Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 11 23. FLOKKSÞING FRAMSÓKNARFLOKKSINS Nýja forystan Morgunblaðið/Guðlaugur Tr. Karlsson HIN NÝJA flokksstjórn Fratnsóknarfiokksins, sem kjörin var á flokksþinginu. Frá vinstri Þuríður Jónsdóttir varagjaldkeri, Guðmundur Bjarnason varaformaður, Unnur Stefánsdóttir gjaldkeri, Ingi- björg Pálmadóttir ritari, Halldór Asgrímsson formaður og Drífa Sigfúsdóttir vararitari. manna og að mánaðargreiðslur verði teknar upp aftur í stað eftirá- greiðslu. Þingið samþykkti einnig tillögur sem miða að því að draga úr álagningu þjónustugjalda í heil- brigðiskerfínu. I atvinnumálum var mörkuð sú stefna að ríkissjóður leggi árlega einn milljarð til nýsköpunar atvinnu- lífs. Samþykkt var að leita eftir við- ræðum við verkalýðshreyfinguna um fjármögnun þessa verkefnis. Þessa fjármuni eiga Iðnþróunarsjóður og ný atvinnuþróunarstofnun að fá til ráðstöfunar, en framsóknarmenn vilja að Byggðastofnun verði breytt í atvinnuþróunarstofnun. Jafnframt var samþykkt að leita eftir samning- um við lífeyrissjóðina um að þeir leggi 5-10% af ráðstöfunarfé sínu sem áhættufé í atvinnulífið. Sátt í utanríkismálum Litlar umræður urðu um utanrík- ismál á flokksþinginu. Sá klofningur sem varð í Framsóknarflokknum um afstöðuna til EES-samningsins end- urspeglaðist ekki í umræðum á þing- inu. „Flokksþingið hafnar aðild að Evrópusambandinu. Sameiginleg sjávarútvegsstefna Evrópusam- bandsins útilokar aðild að því. Því verður brýnasta verkefni íslenskra stjórnvalda að ná fram nauðsynleg- um lagfæringum á EES-samningn- um og fylgisamningum hans í sam- ræmi við ályktun Alþingis Trá 5. maí 1993.“ Drög að ályktun um kosningalög voru gagnrýnd á flokksþinginu, en þar segir að framsóknarmenn telji rétt að ganga til samstarfs við hina stjómmálaflokkana um breytingar á kosningalögunum, enda fáist um það víðtækt samkomulag. Markmiðið eigi að vera að gera þau einfaldari, jafna vægi atkvæða og auka per- sónukjör. I umræðum um ályktunina komu fram andmæli við orðin „að jafna vægi atkvæða". Halldór As- grímsson fór þá í ræðustól og sagði að ef þessi orð yrðu tekin út myndi það þrengja mjög mikið umboð for- ystumanna flokksins í samningavið- rsebum við aðra flokka. Óskaði hann eftir að það yrði ekki gert. Ályktun- in var síðan samþykkt óbreytt. Ný forysta kjörin í Framsóknarflokknum Halldór fékk 97% atkvæða HALLDÓR Ásgrímsson var kjör- inn formaður Framsóknarfiokksins með 97% atkvæða. Þetta er hæsta hlutfall sem nokkur formaður Framsóknarflokksins hefur fengið í áratugi. Guðmundur Bjarnason var kjörinn varaformaður með tæplega 84% atkvæða eftir að Ingi- björg Pálmadóttir hafði lýst því yfir að hún yrði ekki í kjöri. Ingi- björg var hins vegar kjörin ritari. í formannskjörinu greiddu 481 atkvæði og fékk Halldór 467 at- kvæði. Guðmundur Bjarnason fékk 4 atkvæði og Ingibjörg Pálmadótt- ir 2. Titringnr í varaformannskjöri Framsóknarkonur þrýstu mjög fast á Ingibjörgu að bjóða sig fram gegn Guðmundi í varaformanns- kjörinu. Á sunnudeginum lá í loft- inu að Ingibjörg myndi fá mjög mörg atkvæði í kjörinu þótt fáir ættu von á að hún myndi sigra Guðmund. Ingibjörg mun í sam- tölum við framsóknarkonur hafa sagt að hún gæti ekki fundið að því þó að henni yrðu greidd at- kvæði, en hún myndi ekki lýsa yfir framboði úr ræðustól á þing- inu. Óánægja var með þessa af- stöðu hennar meðal þingfulltrúa, sem sögðu að annaðhvort væri hún í kjöri eða ekki. Jafnframt munu margir hafa haft áhyggjur af því að Guðmundur fengi lélega kosn- ingu. Frammámenn í flokknum þrýstu því á Ingibjörgu um að gefa yfirlýsingu um að hún yrði ekki í kjöri. Það gerði hún skömmu áður en kosið var. Guðmundur Bjarnason var kjör- inn varaformaður með 83,9% at- kvæða. Hann fékk 397 atkvæði, en Ingibjörg fékk 60 atkvæði. Ingi- 'björg var kjörin ritari með 81,3% atkvæða. Hún fékk 371 atkvæði, en Drífa Sigfúsdóttir kom næst með 21 atkvæði. Ungir framsóknarmenn óánægðir Unnur Stefánsdóttir var kjörin gjaldkeri með 79,7% atkvæða. Hún fékk 329 atkvæði, en Valgerður Sverrisdóttir kom næst með 16 atkvæði. Unnur var áður vara- gjaldkeri, en tekur nú við gjaldke- rastöðunni af Finni Ingólfssyni. Drífa Sigfúsdóttir var kjörin varajitari. Hún fékk 163 atkvæði, en Óskar Bergsson fékk 135 at- kvæði. Ungir framsóknarmenn voru óánægðir með þessa niður- stöðu, en Óskar var þeirra fulltrúi í stjómarkjörinu. Þuríður Jónsdótt- ir var kjörin varagjaldkeri með 157 atkvæðum. Óskar Bergsson fékk 27 atkvæði. Siv Friðleifsdóttir var langefst í kjöri til miðstjómar með 392 at- kvæði, en alls greiddu 485 at- kvæði í kjörinu. Næst komu Hauk- ur Halldórsson með 341 atkvæði, Drífa Sigfúsdóttir með 311 at- kvæði, Ásta R. Jóhannesdóttir með 298 atkvæði, Geir Magnússon með 292 atkvæði og Jón Sveinsson með 291 atkvæði. ÁSTA Ragnheiður sat fund nýrrar sljórnmálahreyfingar Jó- hönnu Sigurðardóttur um helgina á sama tíma og félagar henn- ar í Framsóknarflokknum kusu hana í miðstjórn. Ásta útilokar ekki úrsögn úr flokknum ÁSTA Ragnheiður Jóhannesdóttir segist vera að velta fyrir sér stöðu sinni innan Framsóknarflokksins. Hún segist ekki útiloka að hún segi sig úr flokknum. Ásta var á fundi með Jóhönnu Sigurðardóttur um helgina. Skömmu áður en hún mætti á fundinn var tilkynnt að hún hefði verið kjörin í miðstjórn Fram- sóknarflokksins. Það vakti kurr meðal framsókn- armanna á flokksþingi þegar frétt- ist af Ástu Ragnheiði á fundi hjá Jóhönnu. Ásta sagðist vera félags- hyggjumanneskja og hafa áhuga á því sem væri að gerast á vinstri væng stjórnmálanna. Þessi vegna hefði hún sótt fund Jóhönnu. Asta sagðist hins vegar ekki hafa skráð sig í stjómmálahreyfingu Jóhönnu. Kjörin í miðstjórn Framsóknarflokks Ásta Ragnheiður hefur alla tíð fengið góða kosningu í miðstjórnar- kjöri Framsóknarflokksins. Á flokksþingi um helgina varð hún fjórða efst þegar kjörið var í mið- stjórn. Ásta sagðist ætla að sitja í miðstjórn Framsóknarflokksins svo fremi sem hún segði sig ekki úr flokknum. Ásta sagði að fyrir mið- stjórnarkjörið hefði verið haft sam- band við sig og hún spurð hvort hún myndi ekki vera í kjöri til mið- stjórnar. Hún sagðist hafa svarað spurningunni játandi. Ásta sagði hins vegar ekki rétt, sem haft hefði verið eftir Finni Ingólfssyni, að hún hefði sjálf haft samband við flokks- skrifstofuna með ósk um að vera með í kjöri til miðstjórnar. Ásta Ragnheiður sagði að hún myndi ekki skipa þriðja sætið á framboðslista flokksins í Reykjavík, en hún lenti í því sæti í prófkjöri í byijun þessa mánaðar. „Eg get ekki hugsað mér að vinna með fólki sem viðhefur svona vinnubrögð eins og viðhöfð voru í kringum prófkjör- ið í Reykjavík.“ Enn hefur ekki verið ákveðið hver skipar þriðja sætið. Ekki er búist við að framsóknarmenn í Reykjavík gangi frá framboðslista sínum fyrr en í janúar. Síðustu pöntunardagar fyrir jól Símar 91-811490 — 811492 — Fax 811494 Otrúlegt vöruúrval fyrir alla á jólagjöfum frá Ameríku JCPenney fK 1444 síðna haust- og vetrarlisti % Jólalisti Oggseidiíí. SEARS ^ 460 síðna iólalisti iaust- og ^ 800 síðna hí vetrarlisti Tilboð saman í pakk ó kr. 400,- BASS PRO Nýtt á íslantíi Sportvörulisti ^ Stangaveiði tK Útivist Já takk, sendiá mér eftirfarandi vörulista í póstkröfu: Samstarfsaóili á íslandi □ Bass Pro Shops kr. 400,- Skrásett vörumerki □ Haustlisti JCPenney kr. 600,- nafn □ Sears pakki kr. 400,- heimili 1 1 Allir saman á tilboðsverði 990,- póstnr. AMERÍSKIR VÖRULISTAR* Öll verð án buráargjalds staóur Faxafen io ■ 2 hœö 0 91^8! 14 90, 81 14 92 Fax8l 14 94 fMciiii fVrir minnat
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.