Morgunblaðið - 09.12.1994, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
fHnrgmulrlaltií
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
BITUR REYNSLA
í BOSNÍU
VESTURLÖND eru komin í hinar mestu ógöngur í mál-
efnum Bosníu og ágreiningurinn um hvernig beri að
taka á vandanum er farinn að hafa alvarleg áhrif á
samstarf vestrænna ríkja. Þannig hefur deilan valdið klofn-
ingi innan Atlantshafsbandalagsins milli þeirra ríkja, sem
vilja grípa til harkalegra hernaðaraðgerða gegn Serbum
og jieirra er telja slíkt of áhættusamt.
A utanríkisráðherrafundi NATO í Brussel í síðustu viku
tókst ekki að setja þennan ágreining niður.
Ekki náðist heldur samkomulag um yfirlýsingu vegna
Bosníudeilunnar á leiðtogafundi aðildarríkja RÖSE í Búda-
pest. Ekki er heldur við því að búast að samstaða náist
meðal leiðtoga Evrópusambandsins þegar þeir koma saman
til fundar í Essen í Þýskalandi í dag og á morgun.
Þrýstingurinn á vestræna stjórnmálamenn „að gera eitt-
hvað“ er mikill. Lýsandi eru ummæli Helmuts Kohls Þýska-
landskanslara að loknum RÖSE-fundinum: „Það sem hér
er að gerast veldur mér miklum áhyggjum. í aðeins 300
kílómetra fjarlægð eru þúsundir manna að deyja úr hungri.
Ég vil ekki fara heim og svara þeim sem spyrja: Hvað
gerðuð þið fyrir Bihac?“
Krafan um aðgerðir er á margan hátt skiljanleg. Borgara-
styijöldin í Bosníu er blóðugustu stríðsátök í Evrópu frá
lokum síðari heimsstyijaldarinnar. Deilan hefur líka á köfl-
um tekið á sig einstaklega hrottalega mynd með þjóðernis-
hreinsunum, fjöldamorðum og fjöldanauðgunum. Yfirgang-
ur Serba og hroki gagnvart umheiminum hefur að sama
skapi verið með endemum.
Harmleikur á sér stað í Bosníu, um það verður ekki
deilt. Hins vegar verður ekki hjá því litið að áhrif Vestur-
landa til að breyta þeirri staðreynd eru takmörkuð.
Þar ber fyrst að nefna að Vesturlönd eru í töluverðri
sjálfheldu í Bosníu. Fram að þessu hafa Sameinuðu þjóðirn-
ar og Evrópusambandið fylgt þeirri stefnu að reyna að
sætta hinar stríðandi fylkingar og ná samkomulagi um
skiptingu landssvæða. Bein afskipti hafa beinst að mannúð-
armálum og friðargæslu.
Er nú svo komið að ríkisstjórnir Frakklands og Bret-
lands íhuga það í alvöru að draga friðargæsluliðið til baka
þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi friðargæslulið-
anna. Þá er næsta öruggt að geri Bandaríkjamenn alvöru
úr því að fella vopnasölubannið á Bosníu úr gildi verði ólíft
fyrir friðargæsluliðana í Bosníu.
Á sama tíma berast fregnir af því að íslömsk ríki væru
reiðubúin að senda herlið til Bosníu ef friðargæslulið SÞ
hyrfi á brott. Slíkt gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar
og Ieitt til að átökin breiddust út víðar.
Lærdómur sá sem Vesturlönd hljóta að draga af þessari
deilu, og ættu raunar að hafa lært af óförum Bandaríkja-
manna í Víetnam, er að ekki eigi að hafa afskipti af deilum
af þessu tagi nema menn viti fyrirfram hver tilgangur af-
skiptanna er og hvernig hægt sé að ná fram þeim markmið-
um. Að auki verða menn að vera reiðubúnir að taka á sig
þær fórnir, sem afskiptin kynnu að þýða.
Það væri glapræði af Vesturlöndum að ætla að reyna
að stilla til friðar í Bosníu með valdi. Ef ákvörðun yrði
tekin um slíkt yrði henni aldrei framfylgt af núverandi
friðargæsluliði. Þeir hermenn sem nú eru staddir í Bosníu
voru sendir þangað til að gæta friðar en ekki heyja stríð.
Friði yrði heldur aldrei komið á með loftárásum einvörð-
ungu. Senda yrði tugþúsundir eða jafnvel hundruð þúsunda
hermanna til þess bijóta Serba á bak aftur. Mannfall yrði
gífurlegt. Hvaða ríkisstjórn er reiðubúin að veija slíka
ákvörðun fyrir þjóð sinni? Þær aðildarþjóðir NATO, sem
helst hafa haldið uppi kröfunni um aðgerðir í Bosníu, eru
Bandaríkjamenn og Þjóðveijar. Þessar þjóðir hafa til þessa
ekki sent einn einasta friðargæsluliða til Bosníu. Ætla þær
að senda þangað hersveitir? Varla.
Önnur staðreynd sem Vesturlönd hljóta hins vegar að
horfast í augu við í framhaldi af því hvernig komið er í
lýðveldunum, sem áður tilheyrðu Júgóslavíu, er sú að áþekk-
ar aðstæður eru víða fyrir hendi í Austur- og Mið-Evrópu.
Þótt sárt sé að fylgjast með þróun mála í Bosníu er, úr
því sem komið er, hætta á að frekari afskipti af deilunni
myndi leiða til þess að hún magnaðist upp og að fórnarlömb-
um stríðsins fjölgi ört. Sennilega er skynsamlegast að
Vesturlönd einbeiti sér fyrst og fremst að hlutverki sátta-
semjarans.
ÍSLENDINGAR FREISTA GÆFUNNAR
ÚR VINABÆ Stórstúku íslands í Skipholti þar sem spilað er bingó þrisvar í viku.
Við leggjum
milljarða undir
íslendingar virðast ekki sjá eftir peningunum
þegar þeir hafa von um að ávaxta þá marg-
falt - þótt sú von sé stundum harla lítil.
Gréta Ingþórsdóttir kynnti sér happdrættis-
markaðinn þar sem margir eru um hituna.
AF
INNLEN
VETTVANGI
Eins dauði er annars brauð á
þessum markaði eins og
víðast annars staðar. Eftir
því sem nýjungar hafa litið
dagsins ljós hefur hlutur þeirra sem
fyrir voru minnkað.
Ekki er hlaupið að því að fá heild-
aryfirsýn yfir veltuna á happdrættis-
markaðnum. Mörg þeirra félaga og
samtaka sem fá leyfi fyrir happ-
drætti eru ekki einu sinni bókhalds-
skyld, auk þess sem forsvarsmönnum
margra félaga er það þvert um geð
að gefa nákvæmar upplýsingar um
umsvif sín á þessum markaði. Eftir
því sem næst verður komist virðist
þó óhætt að fullyrða að markaðurinn
velti um þremur milljörðum króna
árlega.
68 happdrættisleyfi í ár
miða er allt frá því að vera innan við
10% og upp í 50%. Öll þessi félög
hafa fundið fyrir verulegum sam-
drætti frá því að best lét en flestir
tala um að árið 1982 hafi verið metár
í sölu happdrættismiða.
Einn stór vinningur getur
skipt sköpum
Flest þessara nefndu félaga hafa
verið með stór upplög og sent miða
á flest eða öll heimili í landinu auk
fyrirtækja. Þessu fylgir gífurlegur
kostnaður, t.d. prent- og póstkostn-
aður og kostnaður við gíróseðla.
Hlutfall útborgaðra vinninga er
yfirleitt svipað og hlutfall seldra miða.
Einn stór vinningur til eða frá getur
hins vegar skipt sköpum, sérstaklega
þegar ekki seljast nema 10% af út-
sendum miðum.
Félögin hafa reynt að bregðast við
þessu og draga úr áhættunni með
ýmsum hætti. Sumir hafa hætt með
fjöldaútsendingar happdrættismiða
og farið út í lausasölu minna upplags
og jafnvel snúið frá henni aftur og
farið í heimsendingar. Með breyttri
samsetningu vinningaskrá má einnig
draga úr áhættu.
196 milljónir standa eftir
Dómsmálaráðuneytið gefur út leyfi
fyrir happdrættum en sérstök lög
gilda um flokkahappdrættin og sér-
stakar reglugerðir um t.d. íslenska
getspá.
Fyrstu ellefu mánuði
þessa árs voru gefín út 68
leyfí til nokkru færri aðila.
Sé miðaverð allra margfald-
að með upplagi kemur í ljós
að heildarverðmæti mið-
anna nemur 1.165 milljónum króna.
Sú tala gefur þó ekki rétta mynd af
raunveruleikanum. I samtölum við
forsvarsmenn nokkurra þeirra félaga
og samtaka sem gangast fyrir stærstu
happdrættunum; Slysavarnafélags ís-
lands, Krabbameinsfélagsins, Sjálfs-
bjargar, Hjartaverndar, Styrktarfé-
lags lamaðra og fatlaðra, Styrktarfé-
lags vangefmna, Hándknattleikssam-
bandsins og Bandalags íslenskra
skáta, kemur fram að hlutfall seldra
Hlutfall vinninga í happdrættum
er ákaflega misjafnt. Hjá flestum fé-
lagasamtökum er hlutfallið 16-17%
en fer þó allt upp í tæplega 70%. Sé
gert ráð fyrir 20% meðalsöluhlutfalli
í þessum happdrættum má
áætla að miðar séu seldir
fyrir rúmar 233 millj. kr.
Þó má fastlega reikna með
að félög og samtök sem
standa fyrir happdrættum
þar sem upplag er lítið og sölusvæði
takmarkað selji mun fleiri miða hlut-
fallslega. Að þessum forsendum gefn-
um má áætla að eftir standi tæplega
196 milljónir króna. Þá hefur ekki
verið tekið tillit til kostnaðar.
HHÍ langstærst
Flokkahappdrættin þrjú velta rúm-
lega 1,5 milljörðum króna á ári. Hlut-
ur Happdrættis Háskóla íslands er
þar langstærstur. HHÍ er einnig með
Hæst vinn-
ingshlutfall í
Gullnámunni
skafmiðahappdrættið Happaþrennu
og Gullnámuna, happdrættisvélar.
Útreiknað vinningshlutfall HHÍ er
70%. Árið 1992 greiddi HHÍ 809 millj.
kr. út í vinningum og 797 millj. árið
1993. Heildarveltan var 1.164 millj.
kr. 1992 og 1.144 millj. 1993.
HHÍ seldi happaþrennur fyrir 234
millj. kr. 1992 og fyrir 204 milljónir
1993. Vinningshlutfall er 50%.
Seint á síðasta ári hófst rekstur
Gullnámunnar. í henni afgreiða við-
skiptavinir sig sjálfir og velta gjarnan
sömu krónunum í gegnum vélarnar
oftar en einu sinni þegar þeir taka
þátt. Vinningshlutfall er um 89%. Það
sem eftir situr stendur undir greiðslu
„potta“, rekstrarkostnaði og ágóða. Á
þeim nokkru dögum sem Gullnáman
var starfrækt á síðasta ári var heildar-
velta 18 milljónir og greiddir voru út
vinningar að upphæð 5 millj. Þessum
tölum ber þó að taka með fyrirvara
þar sem um svo skamman tíma var
að ræða.
íslenskir_ söfnunarkassar, fyrirtæki
í eigu RKÍ, Landsbjargar, SÁÁ og
SVFÍ, hefur verið starfrækt frá síð-
ustu áramótum. Að sögn forsvars-
manna þess er ekki hægt að gefa
upplýsingar um peningahlið rekstr-
arins vegna þess að það hefur ekki
verið rekið í heilt ár.
Rekstur HHÍ árið 1992, þ.e. flokka-
happdrættis, Happaþrennu og Happó,
sem velti 90 milljónum, kostaði árið
279 millj. kr. Tekjuafgangur það ár
nam 238 millj. Kostnaður við flokka-
happdrætti, Happaþrennu og Gull-
námuna árið 1993 nam 216 millj. og
var tekjuafgangur 246 millj.
HHÍ greiðir 20% af ágóða til ríkis-
ins vegna einkaréttar þess til að reka
peningahappdrætti. Afgangurinn
rennur til uppbyggingar HI.
Tekjuafgangur 40 milljónir
Tekjuafgangur DAS hefur aukist
verulega á milli ára síðustu ár. Rekstr-
arár happdrættisins er frá ---------
1. maj til 30. apríl. Fyrir
rekstrárárið 93/94 Iiggja
ekki fyrir endanlegar tölur
en áætlað er að tekjuaf-
gangurinn verði um 40
Allirai
magna
máls
millj. kr. Rekstrarárið á undan var
hann tæpar 29 millj. og þar á undan
rúmar 17.
Upphæð útgreiddra vinninga hjá
DAS var 109,1 milljón 93/93 og 109
milljónir króna 93/94. Heildarvelta
var 182,1 milljón 92/93 og 187,5
milljónir króna 93/94. Vinningshlut-
fallið hefur farið úr 60% í 58% síð-
ustu tvö ár. Rekstrarkostnaður nam
31,8 milljónum króna 92/93 en er
óuppgerður fyrir síðasta rekstrarár.