Morgunblaðið - 09.12.1994, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
KE A býður út hlutabréf að
söluverðmæti 112,5 millj.
Nuddstofan „Fyrir þig“
KAUPFÉLAG Eyfírðinga býður út
sanivinnuhlutabréf að nafnverði 50
milljónir króna á genginu 2,25 eða
að söluverðmæti 112,5 milljónir
króna. Stjórn félagsins veitti á aðal-
fundi árið 1990 heimild til að stofna
B-deild stofnsjóðs félagsins með allt
að 200 milljón króna hlutafé og það
sama ár voru gefín út hlutabréf að
nafnvirði 50 milljónir. Nú hefur
stjórnin ákveðið að nýta þessa heim-
ild enn fremar og gefa út hlutabréf
að nafnvirði 50 milljónir króna til
viðbótar.
Þríþætt markmið
Markmiðið með sölu hlutabréf-
anna er þríþætt; að styrkja eiginfjár-
stöðu félagsins að afla áhættufjár
til fjárfestingar í atvinnurekstri og
að efla markað fyrir samvinnuhluta-
bréf þannig að félagið geti síðar afl-
að aukins áhættufjár með þessum
hætti.
Áætlað er að á þessu ári verði
móðurfélagið rekið með 100 milljóna
króna hagnaði og hagnaður ársins
verði 70 milljónir króna eftir að tek-
ið hefur verið tillit til afkomu sam-
starfsfyrirtækja þess. Eigið fé fé-
lagsins var í lok ágúst á þessu ári
rúmir 2,4 milljarðar króna. Árið 1993
var tap af rekstri Kaupfélags Eyfirð-
inga að upphæð 51 milljón króna og
247 milijóna króna tap þegar tekið
hafði verið tillit til samstarfsfyrir-
tækja.
Sölu hlutabréfanna annast Kaup-
þing hf. og Kaupþing Norðurlands
hf. auk afgreiðsla sparisjóðanna og
Búiiaðarbankans. Kaupendum gefst
kostur á að fá allt að 70% af kaup-
verði hlutabréfanna lánað til 11
mánaða, þó ekki hærri fjárhæð en
190 þúsund krónur í hveiju tilviki.
Markmið stjómar Kaupfélag Ey-
fírðinga er að hlutabréf félagsins séu
eftirsóttur íjárfestingarkostur og er
stefnt að því með greiðslu arðs að
því tilskildu að hagnaður sé af móð-
urfélaginu og með því að nýta til
fullnustu heimildir á hverjum tíma til
útgáfu jöfunarhlutabréfa. Fyrsta árið
sem samvinnuhlutabréfin voru gefín
út vargreiddur út 15% arður, engin
arður var greiddur vegna ársins 1993
en gefín út 5% jöfnunarhlutabréf.
NUDDSTOFAN „Fyrir þig“ var
opnuð nýlega í þjónustumiðstöð
aldraðra í Víðilundi 22. Þar er boð-
ið upp á heildrænt slökunarnudd,
svæðameðferð, höfuðnudd og
kennslu í ungbarnanuddi. Stofan
er öllum opin og hægt er að fá
keypt gjafakort vilji menn gleðja
vini og vandamenn. Það em Katrín
Jónsdóttir svæðanuddari og Dýrleif
Skjóldal nuddari sem eiga og reka
þessa nýju nuddstofu.
Punkturinn
fær meira
ÁÆTLAÐ er að veita 6,4 milljónir
króna úr bæjarsjóði vegna rekstrar
tómstundamiðstöðvarinnar Punkts-
ins, en þar hefur margvísleg starf-
semi fyrir atvinnulausa verið í boði.
í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir
að framlag til Punktsins hækki um
4,6 milljónir króna.
Heildarútgjöld til íþrótta- og
æskulýðsmála eru áætluð 112,7
milljónir króna og hækka þau um
rúmlega 1% milli ára.
-------------
Söguritun
liggur niðri
Heildarútgjöld til menningarmála
á næsta ári nema 79,2 milljónum
króna, en það er hækkun um 3,8
milljónir, eða rúm 5% frá því sem er
á yfirstandandi ári.
Jakob Björnsson bæjarstjóri sagði
í ræðu um fjárhagsáætlun bæjarsjóðs
að áætlað væri að veija einni milljón
króna til að standa staum af kostn-
aði er 100 ára afmælis Davíðs Stef-
ánssonar skálds frá Fagraskógi yrði
minnst á komandi ári.
Óskiptir styrkir til menningarmála
lækka um 410 þúsund krónur og þá
gerir áætlunin ekki ráð fyrir að unn-
ið verði að ritun Sögu Ákureyrar á
næsta ári og falla því út gjöld vegna
þess liðar sem áætlað var að hefði
verið tæpar 1,8 milljónir króna.
---------♦ » ♦----
Aðventukvöld
AÐVENTUKVÖLD verður í Glerár-
kirkju næstkomandi sunnudags-
kvöld, 11. desember og hefst það kl.
20.30. Dagskráin er fjölbreytt, mik-
ill söngur, Ijósaathöfn og fleira.
Ræðumaður kvöldsins er Halldór
Blöndal samgöngu- og landbúnað-
arráðherra.
Starfsmannafélag
flkureyrarbæjar