Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Rafmagns ver ð til fiskvinnslunnar SAMTÖK físk- vinnslunnar hafa að undanfömu kvartað opinberlega undan háu rafmagnsverði og ósk- að eftir viðræðum við Landsvirkjun og raf- veitur um málið. Landsvirkjun hefur þegar haldið fund með forsvarsmönnum físk- vinnslunnar og nú hef- ur einnig farið fram sameiginlegur fundur þessara aðila og full- trúa Sambands ís- lenskra rafveitna. A fundunum tveimur hafa menn farið yfír stöðu þessara mála og í Ijós hefur komið að þær aðgerðir sem Lands- virkjun og rafveiturnar hafa þegar ráðist í leiða til verulegrar lækkun- ar á meðalverði rafmagns til físk- vinnslunnar þannig að hún nýtur kjara eins og þau gerast einna best fyrir notendur af þeirri stærðargr- áðu sem fískvinnslufyrirtækin eru. í bréfí Samtaka fískvinnslu- stöðva til Landsvirkjunar dags. 7. okt. 1994 er vísað til þess að físk- vinnslan njóti ekki sambærilegra kjara við „aðra stóriðju" hér á landi í rafmagnskaupum og er þá átt við ISAL, Járnblendifélagið og Áburð- arverksmiðjuna. En fískvinnslan er ekki stóriðja í þeim skilningi að hún geti gert sérsamning beint við Landsvirkjun um orkukaup. Stór- iðjufyrirtækin kaupa frá 140 til 1.500 gígavattstundir(GWs) á ári en meðalnotkun fískvinnslufyrir- tækja er um 0,5 GWs á ári. Fisk- vinnslufyrirtækin eru 290 talsins, dreifð vítt og breitt um landið og nota samanlagt um 150 GWs á ári. Þá nota þau rafmagn á lægrí spennu en þeirri sem Landsvirkjun afhendir úr kerfí sínu. Þess vegna er einsýnt að þeim verður ekki selt rafmagn nema fyrir milligöngu al- menningsrafveitna og þá eftir al- mennri gjaldskrá Landsvirkjunar sem gildir fyrir landið allt óháð afhendingar- stað og flutningskostn- aði í hveiju einstöku tilfelli. Við það bætist álagning dreifíveitna fyrir sína milligöngu um að koma rafmagn- inu á áfangastað. Samtökin vísa á ýmis sérkjör og ívilnan- ir sem LV hefur veitt. Þau benda á að Járn- blendifélagið greiði sjö sinnum lægra verð en fískvinnsla og að sá Þorsteinn munur sé óeðlilegur. Hilmarsson Þessi munur á sér þó eðlilegar skýringar. Kostnaður við dreifingu rafmagns til fiskvinnslufyrirtækja víðsvegar um landið er verulegur og regin- munur er á hvort keypt er rafmagn á 220.000 volta spennu eins og Jámblendifélagið gerir eða allt nið- ur í 220 volta spennu eins og stór hluti fiskvinnslunnar gerir. Þá er rúmur helmingur rafmagnskaupa Járnblendifélagsins ótryggt raf- magn og það notar um fjórum sinn- um meiri orku á ári en fískvinnslan samanlagt. Nýtingartími þess á raf- magninu er yfír 8.000 stundir á ári en meðalnýting fískvinnslulyrir- tækja er um 4.000 stundir á ári. Þá er vert að hafa það í huga að rafmagn er um 1% af rekstrar- kostnaði fískvinnslunnar en hjá orkufreku iðnfyrirtækjunum þrem- ur er rafmagn um 11-15% af rekstrarkostnaði. Lækkun raf- magnsverðs til fískvinnslu getur því Gæðavara, mikið úrval, hagstætt verð, örugg þjónusta. = HEÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260 Rafmagn hefur lækkað til fískvinnslunnar. Þor- steinn Hilmarsson segir Landsvirkjun fúsa til að kanna leiðir til aukinnar rafmagns- notkunar og bætts nýt- ingartíma rafmagns. ekki verið neinn örlagavaldur fyrir afkomu hennar. Það þarf ekki nema smávægilega lækkun vaxta á skuld- um fískvinnslunnar til þess að bæta afkomu hennar álíka og hrein niður- felling greiðslna fyrir rafmagnið sem hún notar mundi gera. Rafmagnsverð það sem Járn- blendifélagið greiðir og vitnað er til í bréfí Samtaka fískvinnslunnar er 58 aurar á kílóvattstund. Það byggist á tímabundnum sérsamn- ingi sem gerður var við Jámblendi- félagið og var framlag Landsvirkj- unar til þess að fírra Járnblendifé- lagið gjaldþroti og lokun. Hið lága verð segir þó ekki alla söguna því Landsvirkjun eignast hlutdeild í söluverðmæti kísiljáms þegar markaðsverð fer yfír 3.800 norskar krónur á tonn, þá greiðast 40% af tekjuaukningunni vegna hækkun- arinnar til Landsvirkjunar sem til- svarandi hækkun á orkuverðinu. Þetta eitt og sér hefur þegar hækk- að orkuverð Járnblendifélagsins um rúm 10% og mögulegt er að Lands- virkjun fái í raun stærstan hluta afsláttarins ti! baka á meðan þetta sérverð er í gildi. Þá gerir sérsamn- ingur Járnblendifélagsins við Landsvirkjun ráð fyrir auknum kaupum-Járnblendifélagsins á raf- magni og einnig er það skyldað til að greiða fyrir a.m.k. % af há- marki leyfílegra rafmagnskaupa óháð því hvort rafmagnið er notað. Verðlagning Landsvirkjunar þegar um ívilnanir eða sérkjör hefur verið að ræða hefur byggst á eftir- farandi sjónarmiðum: 1. í tilfelli Jámblendifélagsins þurfti að tryggja áframhaldandi sölu og tekjur af henni til lengri tíma litið þegar við blasti rekstrar- stöðvun hjá Járnblendifélaginu vegna fjárhagsörðugleika. Hafa verður í huga að Jámblendifélagið kaupir nærri 15% af rafmagnsfram- leiðslu Landsvirkjunar. Einsýnt er að hagsmunir almennra notenda rafmagns eru betur tryggðir með því að veita Járnblendifélaginu ív- ilnun en með gjaldþroti þess, því að þá hefði raforkusala til almenn- ingsveitna þurft með einum eða öðrum hætti að standa undir stærra hlutfalli en ella af fjárfestingum Landsvirkjunar. 2. Atvinnufyrirtækjum hafa verið boðin tímabundin afsláttarkjör frá gjaldskrá fyrirtækisins til þess að örva rafmagnsnotkun og er þá ver- ið að nýta það svigrúm sem tíma- bundin umframgeta í raforkukerf- inu leyfir. Vonast er til að sú starf- semi sem þannig kæmist á legg gæti staðið traustum fótum þrátt fýrir að hinar tímabundnu ívilnanir féllu úr gildi þegar aðstæður breyt- ast. 3. Loks er það markmið Lands- virkjunar að vinna nýja markaði fyrir rafmagn á kostnað innfluttra orkugjafa. Á þeim vettvangi hefur þegar náðst góður árangur, einkum með sölu á ótryggðu rafmagni með tímabundnum afslætti. Um er að ræða iðnfyrirtæki, fiskvinnslu, mjólkurbú og fleira. Fiskvinnslan fær eins og áður sagði rafmagn í smásölu frá rafveit- um. Samkvæmt fyrirliggjandi upp- lýsingum um rafmagnskaup á þessu ári var meðalverðið fyrstu 9 mán- uði ársins 1994 3,91 kr/kWs. Þar af er forgangsorkuverð frá Lands- virkjun 2,91 kr/kWs og hlutur smá- sölunnar því 1,00 kr/kWs. Þetta lága verð skýrist m.a. af því að Landsvirkjun hefur veitt fisk- vinnslufyrirtækjum eins og öðrum sem gert hafa um það sérstaka samninga afsláttarkjör á umfram- rafmagni sem nemur einni krónu á kílóvattstund fyrir aukin orkukaup. Þá hefur mikiíl árangur náðst við að auka rafmagnsnotkun í fisk- vinnslu með samningum um kaup loðnubræðslna á ótryggðu rafmagni sem kemur í stað olíunotkunar, en árangur þess starfs mun koma í ljós á næsta ári þegar rafmagns- notkun fískvinnslu fer úr 150 GWs í a.m.k. 235 GWs ef ekki verður aflabrestur á loðnuvertíðinni. Mun þetta raunar lækka meðalverð raf- magns til fiskvinnslu verulega eða úr 3,91 kr/kWs í 2,96 kr/kWs sem er svipað og núverandi meðalverð Landsvirkjunar á forgangsorku í heildsölu til almenningsrafveitna. Þannig er allt að 25% lækkun á rafmagnsverði til fiskvinnslunnar að eiga sér stað. Það er því ljóst að þegar hefur mikið áunnist við að lækka rafmagnsverð til fisk- vinnslunnar og LV hefur fullan vilja til að kanna hvernig hægt sé að koma til móts við fiskvinnsluna eins og aðra í öllum áformum um aukna rafmagnsnotkun og bættan nýting- artíma rafmagns. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsvirkjunnr. Ekki verða byltu að bráð - fyrir- byggjandi aðgerðir NÚ ER vetur genginn í garð og skammdegið framundan með hálku og slæmu göngufæri. Þá er ekki úr vegi að huga að því, hvemig koma má í veg fyrir byltur. Ýmis- legt er hægt að gera til þess að minnka líkumar á að detta. Sumt getur fólk gert sjálft, annað er í hendi lækna, svo sem að greina sjúkdóma, veita lyljameðferð og vísa í sjúkra- og iðjuþjálfun. Ef fólk á orðið erfítt um gang og er með lélegt jafnvægi geta sjúkra- þjáifarar ráðlagt val á hjálpartækj- um, t.d. göngugrindum, og gefíð -viðeigandi sjúkraþjálfun ög leiðbein- ingar. Nauðsynlegt er að vera í góð- um skóm og nota mannbrodda, þeg- ar þörf er á. Þeim, sem nota hækju að staðaldri, er bent á að setja á hana ísbrodd. Eins má benda á að góður göngustafur, t.d. skíðastafur, getur komið að góðum notum. Þótt margir detti utanhúss í hálku og ófærð eru samt fleiri sem detta innandyra. Gamalt fólk og lasburða er í sérstakri hættu hvað þetta varðar. Ýmsar slysagildrur leynast á heimilum eins og þrír sjúkraþjálf- arar minna á í þessari grein um fyrirbyggj- andi aðgerðir. Á heimilum fólks leynast ýmsar slysagildrur. Þar má nefna: Lélega birtu, lausar mottur, hál gólf, bleytu á gólfi, háa þröskulda og lausar snúrur á gólfum. Til bóta er að auka lýsingu og hafa rofa við dyr þannig að hægt sé að kveikja ljós áður en farið er inn í herbergi. Ef salemisferðir eru tíðar að næturlagi er gott að hafa næturljós. Það þarf að gæta þess að gönguleið sé greið og flarlægja hluti sem hægt er að detta um. Stólar og rúm eiga að vera í þeirri hæð, að auðvelt sé að standa upp. Handföng við sturtu, _ Karítas Ólafsdóttir Sigrún Guðjónsdóttir Arndís Bjamadóttir baðker og salemi koma að góðum notum fyrir þá sem orðnir eru óstyrkir. Einnig má benda á að góð stigahandrið, bæði úti og inni, auð- velda fólki að komast leiðar sinnar. í eldhúsi og þvottahúsi má koma hlutunum þannig fyrir að ekki þurfi að teygja sig hátt upp eða beygja sig mikið niður til að ná í þá. Með aldrinum verður mikilvæg- ara að huga að umhirðu fótanna. Gönguhæfni og jafnvægi getur raskast ef vanlíðan er í fótum. Gæta þarf þess að inniskór séu ekki lausir á fæti, passi vel og séu ekki með slitnum sóla. Hræðsla við að detta getur kom- ið fólki inn í þann vítahring að það hætti að hreyfa sig, verði óstyrkt, HASKOLIISLANDS ENDURMENNTUNARSTOFNUN „Lærdómsfyrirtækiö" „The Fifth Discipline — The Art and Practice of the Learning Organisation" Námskeiö fyrir stjórnendur sem vilja auka afl starfsmanna til aö styrka samkeppnisstööu fyrirtækisins. Efni: Fjallað um þá fjóra þætti, sem eru til staðar í framsæknum fyrirtækjum, og þeim fimmta bætt við til að fyrirtæki geti sannarlega lært og tekist betur á við þau áhrifaöfl sem móta það. Hvers vegna lifa mörg fyrirtæki ekki samkeppnina af? Lýst einföldum aðferð- um til að sjá í samhengi þá atburði, sem tekið er eftir. Hugmyndir Peter M. Senge um „lærdómsfyrirtækið" sem veröur stöðugt betra og nær yfirburðum í síharðandi samkeppni. Leiöbeinandi: Höskuldur Frímannsson, rekstrarhagfr. hjá Ráögarði hf. og lektor HÍ. Tími: 1. og 2. desember kl. 8.30-12.30. Verö: 7.500 kr. Skráning í síma 694940. Fax 694080. Upplýsingasímar 694923, -24 og - 25. missi sjálfstraust og detti. Hægt er að vinna bug á óttanum við að detta með ýmsu móti. Það er hægt að hafa flautu í vasanum til þess að geta gert nágrannanum viðvart, ef óhapp verður. Gott er að æfa sig í að reisa sig upp frá gólfi við stól. Menn vilja stundum vernda hinn aldraða um of og letja hann þess vegna að hreyfa sig. Betra er að bjóða hinum aldraða stundum arm- inn og hvetja hann til gönguferða, í stað þess að setjast alltaf niður og drekka með honum kaffi. Lík- amsþjálfun er mikilvæg fólki á öll- um aldri og aldrei er of seint að byrja. Regluleg þjálfun, t.d. göngu- ferðir, auka líkamsvitund og styrk, bæta jafnvægi og efla sjálfsöryggi. Sjúkraþjálfarar gegna mikilvægu hlutverki, að hjálpa öldruðu fólki af stað með því að æfa upp styrk og þjálfa jafnvægi. Sterkir fætur geta forðað frá falli. Grein þessi er skrifuð í tilefni þess að 1. desember 1994 kemur út fræðslubæklingur um byltur og forvarnir á vegum áhugahóps sjúkraþjálfara í öldrunarþjónustu innan Félags íslenskra sjúkraþjálf- Höfundar eru Arndís Bjarnadóttir sjúkraþjálfari, Hrafnistu Reykjavík, Karítas Ólafsdóttir sjúkraþjálfari, Borgarspitalanum, Sigrún Guðjónsdóttir sjúkraþjálfari, Hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.