Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 16
16 MÍIÐJUDAGUR 29. NGVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Nýjar ESB-umræður um áhrif Hollywood Briissel. Reuter. STÖÐUGAR umræður um hvernig veija eigi evrópska menningu gegn flóði kvikmynda og sjónvarpsefnis frá Hollywood hafa komið af stað nýjum deil- um. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vinnur að mótun tillagna um breytingu á lögum frá 1989, sem kveða á um að meirihluti útvarps- og sjónarpsefnis verði að vera evrópskur, „ef framkvæmanlegt sé.“ Með þessu orðalagi átti að tryggja stuðning Breta, íjóðveija við hug- myndir um að hjálpa illa stöddum framleiðendum kvikmynda og sjón- varpsefnis í Evrópu níeð reglum um efni og um það snúast deilurnar nú. Joao de Deus Pinheiro, sem fer með útvarps- og sjónvarpsmál í framkvæmdastjórn ESB, telur orða- lagið of tvírætt og vill fella það nið- ur þannig að kvótar verði lögboðnir. Samkvæmt tillögu hans fengju nýjar stöðvar hins vegar fimm ára frest til þess að fullnægja skilyrðun- um og „þjóðernislegir minnihluta- hópar“ yrðu undanþegnir. í tillög- unni er einnig gert ráð fyrir að ríkis- stjórnum verði heimilt að setja fjár- festingarkvóta í stað efniskvóta. Sky og fleiri mótmæla Sumir hópar evrópskra kvik- myndaframleiðenda hafa fagnað til- lögunni; en aðrir, innan ESB og ut- an, hafa fundið að henni. Samtök bandarískra kvikmynda- vera, MPA, barðist gegn lögunum 1989 og eru óánægð með tillöguna. Gervihnattasjónvarpið British Sky Broadcasting segir að ESB hafí eng- an rétt til að setja reglur um efni sjónvarpsstöðva, sem fái ekki opin- beran stuðning og noti ekki sjaldgæf tíðnisvið. Kvótar kunni að neyða áhorfendur til þess að taka myndbandsspólur á leigu og ósanngjamt sé að meina sjónvarpsstöðvum að nota frétta-, útvarps- og skemmtiefni til þess að reglunum sé hlítt. Samband evrópskra auglýsinga- stofa (EAAA) og alþjóðsamband auglýsenda (WFA) hafa einnig maldað í móinn. Philippe Kerr, einn framkvæmda- stjóra tónlistarfyrirtækisins PolyGr- am NV í Hollandi, kvað nokkrar aðgerðir nauðsynlegar til verndar evrópskum kvikmyndaiðnaði, „þar sem annað viðhorf væri til kvik- mynda í Evrópu en í Bandaríkjunum og vegna ólíkrar tungu og menning- ar.“ Torveldar samkeppni Strangari reglur um kvóta gætu á hinn bóginn torveldað evrópsku fyrirtæki eins og PolyGram að keppa við stór bandarísk kvikmyndaver á heimsmælikvarða að sögn Kerrs. PolyGram framleiðir um átta evr- ópskar kvikmyndir á ári, en einnig 10-15 bandarískar, og sjónvarps- stöðvar kynnu að verða tregar til að kaupa þær samkvæmt ströngu kvótakerfi, sagði hann. HLUTABRÉF sem skráð eru á Verðbréfaþingi íslands hafa hækkað jafnt og þétt frá því snemma á þessu ári og nemur hækkun þingvísitölu frá áramót- um tæplega 23%, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Hlutabréfaviðskipti gegnum viðskiptakerfi þingsins í síðustu viku námu alls 28,8 milljónum sem er meira en í fyrri viku. Mest urðu viðskipti með hlutabréf í Hampiðjunni en einnig var töluvert um viðskipti með hlutabréf í Flugleiðum, íslandsbanka, Olíufélaginu og Síldarvinnslunni, að því er segir í markaðsyfirliti Landsbréfa. Athygli vekur að verð hlutabréfa í Flugleiðum hækkaði um 6,85% milli vikna. Hins vegar lækkuðu Flugleiðabréf lítillega í viðskiptum í gær úr 1,56 í 1,55 og sömuleiðis lækkuðu bréf Eimskips úr 4,83 í 4,76. Þetta olli lítilsháttar lækkun á þingvísitölunni. r » r s útflytjendur - innflytjendur ú íslcwdi og í Evrópu • Við fljúgum fró ReykjavíkurfJugvelli virka daga kl. 18 með sendingar til Evrópu og móttakandi fær sendinguna afhenta næsta virka dag . • Við lendum ó Reykjavíkurflugvelli alla virka morgna kl. 7 með sendingar fró Evrópu. Vió tökum við sendingum allt til kl. I 7. Notfærðu þér hraða og örugga þjónustu DHL WORLDWIOE EXPPESS ® VIÐ STÖNDUM VIÐ SKULDBINDINGAR ÞÍNAR DHL HRAÐFLUTNINGAR HF, Faxafen 9-108 Reykjavík Sími (91)689822-Fax (91)689865 Sjávarútvegur Hlutabréf HB seldust öll til forkaupsréttarhafa ÖLL hlutabréf í 80 milljóna króna hlutafjárútboði Haraldar Böðvarsson- ar hf. (HB) á Akranesi sem hófst í byijun mánaðarins hafa nú selst upp til forkaupsréttarhafa. Bréfin voru boðin á genginu 1,63 og var heildarsöluverð þeirra því 130,4 milljónir. Félag milliríkjaverslunar og vörudreifingar ISLAND OG ESB Útbreiðslunefnd Félags íslenskra stórkaupmanna boðar til fundar um Evrópumál í dag, þriðjudaginn 29. nóvember, kl. 12.00 í Skálanum, Hótel Sögu. Gestur fundarins verður Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hvaða áhrif hefur niðurstaða kosninganna f Noregi á framtíð EES og íslands í Evrópusamstarfinu? Að lokinni framsögu verða fyrirspurnir. Þátttökugjald með hádegisverði er kr. 2.500.- Vinsamlega skráið þátttöku í síma 888910. Fundurinn er öllum opinn. Hluthafar höfðu heimild til að framselja sinn forkaupsrétt og bættust af þeim sökum nokkrir nýir aðilar í hópinn. Lífeyrissjóðir og fleiri stofnanafjárfestar keyptu stærstan hluta bréfanna. Áætlað er að hlutafjáraukningin leiði til þess að eiginfjárhlutfall verði um 23% í árslok og veltufjár- hlutfall 1,15. Hinu nýja fjármagni verður ráðstafað til kaupa á nýrri vinnslulínu í frystihúsinu og bún- aði til mjölblöndunar í fiskimjöls- verksmiðju. Kaupþing hafði umsjón með útboðinu og annaðist einnig milli- göngu um skráningu bréfanna á Verðbréfaþingi íslands hf. Bjarni Ármannsson, forstöðumaður hjá Kaupþingi, segist telja að góðar undirtektir við bréfunum skýrist m.a. af því, að Haraldur Böðvars- son sé fyrsta fyrirtækið á þessu ári sem afli sér fjár með þessum hætti. Nýtt hlutafé litið öðrum augum „Síðan hefur rofað til í sjávarút- vegi og menn hafa aðlagað sig að breyttum aðstæðum með sókn í 'utankvótategundir. Þá hefur loðn- an gefið sig og hagstætt verð fengist fyrir loðnuafurðir. Afkoma sjávarútvegsfyrirtækjanna er mun betri núna en verið hefur, þar sem gengislækkanir eru að skila sér í auknum tekjum. Síðast en ekki síst líta stofnanafjárfestar öðrum augum á nýtt hlutafé en bréf á eftirmarkaði. Hér er um að ræða beina innspýtingu á fé inn í at- vinnureksturinn meðan hitt er til- flutningur á fé milli fjárfesta.“ Verð bréfanna tiltölulega hagstætt c c. Bjarni kvaðst einnig telja að verð bréfanna hafi verið tiltölulega hagstætt fyrir kaupendur en innra virði þeirra er 1,72. Þá kæmi fram í ársreikningum að aflaheimildir væru mjög lítill hluti af bókfærð- um eignum eða einungis 50 millj- ónir. Félagið hefði engu að síður til ráðstöfunar mjög mikinn kvóta. c c Ci ‘ c I i c L I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.