Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÓSÝNILEGUR NIÐUR YFIR GRASIÐ OG FEGURÐ í AUGA BOKMENNTTR Ljódabók KVÆÐI 94 eftir Kristján Karlsson. Hið ís- lenska bókmenntafélag, 1994. Prentun: Steinholt - 47 síður. 1.938 kr. MÖRG ljóða Kristjáns Karls- sonar fjalla um ljóðið sjálft, það hvemig ljóð verður til og hverju það hefur að miðla. Niðurstaðan verður sú að ljóðið sé hús út af fyrir sig, lýsi einkum sér sjálfu. Það er hægt að nálgast ljóð með ýmsu móti og þess vegna ástæðulaust annað en vera sam- mála Kristjáni með hliðsjón af hans eigin forsendum. Öll list hlýtur fyrst og fremst að vera list þótt hún snúist um annað en listina. Minnir kvæði á skip? Það þarf ekki að blaða lengi í Kvæðum 94 til þess að rekast á fyrmefnt yrkisefni. Fyrsti hlut- inn nefnist Minnir kvæði á skip? Þar er leikur að þversögnum og þversögnum ekki. Skáldskapur- inn er veruleiki og veruleikinn skáldskapur. Spurt er hvar mörkin ligggi. Er ljóð „aðskota- hlutur á sjó“ eða má líkja því við gíraffann „undarlegt sam- sett/ dýr með örlítið höfuð/ á stórum þéttvöxnum/ bol“. Þetta dýr „hefur sig upp/ og öfugt við ritgerð og/ skip, með ósýnileg- um/ nið yfir grasið?“ Svarið verður vitanlega neit- andi: „kvæði er annað“. Ljóðið villir lesandanum sýn til að geðj- ast honum og sama á við um skáldið. En ósýnilegi niðurinn hlýtur alltaf að skipta máli. Niðurinn og hrynjandin Niðurinn vel- að merkja. Hann er ekki hið sama og hrynjandin eða tónlistin sem er víða áleitin hjá Kristjáni Karlssyni.. Hún kemur ekki bara fram í ljóðum sem eru háttbundnari en önnur, frjálsara form á líka sína hrynj- andi. Upphafsljóðið í Ein göngu- ferð enn yfir ásinn er dæmi um hrynjandi þótt myndhverfingar leiki þar sitt hlutverk: Svefninn er með einkennilegustu fískum sefur aldrei frekar en hákarlinn ef þú reynir að veiða hann hverfur hann undir bakka en birtist þér í - draumi sem skuggi Qallsins á auga þér. Hrynjandin verður kliðrænni í ljóðum eins og Eftirvænting sem .... sérstaklega fyrsta erind- inu: Eftirvænting sem endalaust opnar dyr fyrir týndri hjörð lík manni sem kæmi heim um haust húsið tómt og fól á jörð víst elta oss hreindýr sem orðin tóm annars staðar um langan veg hljóðlaus svipul og lygileg í ljóði Audens, The Fall of Rome. í draumi mannsins hó og hæ hljóðlaust smýgur gráa mold: langar hjarðir langt frá bæ liðast sem ormur sofíð hold Ýmislegt hefur gerst, meðal annars hó og hæ, áður en komið er að lokaerindinu: maður sem kemur heim um haust, húsið er tómt á jörðu föl, með eftirvænting endalaust opnar dyr fyrir týndri kvöl. Eigi menn á hættu að láta markvissa hrynjandi þessa ljóðs deyfa sig eða jafnvel svæfa eru myndir þess og tilvísanir með þeim hætti að góður lesandi hrekkur upp staddur á bersvæði en finnur hús og á þess kost að ganga inn. Skáldskapur er frelsi í Kvæðum 92 (1992) yrkir Kristján mikið um skáldskapinn sjálfan eins og í Kvæðum 94 og reyndar öllum bókum sínum. Hreinn skáldskapur er frelsi nefnist eitt ljóðanna í fyrrnefndri bók. Þetta frelsi kem- ur því til leiðar að unnt er að yrkja um mynd Cézannes af Henglinum (sem málarinn franski málaði ekki), setja eigin matborð inn í kvæði Villas um tíg- urinn og yrkja um Austurstræti án við- bygginga Útvegs- bankans og Lands- bankans. Og svo er líka hreinn skáld- skapur frelsi til að yrkja ekki. Frelsið sem við köllum svo er náttúrlega eitt af grundvallar- atriðum bókmennta. Stöðnun fæðir eingöngu af sér eftirherm- ur, misjafnlega góðar eða vond- ar. Ljóð Kristjáns eru í andstöðu við ríkjandi strauma íslenskrar ljóðlistar að því leyti að honum dettur ekki í hug að búið sé að finna endanlega lausn þess vanda hvernig ljóð eigi að vera. Hann neitar að yrkja eins og allir hinir. í níunda ljóði fyrsta hluta Kvæða 94 gerist það „eins dulið og hreyfing landsins" að „upp- haflegt formleysi dags“ leggst „þvert á áætlun kvæðis/ að binda í ljósi sumars einn væng/ við hafsbrún að eilífu í/ rím“. Heimsókn veruleikans er ekki áhrifaminni en heimsókn skáld- skaparins. Séu menn þeirrar skoðunar að ljóð Kristjáns Karlssonar séu einkar alvörugefin og akademísk í merkingunni lærð (styðjist við klassíska menntun og ritaðan fróðleik) hafa þeir nokkuð til síns máls. En það væri aftur á móti skaði sæju menn ekki gaman- semi þeirra sem er öðru vísi en til dæmis hjá Tómasi Guðmunds- syni, leynir meira á sér. „Þetta er Ella“ í fyrsta hluta- Kvæða 94, fimmta ljóði, eru höfð ummæli eftir andlegum stórmennum á borð við Malraux og Picasso, en fleiri fá rúm í ljóðinu: „„Þetta , er Ella,“/ sagði hikandi/ röddin í símanum/ aft- ur.“ í Einskonar svartur þröstur kemur fyrir „ókunnur hlutur frá Marz“ sem kona við glugga á Vesturgötu sér. Áður hefur, að vísu í öðrum tilgangi, verið hermt frá heitu vatni sem veitt var til Akraness frá Marz. Ein gönguferð enn Samnefnt ljóð þriðja hluta, Ein gönguferð enn yfir ásinn, telst meðal eftirminnilegustu ljóða Kristjáns. Það fjallar um aldur- inn, tímann, árstíðimar, það að eldast, lífið yfírleitt. Allt verður nýtt í fegurð hausts. Myndhverf- ingar og persónugervingar geta í þessu ljóði Kristjáns vikið fyrir einföldum hversdagsmyndum sem hann notar þó í hófí: „þvert yfír götuna í fjarska/ fer gamla frú Sigríður“. Byijun tilvitnaðs ljóðs, hins fjórða, er í skáldlegri anda: „í myrkri nætur/ kveið ég óséðri fegurð þinni“. Þegar áfram er lesið kemur í ljós að verið er að yrkja um dagskomu: en þegar þú komst í morgunsárið strauk ég feginn brotnar fellingar kápu þinnar fagra ófýrirleitna dagsbrún. Niðurstaðan eða ályktunin er þversögn og getur ekki orðið annað. Hún er þó fullkomlega rökstudd í Ijóðinu, innan þess: „fegurðin er hindrun og liggur í/ auga manns.“ Varlá þarf að orða það beint en skal þó gert: Kvæði 94 eru meðal helstu tíðinda þessa bók-. menntaárs. Jóhann Hjálmarsson Kristján Karlsson Teiknimynda- í heljur á tímaflakki KVTKMYNDIR Saga Bíó i RISAEÐLURNAR („WE ARE BACK! A DINO- SAUR’S STORY“) ★ ★ Bandarísk teiknimynd. Framleiðandi Steven Spielberg. Raddir John Good- man, Martin Short, James Earl Jones, ofl. Amblin 1994. HOLLYWOODRISINN Steven Spielberg kveikti líf í hinum löngu útdauðu risaeðlum og ekki var öll i sagan sögð með mest sóttu mynd | allra tíma, Júragarðinum, forsögu- | legir dínósárar af ýmsum gerðum eru aðalsöguhetjurnar í hinni spánnýju teiknimynd, Risaeðlurn- ar. Myndin hefst í samtímanum en hverfur aftur til Júratímans, er risaeðlur sprönguðu um jarð- kringluna í öllum sínum mikilleik. Þá víkur sögunni til New York þar sem tvö einmana börn óska þess g heitast að eignast vini og fyrir , galdra óskavélar góðs vísinda- ■ manns koma nokkrar risaeðlur í I heimsókn til að hressa uppá sálar- hró borharbamanna. Öll lenda þau svo að sjálfsögðu í útistöðum við vonda kallinn í sirkusnum og fleiri ævintýrum ásamt hinum mennsku vinum sínum. Laglegar teikningar og flatar persónur g Þó svo að Spielberg sé maðurinn | á bak við Risaeðlurnar, þá þolir g hún illa samanburð við Disney- teiknimyndimar sem jafnan koma upp í hugann er slíkar myndir eiga í hlut. Sagan er ósköp tilþrifalítil, teikningarnar vissulega laglega gerðar en ekkert umfram það. Persónurnar eru flatar og tæpast nógu litríkar til að halda athygl- inni vakandi hjá öðrum en smá- | fólkinu. En það má ekki gleym- . ast, allir aldurshópar þurfa sýna ' afþreyingu. Boðskapurinn er góð- I ur, eins og vera ber, gömlu átökin milli ills og góðs í hámæli og tæp- ast þarf að spyija að leikslokum í barnamynd. Raddirnar bestar Besti þáttur Risaeðlanna er tví- mælalaust raddirnar en þar ber mest á John Goodman sem talar 1 fyrir höfuðpaur dínósáranna, Rex % hinn ógurlega, sem verður ljúfur | sem lamb af morgunkorni sem virkar á heilasellurnar... Martin Short er einnig flinkur raddari og fleiri góðir menn koma við sögu. Kjörin skemmtun fyrir yngstu bíó- gestina. Sæbjörn Valdimarsson ------♦ ♦ ♦ ------ D £ // £ fimmtudaginn 1. desember, kl. 20.00 Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari Kór íslensku Óperunnar Kórstjóri: Peter Locke Gradualekór Langholtskirkju Kórstjóri: Jón Stefánsson Efnisskrá Jón Leifs: Hinsta kveðja Gustav Mahler: Adagio úr Sinfóníu nr. 10 Jón Leifs: Minni íslands Jón Leifs: Þjóðhvöt á/mi' 6'BBjfSo) JX m *o I I U. : ó m s v e f bfother VX-1060 • Léttar • • Sterkar • • Einfaldar • • Vinsælar • Nómskeib innifaliö Verð frá 19.130- kr. stgr. VÖLUSTEINNhf Faxafen 14, Sími 889505 Umboðsmenn um allt land. Nýjar plötur • Út er komin geislaplatan Von og vísa sem hefur að geyma þekkta sálma í nýjum útsetning- um. Flytjendur eru Anna Pálína Árnadóttir söngkona og Gunnar Gunnarsson píanóleikari. Á Von og vísu eru ljóðin sett í öndvegi og þeim gefið meira vægi en þau hafa alla jafna í hefðbundnum kórútsetningum. Því má segja að hér sé um nokkurs konar vísna- tónlist að ræða og tilraun til þess að gera sálmana aftur að alþýðu- tónlist. Útsetningar eru eftir Gunnar Gunnarsson. Tónmeistari var Bjarni Rúnar Bjarnason og tæknimaður Hreinn Valdimarsson, en stjórn- andi upptöku Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Kristnisjóður og Héraðssjóður Eyjarfjarðarpróf- astsdæmis styrktu útgáfu geisla- plötunnar. Útgefandi er Dimma, Hafnar- firði, en Japis sér um dreifingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.