Morgunblaðið - 09.12.1994, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Getið þér ekki bara hoppað og skoppað svona yfir eins og hr. Hannibalsson gerði
þegar hann var hér í heimsókn á dögunum hr. Davíð?
Nýr hugbúnaður fyrir einkasímstöðvar á markaðinn
Símon skráir hver tal-
ar hvenær við hvern
HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ
Gátt hf. hefur sett á markað hug-
búnað sem gerir fyrirtækjum kleift
að fylgjast með símnotkun ein-
stakra starfsmanna og einstakra
deilda, skrá í hvaða númer er
hringt, hvenær, hversu lengi er tal-
að og hver kostnaður er við símtalið.
Tölvunefnd hefur fjallað um mál-
ið og tilkynnt fyrirtækinu að notkun
hugbúnaðarins, sem kallast Símon,
sé heimil ef öll símtæki sem viðkom-
andi einkasímstöð tengjast eru
greinilega merkt með upplýsingum
um hvernig símtöl úr þeim séu
skráð enda eigi starfsmenn fyrir-
tækja, sem búnaðinn nota, aðgang
að símasjálfsala eða eigi með öðrum
hætti kost á að hringja án þess að
símtöl séu skráð.
Ragnar Guðmundsson, stjórnar-
formaður Gáttar, sagði í samtali
við Morgunblaðið að þegar hefðu
nokkur fyrirtæki keypt búnaðinn,
t.d. læknasetur og sjálfstætt starf-
andi aðilar sem sameinuðust um
skrifstofurekstur og notuðu forritið
Tölvunefnd vinnur
að reglum en gerir
ekki athugasemdir
til að reikna út hvað hveijum og
einum beri að greiða fyrir símnotk-
un.
Ragnar sagði að hugbúnaðurinn
hefði í upphafí verið ætlaður til að
annast greiningu á símtölum hótel-
gesta en í útfærslu hefði sú breyt-
ing verið gerð að miða hann við
þarfir fyrirtækja þannig að hann
mætti tengja símstöðvum þeirra svo
að hægt væri að halda nákvæmlega
utan um þennan kostnaðarlið.
Þannig hefðu menn einnig í höndum
gögn til að bera saman við reikn-
inga Pósts og síma.
Ekki njósnatæki
Ragnar Guðmundsson sagði að
Símon væri ekki hugsaður til að
auðvelda fyrirtækjum að njósna um
starfsmenn og sagði að Gátt hefði
þá stefnu að setja litla límmiða á
hvert símtæki, sem tengt væri sím-
stöð sem notaði Símon, þar sem
kæmi fram hvernig skráningu væri
háttað.
Hann sagði að hugbúnaðurinn'
kostaði 35-60 þúsund krónur, eftir
stærð þeirra fyrirtækja sem nota
Símon sem hefur verið þróaður fyr-
ir Windows-umhverfi.
Starfsmönnum sé kunnugt
um skráningu
í svari tölvunefndar til fyrirtæk-
isins, sem lýsti eftir athugasemdum,
segir að tölvunefnd vinni að gerð
almennra reglna um skráningu sím-
tala í einkasímstöðvum. Meðan
þeirri vinnu sé ólokið sé afstaða
nefndarinnar sú að notkun slíks
hugbúnaðar sé heimil með fyrr-
greindum fyrirvara um að starfs-
mönnum sé kunnugt um skráning-
una og að á vinnustöðum séu sím-
sjálfsalar eða aðrir símar sem
starfsmenn geti notað vilji þeir
komast hjá skráningu símtals.
Um 30 aðilar hafa keypt
innhring'ivörn á símann
PÓSTUR og sími hefur selt hátt í
30 tæki, sem kallast innhringivörn,
á því rúma ári sem liðið er frá því
að sala á þéim hófst. Tækið virkar
þannig, að þegar hringt er í síma
sem það er tengt við svarar sím-
svari, sem gefur skipun um að slá
inn lykiltölu. Hafí hringjandi þá
tölu hringir síminn, en ekki fyrr.
Hrefna Ingólfsdóttir, blaðafull-
trúi Pósts og síma, sagði að tækið
væri gjarnan keypt af þeim, sem
ekki gætu verið með óskráð núm-
er, en vildu samt sem áður eiga
kost á að loka símanum fyrir öðr-
um en þeim, sem hefðu fengið lyk-
ilnúmerið gefið upp. „Tækið kostar
12 þúsund krónur,“ sagði Hrefna.
„Það er tengt við símann, eigand-
inn velur 3-4 stafa Ieyninúmer og
segir því fólki númerið, sem hann
vill að geti alltaf náð sambandi.
Ef leyninúmerið spyrst út er hæg-
ur vandinn að skipta um númer.“
Sem dæmi um notkun tækisins
nefndi Hrefna, að sumir væru í
slíkum störfum að mikið væri
hringt í þá heim og nauðsyrdegt
væri fyrir þá að vera með númer
skráð í símaskrá. Ef þeir væru t.d.
ekki heima gætu aðrir heimil-
ismenn tengt innhringivörnina við
símann, sem þá hringdi aðeins
þegar nánustu ættingjar, vinir eða
samstarfsmenn hringdu og gæfu
upp lykilnúmerið. Þá nefndi Hrefna
tilvik, þar sem fólk hefur orðið
fyrir símaónæði ókunnugra.
Listnemar vilja listaháskóla
Viljum kynna
málið og ýta á það
Kristján B. Þórðarson
SAMTÖK listaskólanna
á íslandi, SAIÍ, eru
um þessar mundir að
hleypa lífí í starfsemi sína
til að halda á lofti og kynna
áform um stofnun lista-
háskóla, menntastofnunar
sem taka mun við hlutverki
Myndlistar- og handíðaskól-
ans, Tónlistarskólans í
Reykjavík, Leiklistarskól-
ans og Listdansskóla íslans.
Kristján Björn Þórðarson
myndlistamemi er talsmað-
ur listaskólanema, sem um
þessar mundir vinna að
þessu átaki.
- Hvað prþað sem hvetur
SALÍ til að taka listahá-
skóla á dagskrá nú?
„Við viljum kynna þetta
mál, ýta á það og halda því
í sviðsljósinu og gefa jafnframt
raunsanna mynd af því um hvað
málið snýst. T.d. viljum við losna
við þjóðtrú eins og þá að listanem-
ar eigi að vera hungraðir, horaðir,
illa settir og skapa ekki nema við
verstu aðstæður. Við ætlum líka
að velta fyrir okkur hvaða hlut-
verki slíkur skóli eigi að gegna í
menningarsamfélagi."
- Hvað líður stofnun listahá-
skólans?
„Það hefur verið rætt um að
stofna listaháskóla í 20 ár. Lengi
strandaði málið m.a. á húsnæðiss-
korti. Fyrir nokkmm ámm var
SS-húsið keypt og eins og kunnugt
er var hugmyndin sú að nota hús-
ið undir listaháskóla.
í fyrra skilaði nefnd um listahá-
skóla tillögum um að stofnað verði
félag til að reka skólann sem sjálfs-
eignarstofnun með íramlagi frá
ríkinu, styrkveitingum og skóla-
gjöldum. Bandalag íslenskra lista-
manna hefur unnið að stofnun fé-
lagsins og listamenn í öllum grein-
um hafa sameinast um að gera
stofnun skólans að sínu baráttu-
máli og hafa áhrif á hvernig starf-
semin verður skilgreind. Fljótlega
verður væntanlega stigið stórt
skref þegar alþingi fjallar um
fmmvarp sem sem ríkisstjórnin
hefur samþykkt og veitir mennta-
málaráðherra heimild til að semja
við félagið um rekstur skólans á
vegum þess.“
- Er byrjað að gera breytingar
á SS-húsinu vegna listaháskólans?
„Nei. Kennsla í þremur deildum
Myndlista- og handíðaskólans fer
nú fram á jarðhæð hússins, hluti
hæðarinnar er ónýttur og Listasafn
íslands hefur 2-300 m2 til umráða,
en safnið missti húsnæði í viðskipt-
unum þegar ríkið eignaðist húsið.
Það hafa hins vegar engar
breytingar verið gerðar á húsinu,
þetta er bráðabirgða-
fyrirkomulag, með und-
anþágum frá heilbrigði-
seftirliti og slíkum
stofnunum, að mér
skilst.
Eftir áramót em líkur á að
málið fari að komast á hreyfingu
og þá liggi fyrir fjárveitingar vegna
hönnunarkostnaðar. Hins vegar
sér maður að það er raunhæft að
búast við því að listaháskólinn geti
ekki tekið til starfa fyrr en eftir 5
ár eða svo.“
- Breytist listmenntun á Islandi
eitthvað við það að listaháskóli
verður stofnaður eða er þetta bara
nýr rammi utan um starfsemi nú-
verandi skóla?
„Það fer eftir hvernig starfsemi
listaháskólans verður skilgreind.
Með umræðunni um listaháskóla
er verið að tala um að endurskipu-
leggja listnám í landinu frá grunni
og grunnforsendur skólans breyt-
ast. í dag hefur Tónlistarskólinn á
að skipa kennara- og hljóðfæra-
deildum og þar em nemendur frá
fyrstu stigum hljóðfæraleiks. Þeir
►KRISTJÁN Bjöm Þórðarson
er 25 ára gamall nemandi á loka-
ári í fjöltæknideild Myndlista-
og handíðarskóla íslands. Hann
er formaður nemendafélags
skólans og vinnur nú ásamt öðr-
um aðstandendum S ALÍ, sam-
taka listaskóla á Islandi, að und-
irbúningi Samglöggs listaskól-
anna 94 sem haldið verður fyrir
listnema og gesti þeirra í dag
kl. 18 í tilvonandi húsakynnum
Listaháskóla íslands í SS-húsinu
við Laugarnes til þess m.a. að
minna á fyrirheit um stofnun
listaháskóla.
fæm auðvitað ekki í listaháskól-
ann; þar væri fyrst og fremst um
að ræða einleikaradeildir og hugs-
anlega kennaradeildir þar sem
miðað væri við að nemendur hefðu
lokið 6.-7. stigi í hljóðfæraleik.
Tónlistarskólinn gæti þá áfram
sinnt gmnnnámi í hljóðfæraleik.
MHÍ mundi hugsanlega sinna ein-
hverri undirstöðumenntun en Leik-
listarskólinn yrði væntanlega lagð-
ur niður.
Hugmyndin er að úr listahá-
skóla útskrifist menn með ein-
hveija gráðu, viðurkennda mennt-
un, eins og tíðkast erlendis. Nú er
Tónlistarskólinn best settur að
þessu leyti. Mér skilst að einleik-
arapróf þaðan sé metið til jafns
við einleikarapróf frá erlendum
tónlistarháskólum. Nemendur ann-
arra listaskóla hafa ekkert slíkt í
höndunum þegar þeir ljúka prófi.
Það er algjörlega í höndum skóla
erlendis hvort þeir meta menntun-
ina gilda undirstöðu undir fram-
haldsnám. Margir skólar erlendis
hafa ekki viðurkennt próf frá t.d.
MHÍ en aðrir hafa ýmist látið það
veita aðgang að framhaldsnámi
eða krafist þess að menn ljúki síð-
asta ári í BA- eða BFA-
námi áður en þeir kom-
ast í framhaldsnám.
Það sem mun breyt-
ast frá því sem nú er
við listaháskóla verður
til dæmis kennsluskylda kennara.
Listaskólarnir á íslandi eru nú skil-
greindir sem framhaldsskólar, lúta
framhaldsskólalögunum og kenn-
ararnir eru bundnir af þeim. Það
hefur m.a. leitt til þess að sérhæf-
ing kennara og menntun nýtist
ekki sem skyldi í þágu listmennt-
unar í landinu. Sumt af því sem
boðið er upp á t.d. í MHÍ er hrein-
lega ekki nógu gott.
Það ætti líka að skapast ráðrúm
til rannsóknarstarfa, sem er ekki
eru stunduð í dag. Jafnframt verð-
ur væntanlega gerð endurmennt-
unarkrafa til skólans; að hann sinni
starfandi listamönnum um endur-
menntun og þjónustu og komi sér
upp betra gagnasafni.
Að öðru leyti má lýsa breyting-
unni þannig að námið verði aka-
demískara og gerð meiri krafa til
nemenda um sjálfstæð vinnubrögð.
Útskrifist úr
iistaháskóla
með gráðu