Morgunblaðið - 09.12.1994, Síða 38

Morgunblaðið - 09.12.1994, Síða 38
38 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBBR 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BIRGIR EINARSON + Birgir Einar- son, fyrrum apótekari, fædd- ist í Reykjavík 24. desember 1914. Hann lést á Borg- arspítalanum 30. nóvember síðast- liðinn. Birgir var sonur Magnúsar, dýralæknis, Ein- arson _ og konu hans Ástu Sigrið- ar, píanókennara, Einarson, f. Sveinbjörnsson. Systkini hans voru Lárus Einarson, prófessor í Árósum (látinn), Guðrún Einar- son og Helga Velschow-Ras- mussen. Birgir giftist eftirlifandi konu sinni Önnu Einarson, f. Egils- dóttir, 28. júlí 1939. Börn þeirra eru: 1) Magnús B. Einarson, f. 29. júní 1943, læknir á Reykja- lundi, kvæntur Dóru Þórhalls- dóttur, hjúkrunarfræð- ingi, 2) Unnur Einarson Kawadry, f. 7. janúar 1947, apótekari í Frakk- landi, gift Eric Kawadry, kjarneðlis- fræðingi, og 3) Ingi- björg Ásta Hafstein, f. 19. apríl 1953, píanó- kennari, gift Pétri Kr. Hafstein, hæstaréttar- dómara. __ Barnabörn Birgis og Önnu eru- tíu talsins. Birgir varð stúdent frá MR 1935, stundaði lyfjafræðinám Reykjavík og Kaup- mannahöfn, lauk prófi í október 1941 og vann síðan í Danmörku á stríðsárunum. Hann var apó- tekari í Neskaupstað 1949 til 1954, er hann fékk lyfsöluleyfi fyrir Vesturbæjar Apóteki í Reykjavík sem hann stofnaði 28. apríl 1956. Lét hann af störfum í árslok 1988. Útför Birgis fer fram frá Dómkirkjunni í dag. VIÐ andlát Birgis Einarsonar, apó- tekara, er sannur heiðursmaður fallinn frá. Með nokkrum fátækleg- um orðum vil ég minnast hans í kveðju- og þakklætisskyni. Fyrir nær aldarfjórðungi lágu leiðir okkar saman. Þetta var í jóla- boði á Viðimelnum, þar sem stór- fjölskylda Önnu eiginkonu hans kom saman. Galsi mikill var í frænkunum að vanda og ekki laust við að undirrituðum, ungum kær- asta Ingu, bróðurdóttur Önnu, væri órótt. En ég gleymi seint þeirri vinsemd og hlýju, sem streymdi frá þessum látlausa og háttvísa manni, er við tókum tal saman úti í einu horninu. Hann reyndist vera sú sjaldgæfa manngerð, sem tók ungt fólk tali, sýndi áhuga á viðfangs- 'efnum þess og ræddi við það sem jafningja. Síðan hafa fjölskyldu- boðin orðið mörg og margir eftir- minnilegir viðræðufundir. Allt frá þessum fyrstu kynnum hafði ég miklar mætur á Birgi. Umhyggja fyrir fjölskyldunni og vinum var áberandi þáttur í fari hans. Væri haldið upp á merkisvið- burð, brúðkaup eða stórafmæli, kvaddi Birgir sér hljóðs og ávarp- aði viðkomandi með uppörvandi hvatningarorðum, gjaman áréttuð með skemmtilegum og lærdómsrík- um dæmisögum úr lífi þeirra Önnu. Bæri vanda að höndum var held- ur ekki hikað við að hringja í apó- tekið og spyija Birgi ráða. Og á stundum var apótekinu breytt í til- raunastofu til að opna heim efna- fræðinnar fyrir ungu frændsystk- ini, sem átti próf fyrir höndum í greininni. Þegar Inga, eiginkona mín, framkvæmdi þá hugmynd, sem nýfermdur unglingur, að kaupa hest og stunda hesta- mennsku, tók Birgir hana að sér, sem væri hún hans eigin dóttir. Ótal reiðtúrar með fjölskyldu hans og hestamannamót með tilheyrandi tjaldbúskap lifa í minningunni. Hjálpsemi og greiðvikni var honum eðlislæg. Alls þessa minnist fjöl- skyldan öll með þakklæti. Á námsárum okkar Ingu, nutum við þess að fá Önnu og Birgi í heimsókn, þegar þau áttu leið um Kaupmannahöfn. Við, sem kynnst höfðum mörgu af því besta í þjóð- menningu Dana, sáum, að Dan- merkurárin þeirra Önnu og Birgis settu fagran svip á lífsstfl þeirra og viðmót. Á glæsilegu heimili þeirra Önnu hefur ávallt ríkt reglu- semi, hlýhugur og látlaus reisn. Sýndarmennska var Birgi ekki að skapi. Fáguð framkoma, snyrti- mennska og einlægni einkenndu hann. Birgir var farsæll maður og átti miklu fjölskylduláni að fagna. Þessu ber heilsteyptur og kraftmik- ill hópur afabama fagurt vitni. Birgir og Anna, eiginkona hans, voru með eindæmum samrýnd hjón og þau jafnan nefnd í sama orðinu. Ur sambandi þeirra skein gagn- kvæm virðing og ást. Við Inga kveðjum Birgi Einarson með þakklæti og virðingu og biðj- um Guð að styrkja Önnu á erfiðri stundu. Fjölskyldunni allri vottum við okkar dýpstu samúð. Krislján Jóhannsson. ■ Úr björtum augum afa míns skein alltaf blíða og ró. Minnti mig undir það síðasta á austurlenskan vitring. Afi mun lifa í minningum mín- um. Þórhallur Magnússon. Látinn er bekkjarbróðir minn frá Menntaskólanum í Reykjavík og góður vinur, Birgir Einarson apó- tekari, og vil ég minnast hans með örfáum orðum. Hann lauk stúdentsprófi úr stærðfræðideild MR 1935 og hóf þegar nám í lyfjafræði um haustið. Eftir tveggja ára nám hér heima, hélt hann utan til Danmerkur til frekara náms og lauk kandidats- prófi í lyfjafræði þar haustið 1941. Starfaði hann síðan sem lyfjafræð- ingur í Kaupmannahöfn til stríðs- loka. Eftir heimkomuna 1945 starfaði hann um skeið í lyfjabúðum í Reykjavík, uns hann var skipaður lyfsali í apóteki Neskaupstaðar 1. janúar 1949. Þeirri stöðu gegndi hann til 1. október 1954 er hann flutti aftur til Reykjavíkur. Birgir stofnaði Vesturbæjar Apótek 1956 og var lyfsali þar uns hann lét af störfum vegna aldurs í árslok 1988. Birgir var kvæntur mikilhæfri konu, Önnu Einarson, og á hinu glæsilega heimili þeirra nutu vinir og vandamenn gestrisni og margra ánægjulegra samverustunda. Auk persónulegra kynna okkar Birgis frá því í menntaskóla átti ég því láni að fagna að starfa með honum um áratuga skeið að áhuga- málum okkar beggja, sögu læknis- fræðinnar. Fyrsti formaður Félags áhugamanna um sögu læknisfræð- innar, Jón Steffensen prófessor, kvaddi okkur Birgi með sér í stjórn félagsins við stofnun þess í desem- ber 1964. Áttum við sameiginlega þátt í því að vinna að viðgangi Nesstofusafns ásamt fleiri góðum mönnum. Var sú samvinna með miklum ágætum og eru margar góðar og jákvæðar minningar frá þeim tíma. Um alllangt skeið var það árlegur viðburður, að félagið fékk erlenda fræðimenn í heimsókn að sumarlagi, til fyrirlestrahalds um ýmsa þætti í sögu læknisfræð- innar. í tengslum við þær heim- sóknir var gjarnan boðið í dag- slangar ferðir á fornar söguslóðir eða aðra áhugaverða staði. Þessar ferðir treystu kynni og vináttu ferðalanganna og voru jafnan hinar skemmtiíegustu að allra dómi og áttu Birgir og Anna sinn þátt í að svo væri. Birgir var virkur þátttakandi í störfum félagasamtaka er tengdust stétt hans, svo sem Apótekarafé- lagi íslands, Lyfjafræðingafélagi íslands og Apótekarafélagi Reykja- víkur. Sat hann í stjómum þessara félaga um árabil ýmist sem formað- ur eða meðstjórnandi. Þá sat hann í Verslunarráði íslands og var um skeið í stjóm Vinnuveitendasam- bands íslands. Rekstur hans eigin fyrirtækis var til mikillar fyrirmyndar og sem atvinnurekandi var hann afhaldinn og virtur af starísfólki sínu. Birgir Einarson var hlýr í við- móti og prúður í framkomu. Hann var tillögugóður í hveiju máli, vandaður til orðs og athafna og drengur góður og kveð ég hann með einlægu þakklæti. Við Margrét sendum Önnu eigin- konu Birgis og börnum þeirra okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Ólafur Bjarnason. Störin á flánni er fölnuð og nú fer enginn um veginn annar en þú. í dimmunni greinirðu daufan nið og veirf; þú ert kominn að vaðinu á ánni... (Hannes Pétursson.) Við andlát Birgis Einarssonar, apótekara leitar hugurinn ósjálfrátt vestur í apótek og fer yfir árin sem ég vann þar í fyrirtæki hans. Ég komst fyrst í kynni við Birgi þegar ég var nemi í lyfjafræði og stund- aði verklegt nám í Vesturbæjar Apóteki. Seinna vann ég þar og kynntist honum betur. Það var minn besti skóli. Birgir var afar vandaður maður, réttsýnn og skemmtilegur. Alltaf var hann brosandi og kátur við starfsfólk sitt en þó vissu allir til hvers var ætlast af þeim. Hann var skarp- greindur og fljótur að greina á milli aðaíatriða og aukaatriða, hafði góða yfírsýn yfír rekstur apó- teksins án tölvu eða mikils pappírs. Honum hélst vel á fólki og ein- hvern tíma þegar við vorum að ræða um starfsfólk hans þá lét hann þess getið að hann hefði að- eins einu sinni auglýst eftir fólki og margar stúlkur hefðu sóst eftir starfinu. Eftir viðtölin hefði hann ekki getað gert upp á milli tveggja svo að hann réð þær báðar og hefði ekki séð eftir því. Það væri svo skrítið að þær sem hefðu hætt hjá honum kæmu flestar aftur en hann hefði verið afar heppinn með starfs- fólk. Þetta lýsir því vel hversu góð- ur vinnuveitandi Birgir var og hve mikils hann mat starfsfólk sitt og virtist alltaf geta laðað fram það besta í hveijum og einum. Birgir var vanafastur og fór ekk- ert dult með það. Það kemur sér líka vel í rekstri að vera fastur fyrir án þess að nokkur taki eftir því en þó fljótur að taka upp nýj- ungar ef fyrirséð er að þær séu til bóta. Hann var fljótur að hugsa og stutt var í kímnina eins og þessi frásögn ber með sér. Nótt eina að vetri til varð vart við þrusk niðri í apóteki, en fjölskyldan bjó á hæð- inni fyrir ofan. Birgir brá sér niður í apótek og mætir þar óboðnum gesti. Bað sá um eldspýtur til að kveikja sér í sígarettu. Birgir kvaðst ekki vera með þær á sér en hann skyldi fara upp í íbúð og sækja þær sem hann gerði en hringdi í lögreglu í leiðinni. Eftir þetta var sett upp þjófavamarkerfi í apótekið. Birgir stofnaði Vesturbæjar Apótek, reisti það af mikilli fram- sýni og hóf rekstur þess árið 1956. Hann sagði mér að það hefði tekið nokkum tíma að fá Vesturbæinga til að koma í apótekið. Þeir vom vanir að fara niður í bæ en með þrautseigju og dugnaði tókst hon- um að gera það eitt stærsta og virtasta apótek Reykjavíkur. Það var gaman að vinna í Vesturbæjar Apóteki, fyrirtækið var vel kynnt og öll fyrirgreiðsla auðfengin án undirskrifta eða pappíra. Slíkt traust var borið til Birgis. Birgir og Anna, kona hans, voru höfðingjar heim að sækja og héldu boð fyrir starfsfólk apóteksins þeg- ar tilefni gáfust og voru þá hrókar alls fagnaðar en eitt slíkt boð var haldið fyrir tæpum tíu áram á 70 ára afmæli Birgis. Anna studdi mann sinn dyggilega í starfí en hafði ekki afskipti af daglegum störfum í apótekinu og spurði ég hana'einu sinni hveiju þetta sætti. Hún sagðist fljótt hafa ákveðið að skipta sér ekki af rekstrinum, Birg- is vegna, og við það hefði hún stað- ið. Þegar Birgir lét af störfum sem apótekari fluttu þau hjón í Miðleiti þar sem þau höfðu af framsýni búið sér heimili eftir rúmlega 30 ár í Vesturbæjar Apóteki. Að lokum vil ég þakka Birgi góð kynni og velvild í garð fjölskyldu minnar. Við Una sendum frú Önnu og ijölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Bessi Gíslason. Það var gæfa að hafa verið lærl- ingur og síðar lyfjafræðingur í Vesturbæjar Apóteki hjá Birgi Ein- arsyni. Þá voru slegnar töflur, pressaðir stílar og búin til smyrsli og saftir í apótekum. Birgir Einar- son stofnaði og byggði Vesturbæjar Apótek. Apótekið var framhald af heimilinu enda bjó fjölskyldan á hæðinni fyrir ofan. Állt myndaði þetta eina heild. Með hæglátri og innilegri framkomu skapaði Birgir þægilegt andrúmsloft. Ég minnist sérstaklega stundanna eftir vinnu þegar við Birgir ræddum saman og hann sat við gamla stálskrifborðið sitt. Ljúfmennska hans gerði það að vinnustaðurinn og starfíð var eðlilegur lífsstíll. Hinn góði andi sem Birgir skapaði ríkti og ríkir enn í Vesturbæjar Apóteki löngu eftir að hann var hættur störfum. Fyrir þennan tíma vil ég þakka um leið og ég votta Önnu og fjölskyldunni samúð. Eggert Eggertsson. Nú er hann okkur horfinn fyrir fullt og allt, apótekarinn okkar, Birgir Einarson. Hann stofnaði Vesturbæjar Apótek með miklum glæsibrag árið 1956 og rak það í meira en þijá áratugi. Það lýsir honum sennilega best hversu þaul- sætið sumt starfsfólkið var í vinnu hjá honum. Við skrappum frá til að eiga bömin okkar og komum svo aftur og aftur og bömin okkar komu sum líka til vinnu hjá honum. Við minnumst hans sem eins hins mesta ljúfmennis sem um getur. Okkar á mili kölluðum við hann stundum „pabba“ og enginn var í vafa um við hvem var átt. Hann bjó með fjölskyldu sinni alla tíð í húsinu, og við vitum að hann var einstakur eiginmaður, fað- ir og afí. Við sendum þeim öllum innilegar samúðarkveðjur. Starfsfólk Vesturbæjar Apóteks. í dag kveðjum við Birgi Einarson apótekara. Birgi kynntist ég fyrir fímmtán áram þegar ég tók sæti í stjórn Pharmaco. Með honum vora þá í stjórninni Sverrir Magnússon, Baldvin Sveinbjömsson og Christ- ian Zimsen, sem ásamt Birgi .vora allir stofnendur fyrirtækisins, ein- stakir heiðursmenn af gamla skól- anum. Birgir sat í stjóminni frá upphafi til síðasta aðalfundar þegar hann dró sig í hlé vegna heilsu- brests. Það var góður skóli og mik- ill heiður að fá að kynnast þessum mönnum og starfa með þeim. í öll þessi ár höfum við Birgir átt gott samstarf. Birgir skaut sér ekki undan ábyrgð og reyndist trúr og traustur sínu samstarfsfólki. Mér persónulega reyndist hann vinur í raun. Það er mikil eftirsjá að slíkum manni. Birgir var lánsamur í sínu einka- lífí. Umhyggja þeirra hjóna fyrir hvoru öðru var eftirtektarverð og ætíð notalegt að umgangast þau. Frú Anna, við Kristbjörg sendum þér og fjölskyldu þinni okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Við eram þakklát fyrir þau góðu kynni sem við höfðum af Birgi. Guð blessi minningu Birgis Einarsonar. Sindri Sindrason. Kveðja frá Apótekara- félagi Islands Birgir Einarson var tæplega átt- ræður þegar hann lést. Hann hóf nám í lyfjafræði í Lyfjabúðinni Ið- unni haustið 1935. Hann lauk ex- am. pharm. prófi í Danmörku 1938 og cand. pharm. prófí frá Den farmaceutiske Læreanstalt 1941. Að námi loknu starfaði Birgir á rannsóknarstofu og síðar í apótek- um í Danmörku, þar sem hann komst ekki heim til íslands vegna stríðsins og hersetu Danmerkur. Eftir heimkomuna starfaði Birgir í Lyfjabúðinni Iðunni og Reykjavíkur Apóteki. Hann varð apótekari í Nes Apóteki í Neskaupstað 1. janúar 1949 og starfaði þar til 1. október 1954. I desember 1953 fékk hann leyfí til að setja á stofn Vesturbæj- ar Apótek og tók það til starfa 28. apríl 1956. Þar starfaði Birgir til ársloka 1988 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Birgir tók mikinn þátt í félagsstörfum fyrir stétt sína bæði sem lyfjafræðingur og apótek- ari. Hann sat í stjórn Lyfjafræð- ingafélags Íslands frá 1946 til 1948, þar af sem formaður 1947- 1948. Hann var stjórnarmaður i stjórn Apótekarafélags íslands frá 1958-1966, þar af formaður 1962- 1966 og formaður stjórnar Apótek- arafélags Reykjavíkur 1973-1974. Birgir gegndi einnig mörgum trún- aðarstörfum s.s; í skólanefnd Lyfía- fræðingaskóla íslands 1947-1948, í Lyíjaverðlagsnefnd 1959-1963, í stjórn Vinnuveitendasambands Is- lands og Verslunarráðs og í stjórn Félags áhugamanna um sögu lækn- isfræðinnar frá stofnun þess 1964. Birgir var einn af stofnendum Pharmaco hf. og sat í stjóm þess frá stofnun 1956 fram á þetta ár. Apótekarafélag íslands þakkar Birgi vel unnin störf í þágu félags- ins og sendir eiginkonu hans og fjölskyldu innilegustu samúðar- kveðjur. Kveðja frá Lyfjafræðinga- félagi íslands í dag kveðjum við lyfjafræðingar einn félaga okkar, Birgi Einarson, fyrram lyfsala í Vesturbæjar Apó- teki í Reykjavík. Birgir hóf nám í lyfjafræði í Lyflabúðinni Iðunni strax að loknu stúdentsprófí árið 1935. Eftir tveggja ára vist þar fór hann til Kaupmannahafnar en þangað lá leið flestra íslendinga sem hugðu á frekara nám í lyfjafræði. Þar lauk hann aðstoðarlyfjafræðingsprófí og fluttist heim að því loknu. Hann gerði þó stuttan stans þótt ófriðlegt væri í Evrópu og hélt aftur utan haustið 1939 til frekara náms. Birgir lauk kandídatsprófí við danska lyíjafræðingaskólann haust- ið 1941. Hann starfaði sem lyfja- ft’æðingur í Danmörku til stríðsloka en þá fluttist hann heim að nýju og hóf störf í Lyíjabúðinni Iðunni og síðar í Reykjavíkur Apóteki. Hann var lyfsali í Apóteki Neskaupstaðar frá 1949 til 1954 og stofnaði Vestur- bæjar Apótek 1956 og var þar lyf- sali þar til hann hætti fyrir aldurs sakir í árslok 1988. Birgir gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir lyfjafræðinga. Hann sat í stjóm Lyfjafræðingafélags ís- lands og var formaður þess 1947 til 1948. Einnig sat hann í stjómum Apótekarafélags Reykjavíkur og Apótekarafélags íslands og var for- maður þeirra beggja. Hann var einn af stofnendum Innkaupasambands apótekara, Pharmaco hf., og sat þar í stjóm um hríð. Ég átti þess kost að kynnast Birgi þegar ég var nemi í Vestur- bæjar Apóteki og er hann mér sér- staklega minnisstæður fyrir fágaða framkomu og ljúfmannlegt viðmót. Fyrir hönd Lyfjafræðingafélags íslands færi ég fjölskyldu hans inni- legustu samúðarkveðjur. Mímir Arnórsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.