Morgunblaðið - 09.12.1994, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994____________________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Gjaldþrot Kaupfélags Svalbarðseyrar
Hæstiréttur stað-
festir sýknu SÍS
HÆSTIRÉTTUR h'efur staðfest fyrri
dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, sem
sýknar Samband íslenzkra sam-
vinnufélagp af kröfu Jóns Laxdal,
bónda og fyrrum stjómarmanns í
Kaupfélagi Svalbarðseyrar. Jón
krafðist þess að viðurkenndur yrði
réttur þrotabús kaupfélagsins til
1,1% af heildareign allra sameigenda
í SÍS og fjárhæð sem samsvaraði
þeirri eign yrði dregin undir skipti á
þrotabúi kaupfélagsins.
Þrír dómarar, þeir Hrafn Braga-
son, Haraldur Henrysson og Pétur
Kr. Hafstein, töldu að staðfesta ætti
dóm Héraðsdóms. Þeir telja að fall-
ast eigi á það með Sambandinu að
niðurstaða málsins ráðist af sam-
þykktum SÍS og lögum um sam-
vinnufélög frá 1937, sem giltu þegar
Kaupfélag Svalbarðseyrar varð
gjaldþrota.
Ekki heimild til að
krefjast slita SÍS
Segir í dómsforsendum að sam-
kvæmt þeim eigi kaupfélag ekki rétt
á annarri greiðslu við úrgöngu úr
samvinnufélagi, þar á meðal við
gjaldþrot, en stofnsjóðseign sinni,
sem þegar hafí verið greidd Kaupfé-
lagi Svalbarðseyrar. Hefði Samband-
inu verið slitið, hefði mátt krefjast
hlutdeildar í hreinni eign þess, sem
ekki váeri bundin í óskiptanlegum
sameignarsjóðum, en engin heimild
sé til að krefjast slita Sambandsins
þótt kaupfélag verði gjaldþrota.
Dómararnir þrír dæmdu Jón Lax-
dal til að greiða SÍS 120.000 krónur
í málskostnað.
Sératkvæði tveggja dómara
Tveir dómarar, þeir Garðar Gísla-
son og Hjörtur Torfason, skiluðu
sératkvæði. Þeir telja að byggja
megi kröfu til hlutdeildar í eigin fé
Sambandsins á stofnsjóðsinneign,
eins og málið sé vaxið. Þess vegna
beri að taka kröfu Jóns Laxdals til
greina að meginstefnu og viðurkenna
rétt þrotabús káugfélagsins til hlut-
deildar í eigin fé SÍS. Jafnframt vilja
þeir að SÍS verðí gert að greiða Jóni
málskostnað í héraði og fyrir Hæsta-
rétti.
Morgunblaðið/Kristinn
Háttsett bamapía
HITAVEITUSTOKKURINN sem liggur í gegnum Mosfellsbæ hefur löngum verið vinsæl göngu-
leið. Önnur þessara ungu barnapía var greinilega sátt við að vera hærra sett en stalla hennar. Hitt
er annað mál hvernig henni hefur gengið að komast ofan af stokknum með skjólstæðing sinn.
Veiðar Evrópusambandsskipa innan íslenskrar lögsögu
100 til 200 tonn veidd
af 3.000 tonna kvóta
SKIP frá ríkjum Evrópusambandsins
hafa aðeins yeitt milli 100 og 200
tonn af þeim þijú þúsund tonna
karfakvóta sem þau fengu í skiptum
fyrir 30 þúsund tonna loðnukvóta
sem kom í hlut íslendinga sam-
kvæmt tvíhliða samkomulagi í
tengslum við samninginn um Evr-
ópskt efnahagssvæði. Þýski togarinn
Cuxhaven reyndi fyrstur fýrir sér í
sumar, og voru þá 18 ár síðan þýsk-
ur togari veiddi síðast í landhelginni.
Ekki er útlit fyrir að mikið meira
verði veitt af kvótanum þar sem
heimild til veiðanna gengur úr gildi
um áramót og ekki er hægt að færa
óveiddan kvóta milli ára. Á síðustu
loðnuvertíð tókst íslendingum ekki
að ná þeim loðnukvóta sem þeir
fengu fyrir karfakvótann, en hann
er hluti af loðnukvóta Grænlendinga.
Pjórar þjóðir skipta karfakvótan-
um á milli sín og mega Þjóðveijar
veiða 1.690 tonn, Bretar 1.160,
Belgar 100 og Frakkar 50 tonn.
Aðeins þijú þýsk skip hafa reynt
karfaveiðar hér við land á þessu ári
og fengið til þess leyfi sjávarútvegs-
ráðuneytisins. Þetta eru ísfísktogar-
amir Cuxhaven, Bremen og Europa.
Fiskistofa hafði fengið tilkynningar
um að þijú önnur þýsk skip myndu
koma hingað til veiða og sex bresk,
en þessi skip hafa ekki sýnt sig.
Bremen og Europa hafa verið að
veiðum fyrir suðaustan landið að
undanfómu í sínum fyrstu túrum.
Europa hætti veiðum á miðvikudag
eftir ellefu daga úthald og hélt heim
á leið með 52 tonn. Bremen var enn
að veiðum í gær og hafði fengið 201.
Fékk aðeins 14 tonn
Engin önnur skip hafa óskað eftir
leyfi til veiða innan fískveiðilögsög-
unnar. Cuxhaven var að veiðum hér
seinnipart sumars, og reyndi fýrir
sér bæði á miðunum fyrir suðvestan
og suðaustan landið. Árangurinn
varð þó ekki mikill því veiðin eftir
ferðina var aðeins 14 tonn.
Morgunblaðið
tengist upplýsinga-
veitunni Intemet
MORGUNBLAÐIÐ er nú
komið í samband við upplýs-
ingaveituna Internet. Tölvu-
póstfang þess er
mbl@centrum.is og ætlað
fyrir tölvupóst til blaðsins.
Á Veraldarvef Internets
(WWW) er að finna heima-
síðu Morgunblaðsins með
ýmsum hagnýtum upplýs-
ingum. Vistfang heimasíð-
unnar er http://www.centr-
um.is/mbl/ Á henni eru með-
al annars leiðbeiningar til
þeirra sem vilja senda grein-
ar, myndir og önnur gögn
til blaðsins með hjálp Inter-
net. Þar er einnig skrá yfir
símanúmer og tölvupóstföng
nokkurra starfsmanna
blaðsins.
Starfsmenn blaðsins hafa
nú fengið nokkra reynslu í
að hagnýta sér kosti tölvu-
netsins og bæði tekið við
greinum frá fréttariturum í
útlöndum og höfundum hér
innanlands. Það er von
blaðsins að þessi tækninýj-
ung megi koma lesendum
þess og greinahöfundum að
gagni.
Ágreiningur í Sjálfstæðisflokki um skiptingu vegafjár í framkvæmdaátaki
Höfðatöluregla gagnrýnd
af landsbyggðarmönnum
Vafamál að skiptingin njóti meirihluta
á Alþingi, segir Egill Jónsson sem
telur halla á Vestfirði og Austfirði
Hátekju-
skattur
áfram
ÞRÍR ráðherrar hittust í gær til að
ræða skattamál vegna fjárlagafrum-
varpsins. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins er líklegt að há-
tekjuskattur verði framlengdur, en
hann átti að falla úr gildi um áramót.
Fjármálaráðherra hafði áformað
að taka hátekjuskatt. ekki upp að
nýju, en þingmenn bæði úr Alþýðu-
flokki og Sjálfstæðisflokki hafa vilj-
að framlengja hann. Hins vegar er
rætt um það á móti af hálfu sjálf-
stæðismanna að grípa til aðgerða
til að koma í veg fyrir tvísköttun
ellilífeyrisþega, eða þá að lækka
eignarskatt.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði í gærkvöldi að ráðherrarnir
hefðu farið yfir málið og stefnt væri
að niðurstöðu um helgina.
Af þeim hugmyndum, sem eru
I uppi varðandi tekjuhlið fjárlaganna,
má nefna hækkun á persónuafslætti
! og að haldið verði áfram að undirbúa
! upptöku fjármagnstekjuskatts.
Stefnt er að því að önnur umræða
um íjárlagafrumvarpið verði á þriðju-
dag. í dag er búist við að fram komi
á Alþingi frumvarp um ráðstafanir í
efnahagsmálum í tengslum við fjár-
lagafrumvarpið, sem hafi í fór með
sér um 1.700 milljóna spamað.
EGILL Jónsson þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins á Austurlandi seg-
ir vafamál að áætlun um skiptingu
sérstaks framkvæmdafjár til vega-
mála á næsta ári njóti meirihluta
á Alþingi, því hún þýði að framlag
til Austfjarða og Vestfjarða skerð-
ist miðað við fyrri framkvæmdaá-
ætlun. Áformað er að fram-
kvæmdafénu verði skipt milli kjör-
dæma eftir fólksfjölda og því fari
um 60% framlagsins til fram-
kvæmda á höfuðborgarsvæðinu.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
segist hins vegar telja að þokkaleg
sátt náist um málið.
Gera á sérstakt framkvæmda-
átak í vegamálum á næstu fímm
árum fyrir 3.500 milljónir alls, þar
af um 1.250 milljónir á næsta ári,
og var bensíngjald hækkað í síð-
ustu viku til að standa straum af
þessu að hluta. Jafnframt er gert
ráð fyrir að fella niður á næsta
ári 450 milljóna króna framlag
sem þá átti að veita vegna fram-
kvæmdaátaks í vegamálum á
árunum 1992-1995 og skiptast
átti milli kjördæma samkvæmt
hefðbundum reglum um vegafé.
Athugasemdir í þingflokki
Egill Jónsson segir að þessi
skerðing komi misjafnt niður á
kjördæmin, og sér sýnist í fljótu
bragði að ef nýja framkvæmda-
fénu verði síðan deilt út eftir
höfðatölu dugi það ekki til að
bæta upp skerðinguna í Aust-
ijarða- og Vestfjarðakjördæmi.
„Það sjá allir að þannig vinnu-
brögð geta ekki gengið fram,“
sagði Egill.
Mál þetta var rætt í þingflokki
Sjálfstæðisflokksins á miðvikudag
í tengslum við drög að nýrri vega-
áætlun, og gerðu þeir Matthías
Bjarnason og Einar K. Guðfínns-
son, þingmenn Vestfjarða, auk
Egils, athugasemdir við málið,
m.a. vegna þess að það hefði ekki
verið kynnt formlega í þingflokkn-
um.
Þokkaleg sátt
Davíð Oddsson sagði að eðlilega
hefðu orðið umræður og komið
fram athugasemdir við þetta mál
á þingflokksfundinum en þótt
fundið hefði verið að höfðatölu-
reglunni teldi hann samt að þokka-
leg sátt yrði um hana á endanum.
„Meginatriðið er að aðeins litl-
um hluta þess íjármagns, sem
ætlað er til vegagerðar, verður
úthlutað eftir höfðatölu; meirihlut-
anum verður áfram skipt þannig
að það verður höfuðborgarsvæð-
inu mjög í óhag. Þetta er þó auðvit-
að ákveðin stefnubreyting að láta
höfuðborgarsvæðið njóta umferð-
ar og aksturs og taka ríkt tiltit til
þess mikla vanda sem hér er, með
sama hætti og ég held að Reykja-
víkurþingmenn hafi verið mjög
sáttir við að setja 4 milljarða í
jarðgöng á Vestfjörðum því þar
er mjög brýnt að tengja saman
byggðir," sagði Davíð.
Egill Jónsson sagði að ekki
væri deilt um nauðsyn vegafram-
kvæmda í Reykjavík. Hins vegar
væri hægt að veita sérstaka fjár-
veitingu til þeirra framkvæmda
án þess að skekkja myndina að
öðru leyti varðandi vegagerðar-
framkvæmdir í landinu með því
að halla á tvö kjördæmi.