Morgunblaðið - 09.12.1994, Síða 42
42 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
SÓLEY
EIRÍKSDÓTTIR
+ Sóley Eiríksdóttir mynd-
listarmaður fæddist í
Hafnarfirði 14. júní 1957. Hún
lést á Borgarspítalanum 29.
nóvember síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru Eiríkur
Smith listmálari og Bryndís
Sigurðardóttir. Yngri bróðir
hennar er Smári Eiríksson.
Eftirlifandi eiginmaður Sóleyj-
ar er Jón Axel Björnsson
myndlistarmaður og eignuðust
þau eina dóttur, Brynju, sem
fæddist 4. mars 1990. Sóley
stundaði nám í Myndlista- og
handíðaskóla íslands 1975-82.
Hún hélt einkasýningar á
Kjarvalsstöðum 1987, í Gallerí
Svart á hvítu 1988 og aftur á
Kveðja frá tengdaforeldrum
Eg minnist þín við margan gleðifund,
eg man þig vel á beiskri reynslustund,
hve stððst þú tigin, stór í þungri sorg,
hve stór þú varst - en barst ei harm á torg.
Ó, vina kær, eg sáran sakna þín,
en samt eg veit að ávallt hjá mér skín
þín minning fógur, göfug, hrein og góð,
sem gimsteinn lögð í minninganna sjóð.
(Margrét Jónsdóttir.)
Að liðnum öllum þessum þrautum
þessum þrotlausu erfiðleikum
þessum endurteknu vonbrigðum
þessum hverfulu gleðistundum
spyijum við þrátt fyrir allt
þegar því er skyndilega lokið:
Hversvegna ekki einn dag enn
aðeins einn dag?
(Halldóra B. Bjömsd.)
Það er sárara en tárum taki að
vera neyddur til að horfast í augu
við að ungri, hæfileikaríkri, skap-
andi konu og yndislegri móður skuli
kippt burt úr tilveru manns. Þá
veigrar maður sér við að horfast í
augu við sára staðreynd; færist
undan sársaukanum í afneitun.
Sóley var eins og nafnið sem hún
bar; björt og hrein. Hún kom eins
og hressandi gustur inn í líf fjöl-
skyldunnar með eldri bróður okkar
og hafði oft önnur sjónarhorn á til-
veruna en við. Sóley hafði ákveðnar
skoðanir á hlutunum og var trú
sannfæringu sinni án þess að fest-
ast í klafa þröngsýninnar.
Hún var náttúrubam og fannst
fátt dýrmætara en að veija tíma
sínum í fallegri fjöm eða ljúfri laut
með Jóni Axel og Brynju sinni. Vin-
Kjarvalsstöðum 1990. Hún tók
einnig þátt í samsýningum á
Islandi og hinum Norðurlönd-
unum, i Þýskalandi, Lúx-
emborg, á Ítalíu, í New York,
Bandaríkjunum, og síðast í
Kanada 1993. Sóley stundaði
myndlistarkennslu frá náms-
lokum til þessa árs við barna-
deild Myndlista- og handíða-
skóla Islands og við skúlptúr-
og keramikdeild sama skóla,
auk þess sem hún kenndi við
Myndlistaskólann í Reykjavík.
Þá hafði hún ennfremur notið
starfslauna sem myndlistar-
maður. Útför Sóleyjar fer
fram frá Þjóðkirkjunni í Hafn-
arfirði í dag.
áttan var Sóleyju líka dýrmæt og
það huggar okkur nú, á erfiðum
stundum, að hafa átt hana að vini
og finna þann styrk sem vináttan
gefur. Erfiðast er að sætta sig við
að Sóley fær ekki að fylgja Brynju
lengur því það fannst henni mikil-
vægasta hlutverkið sem henni hafði
verið falið. Það er huggun harmi
gegn fyrir bróður okkar og alla þá
sem þótti vænt um Sóleyju og syrgja
hana, að hún skilur eftir hjá okkur
þann gimstein sem litla Biynja er.
Þegar við í dag kveðjum Sóleyju
er það okkar heitasta ósk að Jón
Axel, Brynja, foreldrar Sóleyjar og
bróðir, tengdaforeldrar og fjölskyld-
an öll finni þann styrk sem þarf til
að standast þessa raun og þola
þennan missi. Minningin lifir.
Tengdafjölskylda.
Þegar sorgartíðindi berast manni
af nátengdu fólki, fer maður ósjálf-
rátt að velta fyrir sér tilgangi með
þessu lífí okkar og miskunnarleysi
þess. Ekki hvað síst þegar svo ung
manneskja fellur frá í blóma lífsins
eins og hún Sóley svilkona mín sem
mig langar að minnast með nokkr-
um orðum. Hetjuleg barátta hennar
við hinn illvíga sjúkdóm var aðdáun-
arverð og mun ég ætíð minnast
hennar fyrir kjark hennar og æðru-
leysi á meðan á veikindunum stóð.
Leiðir okkar lágu saman þegar
Jón Axel mágur minn og Sóley byij-
uðu tilhugalífíð fyrir um 18 árum.
Það er Iangur tími á stuttri ævi og
ótrúlegt að svo langur tími skuli
vera liðinn þegar litið er til baka
og ég rifja upp fyrstu búskaparárin
þeirra í kjallaraíbúð í Karfavogi hjá
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÞURÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
áður Suðurgötu 10,
Sandgerði,
verður jarðsungin frá Hvalsneskirkju
laugardaginn 10. desember kl. 14.00.
Ásdfs G. Ólafsdóttir, Arthúr Guðmannsson,
Rúnar J. Ólafsson, Margrét Guðmundsdóttir,
Vilhjálmur Þ. Ólafsson, Sigriður Gísladóttir,
Gottskálk Ólafsson, Guðlaug J. Sigtryggsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Bróðir okkar, fóstri og vinur,
HANNES ÁGÚSTSSON
fornsali,
frá Sauðholti,
Grettisgötu 31,
lést 21. nóvember.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
Óskar Ágústsson,
Jónína Ágústsdóttir,
Sigurjón Ágústsson,
Nanna K. Sigurðardóttir,
Smári S. Sigurðsson.
MINNIIMGAR
foreldrum Jóns Axels. Ég man enn
eftir því hvernig Sóley fór að raða
inní þessa íbúð og var ég undrandi
þegar gamlar flíkur voru notaðar
sem skraut. Það kom í ljós að hér
var dálítið sérstök manneskja með
sérstakan stíl. Sóley var listhneigð
mjög enda átti hún ekki langt að
sækja það.
Sóley kaus að fara listabrautina
og valdi sér leirinn sem tjáningar-
form sem seinna þróaðist upp í
skúlptúra úr öðrum efnum. Fljótlega
hlutu verk hennar athygli fólks og
gerði hún alls konar fígúrur sem
hún sýndi bæði á einkasýningum
og á samsýningum bæði í Finnlandi
og á Ítalíu og ennfremur sýndi hún
með manni sínum m.a. á Kjarvals-
stöðum og hlutu þau mjög góða
dóma, hann fyrir málverk en hún
fyrir skúlptúra.
Það geislaði ætíð glaðværð af
Sóleyju og var gott að vera í návist
hennar. Hún fór út í að innrétta
vinnustofu ásamt vinkonum sínum
á Lindargötunni og var það mikil
uppörvun fyrir hana á þessum tíma
þegar hún gat verið að skapa sín
hugarverk. Dugnaðurinn og ósér-
hlífnin voru með eindæmum og ekki
voru listaverkin af minnstu gerð og
man ég þegar ég var að reyna að
burðast ásamt svilum mínum og
mágum með listaverk hennar til og
frá sýningum og henti hún oft gam-
an að því.
Eftirfarandi viðtal sem tekið var
við Sóleyju um verkin hennar lýsir
þeim kannski best: „Verk mín eru
einföld viðbrögð og næstum ósjálf-
ráð við umhverfí mínu. En ég þarf
að vera trú hugmyndinni og færa
hana í það efni sem ég vinn í hverju
sinni. Þar koma ótal tæknilegir og
formrænir þættir inn. Ég vildi
stundum að ég gæti galdrað þessar
hugmyndir mínar í endanlegt form
án þess að þurfa að snerta efnið.“
Það var því erfítt fyrir hana að
þurfa að lokum að selja húsnæðið
og leggja listsköpun sína til hliðar
í bili enda frumburðurinn að koma
í heiminn.
Það er líka margs að minnast
þegar fjölskyldurnar úr Karfavogin-
um hittust upp við Meðalfellsvatn
hjá tengdaforeldrum okkar í sumar-
bústaðnum og var Sóley oftast hrók-
ur alls fagnaðar, hress og kát og
alltaf stutt í glettnina, tilbúin í hvað
sem var. Hinn 4. mars 1990 fædd-
ist þeim dóttir sem nefnd var Brynja
og man ég enn eftir því þegar Sóley
gaf henni nafn við hátíðlegt tæki-
færi heima á Bræðraborgarstígnum
og man ég eftir því hvað Sóley geisl-
aði af gleði þegar hún tilkynnti hvað
barnið ætti að heita. Þarna kom
fram hvað Sóley var órög að fara
nýjar leiðir.
Það er sorglegt að Sóley skuli
ekki fá að vera með okkur lengur
því hún átti eftir að gera svo margt.
Þrátt fyrir veikindi sín og lífsbar-
áttu vildi hún að Jón Axel héldi
fyrirhugaða sýningu sem ákveðin
var fyrir ári. Sóley andaðist viku
áður en sýningin var opnuð og er
hún nú í minningu Sóleyjar. Jón
Axel átti eðlilega erfitt með að und-
irbúa sýninguna í veikindum hennar
og var hann henni mikill stuðningur
og í raun aðdáunarvert hversu vel
hann studdi við bak
hennar allan þennan
tíma, því að það hlýtur
að hafa verið erfítt hlut-
skipti oft á tíðum.
Um leið og ég þakka
Sóleyju fyrir samfylgd-
ina votta ég Jóni mági
mínum og Brynju litlu
ásamt foreldrum Sóleyj-
ar, bróður og tengdafor-
eldrum dýpstu samúð
mína og vil ég ljúka
þessum orðum á ljóði
Tómasar Guðmundsson-
ar, Lestin mikla:
Engum er ljóst, hvaðan lagt var
af stað
né hver lestinni miklu ræður.
Við sláumst í förina fyrir það,
jafnt fúsir sem nauðugir,
bræður.
Og hægt hún fer, en hún færist
um set,
þessi fylgd yfir veginn auðan,
kynslóð af kynslóð og fet fyrir fet.
Og ferðinni er heitið I dauðann.
Sigurður Ágúst Sigurðsson.
Með Sóley Eiríksdóttur er geng-
inn einn okkar traustustu félaga
langt um aldur fram. Hún vann af
áhuga í félagsskap myndhöggvara,
m.a. við flutninga Myndhöggvara-
félagsins í Reykjavík frá Korpúlfs-
stöðum í húsnæðið á Nýlendugötu
15 á síðastliðnu ári. Henni fylgdi
glaðværð og birta. Þess vegna urðu
vandamálin smávaxnari í návist
hennar en þau höfðu áður virst.
Sárt er að sjá nú á eftir Sóley úr
hópnum okkar þar sem enn bíða
mörg óleyst verkefni. En margar
góðar minningar rifjum við upp í
þögn.
Við flytjum ástvinum Sóleyjar,
sem nú eru harmi slegnir, innilegar
samúðarkveðjur.
Myndhöggvarafélagið
í Reykjavík.
Sóley Eiríksdóttir tók þátt í fé-
lagsstarfi myndlistarmanna og var
félagi í Leirlistarfélaginu og síðar
Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík
og Sambandi íslenskra myndlistar-
manna.
Myndlistarmenn kveðja góðan
félaga og senda Jóni Axel, Brynju
og öðrum aðstandendum innilegar
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd stjómar Sambands
íslenskra myndlistarmanna,
Sólveig Eggertsdóttir.
Sóley Eiríksdóttir innritaðist- í
fomámsdeild Myndlista- og hand-
íðaskóla íslands árið 1975. Haustið
1977 hóf hún nám við teiknikenn-
aradeild skólans og lauk prófí vorið
1979. Hugur Sóleyjar stóð til frek-
ara náms því haustið 1979 innritað-
ist hún í leirlistarskor skólans sem
þá hét Keramikdeild og lauk þaðan
prófi vorið 1981.
Tengsl Sóleyjar við Myndlistar-
og handíðaskólann áttu ekki eftir
að rofna því haustið 1981 var hún
ráðin til kennslu við þáverandi
bamadeild skólans og síðar við leir-
listarskor þar sem hún átti eftir að
starfa allt fram til hinstu stundar.
Líf, uppspretta, sköpun.
Erfítt er að kveðja vinkonu og
samferðamann sem fyrir ekki svo
löngu var full af lífsorku og sköpun-
argleði. En allt í einu er dregið fyr-
ir og lífshlaupinu lokið.
Sóley var litríkur persónuleiki.
Það gustaði af henni hvar sem hún
fór. Hún hafði lag á að draga fram
það listræna hjá nemendum og var
einnig óspör á að hvetja þá. Hún
var einlæg, glöð og snör í tilsvörum
o g sagði hiklaust sína meiningu. Það
var skemmtilegt að rökræða við
hana um listir því hún gekk alltaf
út frá eigin tilfinningu, ekki gefnum
forsendum, en þá kom persónuleiki
hennar best í ljós, kímnin, lífsgleðin,
óstýrilætið.
Fegurð er sú mynd sem kemur
til okkar þegar við hugsum til sam-
verastundanna með henni.
Hryggð er aftur sú tilfinning sem
ríkir hjá okkur nú. Orð verða fátæk-
leg þegar reynt er að tjá innri tilfínn-
ingar, en þakklæti er efst í huga
okkar sem áttumþess kost að starfa
með henni í MHI.
Við sendum Jóni Axel, Bi-ynju
litlu, foreldram, hennar, vinum og
vandamönnum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Samstarfsfólk í Myndlista-
og handíðaskóla Islands.
Sóley Eiríksdóttir hóf störf hjá
Myndlistarskólanum í Reykjavík
árið 1985. Ég var skólastjóri á þess-
um tíma og fékk Sóleyju, sem þá
þegar hafði getið sér gott orð sem
myndlistarmaður, til að kenna í
skúlptúrdeild. Það gerði hún um
tveggja ára skeið með góðum
árangri. Sérsvið Sóleyjar var leir-
mótun. Auk þess hafði hún lagt
fyrir sig málmsmíði sem eins konar
grann að þrívíddinni og andsvar við
mýkt leirsins. Hún fjallaði í verkum
sínum um mannlegt viðfang með
öllum þeim hliðum í forgranni, form-
ið stundum hvöss og vógu salt við
fyrirhafnarlausa gleði og léttleika
frásagnarinnar. Gleði og frískleiki
fylgdu enda nærvera Sóleyjar og
einkenndu fas hennar svo eftirtekt-
arvert var. Til marks um það var
einnig vinna hennar við skólann þar
sem hún kenndi síðan lengst af í
barnadeildum. Miðlaði hún börn-
unum af hugmyndaauðgi og frum-
leika sköpunar sinnar með ótrúlega
skemmtilegum árangri.
Hreyfíngin heldur áfram og stað-
setningar á sviðinu breytast. Ég er
skólastjóri á nýjan leik og kveð
Sóleyju fyrir hönd skólans. Eg kveð
hana fyrir hönd þeirra sem voru
samferðafólk og kynntust hennar
bjarta viðmóti. Hún hvarf frá
kennslu síðastliðið haust. Það var
trú allra að hún myndi sigrast á
veikindum sínum og snúa aftur til
starfa.
Viðbrögð samkennara og nem-
enda við fráfalli Sóleyjar sýndu þann
hug sem borinn var til hennar, lýstu
söknuði sem fylgir andlátsfregn og
eftirsjá að þeirri gleði sem fylgdu
upphaflegum kynnum.
Við vottum fjölskyldu Sóleyjar
Eiríksdóttur okkar dýpstu samúð.
Valgerður Bergsdóttir.
Kæra Sóley.
Okkur langar að þakka þér þann
stutta tíma sem við áttum með þér.
Þeir era fáir sem fara í fötin þín
hvað lífsgleði og fjör snertir og synd
væri að segja að kennslutíma þína
hafí einkennt lognmolla, því engir
tímar vora jafn fjörugir og aldrei
meira hlegið. Þú varst alltaf full af
lífsgleði, enda hinn mesti æringi.
Okkur var það mikils virði að fá þig
til að leiða okkur fyrstu skrefín í
deildinni. Þú kenndir okkur að nota
dansspor við hnoðborðið svo að erf-
iðið við hnoðunina yrði minna og
um leið skemmtilegra. Með lífsgleði
þinni tókst þér að hrífa alla með
þér, það þýddi ekkert fyrir okkur
að vera þungar á brúnina nálægt
þér. Oft varst þú eins og skemmti-
kraftur og sagðir sögur sem voru
lyginni Iíkastar því frásagnargleðin
var ómæld og hrífandi.
Kæra Sóley eða „spóaleggur"
eins og þú kallaðir sjálfa þig, við
„draslurnar" þínar þökkum samver-
una, þann fróðleik sem þú gafst
okkur og síðast en ekki síst þá gleði
sem þú færðir okkur. Blessuð sé
minning þín.
Nemendur í Leirlista-
deild Myndlista- og
handíðaskóla íslands.
Fyrir réttum tuttugu árum stik-
aði Sóley Eiríksdóttir inn í kennslu-
stofuna hjá mér í Myndlista- og
handíðaskólanum, skellibjalla með
drengjakoll, skelmislegt bros á fríðu
andliti og ógurlegar rosabullur á
fótunum. Kennslustundirnar voru
fljótar að líða þegar Sóley mátti
vera að því að mæta, til að túlka
með undirrituðum listasöguna með
skarplegum jafnt sem fyndnum at-
hugasemdum. Milli kennslustunda
kynntist ég öðrum mannkostum
þessarar geðþekku listspíru, ósér-
hlífni hénnar, örlæti, ríkri réttlætis-
kennd og andúð á öllum óheilindum.
Þar féll eplið ekki langt frá eikinni,
foreldrum hennar og síðar hollvinum