Morgunblaðið - 09.12.1994, Page 40
40 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
+Fanney Gunn-
laugsdóttir var
fædd I Hafnarfirði
7. september 1914.
Hún lést á Borgar-
spítalanum 1. des-
ember siðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Jónína Jóns-
dóttir, f. 7. mars
1888, d. 25. apríl
1968, og Gunnlaug-
ur Jóhannesson,
fyrrum vitavörður
á Glettinganesi, f.
3. mai 1884 í
Fögrukinn á Jök-
uldal, d. 22. desember 1964.
Fanney ólst upp frá átta ára
aldri í Kotvogi í Höfnum hjá
Hildi Thorarensen.
Hinn 11. nóvember 1933 gift-
ist Fanney eftirlifandi eigin-
manni sinum, Arna Eliassyni,
ELSKU fjölskylda og vinir.
Mig langar svo að minnast í örfá-
um orðum hennar ömmu minnar
þar sem ég get ekki verið með
ykkur í dag.
Þegar mamma hringdi til mín
um daginn og sagði mér að amma
væri það veik að talið væri að hún
lægi fyrir dauðanum, gat ég ekki
trúað því. Hún amma mín sem allt-
af var svo ígulhress, fór í sund,
keyrði eins og herforingi þar til
fyrir stuttu og hafði alltaf eitthvað
fyrir stafni, amma sem ég kvaddi
í haust með orðunum „sjáumst
hressar um jólin“. Það er skrýtið
að vera í útlöndum þegar svona
fréttir berast og erfítt að trúa þeim.
Fjarlægðin veldur því að fréttimar
verða óraunverulegar þar sem þú
getur ekki verið á staðnum og hug-
hreyst og deilt sorginni með þínum
nánustu. A síðustu dögum hef ég
hugsað mikið um ömmu mína og
það hafa rifjast upp fyrir mér
margir viðburðir úr æskunni og líf-
inu þar sem amma kom við sögu,
stundir sem ég hafði ekki hugsað
um lengi. Skiptunum í gamla daga
þegar við systkinin gengum með
mömmu í heimsókn, „vestur eftir“
á Hæðarenda, þar sem húsið þeirra
afa og ömmu og náttúran á nesinu
í kring var full af dularfullum og
spennandi ævintýrum og við feng-
um mjólk að drekka og kökur með,
skiptin sem ég fékk að sofa á svefn-
bekknum í stofunni. Upp fyrir mér
rifjast hlutir eins og þegar amma
kom heim til okkar til þess að vera
hjá okkur ef pabbi og mamma voru
veik eða í fríi, þegar amma sat hjá
mér þegar ég var veik og við spiluð-
um á spil eða hlustuðum á plötuna
með Vilhjálmi Vilhálmssyni aftur
og aftur til að stytta okkur eða
öllu heldur mér stundir, alls kyns
atburðir frá æskunni rifjast nú upp
fyrir mér.
En mest af öllu verður mér hugs-
að til síðustu ára þegar ég hef feng-
ið að kynnast ömmu minni nánar
sem persónu og sem vinkonu. Bæj-
arferðunum um helgar sem voru
farnar í Kolaportið, á kaffihús, list-
sýningar eða í Eden til að skoða
plöntur og borða ís og fara svo í
kaffí í Furugerði á eftir. Það var
einmitt einn slíkur eftirmiðdagur í
Furugerði sem ég mun alltaf muna.
Við vorum þar saman komnar
nokkrar konur á öllum aldri úr fjöl-
skyldunni og var mikið fjör og
margt spjallað að venju.
Amma reiddi fram ýmist góð-
gæti eins og hennar var von og
vísa og þar á meðal var ísterta
mikil sem við vorum búnar að
gæða okkur á. Amma féllst loksins
á að smakka ístertuna sem hún
hafði annars lítinn áhuga á og eft-
ir smástund fer hún að tala um
hversu seig tertan sé. Við vorum
sko ekki á því að samþykkja það
en amma hélt fast við sitt, tertan
væri bara ólseig. Það kemur svo
ekki í ljós fyrr en um korteri seinna,
f. 12. 10. 1904 í
Helgárseli í Garðs-
árdal í Eyjafirði.
Þau eignuðust sjö
börn. Þau eru: Hild-
ur, sem lést nokk-
urra vikna gömul;
Elías Hilmar,
kvæntur Steinvöru
Sigurðardóttur;
Gunnlaugur Orn,
kvæntur Sólveigu
Helgadóttur; Guð-
rún Esther, gift
Jóni H. Baldvins-
syni; Ólafur Jón,
kvæntur Þórunni
Berndsen; Ómar Þór, kvæntur
Margréti Pétursdóttur; Svan-
hildur Ágústa, gift Jóni Bald-
vini Halldórssyni. Barnabörnin
eru 12 og barnabarnabörnin
þrjú. Utför Fanneyjar fer fram
frá Fossvogskirkju í dag.
þegar við vorum farnar að tala um
allt aðra hluti, af hveiju sneiðin
hennar ömmu var svona seig þegar
einn af yngri meðlimum fjölskyld-
unnar fór að spyijast fyrir um hvað
hefði orðið af tyggigúmmíinu sínu.
Það veit sá sem allt veit að við
höfum sjaldan hlegið svo dátt sam-
an, tárin láku niður kinnar og sum-
ir fengu hiksta og sú sem mest hló
var hún amma sem ekki kippti sér
upp við svona uppákomur.
Hún amma gaf mér fyrir nokkr-
um árum fallega postulínsdúkku
sem hún hafði saumað kjól á og
skreytt og lét þau orð fylgja að nú
hefði ég eitthvað til að minnast
hennar með þegar hún færi frá
okkur. Dúkkan er falleg og í miklu
uppáhaldi hjá mér og mun alltaf
minna mig á ömmu og fallegu
handverkin hennar en það sem lifir
sterkast í minningunni eru stundir
eins og þær sem ég sagði frá áðan
og ég þakka Guði fyrir að hafa
fengið að njóta samveru með ömmu
minni svona lengi.
Elsku afí minn, Guð styrki þig
í sorginni. I fyrra þegar þið amma
áttuð 60 ára brúðkaupsafmæli,
skrifaði ég ykkur bréf þar sem með
fylgdi ljóð eftir Jónas Hallgrímsson
sem við Þór höfum mikið dálæti á
og ég ætla að skrifa hér aftur, þar
sem mér finnst það ekki síður eiga
við núna í dag.
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg,
en anda, sem unnast,
fær aidregi
eilifð að skilið.
(Jónas Hallgrímsson)
Við erum hjá ykkur í huganum.
Guðný og Þór, Rómarborg.
Það var liðið að hausti. Gest bar
að garði á Laugarvatni. Hann bað
heimamann um aðstoð við að flytja
konu til Þingvalla. Þar var kominn
hreppstjórinn á Brekku í Biskups-
tungum og með honum ung kona
sem var sýnilega að verða léttari.
Hún var meira að segja gengin
fram yfir en það skipti engu fyrir
yfirvöldin. Þessari konu skyldi
komið burt af Suðurlandi, svo þar
fæddist ekki barn sem „hreppur-
inn“ þyrfti að ala upp. Anna Jónína
var fátækt og saklaust fórnarlamb
síns tíma, líklega síðasta mann-
eskja sem þurfti að þjást vegna ill-
ræmdra laga um heimilisfesti. Þeg-
ar upplýst var að hún gekk með
barn, var lögum samkvæmt ákveð-
ið að senda hana úr Hvolhreppi í
Biskupstungur, þar sem hún hafði
alist upp. Hreppstjórinn þar sá hins
vegar undankomuleið því hann
hafði vitneskju um að Anna Jónína
hefði fæðst í Hafnarhreppi á Suður-
nesjum. Því bæri að taka við henni
þar og hreppnum að sjá fyrir barn-
inu. Þar með hófst margra daga
ferðalag frá einum hrepp til annars
á Suðurlandi með konuna, sem
MINNINGAR
komin var fast að falli. Hver hrepp-
stjórinn af öðrum hraðaði sér við
að koma henni af sér og áfram
áleiðis til Þingvalla og síðan yfír
til Reykjavíkur. Ekki vildu yfírvöld-
in í Reykjavík eiga á hættu að
barnið fæddist þar og drifu konuna
áfram suður í Hafnarfjörð. En þá
varð ekki lengra komist. Um nótt-
ina fæddist stúlkubarn. Til er skráð
frásögn um þennan hreppaflutning
þar sem honum er lýst með mikilli
iðrun. Lögunum um heimilisfesti
hafí hins vegar orðið að hlýða en
þau blessunarlega verið afnumin
skömmu síðar.
Þessi litla stúlka sem var í heim-
inn borin í Hafnarfirði í september-
byijun árið 1914 var elskuleg
tengdamóðir mín, Fanney Gunn-
laugsdóttir. Þótt Hafnfirðingar af
miskunnsemi leyfðu móðurinni að
dvelja um nótt og hætta á að fá
barnið til framfærslu, varð ekkert
úr því. Ferðinni var haldið áfram
á Suðumes. Þau urðu æskustöðvar
Fanneyjar. Hún var alin upp hjá
Katli bónda í Kotvogi í Höfnum og
Hildi konu hans. í hópi uppeldis-
systkina sinna í Kotvogi sprakk út
þetta litla blóm sem allir hrepp-
stjórar á Suðurlandi höfðu óttast
og ekki viljað taka við. En stúlkan
litla varð engum byrði á langri
ævi. Þvert á móti óþijótandi upp-
spretta hjálpsemi, líknar, gleði og
skemmtunar, svo nægt hefði öllum
hreppum á Suðurlandi. _
Leiðir Fanneyjar og Áma Elías-
sonar frá Helgárseli í Eyjafirði lágu
saman í Höfnum þegar hann var
þar sjómaður á vertíð. Með honum
syrgjum við nú ástvin og félaga.
Mestan hluta úr sínum búskap voru
þau á Seltjamarnesi, þar sem stór
systkinahópur komst á legg, sex
börn. Fyrsta barnið lést aðeins
nokkurra vikna. Um tíma gættu
þau vitans í Gróttu og leiðbeindu
sjófarendum en ævistarf þeirra
beggja var þó að verka sjávarafla.
Fanne'y þótti glæsileg ung
stúlka. Þeirri fegurð og tign hélt
hún í ellinni þannig að umtalað
var. Hún var drottning í ríki sínu
en stýrði því af lítillæti. Það lék
allt í höndunum á henni. Um það
vitnar handverkið, pijónað, saumað
eða málað. Það var ekki hennar
háttur að mála tilveruna dökkum
litum, þótt lífíð væri ekki alltaf
dans á rósum. Sársauki í eigin lík-
ama hét með hennar orðaforða
„móðursýki". „Leti“ hét það að
þurfa að hægja á ferðinni þegar
árin færðust yfir. Hún sætti sig
ekki við að ellinni þyrfti að fylgja
deyfð og drungi. Það væri þvert á
móti ástæða til að njóta hennar.
Mér verður ógleymanlegt hvemig
Fanney fór stundum eins og storm-
sveipur um Furugerði 1, þar sem
þau Ámi hafa búið undanfarin ár.
Hvemig hún hreif gamla fólkið þar
með sér og fékk það til að gleyma
ellinni og lyfta sér upp. Yfír kaffí-
bolla, á þorrablóti frammi á gangi
eða yfir sherry-staupi inni í stofu.
Hún var þá drottning með ósýni-
lega glitrandi kórónu, krýnd af vin-
um sínum.
Hún er farin og skarðið er stórt.
Það er engin „amma í Furugerði“.
Allir hreppstjórar himnaríkis hljóta
núna að keppast um að fá hana til
sín.
Jón Baldvin Halldórsson.
Elsku amma okkar. Þegar þú
fórst frá okkur var þetta allt eins
og vondur draumur. Maður fékk
sting fyrir brjóstið af söknuði og
mann langaði til að springa úr sorg.
Minningarnar sem ég hef átt um
þig em nú geymdar í hjarta mínu
og verða þar um eilífð. Þegar mað-
ur missir ástvin er eins og eitthvað
mikilvægt sé tekið frá manni og
maður myndi gera allt til þess að
fá það aftur. En svona er gangur
lífsins og svona verður hann alltaf.
Elsku amma okkar. Ég mun alltaf
muna þig, fyrirmynd mína.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V.Briem)
Elva Benediktsdóttir.
+ Guðrún Jónína
Þorfinnsdóttir
fæddist á Kagaðar-
hóli á Ásum í Aust-
ur-Húnavatnssýslu
9. nóvember 1895.
Hún lést á Hrafn-
istu 1. desember
síðastliðinn, 99 ára
að aldri. Foreldrar
hennar voru Kristín
Sveinsdóttir og
Þorfinnur Hallsson.
Vegna veikinda
móður hennar var
hún tekin í fóstur
af Helgu Jónsdóttur
og Jóni Konráð Stefánssyni og
ólst hún upp hjá þeim á Strjúgs-
stöðum í Langadal í Austur-
Húnavatnssýslu. Alsystir henn-
ar var Kristín og hálfsystkini
samfeðra þau Gísli, Magnús og
Margrét, en þau eru öll látin.
Hinn 24. júlí 1918 giftist Guðrún
Birni Geirmundssyni frá Hóli
Hjaltastaðarþinghá, f. 25. maí
MEÐ örfáum orðum langar mig
að minnast tengdamóður minnar,
Guðrúnar Þorfínnsdóttur. Þótt orð-
in séu fátækleg er sjóður minning-
anna ríkulegur. Ég minnist þess
hve gott var að sækja hana heim
í sveitina á sumrin. Ég man bæinn
hennar uppi í slakkanum. Ég man
hve lágreistur hann var og smár
en ég man líka að þar var ævinlega
rúm fyrir alla. Ég man hvað hún
elskaði blómin sín. Ég man hvernig
hún af alúð og natni gróðursetti
tré og hlúði að blómum. Þegar ég
lít til baka stendur fallegi garðurinn
hennar mér ljóslifandi fyrir hug-
skotssjónum. í minningunni kalla
ég fram mynd af henni þar sem
hún gengur stolt um garðinn sinn
og sýnir mér ótrúlega margar teg-
undir blóma. Ég minnist þess með
hlýju er hún bar fram yndislegt
kaffiborð í garðinum sínum. Eg
minnist glaðværðar hennar sem
aldrei brást. Ég minnist þess hvað
við áttum margt sameiginlegt. Ég
minnist sameiginlegs áhuga okkar
á ljóðum og ljóðagerð. Ég minnist
þess hvað það var einstaklega gam-
an að tala við hana. Ég man næma
kímnigáfu hennar og hvað hlátur
hennar var smitarídi. Ég man hvað
hún var músikölsk og hvað hún lék
listilega vel á orgelið sitt sem henni
þótti svo vænt um. Ég man hvað
hún var söngelsk og gleymi því
seint hvað hún hafði enn mikið
yndi afysöng komin hátt á tíðræðis-
aldur. Ég vil þakka góðri tengda-
móður ánægjulegar samverustund-
ir og allt það góða sem hún gaf
mér og hefur skilið eftir á langri
leið. Guð blessi minningu Guðrúnar
Þorfínnsdóttur.
Guðrún V. Gísladóttir.
Falls er von af fornu tré. Það
sannast oft. Þegar aldurinn er orð-
inn næstum heil öld, er þess að
vænta að svefninn langi sé skammt
undan. Þá er lífsstarfið fyrir löngu
að baki og ævikvöldið orðið býsna
langt.
Að kveldi fullveldisdagsins 1.
desember slokknaði lífsloginn
hennar Guðrúnar frá Hnjúkum á
sjúkradeild Hrafnistu í Reykjavík.
í þessari stofnun hafði hún dvalist
frá því um 1970, síðustu árin á
sjúkradeildinni.
Ég heimsótti Guðrúnu nokkrum
sinnum á þennan stað og 1984 tók
ég við hana viðtal, sem hvergi hef-
ur birst, enda ekki til þess ætlast.
Nú styðst ég við viðtal þetta, er
ég skrifa minningargrein um hana.
Guðrún Jónína Þorfínnsdóttir
var reidd níu daga gömul yfir ísi-
lagða Blöndu að Stijúgsstöðum í
Langadal, naut hún þar góðrar
umönnunar. í viðtalinu við hana
rifjaðist margt upp frá þessum
stað, sem ég var kunnugur frá
1891, d. 7. febrúar
1965. Börn þeirra
eru sjö: Jón Konráð,
kvæntur Guðrúnu
Gísladóttur; Geir
Austmann, kvæntur
Arnheiði Guð-
mundsdóttur; Garð-
ar, kona hans var
Sigríður Guð-
mundsdóttir, þau
slitu samvistir, sam-
býliskona hans er
Elín Björnsdóttir;
Helga Svana, gift
Vagni Kristjáns-
syni; Ari Björgvin,
kvæntur Hildigaard Björnsson;
Ingólfur Guðni, kvæntur Ingi-
björgu Jónsdóttur; Hjördís
Heiða, var gift Andra Jónssyni,
þau slitu samvistir. Björn og
Guðrún bjuggu lengst af á
Hnjúkum við Blönduós, þar til
þau fluttu til Reykjavíkur. Útför
Guðrúnar fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag.
æskuárum, því að leið mín lá býsna
oft um garð á þessum bæ, er ég
gekk frá Refsstöðum í Laxárdal
um Stijúgsskarð heiman og heim.
Guðrúnu var minnisstætt, er skriða
mikil féll úr gilinu fyrir ofan bæinn
á túnið á Stijúgsstöðum seinni
hluta vetrar 1918 og stórskemmdi
það. Var mikil mildi, að ekki skyldi
manntjón af hljótast. Skriðuna
tókst bærilega að hreinsa, en hún
náði alla leið fram í Blöndu. Mér
fannst athyglisvert að hlýða á Guð-
rúnu segja frá þetta löngu liðnum
atburði eins og gerst hefði fyrir
skömmu. Hún mundi einnig eftir
því, er líkkista manns eins, er lést
á Refsstöðum í Laxárdal veturinn
1907, var flutt á hesti í mikilli
ófærð niður Stijúgsskarðið, til
greftrunar á Holtastöðum. Minni
Guðrúnar var lengi traust, en er
viðtalið við hana var tekið, var hún
tæplega níræð að aldri.
Mannsefnið hennar Guðrúnar,
Björn E. Geirmundsson frá Hóli,
átti jörð og búfénað austur á Hér-
aði og hugðist til búsetu þar, er
þessi hávaxni og myndarlegi maður
kynnist Guðrúnu. Ekki var útlit
Guðrúnar síðra. Því að hún þótti
forkunnar fögur, og iðulega kölluð
fagra Gunna. Þau hófu búskap á
Stijúgsstöðum og bjuggu þar um
tvö ár. Þá fluttu þau að Bollastöð-
um í Blöndudal. Var viðstaðan þar
einungis fjögur ár. Þau komu þang-
að árið eftir að Pétur bóndi Péturs-
son frá Valadal (1862-1919) and-
aðist. Þá kenndi Unnur dóttur Pét-
urs við Kvennaskólann á Blöndu-
ósi. Frá Bollastöðum fluttust þau
hjón að Mjóadal í Laxárdal, þar
keyptu þau bújörðina með öllum
bústofni. Bömin fæddust hvert af
öðru.
Árið 1934 fluttu þau síðan að
Hnjúkum við Blönduós, sem varð
dvalarstaður þeirra um þijá ára-
tugi, þar til haldið var til Reykjavík-
ur, er heilsa Björns tók að gefa
sig. Nærri má geta, að þessir tíðu
búferlaflutningar hafí reynt á þau
hjón, en þau voru samhent og hvað
er í raun og veru erfítt, þegar tvær
manneskjur leggja einhuga fram
sameinaða krafta sína til að leysa
verkefnið?
Mér fannst Guðrún segja vel frá,
þetta öldruð orðin^ er fundum okk-
ar bar saman. Eg spurði hana,
hvort hún hefði lagt leið sína upp
á Laxárdal, er hún átti heima á
Stijúgsstöðum. Jú, það hafði hún
gert. Hún mundi vel eftir víðlendum
beijabrekkunum á Refsstöðum, en
þar er óvenju gott beijaland.
í Langadal fer hins vegar fremur
lítið fyrir þeim jarðargróða. Og að
hugsa sér að muna næstum níræð
eftir því, hversu mikið var af kræki-
berjum á grundinni við Kárahlíð.
Já, það var gaman fyrir mig að
eiga orðastað við þessa vel mæltu
FANNEYS.
GUNNLA UGSDÓTTIR
GUÐRÚN
ÞORFINNSDÓTTIR