Morgunblaðið - 29.11.1994, Síða 16

Morgunblaðið - 29.11.1994, Síða 16
16 MÍIÐJUDAGUR 29. NGVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Nýjar ESB-umræður um áhrif Hollywood Briissel. Reuter. STÖÐUGAR umræður um hvernig veija eigi evrópska menningu gegn flóði kvikmynda og sjónvarpsefnis frá Hollywood hafa komið af stað nýjum deil- um. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vinnur að mótun tillagna um breytingu á lögum frá 1989, sem kveða á um að meirihluti útvarps- og sjónarpsefnis verði að vera evrópskur, „ef framkvæmanlegt sé.“ Með þessu orðalagi átti að tryggja stuðning Breta, íjóðveija við hug- myndir um að hjálpa illa stöddum framleiðendum kvikmynda og sjón- varpsefnis í Evrópu níeð reglum um efni og um það snúast deilurnar nú. Joao de Deus Pinheiro, sem fer með útvarps- og sjónvarpsmál í framkvæmdastjórn ESB, telur orða- lagið of tvírætt og vill fella það nið- ur þannig að kvótar verði lögboðnir. Samkvæmt tillögu hans fengju nýjar stöðvar hins vegar fimm ára frest til þess að fullnægja skilyrðun- um og „þjóðernislegir minnihluta- hópar“ yrðu undanþegnir. í tillög- unni er einnig gert ráð fyrir að ríkis- stjórnum verði heimilt að setja fjár- festingarkvóta í stað efniskvóta. Sky og fleiri mótmæla Sumir hópar evrópskra kvik- myndaframleiðenda hafa fagnað til- lögunni; en aðrir, innan ESB og ut- an, hafa fundið að henni. Samtök bandarískra kvikmynda- vera, MPA, barðist gegn lögunum 1989 og eru óánægð með tillöguna. Gervihnattasjónvarpið British Sky Broadcasting segir að ESB hafí eng- an rétt til að setja reglur um efni sjónvarpsstöðva, sem fái ekki opin- beran stuðning og noti ekki sjaldgæf tíðnisvið. Kvótar kunni að neyða áhorfendur til þess að taka myndbandsspólur á leigu og ósanngjamt sé að meina sjónvarpsstöðvum að nota frétta-, útvarps- og skemmtiefni til þess að reglunum sé hlítt. Samband evrópskra auglýsinga- stofa (EAAA) og alþjóðsamband auglýsenda (WFA) hafa einnig maldað í móinn. Philippe Kerr, einn framkvæmda- stjóra tónlistarfyrirtækisins PolyGr- am NV í Hollandi, kvað nokkrar aðgerðir nauðsynlegar til verndar evrópskum kvikmyndaiðnaði, „þar sem annað viðhorf væri til kvik- mynda í Evrópu en í Bandaríkjunum og vegna ólíkrar tungu og menning- ar.“ Torveldar samkeppni Strangari reglur um kvóta gætu á hinn bóginn torveldað evrópsku fyrirtæki eins og PolyGram að keppa við stór bandarísk kvikmyndaver á heimsmælikvarða að sögn Kerrs. PolyGram framleiðir um átta evr- ópskar kvikmyndir á ári, en einnig 10-15 bandarískar, og sjónvarps- stöðvar kynnu að verða tregar til að kaupa þær samkvæmt ströngu kvótakerfi, sagði hann. HLUTABRÉF sem skráð eru á Verðbréfaþingi íslands hafa hækkað jafnt og þétt frá því snemma á þessu ári og nemur hækkun þingvísitölu frá áramót- um tæplega 23%, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Hlutabréfaviðskipti gegnum viðskiptakerfi þingsins í síðustu viku námu alls 28,8 milljónum sem er meira en í fyrri viku. Mest urðu viðskipti með hlutabréf í Hampiðjunni en einnig var töluvert um viðskipti með hlutabréf í Flugleiðum, íslandsbanka, Olíufélaginu og Síldarvinnslunni, að því er segir í markaðsyfirliti Landsbréfa. Athygli vekur að verð hlutabréfa í Flugleiðum hækkaði um 6,85% milli vikna. Hins vegar lækkuðu Flugleiðabréf lítillega í viðskiptum í gær úr 1,56 í 1,55 og sömuleiðis lækkuðu bréf Eimskips úr 4,83 í 4,76. Þetta olli lítilsháttar lækkun á þingvísitölunni. r » r s útflytjendur - innflytjendur ú íslcwdi og í Evrópu • Við fljúgum fró ReykjavíkurfJugvelli virka daga kl. 18 með sendingar til Evrópu og móttakandi fær sendinguna afhenta næsta virka dag . • Við lendum ó Reykjavíkurflugvelli alla virka morgna kl. 7 með sendingar fró Evrópu. Vió tökum við sendingum allt til kl. I 7. Notfærðu þér hraða og örugga þjónustu DHL WORLDWIOE EXPPESS ® VIÐ STÖNDUM VIÐ SKULDBINDINGAR ÞÍNAR DHL HRAÐFLUTNINGAR HF, Faxafen 9-108 Reykjavík Sími (91)689822-Fax (91)689865 Sjávarútvegur Hlutabréf HB seldust öll til forkaupsréttarhafa ÖLL hlutabréf í 80 milljóna króna hlutafjárútboði Haraldar Böðvarsson- ar hf. (HB) á Akranesi sem hófst í byijun mánaðarins hafa nú selst upp til forkaupsréttarhafa. Bréfin voru boðin á genginu 1,63 og var heildarsöluverð þeirra því 130,4 milljónir. Félag milliríkjaverslunar og vörudreifingar ISLAND OG ESB Útbreiðslunefnd Félags íslenskra stórkaupmanna boðar til fundar um Evrópumál í dag, þriðjudaginn 29. nóvember, kl. 12.00 í Skálanum, Hótel Sögu. Gestur fundarins verður Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hvaða áhrif hefur niðurstaða kosninganna f Noregi á framtíð EES og íslands í Evrópusamstarfinu? Að lokinni framsögu verða fyrirspurnir. Þátttökugjald með hádegisverði er kr. 2.500.- Vinsamlega skráið þátttöku í síma 888910. Fundurinn er öllum opinn. Hluthafar höfðu heimild til að framselja sinn forkaupsrétt og bættust af þeim sökum nokkrir nýir aðilar í hópinn. Lífeyrissjóðir og fleiri stofnanafjárfestar keyptu stærstan hluta bréfanna. Áætlað er að hlutafjáraukningin leiði til þess að eiginfjárhlutfall verði um 23% í árslok og veltufjár- hlutfall 1,15. Hinu nýja fjármagni verður ráðstafað til kaupa á nýrri vinnslulínu í frystihúsinu og bún- aði til mjölblöndunar í fiskimjöls- verksmiðju. Kaupþing hafði umsjón með útboðinu og annaðist einnig milli- göngu um skráningu bréfanna á Verðbréfaþingi íslands hf. Bjarni Ármannsson, forstöðumaður hjá Kaupþingi, segist telja að góðar undirtektir við bréfunum skýrist m.a. af því, að Haraldur Böðvars- son sé fyrsta fyrirtækið á þessu ári sem afli sér fjár með þessum hætti. Nýtt hlutafé litið öðrum augum „Síðan hefur rofað til í sjávarút- vegi og menn hafa aðlagað sig að breyttum aðstæðum með sókn í 'utankvótategundir. Þá hefur loðn- an gefið sig og hagstætt verð fengist fyrir loðnuafurðir. Afkoma sjávarútvegsfyrirtækjanna er mun betri núna en verið hefur, þar sem gengislækkanir eru að skila sér í auknum tekjum. Síðast en ekki síst líta stofnanafjárfestar öðrum augum á nýtt hlutafé en bréf á eftirmarkaði. Hér er um að ræða beina innspýtingu á fé inn í at- vinnureksturinn meðan hitt er til- flutningur á fé milli fjárfesta.“ Verð bréfanna tiltölulega hagstætt c c. Bjarni kvaðst einnig telja að verð bréfanna hafi verið tiltölulega hagstætt fyrir kaupendur en innra virði þeirra er 1,72. Þá kæmi fram í ársreikningum að aflaheimildir væru mjög lítill hluti af bókfærð- um eignum eða einungis 50 millj- ónir. Félagið hefði engu að síður til ráðstöfunar mjög mikinn kvóta. c c Ci ‘ c I i c L I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.