Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR l.inda Pétursdóttir fegurðardrottning Þeir voru að meiða mig . . . Athugasemd frá Guðrúnu Arnadóttur Stj órnarformaður Stöðvar 2 leikur tveimur skjöldum I SUNNUDAGSBLAÐI Morgun- blaðsins hinn 27. þessa mánaðar er frétt á bls. 2, fjögurra dálka, með undirstrikaðri yfirskrift: „Krafa um upptöku gjaldþrotaskipta vegna upplýsinga um eignir þrotabús“ og síðan feitletruð fyrirsögn: „Ágóða- hlut hafi verið Ieynt“. Frétt þessi snertir mál sem ég höfðaði á hendur íslenska útvarpsfé- laginu hf., Stöð 2, í nóvember 1993 en dómur var kveðinn upp í því máli í Héraðsdómi Reykjavíkur hinn 21. júlí sl. á þá lund að allar kröfur mínar á hendur félagsins voru tekn- ar til greina og var því dæmt skylt að greiða mér um 12 m.kr. Enda þótt augljóst sé að mál þetta og umfjöllun um það skipti mig miklu sá fréttamaður blaðsins ekki ástæðu til að bera réttmæti fréttarinnar undir mig. Er jafnvel sagt í fréttini að ég hafi átt þátt í refsiverðu und- anskoti eigna með eiginmanni mín- um Ólafi H. Jónssyni. Aðdragandi máls þessa er sá að eiginmaður minn, Ólafur H. Jónsson, var í miklum fjárhagserfiðleikum á þessum tíma og gerði ég allt sem í mínu valdi stóð til að hjálpa honum að leysa vandann. Honum til hjálpar seldi ég í ágúst 1991 þá eign sem ég átti sem séreign, húseignina Stei- nagerði 5 hér í borg. I staðinn fékk ég samkvæmt munnlegu samkomu- lagi m.a. framangreinda kröfu á hendur íslenska útvarpsfélaginu, sem þá var reyndar ekki vitað hvort yrði einhvers virði þar sem hún byggðist á því að hagnaður yrði af rekstri Stöðvar 2 eða ekki árin 1991, 1992 og 1993. Það framsal var skrif- lega staðfest hinn 3. maí 1993. Framangreind aðstoð mín nægði ekki til að bjarga fjárhagslegri stöðu Ólafs og varð hann gjaldþrota i febr- úar 1992. Skiptameðferð í búi hans lauk í maí 1992. í Ijós kom að ágóðahlutur var enginn árið 1991 og það var fyrst eftir rekstrarárið 1992 sem í ljós kom að ágóðahluturinn varð virkur vegna góðrar afkomu Stöðvar 2 það ár. Stöð 2 neitaði greiðslu ágóðahlut- arins þegar eftir því var leitað og eftir ítrekaðar tilraunir neyddist ég til þess að höfða mál á hendur félag- inu í nóv. 1993. Áður en dómur gekk í málinu kom í ljós að Stöð 2 hafði einnig gengið það vel á árinu 1993 að ég átti rétt á greiðslu fyrir það ár, en sú greiðsla er loka- greiðsla samkvæmt samnings- ákvæðinu. Þeirri kröfu var því bætt við dómkröfuna og var hún tekin til greina að öllu leyti af Héraðsdómi Reykjavíkur sem umrætt sinn var einnig skipaður tveimur sérfróðum meðdómsmönnum. Sigurður G. Guðjónsson, hæsta- réttarlögmaður, var í stjórn Stöðvar 2 frá árinu 1991. Hann ætti því að hafa vitað um efni samningsins þar sem hann var gerður við stjórn fé- lagsins auk þess sem samningurinn var einnig sérstaklega áritaður af umboðsmanni Sigurðar sem eins hinna „nýju hluthafa". Sigurður var einn þeirra lögmanna sem Iýsti kröfu í þrotabú Ólafs. Sigurður gerði eng- ar athugasemdir við hin fyrirvara- lausu skiptalok í maí 1992 enda þótt hann fengi ekkert greitt upp í kröfu skjólstæðings síns. Það var svo fyrst hinn 24. októ- ber 1994 sem Sigurður skrifaði bréf það sem frá er sagt í frétt blaðs yðar síðstliðinn sunnudag. Verður ekki annað séð en Sigurður telji dómkröfu mína vera rétta og að krafan sé eign fyrrverandi þrotabús Ólafs. Ólafur, og væntanlega ég einnig, hafi skotið kröfunni undan. Þannig krefst Sigurður þess að Ólaf- ur verði kærður til Rannsóknarlög- reglu ríkisins fyrir refsivert athæfi, brot á 250. gr. almennra hegningar- laga. Hann krefst þess einnig að skiptin verði tekin upp, væntanlega í þeim tilgangi að kröfuhafar bús- ins, þar á meðal Sigurður sjálfur, geti skipt kröfunni á milii sín þegar hún verður greidd. Það er aðeins eitt gott við þessa málsmeðferð Sigurðar að það er staðfesting hans á verðmæti og rétt- mæti dómkröfu minnar á hendur íslenska útvarpsfélaginu hf. en hann er í dag bæði lögmaður félagsins og stjórnarformaður. Það hefur aftur ámóti vakið upp spurningar í huga mér hvernig skilja beri þessar aðgerðir og staðfestingar lögmannsins í ljósi þess að hann er einnig lögmaður Stöðvar 2 og hefur sem slíkur áfrýjað framangreindum dómi í máli mínu á hendur félaginu til Hæstaréttar. í áfrýjunarstefnunni og í greinargerð sinni til Hæstarétt- ar krefst lögmaðurinn þess að dómn- um verði hnekkt og Stöðin verði sýknuð enda sé dómurinn algjör vit- ieysa. Varia getur þessi skoðun lög- mannsins einnig verið rétt. Getur það verið að hann sé að kæra mig og eiginmann minn til Rannsóknar- lögreglu ríkisins fyrir undanskot eigna sem eru ekki til? Það er ekk- ert gamanmál að vera bendlað við refsivert athæfi. Sú krafa sem ég á nú á hendur Stöð 2 var vægast sagt óviss krafa þegar ég eignaðist hana á fuilkomlega löglegan hátt áður en Ólafur varð gjaldþrota. Sigurði G. Guðjónssyni hrl. og umbjóðanda hans, Islenska útvarps- félaginu hf., mun svarað á viðeig- andi stöðum í réttarkerfmu. Þannig liggur nú næst fyrir að reyna að fá Stöð 2 til að setja fram tryggingu fyrir dómkröfunni á jneðan málið er rekið fyrir Hæstarétti, en til þessa hafa þeir ekki getað eða viljað benda á aðrar eignir til tryggingar en yfir- veðsetta húseign á Lynghálsi 5. Það mál er nú til meðferðar hjá sýslu- manninum í Reykjavík en margt bendir til að áfrýjunin sé til þess eins gerð að tefja framgang málsins og greiðslu dómskuldarinnar. Af framangreindu má sjá að frétt blaðs yðar var vægast sagt villandi. Þess er því óskað að þér birtið bréf þetta í heild sinni í næsta blaði yðar á hliðstæðum stað og fyrri frétt blaðs yðar birtist. Virðingarfyllst, Guðrún Árnadóttir. Kvenfélagskonur Lofa 100 millj- ónum í nýjan barnaspítala Elísabet Guðný Hermannsdóttir Foreldar séu hjá sjúkum börnum ► Elísabet Guðný Hermanns- dóttir er formaður Kvenfélags- ins Hringsins og hefur verið síðan 1991, en starfað í Hringn- um í rúm 20 ár. Nú er mikill hugur i Hringskonum að safna í lofað framlag sitt til nýs Barnaspítala og er þetta mesti annatími ársins hjá þeim. Elísa- bet er frá Seyðisfirði. Hún er húsfreyja í Reykjavík, gift Indriða Pálssyni sljórnarform- anni Skeljungs og eru börn þeirra tvö. lofa 100 milljónum, ef þeir vilja bara gjöra svo vel og byggja nýjan barnaspítala. Verða greiðslur innt- ar af hendi í áföngum eftir því sem byggingaframkvæmdum miðar. Svo ekki veitir af að halda á spöð- unum. Þess má geta að Hrings- konur eru 315 talsins. Elísabet tekur fram að þær standi ekki einar og vill koma á framfæri þakklæti til landsmanna sem hafa stutt þær. Það var árið 1942 að Kvenfé- lagið Hringurinn ákvað að beita sér fyrir að komið yrði upp barna- spítala í Reykjavík. Þá höfðu Hringskonur afhent ríkinu Kópa- voghælí, sem þær höfðu komið upp 1926 fyrir berklasjúklinga. Frá upphafi höfðu þær styrkt ber- klasjúklinga, enda berklaveikin mikil og ógnvekjandi hér á landi á þeim árum. Ýmis vandamál komu upp meðan á undirbúningi barnaspítalans stóð og að lokum samdist svo um að efsta hæðin í gamla Landspítalhúsinu yrði not- uð fyrir barnaspítala fyrst um sinn. Þegar sú ákvörðun lá fyrir var tekið til óspilltra mála að und- irbúa allt sem best, sem tilheyrði „litlu hvítu rúmunum“. Var deildin opnuð 19. júní 1957 og margra ára draumur Hringskvenna hafði þá ræst. Barnaspítali Hringsins í núverandi mynd var tekinn í notk- un 1965 og árið 1971 var Geðdeildin við Dal- braut tekin í notkun, KVENFÉLAGIÐ Hringurinn hélt fyrr á þessu ári upp á 90 ára afmæli sitt. Allt frá 1904 hefur félagið unnið að líknar- og mann- úðarmálum. f hálfa öld hafa Hringskonur hlynnt að og stutt við barnaspít- ala. Á sl. vori var gerður rammasamningur um að byggður verði sérhannað- ur barnaspítali, Bamaspít- ali Hringsins, á lóð Land- spítaians og skrifuðu und- ir hann þáverandi heil- brigðis- og trygginga- málaráðherra, formaður Kvenfélagsins Hringsins og framkvæmdastjóri Rík- isspítalanna. Sagði Elías- bet að miklar væntingar væru við það bundnar að spítalinn eða að minnsta kosti hluti af honum verði tekinn í gagnið þegar Barnaspítali Hringsins verður 40 ára 1997. „Síðan við fórum að tala um sérstakan barnaspítala fyrir 50 árum hefur alltaf verið fengin bráðabirgðalausn," segir Elísabet. „Sá barnaspítali sem nú starfar inni í Landspítalnum er í þannig aðstöðu að ekki er rúm fyrir for- eidra barnanna, enda máttu for- eldrar helst ekki koma til barna sinna þegar hann var tekinn í notkun. Nú er viðhorfið í þeim efnum gerbreytt og beinlínis ætl- ast til þess að foreldrar geti verið með sjúkum börnum sínum. Og þá verða þeir að liggja á dýnum á gólfinu á nóttunni." Elísabet kveðst vonast til að þetta gangi eftir og að nú verði byrjað sem fyrst. Undirbúningur að svona byggingu taki langan tíma. Skipuð var bygginganefnd og er Elísabet fulltrúi Hringsins í henni. Hringskonur leggja allt það fé sem þær safna í Barnaspítalasjóð Hringsins, sem er bókhaldslega aðskilinn frá félaginu, og er þess gætt vel að peningarnir sem Hringskonum er trúað fyrir rýrni ekki, segir Elísabet. Nú eru kon- urnar því að afla fjár af kappi og eru landsmenn þeim ákaflega vel- viljaðir, bæði fyrirtæki og ein- staklingar. Sjálfar standa þær fyr- ir eigin fjáröflun með ýmsu móti, svo sem með árlegum basar, sem nýlega er afstaðinn, og með jóla- kaffinu sem verður fyrsta sunnu- daginn í desember á Hótel Is- landi. Þar er happdrætti sem venjulega gefur vel. En aðalfjár- öflunin eru jólakoitin. í þetta sinn gaf góð listakona, Karólína Lárus- dóttir, þeim mynd og er hún á jólakortinu. „Mér finnst þetta mjög sérstök mynd og ekta Karo- lína. Þetta er mynd af engii á skautum á Tjörninni í Reykjavík og gaman að húsaröðinni á bak við. En fyrst og fremst er þetta gott listaverk," ségir Elísabet. Því má bæta við að myndin sjálf verður hengd upp í Félagsheimili Hrings- kvenna á Ásvallagötunni, þar sem konurnar í jólabasarsnefndinni geta m.a. notið hennar þegar þær einu sinni í viku í níu mánuði á ári koma saman og vinna muni á jólabasarinn. Því Hringurinn er vinnufélag, eins og Elísabet segir °g því ómetanlegt að hafa slíkt félagsheimili. Elísabet sagði að mikill hugur væri nú í Hringskonum. Stutt er síðan þær gáfu vökudeild Bam- aspítalans tölvu-monitorkerfí, sem kostaði um 10 milljónir króna. Og svo eru þær skriflega búnar að með tilstyrk Hringsins. Auk þess- ara aðalverkefna hefur félagið fjármagnað kaup á fjölda tækja, sem Barnaspítalinn hefur þurft á að halda. Þá hefur félagið alla tíð veitt margvíslega aðra aðstoð og hjálp eftir því sem geta þess og aðstæður hafa leyft á hvetjum tíma. í rammasamningi um byggingu sérhannaðs barnaspítala segir m.a. í 3. lið: Kvenfélagið Hringur- inn skipuleggi fjársafnanir og renni frjáls framlög einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja til Barnaspítalasjóðs Hringsins til kaupa á búnaði og tækjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.