigðisþjón- ustan jókst, það voru fleiri sem komu til augnlæknis og glákan var upp- götvuð fyrr hjá fólki en áður.“ „Þama voru í gangi forvarnir í fyllstu merkingu þess orðs,“ segir Einar, „bæði í leit að sjúkdómnum og við meðhöndlun á gláku til að fyrirbyggja blindu. Þær hafa borið þann árangur að nú eru einungis um 60 einstaklingar blindir af gláku. Þjóðin hefur nær tvöfaldast á síðustu 40 árum og fjöldi gamla fólksins meira en tvöfaldast á sama tíma, en við værum í sömu sporum og við vorum árið 1950, með trúlega um 500-600 glákublinda einstaklinga, ef ekki hefði verið unnið markvisst að forvörnum." Aðventukvöldj með Heiða Heiðar kemur alltaf á óvart og öllum í gott skap. Heiðar fcr á kosluni; kynnir undurfagra tónlist af geisladiskum með fremstu listamönnum heimsins, og fjallar um allt milli himins og jarðar í gamni og alvöru. Frumsýning á Hóíel Örk Hveragerði, sunnudaginn 27. nóv. (fyrsti sunnudagur í aðventu) Húsið opnað kl. 20 45LÓM ©ÁVEXTIR HAFNARSTRÆTI 4, SÍMAR 12717 og 23317 Verslunin Blóm & Ávextir í Reykjavík sýnir og selur aðventukransa, jólastjörnur, jólaskraut og fleiri muni sem tengjast jólunum, í anddyri hótelsins. Jólaglögg og margvíslegt góðgæti á borðum. M HÓl’EL Œ3K V—HVERAGERÐI. Sími 98-34700. Bréfsími 98-34775 PaÞadís ráH kandan við ksaðina Morgunblaðið/Kristinn MIKILL árangnr hefur náðst í baráttunni gegn glákunni. Fólk yfir fertugt ætti að fara reglulega í glákumælingu, segir Einar Stefánsson prófessor í augnsjúkdómum. Gláka er til hjá fólki á öllum aldri - Sækir gláka fremur á eldra fólk en yngra? „Já, gláka er til hjá fólki á öllum aldri, allt frá nýfæddum börnum til elstu einstaklinga. En hún er lang algengust á efri árum. Gláka er sjald- gæf fyrir fertugt en fer stigvaxandi eftir það. Segja má að það séu að jafnaði um tveir af hundraði þjóð- arinnar sem hafa gláku, en þegar verið er að tala um áttrætt fólk þá er það einn af hveijum tíu.“ Einar bætir þvi við, að margir augnsjúk- dómar séu annað hvort öldrunarsjúk- dómar eða hrörnunarsjúkdómar. Hann segir að þegar litið sé til baka til áranna 1950 og 1970 þegar menn urðu að horfast í augu við þetta mikla heilbrigðisvandamál og leitað leiða að leysa það, hafí Lions hreyfingin komið sem bjargvættur sem opnaði leiðir. Lions hreyfíngin hafí átt mjög stóran þátt í að góður árangur náðist með sínu snjalla átaki í sölu á „rauðu íjöðrinni" árið 1970. Hinn góða árangur megi greinilega sjá nú 20 árum síðar. A þessum árum gerðist það einnig að tæknin auðveld- aði leit að sjúkdómnum og sjúkdóms- greining batnaði. Þessi árangur gegn glákunni byggist fyrst og fremst á því að finna sjúkdóminn á frumstigi. Flestir þurfa á gleraugum að halda um og eftir fertugt og koma þá til augnlæknis og er þá jafnframt leitað að giáku, þannig hafa flest tilfelli fundist. Gleraugu án augnskoðunar geta verið varhugaverð „Á síðustu árum hefur orðið breyt- ing sem við höfum áhyggjur af.“ segir Einar. „Nú er hægt að kaupa gleraugu yfír búðarborðið sem í sjátfu sér er í lagi. Gallinn er sá að fólk kaupir gleraugu án þess að fara í augnskoðun og við höfum undanfar- ið séð í 6-8 tilvikum fólk með langt gengna gláku.“ Hann segir að slík þróun svipi meira til áranna 1930-40 þegar augnlæknar voru fáir. Séu augu ekki skoðuð reglulega sé hætt- an á að fólk gangi með ógreinda gláku án meðferðar ár eftir ár. Hann segir einnig að hjá augnlæknum hafi komið fram vissar áhyggjur um þeir geti misst niður hinn mikla árangur sem náðst hefur i barátt- unni gegn þessum alvarlega augn- sjúkdómi. Nauðsynlegt að fara í glákumælingu ef gláka er í ættinni Einar hvetur fólk sem komið er yfir fertugt að fara í glákumælingu, sérstaklega ef gláka er í ættinni. Hvað notkun eigin augna varðar að öðru leyti þá bendir hann á að augu slitni ekki við notkun, þau verður að vernda fyrir slysum og áverkum en þau eru ekki viðkvæm fyrir notkun. Verslunin er opin í dag frá kl. 70:00 til 16:00 Hvers vegna að... ... þegar þú hefur efni á því besta? IBM 4076 litaprentarinn frá LEXM^RK kostar aðeins: <s> NÝHERJI SKAFTAHLlO 24 - SlMI 69 77 00 Alliaf skrefi á undan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.