Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 19 FRÉTTIR: EVRÓPA Fjársvik og sameiginlegir sjóðir ESB Fjögur ríki kærð vegna kjötsvika Brussel. The Daily Telegraph. FJÖGUR aðildarríki Evrópusam- bandsins, ESB, eiga yfir höfði sér háar fjársektir fyrir það að hafa ekki virt reglur sambandsins um geymslu á kjöti. Skilyrði greiðslna vegna birgðahalds á kjöti er að regl- um og gæðastöðlum sé fylgt út í ystu æsar. Bretar eru sakaðir um að hafa ekki virt tilskilda gæðastaðla og er búist við að þeir verði sektaðir um 4 milljónir punda jafnvel þótt að um mjög óverulegt magn hafi verið að ræða. írar eiga aftur á móti yfir höfði sér um 35 milljóna punda sekt, þegar framkvæmdastjórnin greinir frá málsvöxtum í næsta mánuði. Italir verstir Enn liggja ekki fyrir tölur vegna brota ítala og Frakka en heimildir innan framkvæmdastjórnarinnar herma að ítalir beri „höfuð og herð- ar“ yfir aðrar þjóðir í þessu máli. Það er landbúnaðarfjármála- deild framkvæmdastjórnarinnar, FEOGA, sem fer með um helming íjárlaga ESB, sem grípur til þess- ara aðgerða. FEOGA hefur sætt harðri gagnrýni eftir að endurskoð- endur ESB greindu frá því í síð- asta mánuði að gífurlegar fjárhæð- ir væru sviknar út úr sjóðum sam- bandsins árlega. Er talið að FE- OGA muni á næstunni reyna að sýna að deildin refsi þeim er upp- vísir verða að svikum. Kýrnar á Korsíku í síðustu viku stöðvaði fram- kvæmdastjómin greiðslur til naut- gripabænda á frör.sku eyjunni Korsíku eftir að í ljós kom að þeir höfðu falsað tölur um fjölda naut- gripa til að fá aukna styrki. Er brotið talið það alvarlegt að krafist verður endurgreiðslu á styrkjum allt aftur til ársins 1988 nema Frakkar geti fært sönnur á að þeir hafi ekki gerst brotlegir. Frakkar, sem til þessa hafa verið duglegir við að gagnrýna nágranna sína á Ítalíu fyrir fijálslega meðferð tölulegra upplýsinga, reyna nú að sýna fram á að svik af þessu tagi séu ekki útbreidd meðal þeirra. Það var Michel Jacquot, yfirmað- ur þeirrar stofnunar í Brussel, sem sér um greiðslur, er hafði persónu- lega umsjón með rannsókninni á Korsíku. Fýrr á þessu ári kom hann upp um umfangssvikið svik meðal komræktenda í Napólí á Ítalíu. Jacquot komst að því að sambandið greiddi tæpan milljarð í varabirgða- styrki vegna hveitis sem geymt var í tönkum í Napólí þrátt fyrir að mikið af því væri ekki lengur neysluhæft. Þá reyndist mikið af hveiti ekki vera til staðar er eftirlits- menn athuguðu málið. Samhliða þessu var uppgötvað að eigandi geymslutankanna stund- aði „útflutning" á hveitinu og fór fram á „fjárhagslega umbun“ fyrir að aðstoða við að draga úr hveiti- birgðum innan sambandsins. Jacquot neitaði að yfirgefa Nap- ólí fyrr en að endurgreiðsla bærist og tveimur vikum síðar voru geymslugjöldin endurgreidd. Enn hafa útflutningsstyrkirnir hins veg- ar ekki fengist aftur. Eigandi geymslutankanna (sem nú situr í fangelsi) ber því við að hann sé of fátækur til að standa undir endur- greiðslu. Reuter Rushdie biður ESB ásjár VARAFORSETI framkvæmda- stjórnar ESB, Hollendingurinn Hans van den Broek (t.v) og for- seti ráðherraráðsins, Klaus Kin- kel, utanríkisráðherra Þýska- lands (t.h), ræða við breska rit- höfundinn Salman Rushdie í Brussel í gær. Rushdie bað aðild- arþjóðir sambandsins að samein- ast um að fá írani til að aflétta dauðadómi sem kveðinn var upp yfir rithöfundinum fyrir meintar svívirðingar í garð Múhameðs spámanns. • TVÍHLIÐA viðræður ESB og Sviss eiga að hefjast þann 12. des- ember. Segir í frétt í Neue Ziircher Zeitung að framkvæmdastjórnin sé ekki jafnbjartsýn og svissneska þingið á að viðræðurnar verði auð- veldar. Þó er vonast til að sam- komulag náist um frjálst flæði vinnuafls. Svisslendingar felldu EES-samninginn á sínum tíma. David Pury, aðstoðarforstjóri ABB, segir nauðsynlegt að Svisslendingar geri gangskör að því að Svisslend- ingar stefni markvisst að ESB-aðild. • ALAIN Lamassoure, Evrópuráð- herra Frakka, segir að Frakkar stefni að því að fastsetja skilyrði og tímasetningar vegna aðildar A-Evrópuþjóðanna er þeir taka við formennskunni í ráðherraráðinu á næsta ári. • Breska blaðið The Times greinir frá því í gær að haft sé eftir Jacqu- es Delors, forseta framkvæmda- stjórnarinnar, i viðtali við þýskt tímarit, að Bretar eigi sér enga framtíð fyrir utan ESB. Evrópuand- stöðu Breta mætti rekja til þess að þeir söknuðu fyrri stórveldistíma. • Blaðið Financial Times segir í forystugrein í gær að áður en Aust- ur-Evrópuríkjum verði veitt aðild að sambandinu ætti ESB að taka á vandamálum ríkja i suðurhluta þess. Opnun Austur-Evrópu hafi ekki komið þessum ríkjum til góða og hætta sé á að hin veika efna- hagslega staða þeirri muni leiða til stöðnunar' í sambandinu öllu. Það sé því kæruleysi að ætla að stækka sambandið áður en þetta vandamál hafi verið leyst. V E I TINGAMAÐUR: „ÞETTA ER KAFFIÐsem BERÁ BÖRÐ FYRIR MIG OG MÍNAGESTI" Ny blanda - ríkara bragð. Maxwel HOIISE i 4. Þeir sem pekkja gott kaffi, vita hvað til parf. Úrvals Old Java kaffibaunir, þurrkun og brennsla við kjörskilyrði. Þannig er Maxwell House kaffi. Maxwell House drekka þeir sem þekkja kaffi. MAXWELL HOUSE ...engu ööru líkt! HVÍTA HÚSIÐ / SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.