Morgunblaðið - 09.12.1994, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fjögurra manna fj'ölskylda heimilislaus eftir að íbúðarhús á Vatnsendaflöt brann
Réð ekk-
ert við
eldinn
REYKUR steig upp frá húsinu
og eldtungur teygðu sig út um
glugga á suðausturhlið þegar
Þórir Jónsson kom heim að
Lynghóli við Elliðavatn með
fjölskyldu sína, eiginkonuna
Jónu Guðnadóttur, börnin tvö
Karolínu Stefaníu 2 ára og Þóri
Reyni 16 ára og fjölskylduhund-
inn. Þrátt fyrir tilraunir hús-
bóndans til að slökkva eldinn
brann nánast allt sem brunnið
gat og fjölskyldan missti heim-
ili sitt og innbú.
Þórir vinnur hálfan daginn
og hafði verið heima með Karol-
ínu um daginn. „Við fórum svo
um fjögurleytið niður í bæ til
að ná í konuna mína og strák-
inn. Á eftir fórum við í bakarí
og höfum líklega verið tæpan
klukkutíma í burtu þegar við
komum aftur heim. Reykurinn
steig upp af húsinu og eldtung-
urnar loguðu út um suðaustur-
gluggan héma. Strákurinn
hljóp strax niður í næsta bústað
í síma og ég tók garðslönguna
til að reyna að slökkva eldinn.
Mér varð þó fljótlega ljóst að
ég réð ekkert við eldinn,“ sagði
Þórir.
INNBÚ ÓTRYGGT
Hann sagði að slökkviliðið
hefði komið um tuttugu mínút-
um seinna til að slökkva eldinn.
En húsið, sem var úr timbri, og
innanstokksmunir urðu eldinum
fljótt að bráð. Þórir segist ekki
hafa verið með innbústrygg-
ingu. Fjölskyldan hafði búið í
húsinu samfleytt í um það bil ár.
Þórir sagðist ekki vita um
eldsupptök. Hins vegar tók
hann fram að lifað hefði í kola-
kyntum ofni en slíkt ætti að
vera í lagi í stillu og ekkert
hefði verið að veðri. Þá hefði
meiri eldur virst vera í því horni
þar sem myndbandstæki hefði
verið. Hvort annað þessa hefði
haft einhver áhrif vissi hann
ekki.
Fyrsti slökkviliðsbílinn kom
10 mínútum eftir að hringt var
á hjálp og tókst að slökkva eld-
inn á um klukkustund. Ragnar
Sólonsson, aðalvarðstjóri
slökkviliðsins, sagði að þrír
slökkvibílar hefðu verið séndir
á staðinn, samtals með 6 tonn
af vatni. Til öryggis hefði verið
kallaður til fjórði bílinn frá
ÞÓRIR Jónsson og fjölskylda hans misstu aleiguna í brunanum.
Reykjavíkurflugvelli með 5
tonn til viðbótar. Aukavakt
slökkviliðsmanna var kölluð til
aðstoðar við slökkviliðsstarfið.
TIMBURHÚS
Ragnar sagði að eldur hefði
logað út um tvo til þijá suður-
glugga þegar slökkviliðið hefði
komið að húsinu. Vel hefði log-
að í húsinu enda væri það úr
timbri með bárujárnsklæddu
þaki. Engu að síður sagði hann
að slökkviliðstörf hefðu gengið
vel fyrir sig og lauk þeim uppúr
kl. 18.
Rannsóknarlögreglan kannar
eldsupptök.
Hæstiréttur ógildir sameiningu Stykkishólms og Helgafellss veitar
Kosning ógilt
vegna gagn-
særra kjörseðla
íbúar sveitarfélaganna þurfa á
næstunni að ganga að kjörborðinu
í fjórða skiptið á einu ári
ÆSTIRÉTTUR kvað í gær
upp þann dóm að at-
kvæðaseðlar sem notaðir
voru við kosningu um sameiningu
Stykkishólmsbæjar og Helgafells-
sveitar á Snæfellsnesi 16. apríl sl.
hafi verið of gagnsæir og því eigi
atkvæðagreiðslan að vera ógild
þar sem þessi brestur sé í eðli sínu
til þess fallinn að hafa áhrif á
úrslit kosningar.
Sesselja Arnadóttir, lögfræð-
ingur í félagsmálaráðuneyti, sagði
í samtali við Morgunblaðið ljóst
að boða þyrfti til nýrra kosninga
um sameininguna vegna dóms
Hæstaréttar en að ráðuneytið
mundi ekki tjá sig um áhrif dóms-
ins að öðru leyti fyrr en í dag.
Auk kosninganna 16. apríl hafa
þegar farið fram tvennar kosning-
ar til sveitarstjóma í Stykkishólmi
og Helgafellssveit á þessu ári.
Skylda að kæra
í dómi Hæstaréttar segir að það
hafi verið skylda kjörstjórnar-
manna að kæra atkvæðagreiðsl-
una hafi þeir talið að framkvæmd
hennar væri ekki að lögum.
Að lokinni kosningu um samein-
ingu sveitarfélaganna tveggja
þann 16. apríl sl. kærðu kjör-
stjórnarmenn hana til sýslumanns-
ins í Stykkishólmi. Úrskurðar-
nefnd felldi kosninguna úr gildi,
en Samstarfsnefnd um samein-
ingu Stykkishólmsbæjar og Helga-
fellssveitar kærði úrskurðinn til
félagsmálaráðuneytisins. Ráðu-
neytið komst að þeirri niðurstöðu,
að kosningin væri gild.
Hólmfríður J. Hauksdóttir,
hreppstjóri Helgafellssveitar og
fyrrum fulltrúi í kjörstjóm, höfð-
aði þá ein mál á hendur félags-
málaráðherra, samstarfsnefnd um
sameiningu sveitarfélaganna
tveggja og bæjarstjórn Stykkis-
hólmsbæjar. Aðrir kjörstjómar-
menn höfðust ekki frekar að eftir
úrskurð ráðherra.
Vikið úr kjörstjórn
Vegna málshöfðunarinnar
ákvað hreppsnefnd Helgafells-
sveitar að víkja Hólmfríði J.
Hauksdóttur úr kjörstjóminni þar
sem hún væri vanhæf vegna máls-
höfðunarinnar. Aðrir kjörstjórnar-
menn sögðu þá einnig af sér.
Dómur í Héraðsdómi Vestur-
lands féll 6. október sl. á þá leið
sem Hæstiréttur staðfesti í gær
en málið hefur sætt flýtimeðferð
í dómskerfinu.
í sumar voru sveitarstjórnar-
kosningar, sem fylgdu á eftir
kosningunum um sameininguna,
ógiltar, þar sem of skammur tími
hafi liðið frá Jdví að sameining var
ákveðin þar til sveitarstjórnar-
kosningarnar fóru fram. Kosið var
á ný til sveitarstjómar 1. október.
í dómi Hæstaréttar, sem Hrafn
Bragason, Guðrún Erlendsdóttir,
Haraldur Henrysson, Hjörtur
Torfason og Pétur Kr. Hafstein
kváðu upp, segir að Hólmfríður
hafi sem kjósanda í sveitarfélaginu
haft rétt til að halda kæru sinni
til laga fyrir dómstólum þótt aðrir
kjörstjórnarmenn hafi kosið að
gera það ekki.
Grundvallarákvæði laga
um kosningar
I dómi Hæstaréttar segir að
ekki verði talið að orðalag á kjör-
seðli hafi verið til þess fallið að
hafa áhrif á úrslit kosninganna
eða verið andstætt lögum en
Hólmfríður hafði gert athugasemd
við það, ásamt þykkt papprírsins
sem kjörseðlarnir voru prentaðir
á. Skrift sást í gegnum kjörseðlana
þótt þeir væru brotnir saman og
segir Hæstiréttur að kjörseðillinn
tryggi því ekki að kosningin hafí
verið leynileg en það sé meðal
grundvallarákvæða í íslenskum
lögum um opinberar kosningar.
„Brestur í þessu efni er í eðli sínu
til þess fallinn að hafa áhrif á
úrslit kosningar," segir í dómi
Hæstaréttar.
Samkvæmt því var atkvæða-
greiðslan 16. apríl dæmd ógild og
ríkissjóður dæmdur til að greiða
allan málskostnað, þar með talin
málsvamarlaun Haralds Blöndal
hrl., lögmanns Hólmfríðar J.
Hauksdóttur.
Fyrir hönd ríkisins og sveitarfé-
laganna fluttu málið Guðrún Mar-
grét Árnadóttir hrl. og Jón Steinar
Gunnlaugsson hrl.
Formannafundur
*
landssambanda ASI
Undirbúa
áherslur
gagnvart
ríkisstjórn
FORMENN landssambanda Alþýðu-
sambandsins komu saman í gær til
að stilla saman strengi varðandi sam-
eiginleg mál aðildarfélaganna í hugs-
anlegum viðræðum við stjómvöld
vegna komandi kjarasamninga.
Ekki liggur endanlega fyrir hver
verða áhersluatriði verkalýðshreyf-
ingarinnar gagnvart stjórnvöldum en
boðaður hefur verið annar fundur
um miðja næstu viku.
Skv. upplýsingum Morgunblaðsins
eru m.a. til skoðunar atriði sem
tengjast breytingum á lánskjaravísi-
tölu, aðgerðum í húsnæðismálum,
bæði að því er snýr að greiðsluerfið-
leikum heimilanna og breytingum á
húsbréfakerfinu og félagslega hús-
næðiskerfinu.
Þá hefur verið rætt um breytt
skattleysismörk og persónuafslátt,
aukið skatteftirlit, afnám tvísköttun-
ar lífeyris, fjármagnstekjuskatt,
framlengingu hátekjuskatts, afnám
16 vikna biðtíma í Atvinnuleysis-
tryggingasjóði, jöfnun orkukostnað-
ar vegna húshitunar, jöfnun kostnað-
ar vegna heitbrigðiskerfis og aðgerð-
ir til að draga úr atvinnuleysi.