Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 43 smá meiðsli og einhveijar skemmd- ir. Mér er mjög minnisstætt hvernig hann tók á málinu. Með lagni og ljúfmennsku en nokkrum alvöru- þunga talaði hann við nemendur og fékk strax hljóð. Brátt snérist þetta upp í umræðuspjall um hegð- un og samskipti og nemendur lögðu orð í belg. Það leyndi sér ekki að hann var meira en kennari nemend- anna, hann var vinur þeirra og ráð- gjafi. Eg ætla ekki að fjalla um stjórn- málaferil Lúðvíks það gera væntan- lega mér færari menn. Mig langar aðeins til að bregða upp fáeinum skyndimyndum frá liðnum sam- verustundum í þeirri von að þær gefi .örlitla svipmynd af manninum. Snemma morguns í október 1942 er barið að dyrum hjá okkur hjón- um, en þá bjuggum við á Fáskrúðs- firði. Úti stendur Lúðvík Jósepsson, hrakinn af sjóvolki, hafði komið með litlum fiskibáti frá Neskaup- stað í veg fyrir strandferðaskipið, sem hafði laumast frá bryggju án þess að láta í sér heyra, en venjan var að flauta til brottfarar. Lúðvík var þá á leið til þings í fyrsta sinn. „En ég gat ekki látið það á mig spyijast að koma of seint, heldur skyldi ég velkjast bullandi sjóveikur 4-5 tíma í bátsskel fyrir Gerpi,“ sgði hann. Þannig var Lúðvík. Hann gafst aldrei upp, hann hélt sínu striki og lét aldrei upp á sig standa. Snemma í maímánuði 1943 var annáð þing UÍA haldið að Eiðum. Þá gerði norðaustan áhlaup með mikilli fannkomu, svo engum bílum var fært um Hérað eða Fagradal. Þingfulltrúar þeir sem heima áttu upp á Héraði eða niður í fjörðum brugðu á það ráð að ganga í Egils- staði síðari hluta dags, en það er þriggja tíma gangur og vel það i ófærð. Við urðum göngufélagar, ég, Lúðvík og Jón í Hólagerði í Fá- skrúðsfirði. Lúðvík talaði viðstöðu- laust alla leiðina. Við Jón skutum að spurningum og athugasemdum við og við. Umræðuefnið; landsmál- in, heimspólitíkin fyrst og fremst, en einnig gamanmál og sagnir, þannig var Lúðvík. Hann var ótrú- legur viðræðusnillingur. Svo bar við eitt sinn er Lúðvík var framkvæmdastjöri togaraút- gerðarinnar í Neskaupstað að hann hringir til mín og spyr, hvort ég sé ekki fáanlegur í smágönguferð. Sagðist vera orðinn hundleiður að hanga yfir reikningum og símhring- ingum. Þetta var á hásumardegi og veður hið fegursta. Við gengum upp í Drangaskarð. Þá sýndi Lúð- vík á sér mér áður óþekkta hlið. Hann kunni vel skil á plöntum og skordýrum. Hann sagðist mest af þessu hafa lært af Brynjólfi Bjarna- syni en þeir hefðu stundum fengið sér hressingargöngu um nágrenni Reykjavíkur. Þegar Lúðvik fór til náms við MA þurfi hann. að þreyta inntöku- próf. Hann sagði mér að minnis- stæðast við þá prófraun verið staf- setningarprófið. Skrifað var eftir upplestri og fyrsta málgreinin var þannig, lesin með þeim norðlenska framburði, sem Austfírðingurinn hafði aldrei heyrt: Addnór jallaskáld hefur maður heitið. „Ég hrökk í kút og mér leist ekki á ef framhaldið yrði svipað þessu,“ sagði Lúðvík. En prófið stóðst hann eins og öll próf ævinnar. En skólagangan varð ekki löng. Hann veiktist af berklum þegar hann var í fjórða bekk og fór á Kristneshæli um skeið. Frá kom- unni þangað sagði hann þannig: „Ég var magur og krangalegur og þegar ég kem inn í sjúkrastofuna b:1' sem nokkrir voru fyrir varð stundar þögn. Svo segir einhver: Sjáið þið þennan, sá er ekki beys- inn. Hann verður ekki lengi að leggja upp laupana." Lúðvík sagðist ekki almennilega hafa áttað sig á þessum viðtökum, en taldi að þetta hefði átt að vera einhvers konar busavígsla til að herða hann og búa hann undir þá baráttu sem framundan væri, því að allir reyndust þetta hinir bestu félagar og einstaklega hjálplegir þegar með þurfti. Það var sem sagt berklaveikin MINNINGAR og svo auðvitað féleysi sem varð til þess að Lúðvík hvarf frá námi en enginn sem þekkti hann gat ef- ast um að hæfileika hafði hann til að ljúka hvaða námsferli, sem hann hefði kosið sér, en kannski hefði þá Neskaupstaður misst þann mann, sem þar stóð í fylkingar- bijósti í atvinnuframkvæmdum í áratugi. Já það er margt sem á hugann sækir á kveðjustund, en hversu lengi sem áfram er haldið verður aldrei allt sagt og því skal staðar numir. Ég tel það mitt lífslán að hafa átt samleið með Lúðvíki Jósepssyni öll þessi ár. Hann var alltaf bjart- sýnn, sá alltaf leið út úr vandanum. Þakkir skulu honum færðar fyrir samfylgdina. Og ekki skal gleyma konunn'i hans, henni Fjólu. Hún stóð með honum í blíðu og stríðu og var honum afarmikill styrkur. Hennar missir er mestur, en ég þekki hana að því að taka mótlæti af mikilli skynsemi og æðruleysi. Hún hefur líka styrka stoð þar sem er sonur- inn^ Steinar, frábær öðlingsmaður. Ég og kona mín vottum þeim okkar innilegustu samúð, svo og öðrum nánum ættingjum Lúðvíks Jósepssonar. Gunnar Olafsson. Þá er hann liðinn fyrrum kennari minn frá því ég 15—17 ára var nemandi hans í Gagnfræðaskólan- um í Neskaupstað 1938 og 1939. Hjá Lúðvík var virkilega gaman og gott að læra, besti kennari sem ég hef lent hjá, áður var ég búinn að læra sund hjá honum í „köldu“ útisundlauginni með vatni úr lækn- um úr fjallinu. Hann var þá nýkom- inn frá námi á Akureyri þar sem hann varð að hætta námi þar sem hann var búinn að veikjast af berkl- um og ekki varð af að fara í Menntaskólann á Akureyri eins og hugur stefndi til hjá honum. Lúðvík Jósepsson var af fátæku fólki kom- inn, svo ekki hafa framamöguleikar verið miklir. Hann fór svo í útgerð með bræðr- um sínum tveimur. Voru þeir með lítinn bát, 14 tonn. Seinna er hann að verðleikum kominn í félags- og framkvæmdamál í sínu byggðar- lagi. Þar kynntist ég honum enn betur þegar hann fór fyrir stjórn tveggja nýsköpunartogara, „Egils rauða“ og „Goðaness", og fór ég þá sem 1. vélstjóri -á togaranum Goðanesi. Þetta voru miklir og merkilegir tímar fyrir þetta bæjarfélag og hef- ur alltaf farnast vel eins og sést á því að hans hugmyndir og stjórnun og stjórnmálaflokkur hafa nú verið við völd í hálfa öld. Þó má segja að frá mínum sjón- . um séð var hann miklu meira mað- ur með mikið og gott í kollinum og starfaði ekki mikið eftir stjórnmál- um í byggðarlaginu, að minnsta kosti á Neskaupstað, markaðist auðvitað mikið eftir því hveijum hann vann með í félags- og atvinnu- málum. Voru þeir lengi þrír saman, Lúð- vík, Bjarni Þórðarson og Jóhannes Stefánsson og þótti góð þrenning. Ég fyrir mitt leyti mun ávallt minn- ast hans sem drengilegs og farsæls leiðtoga. Ég og Kristín kona mín, vottum Fjólu, konu Lúðvíks, og fjölskyldu þeirra innilegar samúðarkveðjur. Jens Hinriksson. + Ástkær sonur okkar, GUÐMUNDUR TÓMAS ÁRNASON, lést 27. nóvember. Selma Guðmundsdóttir, Árni Tómas Ragnarsson. Móðir okkar og tengdamóðir, INGUNN VILHELMÍNA GUÐJÓNSDÓTTIR, fyrrum húsfreyja á Rauðhólum, Vopnafirði, lést laugardaginn 26. nóvember. Þorgerður Karlsdóttir, Gunnsteinn Ágúst Karlsson, Ástriður Helgadóttir, Ásta Birna Karlsdóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ULRICH RICHTER, Lambastekk 5, Reykjavík, lést laugardaginn 26. nóvember. Margrét Þórdís Richter, Sigurður H. Richter, Margrét B. Richter, Örlygur Richter, Heiga A. Richter, Marta Hildur Richter, barnabörn og barnabarnabarn. ERFIDRYKKJUR ^ Bjó^um uppá qlœsileqt MDMDDCDP & 750 L Pp. mann DOPC kaffiMaSB GlcESilequr veislusalur á qóðum M|| ' stað Lágmúla 4, sími 886040 LEGSTEINAR H€llUHRAUNI 14, HRFNRRFIRÐI, 5ÍMI 91-652707 Blómastofa Friöfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið ðil kvöld tíi kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRIÐUR JÓNSDÓTTIR frá Giljum, áðurtil heimilis á Sjafnargötu 1, lézt á Droplaugarstöðum laugardaginn 26. þ.m. Jón Aðalsteinn Jónsson, Vilborg Guðjónsdóttir, Jón Viðar Jónsson, Guðjón Jónsson, Elisabet Sólbergsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Hrafn Óli Sigurðsson og langömmubörn. + Elskulegur sonur okkar og bróðir, KRISTINN EGILSON, Oddeyrargötu 36, Akureyri, lést laugardaginn 26. nóvember. Jarðarför auglýst síðar. Sveinbjörn Þ. Egilson, Sólveig Björk Kristinsdóttir, systkini og aðrir vandamenn. + Minningarathöfn um JÖHÖNNU C. M. JÓHANNESSON, fædd Svensson, (Hanna Jóhannesson frá Vatneyri, Patreksfirði), verður í Fossvogskirkju þriðjudaginn 29. nóvember kl. 15.00. Útförin fer fram frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 3. desem- ber kl. 14.00. Unnur Friðþjófsdóttir, Eyjólfur K. Sigurjónsson, Kristinn Friðþjófsson, Sólveig Jónsdóttir, Kolbrún Friðþjófsdóttir, Jóhann Þorsteinsson, Bryndís Friðþjófsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FANNÝ GUÐJÓNSDÓTTIR frá Oddsstöðum, Vestmannaeyjum, lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 26. nóvember. 1 Guðjón Pálsson, Brynja Björnsdóttir, Eyjólfur Pálsson, Ásta Ólafsdóttir, Jón Pálsson, Guðlaug Pálsdóttir, Már Lárusson, Ásta Pálsdóttir, Brynjar Franzson, Erla Pálsdóttir, Tómas Pálsson, Sigurrós Ingólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Bróðir okkar, GUÐJÓN H. ÁRNASON húsgagnasmiður frá Garði, Grindavik, Njálsgötu 75, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 29. nóvember, kl. 13.30. Systkini hins látna. Erfidrykkjur ESIA HÓTEL ESJA Stmi 689509
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.