Morgunblaðið - 09.12.1994, Síða 36
36 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Afmælisafsláttur •
l Verslun s
OQ
| Barnasmiðjunnar E
! £11. ÁRS UM ÞESSAI l
>
5 Af því tilefni BJÓÐUM “
<S) «/>
- VIÐUPPÁ ?
E
M-
<
*o
o
-D
AFMÆLISHLBOD
OG
SPRENGITILBOD
Laugardaginn
10. DES.
' Utqakniastólðíððffl
s 1.9!
on
c
v
Höfum opíð alla *
daga g
til kl 1800 "
framaðjólum E,
I Muniðokkar =
-t
K frábæru barna- •
* herbergis-
| húsgögn
■a
AÐSEIMDAR GREINAR
Islensk ferðaþjónusta
- hvert stefnir?
„í FYRSTUNNI var
ísland draumur, síðan
varð það ástríða og nú
er það orðið fíkn“ varð
einum farþega minna
úr hálendisferðunum
frá því í sumar að orði,
henni Marianne frá
Nurnberg. Hún var að
koma í §órða skipti á
nokkrum árum og ráð-
gerir að heimsækja
landið á ný næsta sum-
ar. _
Ahugi erlendra
ferðamanna á íslandi
fer sívaxandi en þeir
eru tiltölulega fáir sem
eru slíkir aðdáendur
lands og þjóðar að þeir koma ár-
visst eins og Marianne. Hins vegar
er ekki vafamál að „fastagestirnir"
væru fleiri, ef hughrifm væru ein-
göngu'jákvæð og ekki kæmu til
síendurtekin vonbrigði meðal
sumra ferðamanna, vonbrigði sem
rekja má til skorts á skipulegri
uppbyggingu ferðaþjónustunnar.
Auðvitað á sér stað þróun; auð-
vitað byggist ferðaþjónustan smám
saman upp. En hvert þróast sú
uppbygging? Hver á stefnan að
vera? Hver eru hin opinberu mark-
mið og hvernig á að ná þeim? Hvað
með markaðssetninguna? Tilfínn-
ingin segir mér að ákveðið sinnu-
leysi ríki í málefnúm og stefnumót-
un ferðaþjónustunnar. Stefnuleysi
varðandi þessa aðra mestu gjald-
eyristekjulínd þjóðarinnar sem
skaffaði 16 milljarða þetta árið með
atvinnusköpun á sviði margra þjóð-
lífsþátta s.s. atvinnu-, mennta-,
samgöngu- og náttúruverndar-
mála. Stefnuleysi í málefnum þessa
„mesta vaxtarbroddar íslensks at-
vinnulífs“, eins og það er gjarnan
orðað við hátíðleg tækifæri.
Stefnumótun
Til þess að hægt verði að setja
fram markmið þarf að móta heild-
stæða stefnu í málefnum ferðaþjón-
ustunnar. Slík stefnumótun hefst
með því að taka afstöðu til grund-
vallarþátta eins og orkumála, vega-
gerðar og náttúru-
verndar; þ.e. pólitísk
ákvörðunartaka á sviði
umhverfismála.
Kannski myndi það
leiða til þeirrar niður-
stöðu að orkumál
fengju forgang umfram
ferðaþjónustu, óhjá-
kvæmilega á kostnað
umhverfismála og þar
með ferðaþjónustunn-
ar. Og þá er einfaldlega
ekki meira um það að
segja. Með því móti
væri þó staðið að
stefnumótun, - allt er
skárra en að láta flat-
reka!
En gefum okkur nú að ákvarð-
anatakan yrði ferðaþjónustunni í
vil, og í framhaldi af því yrði áætl-
að að skapa 10.000 manns til við-
bótar atvinnu á komandi 10 árum
samfara 30 milljarða króna tekju-
aukningu. Þá væri komið að að-
ferðafræðinni, þ.e.a.s. hvernig
staðið yrði að þessari atvinnu- og
tekjuaukningu. Hér set ég fram
hugmynd að fjögurra þátta að-
gerðaáætlun í sambandi við
heildarstefnumótun í málefnum
ferðaþjónustunnar.
V ettvangskönnun
Byijað verður að taka saman á
einn stað þær tölulegu upplýsingar
sem eru fyrirliggjandi, og vinna
aðrar upp til þess að gera sér grein
fyrir núverandi stöðu mála. Þannig
þarf m.a. að rannsaka hreyfíngar
og þróun innan ákveðinna flokka
ferðamanna, s.s. ráðstefnugesta,
náttúruunnenda, ferðamanna á
eigin bílum, endurkomuferða-
manna og einnar nætur gesta.
Stjórnun ferðamanna
Leggja þarf á ráðin um (mið-
jstýringu ferðamannastraums til
þess að jafna fjöldann eins og ger-
legt er með góðu móti. í stað þess
að 2.000 manns skoði Gullfoss
suma daga sumars en 100 manns
aðra, má með ákveðnu samráði
ferðaskrifstofa e.t.v. dreifa fjöldan-
Jón Baldur
Þorbjörnsson
WislilÍÍfipili
:íSlS(
Er mýkst
jóiagjöf ^ d ð i n n i
/ joidgjo
\heimilisi
heimilisins
RÚMFÖT
Jólagjöf
^iginkonunnar
-------
NÁTTFÖT
Markvisst þarf að
vinna að auknum
gæðum ferðaþjónustu,
segir Jón Baldur Þor-
björnsson, með sam-
ræmdu átaki flestra
sviða hennar.
um jafnar. Þannig heldur ísland
orðspori sínu sem tiltölulega fá-
mennt og ósnortið land, sem nátt-
úruunnendur á meðal ferðamanna
sækjast eftir. Mun meiri líkur eru
á því að ferðamenn komi aftur til
landsins eftir slíka reynslu, verði
m.ö.o. endur- eða síkomuferða-
menn.
Nýjungar
Útfæra þarf enn ónýtta mögu-
leika í ferðaþjónustunni, sérstak-
lega hvað afþreyingu varðar. ísland
býður ekki eingöngu upp á nátt-
úrufegurð; ýmislegt gerir okkur
kleift að tengja afþreyingu við sér-
stæða náttúru landsins, sem má
þó aldrei verða á hennar kostnað.
Hér má t.d. hugsa sér að landið
yrði kynnt sem vistleg og heilnæm
matarkista með matsmökkunar-
ferðum, samanber vínsmökkunar-
ferðir til Frakklands/Þýskalands.
Of lítið er gert af því að færa
íslendingasögurnar til nútímans
þennan arf okkar sem helst kemur
Islendingum á kortið sem kúltúr-
þjóð, sbr. „sagaön“ — sagnaeyjan.
Hví ekki að koma upp aðstöðu þar
sem fólki gefst kostur á að vera
beinir áhorfendur eða þáttakendur
í þekktum atriðum úr íslendinga-
sögum með lifandi sögualdarsafni.
Slíku safni mætti sem best koma
fyrir í lítt nýttum Fossvogsdalnum
eða á einhveijum sögufrægum stað
úti á landi.
Það kemur á óvart hversu mikil
jeppaeign er orðin á meginlandi
Evrópu, sérstaklega í ljósi að-
stæðna og takmarkaðra torfæru-
akstursmöguleika þar. Því fjölgar
þeim stöðugt sem koma á eigin
jeppa til íslands til þess að fá að
Ultrabra
Undrahaldarinn frá
er kominn aftur6
Perluhvítur, dökkblár.hvítur
og svartur. A, B og C skálar.
áog sví
“tZD
Ivmplj
Laugavegi 26, s. 13300
Kringlunni 8-12, s. 33600
aka þeim í eðlilegu umhverfi. í
löndum Evrópu eru einnig starf-
andi jeppaklúbbar sem ráða yfir
landskikum þar sem jeppaeigendur
geta reynt með sér eða sökkt bílun-
um sínum á kaf í drullu — og þyk-
ir það mikið sport. Hér á landi er
nóg af sandgryfjum eða öðrum
svæðum utan alfaraleiða þar sem
útbúa mætti þrautabrautir t.d. í
líkingu við Camel Trophy eða eitt-
hvað annað íslenskara.
Efling gæðavitundar
Markvisst þarf að vinna að aukn-
um gæðum ferðaþjónustunnar með
samræmdu átaki innan flestra
sviða hennar, fólksflutninga, veit-
inga, gistingar og leiðsagnar.
Hvort tekin verða upp gæðakerfi
skv. alþjóðlegum stöðlum eða ein-
faldlega settar fram sérsniðnar
gæðakröfur skiptir ekki máli, svo
framarlega sem markmið eru sett,
átakinu hrint í framkvæmd og eft-
irlit haft með því að_settum mark-
miðum verði náð. í ofangreindri
upptalningu er þáttur leiðsagnar-
innar hvað mikilvægastur. Leið-
sögumaðurinn er ábyrgur fyrir
umgengni síns ferðahóps um land
sem í raun er einn stór þjóðgarður.
En um leið virðist vera tiltölulega
auðvelt fyrir erlenda aðila, hóp- eða
fararstjóra, að ganga inn í störf
hérlendra með skírskotun til Evr-
ópsks efnahagssvæðis. Eina raun-
hæfa svarið við því er að auka enn
á gæði grunnmenntunar, bæta sí-
menntun íslenskra leiðsögumanna
og gera samsvarandi kröfur til
menntunar erlendra aðila. Þannig
mun það ekki verða kvöð heldur
eftirsóknarvert að hafa vel mennt-
aðan leiðsögumann, íslenskan eða
erlendan, ávallt í för með hópum
erlendra ferðamanna um landið.
Land og fólk
Þegar rætt er um sérstöðu ís-
lands á sviði ferðaþjónustu gleym,-
ist stundum að það er ekki bara
náttúran heldur einnig mannlífið
sem er sérstætt og áhugavert.
Óformlegheit landans í umgengni
við fólk er óvæntur og skemmtileg-
ur bónus fyrir marga sem heim-
sækja landið.
I sambandi við framangreinda
upptalningu, sem öll er í þá átt að
auka á aga þeirra sem starfa að
ferðaþjónustu og þröngva jafnvel
skipulagningu upp á ákveðna þætti
starfseminnar, þarf því að gæta
þess að þjóðareinkenni eins og
glaðlyndi og ferskleiki í umgengni
við ferðamenn-fari ekki forgörðum.
Þannig að ísland haldi áfram að
vera í hugum erlendra ferðamanna
í líkingu við Umsögn þýsks kunn-
ingja míns, sem beðinn var um að
lýsa landinu fyrir bæverskum
skólafélögum mínum: “Island ist
genauso wie Bayem, halt ganz
anders" - Island er alveg eins og
Bayem, einfaldlega allt öðruvísi!
Höfundur er leiðsögumaður og
bíltækniráðgjafi.
Hlúum að
börnum heims
- framtíðin
er þeirra
FRAMLAG ÞITT
ER MIKILS VIRÐI