Morgunblaðið - 09.12.1994, Síða 26

Morgunblaðið - 09.12.1994, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Allir myndatöku- tímar að verða upppantaðir. Við myndum til 20. des. og afgreiðum allar myndir fyrir jól. Hvar færðu mest og best fyrir peningana þína ? I öllum okkar myndatökum eru allar myndimar stækkaðar í 13 x 18 cm tilbúnar til að gefa, þar að auki fylgja 2 stækkanir 20 x 25 cm og ein stækkun 30 x 40 cm í ramma Ljósmyndastofan Mynd súni: 65 42 07 Bama og fjölskylduljósmyndir sími: 887 644 Ljósmyndstofa Kópavogs sími: 4 30 20 3 Ódýrari Þú getur bakað, steikt og grillað að vild í nýja BLÁSTURS - BORÐOFNINUM Rúmgóður 12,5 lítra ofn, en ytri mál aðeins 33x44x23 cm. 4 valmöguleikar: Affrysting, yfir- og undirhiti, blástur og grill. Hitaval 60-2302C, 120 mín. tímarofi með hljóðmerki, sjálf- hreinsihúðun og Ijós. JÓLATILBOÐSVERÐ kr. 12.990,- stgr. Þú setur valið um 6 aðrar gerðir(jGE1l|ll,|"*l borðofna. iFonix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SlMI (91)24420 - kjarni málsins! 1 ________LISTIR ___ KANNSKI SNJÓAR ENGLUM BOKMENNTIR L jóð ENGILL í SNJÓNUM eftir Nínu Björk Árnadóttur Útgefandi: Iðunn 1994. Prent- verk: Prentbær hf. 60 síður. 2.480 kr. MYNDIR af ólíkum heimum, and- stæðum, skilin mílli þeirra og brýrn- ar sem tengja þá eins og himneska engla við kalda jörð, eru málaðar sterkum litum í þessari bók; skilin eru skýr en ljóðmælandinn á aðgang að báðum þessum heimum. Það eru ekki heimar lifenda og dauðra, held- ur heimur þess gildismats sem við verðum að tileinka okkur til að kom- ast af í mannlegu samfélagi - jarð- bundið - annars vegar, og heimur þess gildismats sem okkar hrein- ræktaða sjálf hefur, hinsvegar. Það er gildismatið sem reynt er að uppr- æta. Togstreitan á milli þessara þátta og óttinn við þá báða hefur löngum örðið Nínu Björk að yrkis- efni og víst er að enn örlar á ótta í ljóðum hennar. En óttinn er dvín- andi. Hann er að víkja, eins og kem- ur fram í upphafi ljóðsins „Fjall bemskunnar:“ Ég óttaðist oft fjall bernsku minnar þar veinuðu löngum raddir svo reið- ar svo sárar En stundum fékk ég vingjamlegt tiliit fjailsins á miðju sumri í lautinni þar sem bláíjólan spratt Erfiðar minningar hræða ekki leng- ur. í stað þeirra eru góðar minning- ar að ná yfirhöndinni. Upphafsljóð bókarinnar, „Svartir skór í grasi,“ taka strax af allan vafa: Svartir skór í grænu grasi og ég bíð þess þeir gangi af stað hlaupi burt og ég veit að það munu þeir aldrei gera og mér sýnist grasið sviðna og mér sýnist skórnir blóðstorknir blóðstorknir í grænu grasi Þetta em skórnir sem ég bar nóttina sem ég flúði ást þína ást þína sem var mér of stór ég fer samt alltaf hingað aftur gæti að skónum gæti að grasinu fer hingað aftur og aftur aftur og aftur Ljóðmælandinn hefur flúið undan of stórri ást. Of stór ást felur oftar en ekki í sér of mikla umhyggju, of mikla stjórnun og kæfir þann sem verður fyrir henni. En á flóttanum hafa skómir verið skildir eftir; skórnir sem binda við jörðina og þeir eru fastir. Þeir fara aldrei lengra. Ljóðmælandinn hefur hins vegar haldið vegferð sinni áfram og minningin hefur stöðugt minna vald yfir honum. Honum „sýnist“ grasið sviðna. Honum „sýnist“ skórnir blóð- storknir. Hann er farinn að horfa á myndina hlutlaust, að utan. Getur heimsótt þennan örlagaríka stað þegar hann vill. Þarf ekki að óttast að festast í minningunni. Þótt vissulega megi segja að innri heimur sá sem birtist í þessari ljóða- bók, sé flótti frá raunveruleikanum, er ljóst að flóttaþörfin á sér sterkar forsendur. Á einhveiju stigi hefur vemleikinn orðið ljóð- mælandanum um megn og sá engill sem fyrir innan býr, tekið völdin, flúið. frá veröld sem vill honum vel. Veröld sem ljóðmælandinn' var kannski einu sinni farinn að treysta en finnst hann hafa verið svikinn og kemúr fram í ljóðinu „Það var gluggi:“ Það var gluggi á hjarta þínu ■ alltaf stóð hann opinn og ég smeygði mér inn hverja nótt En eitt sinn var hann lokaður þá mölbraut ég hann Þú smiðaðir járnplötu fyrir svo harða Auðvitað bijóta englar ekki glugga. Englar stjóma ekki leiknum. Engill- inn í bók Nínu Bjarkar er þiggj- andi; hefur ekki leyfi til að taka það sem hann vill. Og ef hann ætlar að stjómast af eigin vilja, er smíðuð hörð jámplata fyrir hjartað. Þannig virka bara gjafir mannanna og góð- mennska heimsins. Og engillinn flýr inn í heim sem hefur engar hindran- ir og krefst einskis í ljóðinu „Grös- in,“ sem hún tileinkar Þorsteini Gylfasyni: Sléttan er opin - hún bíður okkar í aliavega grænum Iitum sínum óraunveruleg og undurfögur Við skulum hlaupa saman um sléttuna hún hlær við okkur hún grætur líka gleðitárum Við munum hlaupa kasta okkur líka niður hvísla Ijóðum okkar að henni hún mun geyma þau vel En grös hennar munu dansa og syngja Ijóð okkar hvort fyrir annað aðeins hvort fyrir annað í heimi sem er óraunvemlegur, ekki áþreifanlegur, hlaupa englamir, náttúmbörnin sem eiga undir högg að sækja. Þar em ekki smíðaðir hler- ar fyrir glugga á hjarta. í óraunvem- lega heiminum-er fagurt og allt þar hefur allavega græna liti vonarinn- ar. Þar er hægt að hreyfa sig óhindr- að hvemig sem maður vill; hlaupa og kasta sér niður. Þar er frelsi. Frelsi til að gera hlutina saman og fyrir hvort annað. Varnarkerfi mannsins virkar ekki í þessu landi grænna grasa. í næsta Ijóði, „Engill í snjónum“ opnast svo græni liturinn í orðum sem óska þess að engillinn í snjónum fljúgi með óttann lengst inn í jökulheima. Þar á hann jú heima í þessum fyrri hluta bókarinnar kallast skáldið líka á við önnur skáld, lífs og líðin, sem hafa ort ljóð og myndir, Hún byggir brú milli list- greinanna, ritlist/myndlist, og hefur í máli sínu aðgang að þeim báðum. Ljóðin í þessum hluta em viðkvæm og sterk og ægifögur; heimurinn - sá óraunvemlegi, þar sem engillinn býr - er hreinn og heillandi og í ljóð- um Nínu Bjarkar verður hann eftir- sóknarverður, um leið og hún gerir lesandanum grein fyrir því að dansinn á lífslínunni er hættulegur. Þú leikur þér ekki þar. Seinni hluti bókarinnar saman- stendur af nokkmm Ijóðsögum. Þar ræður íronían ferðinni. Þar bregður Nína Björk upp myndum af konu og ljóðsögumar verða eins og birtingarmynd af öllum þeim innri veruleika sem hún lýs- ir í fyrri hlutanum; það er eins og lesandinn hafi farið úm draum konunnar í fyrri hiuta en sé hér boðið inn í vöku hennar. Og í vök- unni lætur imyndunar- aflið á sér kræla og konan verður íjarlæg. Ljóðin um hana eru í 3. persónu; það er eins og „ég“ ljóðanna í fyrri hluta bókarinnar verði „hún“ og hórft er á samskiptin æði hlut- laust. Og þegar ímynunarafl vö- kunnar og veruleikans lætur á sér kræla, þarf að koma sér upp réttlæt- ingu, afsökunum, gera Öðrum upp, gera sjálfum sér upp: Hún hugsaði með sér að kannski gæti hún farið til Gússíar í staðinn fyrir að tala ailtaf við hana í síma. Hún var ekki hrædd við Gússí. En bæði var að hún þorði ekki lengur í strætó og svo var Gússí áreiðanlega bæði illa upplögð og upptekin. Gússí þekkir svo marga sem voru í vandræðum. Hún reyndi að tala sem minnst um þetta við manninn sinn. Maðurinn hennar var góður hann var bara svo þreyttur. Hún reyndi að láta hann sem mest í friði nóg var nú fyrir hann að þurfa að vinna þessa líka skítavinnu liggjandi alla daga í einhveijum ræsum. Hún reyndi að hugsa sem minnst um það. Kannski deyr hann bara hvíslaði óvelkomin rödd í bijósti hennar. í þessum hluta em myndirnar dregn- ar raunsæislegum dráttum; ljóðin em næstum eins og kjaftasögur, því íronían skapar svo mikla fjarlægð við viðfangsefnið. Þau eru ákaflega vel skrifuð, hnitmiðuð og ekki fer á milli mála hvert skáldið er að fara; vanmáttur konunnar, eins og hún lýsir honum í þessum hluta er eins og minning engilsins um streðið við að reyna að brúa gjánna milli ytri og innri heims. Áreynslan er orðin nokkuð fjarlæg, jafnvel dálítið fynd- in, þótt verið sé að lýsa erfiðleikum. Ljóðmælandinn horfir á þá stöðu sem konan er í, í nútíð og þátíð, í tveimur lokaljóðum bókarinnar, „Japönsk kona og kofi“ og „Ég fékk að vera.“ Ljóðin em um ólíkar kon- ur, á ólíkum tímum, á ólíkum stöðum í heiminum. Samt em þau um sömu konuna. Konuna sem er í eilífri tog- streitu milli skyldu og löngunar, sætt- ir sig síðan við hlutskipti sitt og er þakklát fyrir að fá að vera þar sem hún er. Hér hefur aðeins verið drepið á fáu einu í þeirri sögu sem Nína Björk segir frá í þessari nýju Ijóðabók sinni. Það er eins og hún hafi feng- ið yfirsýn yfir allt sem er mannlegum augum hulið. Það er heilsteypt mynd sem hún dregur upp í „Engill í snjón- um;“ mynd sem ekki er auðvelt að gleypa í sig. Þetta er stór heimur og það tekur langan tíma að kynn- ast honum. Ég er þakklát fyrir að hafa gefið mér tíma, því bók Nínu Bjarkar er lítil perla sem hægt er að hverfa inn í þegar kalt er í heimi. Maður getur þá bara ímyndað sér að það snjói englum. Súsanna Svavarsdóttir Nína Björk Árnadóttir Aðventu- tónlist í Gerðar- safni SKÓLAKÓR Kársness og Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna flytja aðventutónlist í Listasafni Kópavogs, Gerðar- safni, sunnudaginn 11. desem- ber kl. 16.30. Stjórnendur eru Þórunn Björnsdóttir og Ingvar Jónas- son. Á efnisskránni eru meðal annars þáttur úr konsert eftir Corelli, þáttur úr kantötu Bachs, „Sláþú hjartans hörpu- strengi“, Maríuvers eftir Pál ísólfsson og „Jól“ eftir Jórunni Viðar. Þá verða sungin jólalög og endað á almennum söng. í Skólakór Kársness eru 50 börn á aldrinum 10-16 ára. Kórinn hefur komið oft fram, bæði hérlendis og erlendis. Hann syngur nú í fyrsta sinn með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, sem var stofnuð haustið 1990. Hún er skipuð fólki sem stundar hljóðfæra- leik í frístundum, auk nokk- urra tónlistarkennara og nem- enda. r Byron lávarð- ur í LÖgbergi GUÐNI Elísson heldur fyrir- lestur á vegum Félags áhuga- manna um bókmenntir og fjallar um enska skáldið Ge- orge Gordon Byron, sem kall- aði sig Lord Byron, laugardag- inn 10. desember. Fyrirlestur- inn verður haldinn í stofu 101 í Lögbergi, húsi lagadeildar og hefst kl. 14. í kynningu segir: „Byron lávarður var með þekktustu skáldum rómantísku stefnunn- ar, skáldskapur hans hafði mikil áhrif og þá ekki síður persóna hans og ævi. Líf skáldsins og list fléttaðist sam- an á einstakan máta og f .fyrir- lestri sínum mun Guðni lýsa því hvernig ævisaga Byron virðist listræn heild sem ekki verður skilin frá höfundarverki hans.“ • • Friðrik Orn sýnir ljós- myndir FRIÐRIK Örn Hjaltested opn- ar ljósmyndasýningu í List- munahúsi Ófeigs, Skólavörðu- stíg 5, sunnudaginn 11. des- ember. Á sýningunni eru 17 verk sem Friðrik Örn hefur gert í Kalifomíu á síðastliðn- um tveimur árum. Myndirnar eru í svart/hvítu og fjalla um fólk. Notaðar eru óhefðbundn- ar aðferðir við framköllun þeirra. Sýningin er opin frá kl. 10-18 alla daga og lýkur 31. deseníber. Friðrik Örn er 24 ára. Hann lauk námi frá Verslunarskóla íslands 1990 og hélt að því loknu f ijósmyndanám til Bandaríkjanna. Hann útskrif- aðist frá Brooks Institute of Photography í ágúst síðast- liðnum með BA-gráðu í ljós- myndun, þar sem hann lagði aðaláherslu á útgáfu- og aug- lýsingaljósmyndun. Friðrik Örn hefur tekið þátt í þremur samsýningum og hlotið viðurkenningar og verð- laun fyrir myndir sínar. Friðrik Öm starfar nú hjá bandarísku auglýsingafyrir- tæki, auk þess að vinna að ljós- myndum fyrir geisladiskaút- gáfur og tímarit.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.