Morgunblaðið - 09.12.1994, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994 41
MINNINGAR
konu, um átthaga mína og kunnugt
umhverfi.
Að kynnast góðu fólki er mikill
fjársjóður. Mér finnst ég hafa auðg-
ast við kynnin við Guðrúnu frá
Hnjúkum, þó að þau yrðu raunar
allt of stutt. Hún var góður stofn,
fóstruð við hjarta landsins og skil-
aði framtíðinni mörgum og traust-
um niðjum.
Blessuð sé minning hennar.
Auðunn Bragi Sveinsson
frá Refsstöðum.
Mig langar að minnast með örfá-
um orðum Guðrúnar Þorfinnsdótt-
ur frá Hnjúkum, móður Garðars
míns.
Ég kynntist henni ekki fyrr en
hún var komin á Hrafnistu en hún
var þá hress og kát í sínu eigin
herbergi með sín húsgögn og þar
hafði hún' það gott, vann mikla
handavinnu og las mikið.
Ég hafði svo gaman að heim-
sækja hana og hlusta á hana segja
frá gamla tímanum þegar hún var
ung og hlusta á öll kvæðin sem
hún kunni. Hún var svo fróð og
minnug að það var með eindæmum.
Þegar hún var flutt til Reykjavík-
ur fór hún smá tíma út á vinnu-
markaðinn og vann í fiski með
mörgum konum. Ein þeirra gerði
vísu til hennar sem hljóðar svona:
Húnvetningsins höfðings svip
hefur frúin.
Gædd er flestum gæðum sönnum
sem gefin eru bestu mönnum.
Afkomendur hennar og eigin-
manns hennar, Björns Geirmunds-
sonar, eru orðnir fjölmargir.
Blessuð sé minning hennar.
Elín Björnsdóttir.
Lokið er langri ævigöngu elsku-
legrar ömmu okkar, Guðrúnar frá
Stijúgsstöðum í Langadal. Það er
erfitt að finna orð til að lýsa ömmu
því hún var eins og dýrlingur í
okkar augum. Okkur fannst hún
kunna og geta allt. Við rifjuðum
upp margar minningar tengdar
henni. Hún sagði svo skemmtilega
frá og kunni ógrynnin öll af vísum
og ljóðum sem hún kenndi okkur
krökkunum og var sá viskubrunnur
ótæmandi. Okkur fannst svo eðli-
legt að amma kæmi og gerði handa
okkur kleinur eða laufabrauð. Hún
hnoðaði deigið og steikti en
mamma og við krakkarnir skárum
út. Það var mikil stemmning við
þetta og höfum við reynt að halda
í þennan sið.
Það er svo margt sem okkur
langar til að þakka henni fyrir og
svo margt sem kemur upp í hug-
ann. Það var með ólíkindum, hvað
janfvel stutt stund í einrúmi með
eins hjartahlýrri og skilningsríkri
konu eins og ömmu, gat lagt ótrú-
lega græðandi smyrsl á sárin og
„dimmu í dagsljós breytt“.
Það er mikill söknuður að henni,
en þrátt fyrir það erum við glöð
innst inni, því að amma er nú kom-
in á braut eilífðarinnar, á meðal
þeirra ástvina sem hún þráði að
hitta á ný.
Að lokum viljum við þakka
ömmu fyrir dýrmætar samveru-
stundir allt frá bernsku og fram á
þennan dag og viljum við kveðja
hana með eftirfarandi ljóði eftir
Tómas Guðmundsson, sem hún
hélt svo mikið upp á:
Og seg þú mér, ljóð mitt, hvort er ekki ein-
mitt þetta
hin eina gleði, sem sálir og kvæði varðar,
að mega í auðmýkt fara að dæmi fuglsins,
sem flýgur í erindum guðs milli himins og
jarðar?
Guðrún Edda, Sigrún
Jóna, Ásbjörn og Ásgeir
Andrabörn.
Það er aðeins eitt sem er öruggt
í þessu lífi og það er að öll munum
við deyja að lokum, sum ung, en
önnur í hárri elli. Og oft er það svo
að þó sárt sé að sjá á bak ættingj-
um og vinum, er dauðinn sem hinn
líknandi engill. Og níutíu og níu
ár er hár aldur, einkum þegar þrek-
ið er löngu búið. Hún amma mín
Guðrún Þorfinnsdóttir lést á Hrafn-
istu hinn 1. desember síðastliðinn,
en þar hafði hún dvalist í mörg
undanfarin ár, í mjög góðri umönn-
un þess góða fólks sem þar vinnur.
Ég sem barn varð þeirrar gæfu
aðnjótandi að fá að dveljast í sum-
ar- og páskafríum mínum í sveit-
inni hjá ömmu og afa sem var Björn
Geirmundsson, en á þeim árum og
seinustu búskaparár sín bjuggu þau
að Hnjúkum, skammt frá Blöndu-
ósi. Ekki bjuggu þau neinu stór-
býli hvað húsakost og skepnufjölda
snerti, en hjörtun voru stór og
umhyggja fyrir litlum borgarstrák
sem hvergi undi sér betur en hjá
afa og ömmu í sveitinni þar sem
bæði var ró og friður.
Það er margt sem kemur upp í
hugann við fráfall þessarar mætu
konu, til dæmis minningarnar úr
stóra tijágarðinum á Hnjúkum og
vinnan sem í hann var lögð og ljóm-
ann í augum ömmu þegar vel tókst
til með ræktun blóma og græð-
linga. Mér er sérstaklega minnis-
stætt eitt páskafríið sem ég dvald-
ist á Hnjúkum, en daginn eftir að
ég kom þangað skall á blindhríð,
og má segja að alla páskana hafi
verið glórulaust veður, þannig að
ekki var hægt að dveljast utandyra
í tíu daga. Við amma spiluðum
spil sem heitir Marías, nánast frá
morgni til kvölds, líklega þó með
hæfilegum matarhléum, og þá var
nú kátt í höllinni, því keppni var
hörð, þótt seinna meir hafi læðst
að mér sá grunur að þessi heiðurs-
kona hafi leyft mér að vinna spil
til að viðhalda spennunni, svo að
litli snáðinn yrði ekki tapsár og upp
kæmi leiði yfir að þurfa að hanga
innandyra svo lengi.
Þannig var amma og allar mínar
minningar á sama veg, gleði og
hlýlegt viðmót sama á hveiju gekk.
Ég vil að lokum þakka afa og
ömmu fyrir allt sem þau gerðu fyr-
ir mig. Megi þau hvfla í friði.
Stefán Vagnsson.
Góð úlpa
erhlýjólagjqf
Mikið úrval af úlpum
með og án hettu. Stærðir 34-50
Póstsendum
\i#HI/I5IÐ
Laugavegi 21, s. 25580
MATVINNSLUVÉLAR I
Ein gób og önnur betri
i
yh
\b
,^\f \ 6 \ a 9 e *r 0 u n / n n /
Fjölhæf viS bakstur og matargerð.
Rífur, þeytir, hnoðar - hrærir 600 gr
af deigi. 0,8 lítra skól og 320 W
mótor. Einn hraði og impúlstakki.
Mjög hagstætt verð.
11.569 ofb. ver&
Hrærir, hakkar, rífur, þeytir og
margt fleira. 1,25 lítra skól.
Impúlstakki og stiglaus hraði.
BRÆÐURNIR
Lágmúla 8. Sími 38820
Jólatilboð
á
hreinlætistækjum
OPIÐ TIL
KL. 16
LAUGARDAG
SALERNÍ.
Við bjóðum þér vönduð
salerni af ýmsum gerð-
um ásamt ýmsum áhöld-
um á baðherbergið. Sér-
lega hagstætt verð.
Verð frá kr. 9.760 m/setu.
STÁLVASKAR.
Vandaðir stálvaskar í
ýmsum stærðum og gerðum.
Verðdæmi:
2ja hólfa frá kr. 3.735.
1 'A hólf Verð frá
kr. 11.785.
BLÖNDUN ARTÆKI.
Ótrúlegt úrval af blöndunar-
tækjum. Stílhrein og falleg.
Eldhústæki frá kr. 2.536.
Sturtutæki frá kr. 2.040.
Hitast. sturtutæki frá
kr. 5.217.
STURTUKLEFAR,
Sturtukiefar sem ganga
hvar sem er. Af öllum
stærðum og gerðum.
Heill klefi m/blt., 80 cm,
frá kr. 25.908.
Sturtuhorn, 80 cm,
frá kr. 9.042.
Ofangreint er aðeins lítill hluti úrvalsins.
Lítið inn - Vandið valið
VATNSVIRKINN HF.
ÁRMÚLI 21 - PÓSTHÓLF 8620 - 128 REYKJAVÍK
SÍMAR: VERSLUN 686455. SKRIFSTOFA 685966
Eitt blab fyrir alla!
- kjarni málsins!