Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 45 EIRÍKUR KETILSSON FYRIR sjötíu árum, eða 29. nóvember 1924, fæddist í Kaupmanna- höfn Eiríkur Ketilsson, stórkaupmaður í Reykjavík, og heldur hann því í dag upp á merkisafmæli sitt. Ekki verður annað sagt en Eiríkur hafi náð góðum aldri, vegna þess að þeir tímar komu í lífi hans, einkum á yngri árum, að hann lifði ekki sem heilsusamlegast. Sú tíð er löngu liðin, þótt sumt af henni glói svolítið í minningunni, bæði hans sjálfs og okkur sem urðu kunningjar hans eftir veisluna. Móðir Eiríks var Guðrún Eiríks- dóttir Ketiissonar í Kotvogi, kunn veitingakona í Hafnarfirði og Reykjavík. Hún var löngum kennd við veitingastofu sína Björninn, sem hún rak síðast við Njálsgötu í Reykjavík. Eiríkur Ketilsson ólst upp með móður sinni við gott atlæti og mun hafa verið skírður Ketilsson í höfuðið á langafa sínum í Kotvogi. Að Guðrúnu stóðu merkar ættir frá Járngerðarstöðum við Grindavík. Komið hefur út rit með ættum henn- ar og nefnist það Húsatóftaætt. Er þar margt merkra manna að finna. Löngu fyrir kvennapólitík sam- tímans stóð Guðrún Eiríksdóttir ein uppi með son sinn og þurfti á engum að halda til að koma undir sig fótun- um. Henni farnaðist vel í lífinu og skildi eftir sig töluverðar eignir. Eiríkur Ketilsson er kvæntur Hólmfríði Mekkinósdóttur, fyrrum flugfreyju og síðar kaupkonu, og eiga þau tvær dætur. Fyrir hjóna- band eignaðist Eiríkur son, Ásgeir Hannes Eiríksson, fyrrverandi al- þingismann. Eiríkur hefur rekið heildverzlun í Reykjavík í áratugi, en vann áður um tíma í efnagerð Stefáns Thorarensens, apótekara, sem hann hefur ætíð metið mikils. Eiríkur Ketilsson hefur við margt fengist um ævina eins og gefur að skilja. Hann hefur, fyrir utan að sinna stórum umboðum, fengist við framleiðslu á sælgæti og hafa farið sögur af þeirri framleiðslu, því Eirík- ur hefur alltaf verið gamansamur og hefur ekki hirt svo mikið um að bera til baka þeir sagnir af sjálfum sér, sem honum þóttu fyndnar á annað borð. Einhverntíma er sagt að hann hafi keypt birgðir af gráfíkj- um fyrir slikk, vegna þéss að þær voru taldar orðnar of gamlar. Segir sagan að Eiríkur hafi látið búa til konfekt úr þess gráfíkjum, sem hafi getað gengið sjálft. Aldrei hef ég heyrt Eirík andmæla þessari trölla- sögu. Aftur á móti hef ég heyrt hann hlæja að henni. Sá sem þetta ritár kynntist ekki Eij-íki Ketilssyni fyrr en eftir að hann fór að hægja á sér í gleði og starfi. Þar kemur öðlingurinn Bergur Pálsson einnig við sögu, sem segja má að hafi verið ættstærsti maður landsins á þessari öld, sonur Páls Vídalíns, sýslumanns í Skaga- firði og Stykkishólmi og kominn af Bjarna Thorarensen. Þeir fóru saman í langa bíltúra, Eiríkur og hann. Þá fór Vilmundur Jónsson, landlæknir, í langar bíl- ferðir með Eiríki. Heim- • ili Eiríks og Hólmfríðar var að vísu ekkert Unu- hús, en þar hittust stundum Bergur, Þórhallur Vil- mundarson, undirritaður og Pálmi Vilhelmsson, svo einhverjir séu nefndir. Aðrir stórkunningjar Eiríks er Hilmar Foss og Oddur Olafsson. Auðvitað eru þeir margir fleiri. Eiríkur Ketilsson er ekki beint pólitískur. Hin pólitíska fióra í kring- um hartn gefur varla tilefni ttf þess. Þar er að finna menn af mörgu lit- rófi, og eru sjónarmið rifin niður til skiptis. Stundum hefur verið haft í flimtingum, að Eiríkur væri eigin- lega tveggja flokka maður. En hann er það nú ekki. Heldur reynir hann «,ð halda sér sem mest hleypidóma- lausum, en það gefst aldrei vel eins og flokkaskipunin er í landinu. Eirík- ■ ur mun því halda áfram að taka því vel, sem horfir til mannbóta hvaða apparat sem annars kann að boða slíkt þessa stundina. Svo er að heyra að Eiríkur Ketils- son hafði verið mikill vinur kyenna á yngri árum. Um það veit ég ekki annað en eðlilegt getur talist. Hitt hef ég rekið mig á, að hann talar ljúflega við konur, bæði ungar og gamlar. Þar er aldrei orðinu hallað og mig grunar að honum finnist flestar konur fallegar. Það heitir að halda æsku sinni þótt komið sé um sjötugt og færi betur að slíkt væri almennt. Eiríkur hefur yfir sér höfð- ingsbrag og telst nokkur vandlátur á þá sem hann umgengst. Við fylgd- um Bergi síðasta spölinn. Vinátta þeirra hafði varað lengi. Svo er um marga aðra, að verði Eiríkur ofar moldu mun hann fylgja þeim að síð- ustu. - Með þessum fáeinu orðum um Eirík Ketilsson sjötugan hef ég viljað þakka honum, fyrir marga ágæta stund yfir kaffibolla. Misjafnt svalk er á okkur öllum í lífinu og verður ekki um það fengist, þegar aldurinn færist yfir. Ég vil þakka þeim hjón- um fyrir góðar mótttökur og veit að ég mæli fyrir munn margra með því að óska að Eiríkur okkar verði allra kárla elstur. Hann hefur nú þegar lifað helftin af tuttugustu öld- inni á þessu litla, skrítna Islandi og borið sig betur en aðrir menn. Svo mun enn verða. Indriði G. Þorsteinsson. skólar/námskeið handavinna ■ Saumanámskeið 20% afsláttur Sparið og saumið fötin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Upplýsingar í síma 17356. tölvur STJÓRNUNARFÉLAGS ISLANDS OG NYHERJA __ 69 77 69 03) 62 1 □ 66 NÝHERJI ■ Tölvuskóli í fararbroddi Öll hagnýt tölvunámskeið. Fáðu senda námsskrána. ■ Tölvunámskeið - Windows 3.1. - Word 6.0 fyrir Windows og Macintosh. - WordPerfect 6.0 fyrir Windows. - Excel 5.0 fyrir Windows og Macintosh. - PageMaker 5.0 fyrir Windows/ Macintosh. - Access 2.0 fyrir Windows. - Paradox fyrir Windows. - PowerPoint 4.0 fyrir Windows/ Macintosh. - Tölvubókhald. - Novell námskeið fyrir netstjóra. - Word og Excel uppfærsla og framhald. - Unglinganám. - Windows forritun. Kennt er á nýjustu útgáfur og veglegar kennslubækur fylgja öllum námskeiðum. Upplýsingar og skráning f síma 616699. Matur og matgerð Laufaskurður fj ölsky ldunnar í Árbók hins íslenzka fornleifafé- lags frá árinu 1986 er mjög fróð- leg grein um laufabrauð eftir frú Elsu E. Guðjónsson. Hún var svo elskuleg að senda mér þessa grein í sérprenti árið-1987. Betri heim- ildir um laufabrauðsgerð eru ekki til. Nýlega hefur þetta sérprent verið endurútgefið og er til sölu í verslun íslensks heimilisiðnaðar. Auk sögu laufabauðsins eru í bæklingnum myndir og teikningar af laufabrauði og ekki spillir að tvær myndir eru þar af lítilli stúlku við laufskurð. Ég gríp nið- ur í þennan bækling, sem getur þó ekki orðið nema handahófs- kennt í þætti sem þessum: „Ekki verður nú vitað hve langt er síðan fyrst var skorið laufabrauð á ís- landi. Til skamms tíma hefur elsta heimild um það almennt verið talin frá 1772, er Bjarni landlækn- ir Pálsson hélt Sir Joseph Banks og fylgdarliði hans veislu að heim- ili sínu í Nesi við Seltjörn haustið (6. október) 1772, miðdegisverð sem gestirnir höfðu óskað eftir að framreiddur væri „öldungis eins“ og fyrir íslendinga." Eg ætla ekki að rekja hér, hvað var á bcrðum en í lokin var borinn fram silungur og laufabrauð, og mér þykir líklegt að silungurinn 'hafi verið reyktur, en mjög gott er að borða reyktan silung með laufabrauði og alls ekki síðra en hangikjöt. Enn gríp ég niður í bækling frú Elsu: „Fyrir nokkrum árum - nánar til tekið'snemma árs 1979 - veitti ég því athygli í seðlasafni Orðabókar Háskóla íslands, að laufabrauð var nefnt í íslensk-latnesku orðabókarhand- riti, AM 433 fol., eftir Jón Ólafs- son frá Grunnavík (f 1705, d. 1779). Bókina samdi hann að mestu á árunum 1734-1754, kaflann þar sem laufabrauðið kemur fyrir líklega um 1736, eft- ir því sem segir í doktorsritgerð Jóns Helgsonar prófessors um Jón frá 1926. Hér er því um liðlega þijátíu árum eldri heimild að ræða en ofangreind veislufrásögn í ævisögu Bjarna, jafnvel nær sex og hálfum tug eldri sé miðað við ritun hennar." En þótt forfeður okkar hafi ekki bara borðað laufa- brauð um jól heldur í öðrum fínni veislum, er þetta nú orðið hefð- bundið jólabakkelsi á íslandi. Hér eru tvær uppskriftir af laufabrauði. í fyrri uppskriftinni er hvorki smjörlíki né sykur. Mér finnst laufabrauðið betra þannig, en auðveldara er að fletja deigið út, ef smjörlíki er í því. Sumir setja kúmen í laufabrauð og er það gott, en þá er ekki eins auð- velt að skera fallegt munstur í það, einnig eru dæmi um að kan- í þessum þætti fjallar Kristín Gestsdóttir um laufabrauð, en hvergi annars staðar en á íslandi eru brauð skreytt með þeim laufaskurði sem við notum. En dæmi er um sama munstur á bókmerki úr pappír í þýskri föndurbók frá árinu 1909. ill sé settur í deigið. Plöntu feiti er yfirleitt not- uð til að steikja laufabrauð í. Það er hörð og ekki holl feiti, en setja má matarolíu saman við hana til að gera hana ögn hollari. Laufabrauð úr hveiti. 1 kg hveiti l‘/2 tsk'. lyftiduft 1 tsk. salt 7-8 dl sjóðandi mjólk jurtafeiti til steikingar 1. Setjið hveiti í skál ásamt salti og lyftidufti. Hrærið sjóðandi mjólkina út í. Hnoðið deig þar til það er gljáandi og sprungulaust. Haldið deiginu heitu meðan flatt er út. Gott getur verið að búa bara til helminginn í einu. Hægt er að halda deiginu heitu með því að vefja það í handklæði og teppi. 2. Fletjið örþunnt út, skerið undan diski, skerið síðan laufa- skurð í brauðið. 3. Hitið feitina, takið smábút af deigi og steikið til að aðgæta hitann. Steikið síðan laufakökuna á báðum hliðum. Þrýstið hlemmi varlega ofan á hana um leið og hún er tekin úr pottinum. Laufabrauð með rúgmjöli 500 g hveiti 500 g rúgmjöl 2 tsk. lyftiduft 2 msk. sykur 2 tsk. salt 70 g smjörlíki 'h lítri sjóðandi mjólk 'A lítri sjóðandi vatn. 1. Blandið saman hveiti, rúg- mjöli, lyftidfufti, salti og sykri. 2. Skerið smjörlíkið smátt og myljið út í mjölið. 3. Hitið vatn og mjólk og setjið út í. Hnoðið saman þar til þetta er slétt og sprungulaust deig. 4. Farið að eins og segir hér að ofan. Fjáröflunarbridsmót vegna húsakaupa Bridssambandsins FERÐIR á Evrópumótið í tvímenn- ingi í Róm næsta vor verða aðal- verðlaunin í bridsmóti sem verður haldið í nýju húsi Bridssambands íslands um næstu helgi. Að auki verður fjöldi annarra verðlauna í boði. Mótið er haldið í fjáröflunar- skyni vegna húsakaupa Bridssam- bandsins, en það hefur nú flutt starfsemi sína að Þönglabakka 1 í Reykjavík. Mótið hefst kl. 11 laugardaginn 3. desember og vérða þá spilaðar tvær 24 spila lotur með mitchell- fyrirkomulagi. 16 efstu pörin úr báðum lotum komast í úrslit sem hefjast á sunnudaginn kl.-ll. Sam- hliða verður spiluð 3. lotan með mitchellfyrirkomulagi. Ferðir í verðlaun til Rómar og Amsterdam Holland og Róm Aðalverðlaun verða eins og áður segir ferð á Evrópumótið í tví- menningi í Róm. Einnig verða ferðaverðlaun fyrir 2. og 3. sætið í úrslitunum. Að auki verða veitt umferðar- verðlaun í öllum mitchelllotunum fyrir efsta sætið í báðar áttir. Þá verða veitt sérstök verðlaun fyrir bestan samanlagðan árangur í tveimur lotum af þremur. Hæsta kvennaparið fær ferð á bridsmót sem haldið verður næsta sumar á Schipholflugvellinum í Amsterdam og hæsta unglingaparið fær ferð á sterkt unglingamót sem haldið verður í Hollandi í janúar. Einnig verða veitt verðlaun fyrir bestan árangur í flokki eldri spílara og í blönduðum flokki. Hús Bridssambandsins rúmar um 150 pör. Húsið reyndist þó ekki nægilega stórt fyrsta kvöldið sem það opnaði því þá skráðu sig um 160 pör til leiks í Evrópu- og landstvímenning sem spilaður var samtímis um alla Evrópu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.