Morgunblaðið - 09.12.1994, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994 9
________________FRÉTTIR________________
Meirihluti stjórnar Veitustofnana vísar gagnrýni sjálf-
stæðismanna á styrkveitingu til Háskólans á bug
Ber vott um vissan kala
Franskir svarttr
dömukjólar
TKSS
Opið virka daga
kl. 9-18,
laugardag
Neðst við kl. 10—18.
Dunhaga, sunnudag
sími 622230 kl. 13-17
í garð Háskólans
ALFREÐ Þorsteinsson, formaður
stjórnar Veitustofnana Reykjavík-
urborgar, telur að afstaða sjálf-
stæðismanna vegna styrkveitingar
Hitaveitu Reykjavíkur til að stofna
tímabundna prófessors- eða dós-
entsstöðu við Háskóla íslands sé
byggð á misskilningi. Þessi styrk-
veiting sé aðeins lítill hluti þeirra
fjármuna sem Hitaveita Reykjavík-
ur noti til rannsókna árlega. „Þetta
er litlu meira en Hitaveitan greiðir
Háskólanum árlega hvort sem er.
Afstaða sjálfstæðismanna er út í
hött og ber vott um vissan kala í
garð Háskólans," sagði Alfreð.
Eins og fram kom í Morgunblað-
inu í gær samþykkti stjóm Veitu-
stofnana að veita styrk til að stofna
tímabundna stöðu prófessors eða
dósents við vélaverkfræðiskor verk-
fræðideildar Háskóla íslands.
Starfsmanninum er ætlað að stunda
grunnrannsóknir á sviði hitaveitu-
rannsókna í vélaverkfræði en
kennsluskylda takmarkasi við
handleiðslu og leiðbeiningar nem-
enda í rannsóknartengdu fram-
haldsnámi. Auk þess er 'gert ráð
fyrir að prófessorinn verði ráðgjafí
Hitaveitu Reykjavíkur á sérsviði
sínu sem gæti numið allt að Vs af
dagvinnu.
Fulltrúar sjálfstæðismanna
greiddu atkvæði gegn þessari til-
lögu og segja ákvörðunina illskiljan-
lega í ljósi fullyrðinga R-listans um
fjárhagsstöðu borgarinnar og stofn-
ana hennar og nauðsýn þess að
leggja nýjan skatt á Reykvíkinga.
Hliðstætt verkefni á vegum
Járnblendiverksmiðjunnar
„Sjálfstæðismenn fullyrða að allt
rannsóknarfé Hitaveitunnar fari í
þetta eina verkefni,“ sagði Alfreð
Þorsteinsson. „Þetta er á algjörum
misskilningi byggt og sýnir það að
fulltrúar sjálfstæðisflokksins í
stjórn Veitustofnana hafa ekki unn-
ið heimavinnuna sína. í fyrirliggj-
andi drögum að fjárhagsáætlun
Hitaveitu Reykjavíkur fyrir næsta
ár er gert ráð fyrir 37,4 miHjónum
til rannsókna. Sú upphæð sem veitt
verður til Háskólans er minna en
tíundi hluti þessarar upphæðar.
Ég hélt að borgarfulltrúar sjálf-
stæðisflokksins vissu af hliðstæðu
verkefni á vegum Háskóla íslands
og Járnblendiverksmiðjunnar á
Grundartanga sem hefur verið í
gangi sl. fjögur ár. Verksmiðjan
greiðir laun Þorsteins Sigfússonar
sem reyndar er bróðir Árna Sigfús-
sonar, oddvita sjálfstæðismanna í
borgarstjórn. Reynslan af störfum
hans og samvinna Háskólans og
Járnblendiverksmiðjunnar er afar
góð og jákvæð. Ég undrast afstöðu
borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík varðandi þá samþykkt
sem gerð var í stjóm Veitustofnana
og finnst hún fjandsamleg Háskól-
anum.“
Frumvarp lagt fram um jöfnun verðlags
Símtöl kosti jafnmik-
ið óháð veg’aleng’dum
JOLASFNDINGIN KOMIN
Glæsilegt úrval
Dömu- og herrasloppar - velúrgallar - gjafavörur
Sendum í póstkröfu
Gullbrá,
Nóatúni 17, sími 624217.
snyrtivöruverslun,
ítölsku skyrturnar komnar,
4 litir
Opið laugardag frá 10-18
Skokkar og blússur,
drengjabuxur og vesti komin aftur.
Mikiö úrval af nýjum kjólum,
stæröir upp í 8.
Skokkar kr. 2.495,-
Blússur kr. 1.995,
Drengjabuxur kr. 1.895,
Vesti kr. 1.595,-
Sendum í póstkröfu.
Barnakot
Framtíðarmarkaðnum,
Faxafeni lO.sími 985-34491.
ÞRÍR þingmenn Alþýðubandalags
hafa lagt fram frumvarp á Alþingi
um jöfnun verðlags sem hefur það
að markmiði að lífskjör þjóðarinnar
verði sem jöfnust, óháð búsetu.
Frumvarpið, sem flutt er af
Ragnari Amalds og fleirum, er eins-
konar bandormur, þar sem lagðar
eru til breytingar á ýmsum lögum.
Þannig verði lögum um starfrækslu
póst- og símamála breytt þannig
að landið verði eitt gjaldsvæði og
öll símtöl innanlands verðlögð á
sama hátt, óháð vegalengdum. í
greinargerð segir, að mishá gjöld
eftir svæðisnúmerum séu leifar frá
liðnum tíma, þegar símaþjónusta
var handvirk.
Þá er lagt til að lögum um Lands-
virkjun verði breytt og raforka verði
boðin í heildsölu á sama verði til
dreifíveitna um allt Iand. Þannig
verði orkukostnaður jafnaður.
Loks er lagt til að ákvæði verði
bætt í samkeppnislög um að Sam-
keppnisstofnun skuli stuðla að því
að heildsölufyrirtæki bjóði smásölu-
verslunum vörur á sama verði um
allt land og undirboð á einum stað
verði ekki fjármögnuð með hærra
verði annarstaðar.
Herkostnaður
Segir í greinargerð, að sterkur
grunur leiki á að landsbyggðin hafi
verið látin borga herkostnaðinn af
verðstríði stórmarkaða í Reykjavík,
þótt fagna beri að sú samkeppni
hafí leitt til lægra vöruverðs þar.
BOGNER
VANDAÐAR
JÓLAGJAFIR
BOGNER kvenfatnaður er
fallegur, einfaldur og
þægilegur og í senn látlaus
og glæsilegur.
Fatnaðurinn frá BOGNER hæfir
ungum konum á öllum aldri.
I B O G N E R
sérverslun v/Óðinstorg, sími 25177
Fólk er alltaf
að vinna
f Gullnámunni:
61 milljón
Vikuna 1. til 7. desember voru
samtals 61.406.906 kr. greiddar út
í happdrættisvélum um allt land.
Þetta voru bæði veglegir Silfurpottar og
fjöldinn allur af öðrum vinningum.
Silfurpottar í vikunni:
Dags. Staöur: Upphæð kr.:
I.des. Háspenna, Laugavegi........ 78.123
1. des. Háspenna, Laugavegi....... 66.924
l.des. Café Royal, Hafnarfiröi.... 103.706
3. des. Mónakó...................... 248.126
4. des. Háspenna, Laugavegi....... 219.195
5. des. Ölver........................ 68.194
5. des. Mónakó...................... 148.015
5. des. Háspenna, Laugavegi....... 64.746
6. des. Háspenna, Laugavegi....... 59.582
7. des. Mónakó...................... 261.495 ,
Staða Gullpottsins 8. desember, kl. 13:00
var 4.319.310 krónur.
Silfurpottarnir byrja alltaf 150.000 kr. og Gullpottarnir f 2.000.000 kr.
og hækka síðan jafnt og þétt þar til þeir detta.