Morgunblaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Samninganefnd ríkisins svaraði kröfugerð HÍK og KÍ á samningafundi í gær
Krefjast um
eða yfir 25%
hækkunar
Kennarasamtökin krefjast m.a. hækkunar
um tvo launaflokka, breytinga á starfsheita-
röðun og kennsluskyldu og endurskilgrein-
ingar á vinnutíma. Samninganefnd ríkisins
telur kennara fara fram á meira en 25%
launahækkun, en segir að það komi ekki á
óvart af hálfu opinberra starfsmanna.
Morgunblaðið/Kristinn
SAMEIGINLEG samninganefnd Kennarasambands íslands og Hins íslenska
kennarafélags hitti samninganefnd ríkisins á öðrum fundi aðila í gær.
SAMNINGANEFND ríkisins
telur launakröfur Kennara-
sambands íslands og Hins
íslenska kennarafélags allt of háar,
að sögn Þorsteins Geirssonar, for-
manns nefndarinnar, en í gær var
haldinn samningafundur i kjaradeil-
unni þar sem samninganefnd ríkis-
ins lýsti afstöðu sinni til krafna
kennarafélaganna.
Eiríkur Jónsson, formaður KÍ,
segist ekki hafa reiknað út hvað
kröfur kennara þýði miklar launa-
hækkanir í prósentum en segir vel
geta verið að þær svari til um 25%
hækkunar. Þorsteinn telur að
kröfugerð kennarafélaganna feli í
sér meira en 25% kauphækkun ef
allt sé talið.
Meginatriðin í sameiginlegri
kröfugerð kennarasamtakanna eru
eftirfarandi: Öll starfsheiti í grunn-
og framhaldsskólum hækki um tvo
launaflokka. Laun hækki um fjóra
launaflokka í áföngum tvö fýrstu
starfsárin. Einnig vilja kennarar að
núverandi starfsheitaröðun verði
endurskoðuð, ný starfsheiti verði
tekin upp og þeim raðað í launa-
flokka með tilliti til reynslu, ábyrgð-
ar og umfangs starfsins.
Kennarar vilja að svokölluð ár-
ganga- og fagstjóm í grunnskólum
og deildarstjóm í framhaldsskólum
verði aukin og ákvæði verði sett í
kjarasamning um stundafjölda í
faglegri stjórnun miðað við þær
kennslustundir sem á bak við
standa. Þess er einnig krafist að
vinnutími kennara og skólastjóm-
enda verði skilgreindur upp á nýtt
m.a. vegna einsetningar gmnn-
skóla, aukinar faglegrar samvinnu
og endurmenntunar.
„Lækkun kennsluskyldu vegna
kennsluferils verði sú sama á
grunn- og framhaldsskólastigi.
Kennsluskylda lækki um eina
kennslustund á viku eftir 10 ára
kennsluferil og aðra eftir 15 ára
kennsluferil," segir í kröfugerðinni.
Loks er farið fram á að kjör stjóm-
enda sem hverfa aftur til kennslu-
starfa verði skoðuð sérstaklega.
Samninganefnd ríkis-
ins gerði kennurum ekki
gagntilboð á fundinum í
gær að sögn Þorsteins en
ætlar að skoða kröfumar
nánar eins og aðrar kröf-
ur sem von væri á frá
félögum í BSRB og BHMR. Sagði
hann að kröfur kennara væm ólíkar
kröfum Starfsmannafélags ríkis-
stofnana (SFR) að því leyti að kenn-
arar færu fram á hlutfallslegar
hækkanir en í kröfugeVð SFR væri
megináherslan lögð á krónutölu-
hækkanir.
Þorsteinn sagði að mönnum
brygði ekki við að sjá þessar kröfur
því það væri orðin venja hjá flestum
starfsmannafélögum hjá hinu opin-
bera að leggja fram mjög háar
launakröfur í byijun viðræðna.
Næsti fundur samninganefndanna
er boðaður í næstu viku
og kvaðst Þorsteinn gera
ráð fyrir að mál yrðu
skoðuð í tvennu lagi, ann-
ars vegar fagleg mál og
hins vegar kjaramál.
Eiríkur sagði að kenn-
arafélögin ætluðu ekki að sætta sig
við að viðræður um launaliði samn-
inga yrðu settar til hliðar meðan
rætt væri um sérmál kennara og
kennarar teldu sig ekki þurfa að
bíða eftir því að aðrir hópar legðu
fram sínar kröfur. „Þegar þessi tvö
félög em í sameiningu búin að
leggja hálft ár í að vinna kröfugerð
fyrir rúmlega 5.000 kennara þá er
það óeðlilegt að okkar mati að það
sé ekki hægt að ræða við okkur
út frá okkar forsendum," segir
hann.
Unnið hefur verið að undirbún-
ingi fyrir hugsanlega ákvörðun um
atkvæðagreiðslu um verkfall eftir
áramót á vegum kennarasamtak-
anna. Gera þessar áætlanir ráð fyr-
ir að verkfall hæfist undir lok febr-
úar. „Við emm búnir að leggja nið-
ur fyrir okkur nákvæmlega hvemig
aðdragandinn í því yrði og emm
búnir að setja upp ákveðnar tímaá-
ætlanir í því efni,“ sagði einn af
forystumönnum samtakanna í sam-
tali við Morgunblaðið.
Mismunandi
launakröfur
kennara og
SFR
Hæstiréttur dæmir lækni og ríkissjóð til að greiða
263 þúsund til bónda í Isafjarðarsýslu
Bætt fyrir frelsissviptingu
og flutning á sjúkrahús
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær
dóm héraðsdóms og dæmdi
lækni og ríkissjóð til að greiða
bónda í Isafjarðarsýslu þær 263
þúsund krónur sem maðurinn
krafðist í skaða- og miskabætur
vegna ólögmætrar frelsisskerð-
ingar. Læknirinn lét í apríl 1988
flytja manninn nauðugan og með
valdi frá heimili hans og flytja
í lögreglufylgd til Reykjavíkur í
því skyni að hann yrði lagður inn
á geðdeild sjúkrahúss i Reykja-
vík. Rannsókn í Reykjavík leiddi
svo í ljós að ekkert fannst að
heilsu mannsins sem gaf tilefni
til meðhöndlunar.
Maðurinn hafði kennt til höf-
uðverks, sjóntruflana, máttleys-
is og taltruflana þetta kvöld.
Eftir að ráðskona, sem nýlega
hafði flust til mannsins, hafði
samband við nágranna hringdu
þeir í lækni á Isafirði. Sá fór
tveggja stunda leið í vitjun til
mannsins eftir hann hafði neitað
að fara með sjúkrabíl til Isa-
fjarðar.
Ekkert athugavert
Eftir þriggja stunda fortölur,
þar sem maðurinn neitaði stað-
fastlega að fylgja með til Isa-
fjarðar, gaf læknirinn mannin-
um sprautu meðan lögregluþjón-
ar héldu honum. Síðan var hann
fluttur til ísafjarðar og þaðan
án frekari rannsókna með flug-
vél til Reykjavíkur og á Landssp-
ítalann. Aður en að maðurinn
var fluttur að heiman hafði hann
hringt i nágranna sína, beðið þá
að gæta fjár síns og mælt fyrir
um fóðurgjöf.
Á Landspítalanum fannst ekk-
ert athugavert og engin skýring
á einkennum mannsins við ítar-
lega skoðun geðlæknis og taug-
asérfræðings. Læknirinn, sem
mælti fyrir um flutning manns-
ins, hafði talið líkur á að maður-
inn hefði fengið skyndilega feng-
ið ákveðinn alvarlegan geðsjúk-
dóm, sem leitt gæti til dauða eða
varanlegrar örorku, eða þá að
hann kynni að vera með heila-
blæðingu. Útilokað væri að sjúk-
dómsgreina manninn eða með-
höndla hann fjarri læknastofu
eða sjúkrahúsi. Byggðist flutn-
ingur hans á sjúkrahús á bráða-
nauðsyn og hefði. átt sér stoð í
lagaákvæði sem víki sjálfræði
manna til hliðar við slíkar að-
stæður.
Niðurstaða Héraðsdóms
staðfest
í dómi Hæstaréttar í gær er
staðfest niðurstaða Héraðsdóms
um að maðurinn hafi ekki verið
haldinn geðsjúkdómi sem rétt-
læti nauðungarvistun á sjúkra-
húsi og ekki verði fallist á að
hann hafi verið of rænulítill til
að mark mætti taka á mótmæl-
um hans. Vistun hans á sjúkra-
húsi hafi ekki verið lögmæt þótt
álit Læknaráðs hafi staðfest að
ótti læknisins um blæðingu í
heila eða aðra vefræna geðtrufl-
un gæti hafa átt rétt á sér, auk
þess sem örðugt hafi verið að
fylgjast með heilsu mannsins
Skaðabótaskylda
Þrátt fyrir þetta hafi læknir-
inn ekki gætt alls sem átti við,
áður en ákvörðun um valdbeit-
ingu og flutning til Reykjavikur
var tekin. Sjúkrasaga mannsins
var ekki könnuð, ekki leitað sam-
ráðs við aðra lækna er þekktu
til mannsins og læknirinn hafi
ekki ráðfært sig frekar við ná-
granna mannsins og hjúkrunar-
fræðing héraðsins. Því beri
læknirinn og ríkissjóður skaða-
bótaskyldu vegna þeirrar frelsis-
sviptingar sem maðurinn varð
fyrir.
Krafa mannsins um 200 þús-
und króna miskabætur og 63
þúsund króna bætur vegna út-
lagðs kostnaðar var tekin til
greina og einnig var læknirinn
og ríkið dæmt til að greiða allan
málskostnað.
Dagsbrún fer ekki út í skyndiverkföll
Tillögu breytt
um stuðning
við sjúkraliða
GUÐMUNDUR J. Guðmundsson,
formaður Dagsbrúnar, breytti tillögu
sem samþykkt var á félagsfundi
Dagsbrúnar sl. þriðjudagskvöld um
stuðning við verkfall sjúkraliða. I
upphaflegri tillögu var ekkert minnst
á skyndiverkföll, en í tillögu sem
dreift var til fjölmiðla var talað um
að veita stjórn heimild til að boða
til skyndiverkfalla. Gylfí Páll Hersir,
sem vakti máls á frekari stuðningi
við sjúkraliða á félagsfundi Dags-
brúnar, sagðist harma hvernig hald-
ið hefði verið á þessu máli.
Gylfi Páll sagðist ekki hafa flutt
neina tillögu á fundinum. „í lok
fundarins hvatti ég til þess að fund-
urinn ályktaði til stuðnings verk-
falli sjúkraliða vegna þess að ég
taldi að ef verkfallið yrði brotið á
bak aftur væri það mjög alvarlegt
mál fyrir komandi átök upp úr ára-
mótum. Ég hvatti sömuleiðis til að
haldnir yrðu fundir til stuðnings
þessu verkfalli.11
Ekki talað um skyndiverkföll
Gylfi sagði að í lok fundarins hefði
fundarstjóri, Halldór Björnsson,
varaformaður Dagsbrúnar, borið
upp tillögu sem byggst hefði á því
sem komið hefði fram í ræðu sinni.
Tillagan hljóðaði þannig: „Félags-
fundur í verkamannafélaginu Dags-
brún, haldinn 6. desember 1994,
lýsir fyllsta stuðningi við baráttu
sjúkraliða fyrir bættum kjörum sín-
um og sendir þeim baráttukveðju.“
Tillaga sú sem send var Qölmiðl-
um var eftirfarandi: „Tillaga Gylfa
Páls Hersis, Félagsfundur Dags-
brúnar haldinn 6.12. 1994, skorar
á verkalýðsfélög að styðja
sjúkraliða í baráttu þeirra og krefst
þess að stjórnvöld semji við sjúkral-
íða þegar í stað. Jafnframt heimilar
fundurinn stjórn félagsins að boða
til aðgerða, sjúkraliðum til stuðn-
ings, hvort sem er með opnum fund-
um eða skyndiverkföllum, eða öðr-
um þeim aðgerðum er þurfa þykir.“
Ekki ánægður með orðalagið
Guðmundur J. sagðist ekki hafa
yenð ánægður með orðalagið í til-
lögu Gylfa Páls og því lagað það.
Guðmundur J. sagði að ekki yrði
gripið til neinna aðgerða til stuðn-
mgs sjúkraliðum að sinni, en félagið
myndi áfram ræða leiðir til að styðja
sjúkraliða í baráttu fyrir bættum
kjörum.