Morgunblaðið - 09.12.1994, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994 43
mínum og minna, Bryndísi Sigurð-
ardóttur og Eiríki Smith.
Árin liðu og ég fékk ærin tæki-
færi til að fylgjast með myndlistar-
ferli og þroska Sóleyjar, leirmunum
hennar sem smám saman snerust
upp í burðarmikil þrívíddarverk,
skreytimynstrum sem hlóðu utan á
sig merkingu og urðu að gáskafull-
um fantasíum. Engir möguleikar
voru fyrirfram útilokaðir, eins og
alþjóð sá í sjónvarpsþætti um snjó-
skúlptúra sem Sóley og nokkrir al-
þjóðlegir listamenn reistu á norður-
slóðum fyrir tveimur árum.
Það kom stundum i minn hlut að
semja umsagnir um þessi verk og
var listakonan þá fljót að láta mig
vita ef henni mislíkaði og jafn fljót
að taka upp þykkjuna fyrir kollega
sína. Eitt sinn vannst mér ekki tími
til að geta um sýningu hennar, og
hlaut fyrir nokkrar kárínur. Tók hún
þá af mér loforð um að skrifa vel
um sig næst. Hér er komið að efnd-
um og hefur mér aldrei reynst ein
umsögn jafn þungbær.
Snemmsumars rakst ég á lista-
konuna í skátabúð. Þá hafði hún
fyrir nokkru kennt sér meins, hafði
farið undir hnífínn oftar en einu
sinni, en nennti ekki að hafa orð á
slíkum hégóma. Hún þurfti nefni-
lega að kaupa sér nýjar rosabullur,
ætlaði að leggjast í göngur og skoða
sjaldséða staði. Svo stikaði hún út
með eilítið skakkt bros eftir aðgerð-
ir, en jafn glaðhlakkalegt og fyrrum,
og við vinir hennar fýlltumst nýrri
von.
En nú verða rosabullurnar ekki
hreyfðar meir, því snemma í að-
ventu og skyndilega lauk baráttu
Sóleyjar Eiríksdóttur við vágest
sinn. Listakona sem aldrei þoldi
hálfunnið verk er af grimmd örlag-
anna hrifin frá hálfkaraðri ævi.
Mikill harmur er kveðinn að eig-
inmanni, Jóni Axel Bjömssyni list-
málara, ungri dóttur þeirra Brynju
og ástríkum ætttingjum. Sjón-
menntimar í landinu hafa misst
hæfíleikamanneskju sem ævinlega
bar réttindi og reisn íslenskra mynd-
listarmanna fyrir bijósti.
Aðalsteinn Ingólfsson
og fjölskylda.
Hnígur sól
sofnar blóm
sorgin gistir minn rann
(Sigurður Helgi Guðmundsson.
í hug minn koma þessi orð þegar
kær vinkona er kvödd. Þótt sjúk-
dómurinn væri grimmur, var dugn-
aður hennar mikill og vonin sterk.
Læknar og hjúkrunarfólk gerðu sitt
besta en stundin var komin. Þessi
stund sem við öll verðum að hlíta,
en kemur samt svo óvænt og veldur
sársauka og sorg.
Góðar minningar létta sorgina.
Það er svo margs að minnast frá
góðum stundum úr skóla, tónleik-
um, heimsóknum, gönguferðum og
ferðalögum. Við brölluðum margt
skemmtilegt saman vinkonurnar
þrjár, Sóley, Rósa og ég. Gott er
að minnast ferðanna sem við fórum
saman í Þórsmörk og um Vestfirð-
ina. Sóley naut þess að ferðast um
landið okkar sem var henni svo
kært. Það lýsir henni svo vel að hún
sá fegurðina í öllu, jafnt stóru sem
smáu, ekki síst úti í náttúrunni, jafnt
í steinum sem blómum. Einnig kom
hún auga á það spaugilega sem
verk hennar endurspegla svo
skemmtilega. Það var alltaf gaman
að fá Sóleyju í heimsókn, það gust-
aði af henni og hún faðmaði og
kyssti okkur öll. Hún hafði svo mik-
ið að gefa öðrum, var alltaf glaðvær
og hlý. Enda sagði Sindri sonur
minn þegar við fréttum lát hennar
að nú kæmi enginn skemmtilegur í
heimsókn til okkar.
Þegar sögumaður í Sólarljóðum
lýsir því sem bar fyrir augu hans,
þegar hann kom til annars heims,
segir hann svo frá:
Menn sá ég þá
er af miklum hug
veittu fátækum frama.
Lásu englar
helgar bækur
og himnaskrift yfir höfði þeim.
Og fínnst mér að Sóley muni fá
slíkar móttökur, hún á þær skilið.
Sárt er að sjá á bak góðri vin-
konu, sárara er það þó ástvinum
og erfitt var henni að skilja við
Brynju litlu, sem hún hafði að von-
um ætlað sér svo margar stundir
með. En á þennan veg er oft lífs-
hlaup manna, órannsakanlegt og
næstum því óskiljanlegt. Sóleyju
þakka ég tryggðina og góða vináttu
í yfir tuttugu ár.
Elsku Jón Axel, Brynja, Binna,
Eiríkur og Smári, við Markús og
börnin okkar sendum ykkur samúð-
arkveðjur. Megi guð veita ykkur
styrk í sorginni.
Guðný Björg Kristjánsdóttir.
Þó ég ætti öll orð í heiminum
öll blæbrigði tungunnar hlýddu mér
og krydduðu mál mitt eins og ljúffengan rétt
en hefði ekki átt þig sem kunnir að
segja sögur
breyta gráum lit í repboga
litlum atburð í ævintýri
steini í fjall
og kuðung í elskhuga
ástina sjálfa
þá væru orðin bara hijóð
og krydd þeirra bragðlaust
ef ég hefði ekki átt þig sem kunnir að
segja sögur
sóleyjarsögur
Mér finnst gott að ímynda mér
að allir hlutir séu samsettir. Og taki
maður eitt brot og leggur við aðra
samstæðu, verður til ný samsetning,
ný veröld, ný mynd. Ef hver og einn
er þannig samsettur úr fjölda ein-
inga, sem í samveru við aðra mann-
eskju hreyfast til, tengjast út og
einingar frá öðrum tengjast inn,
erum við aldrei söm, við erum óend-
anlegir möguleikar. Tímaskúlptúr-
ar.
Við Sóley áttum okkar tíma-
skúlptúr og ég mun alltaf geyma
með mér fegurð hans. En nú er
þörf á hvíld. Það er líka tími. Og
eilífð.
Harpa Björnsdóttir.
Sóley kunni að meta lífið. Hún
kunni að stækka hveija samveru-
stund með elsku sinni. Hún kunni
þá list að njóta andartaksins, njóta
fegurðar og félagsskapar. Henni
þótti það ómaksins vert að hafa orð
á góðum tilfinningum sem hún bar
til þeirra sem kringum hana voru.
Ef henni leið vel og hún fann yl
væntumþykju í hjarta sínu þótti
henni ævinlega þess virði að hafa
orð á því; það var einfaldlega svo
gaman og jók öllum vellíðan. Við
börn, sem gjarnan hændust að
henni, var hún örlát á gælunöfn sem
oft voru frumleg og fyndin og hlý,
og báru óvenjulegri lífsást hennar
fagurt vitni.
Hún gat glaðst með öðrum og
þekkti ekki öfund. Hún var trygg-
lynd og tilfinninganæm, og talaði
vel um aðra og af hlýju. Eins kunni
hún engan veginn við sig ef talað
var illa um einhvern þar sem hún
var nærri. Þannig gerði hún sér jafn-
an far um að vekja athygli á kostum
fólks á meðan aðrir tíunduðu gali-
ana, og ef henni mislíkaði við ein-
hvern eða einhver hafði gert á hluta
hennar þótti henni ástæðulaust að
gera veður út af því. Það tók því
ekki að eyða orðum um þá sem ollu
sárindum. Hún var afar mörgum
kostum búin, lífsgiöð, hugmyndarík,
dugmikil og hjálpfús. Hún varð-
veitti eitthvað afar mikilvægt úr
barnssálinni, eitthvað sem flest okk-
ar týna, og gaf það henni óvenju-
lega lífssýn og íjörmikið ímyndunar-
afl. Verkin hennar í myndlist vitna
um þetta. Þar er varðveitt sú sér-
lcennilega blanda af glettni og vænt-
umþykju sem einkenndi hana.
Hún hafði líka mikið dálæti á því
þjóðlega, gömlum gildum, gömlum
hefðum. Hún hafði ferðast allvíða
um heiminn en ást hennar á Is-
landi, því íslenska og íslenskri nátt-
úru var fölskvalaus, og hún gat
orðið furðu lostin ef einhveijum
varð á að hallmæla veðurfarinu,
hvað þá einhveiju öðru. Það er sjald-
gæft að fínna svo gamalgróna ætt-
jarðarást hjá svo ungri manneskju.
Þegar fímmtíu ára afmælis íslenska
lýðveldisins var minnst á liðnu sumri
þótti henni ekkert sjálfsagðara en
að vera á Þingvöllum. Þangað fór
hún á bílnum sínum sem þó var
orðinn heldur vafasamur farkostur
á lengri leiðum, ásamt Brynju dótt-
ur sinni, Binnu og Smára, Hildi og
Teiti. Það átti að verða gaman. Það
átti að njóta þess að vera til úti í
íslenskri náttúru. Og vitaskuld var
gaman þó svo að veðrið væri með
ólund og þó svo að hátíðardagskráin
færi fyrir ofan garð og neðan. Það
nægði að Sóley var með hátíð í
hjarta sínu því hún var stemmnings-
manneskja. Það tilheyrði að borða
gott, þjóðlegt nesti, og það tilheyrði
að veifa kóngafólkinu, öðru fremur
til þess að halda upp á gott skap
og kæta börnin sem voru með í för.
Andinn var í senn fjörugur og
örlátur og gat blásið henni í bijóst
að framkvæma í skyndi hugdettur
sem aðrir gætu haft gagn og gaman
af, hversu mikla fyrirhöfn sem það
kostaði hana sjálfa, enda var hún
mikill dugnaðarforkur. Hún var ekki
gefin fyrir að uppheíja sjálfa sig
og gerði því yfirleitt ekki mikið veð-
ur út af afmælisdögunum sínum,
en á þijátíu og fimm ára afmælinu
fyrir tveimur árum flaug henni í hug
að nota tækifærið og safna vinum
og vandamönnum saman. Fyrirvar-
inn var enginn en hún húrraði sam-
an í eina herlega veislu, bjó tii mik-
ið langborð úr öllu tiltæku og bjó
til samverustund sem var unaðsleg.
Aldrei hefur sést jafn langt borð í
jafn litlu húsnæði, en þannig var
Sóley. Hún stækkaði tilveruna.
Henni tókst alltaf að láta eitthvað
verða til úr litlu eða engu efni og
þótti ástæðulaust að gera sér rellu
út af dauðum hlutum eða gráma
hvunndagsins. Það gat til dæmis
verið nóg að teikna kímileitan svip
eða glettin augu á luralega ryksugu
til þess að taka frá henni ljótleikann
og gefa henni líf. Þannig var húmor-
inn hennar Sóleyjar, fullur af fant-
asíu og ást.
Návist hennar var alltaf skjólgóð
og minningin um svo fallegt líf veit-
ir mikinn yl. Góður guð gefí Brynju
litlu styrk og veiti vernd. Guð styrki
Jón Axel, og foreldra og bróður
Sóleyjar. Minning hennar lifír.
Hildur, Árni og strákarnir.
SJÁ SÍÐU 44
t
Hjartkær móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
HALLDÓRA VETURLIÐADÓTTIR,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
lést í Sjúkrahúsi Akraness að kvöldi 5. desember sl.
Sverrir Karvelsson,
Halldora Karvelsdóttir, Brynjar ívarsson,
Jónína Karvelsdóttir, Edward Scott,
Hafdís Karvelsdóttir, Sigurður Vésteinsson,
JOIíana Karvelsdóttir, Hinrik Hinriksson,
Karvel L. Karvelsson, Hrefna Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartkær eiginmaður minn,
KETILL BERG BJÖRNSSON,
Hæðargarði 33,
er látinn.
Jarðarförin auglýst síðar.
Ólöf Ragnheiður Guðjónsdóttir.
t
Frænka okkar,
SVALA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Dunhaga15,
Reykjavík,
andaðist í Landspítalanum að kvöldi 6. desember.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þóra Eiríksdóttir,
Jónína Jónasdóttir.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem
sýndu samúð, virðingu og vináttu við
andlát og útför eiginmanns míns, föð-
ur, tengdaföður og afa,
RÖGNVALDAR ÓLAFSSONAR,
Naustabúð 9,
Hellissandi.
Sérstakar þakkir eru færðar læknum
og starfsfólki gjörgæsludeildar Land-
spítalans.
Jóna Unnur Ágústsdóttir.
t
Hjartanlegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
FANNÝJAR GUÐJÓNSDÓTTUR
frá Oddsstöðum,
Vestmannaeyjum.
Með kveðju og blessunaróskum.
Guðjón Pálsson,
Eyjólfur Pálsson,
Jón Pálsson,
Guðlaug Pálsdóttir,
Ásta Pálsdóttir,
Erla Pálsdóttir,
Tómas Pálsson,
Brynja Björnsdóttir,
Ásta Ólafsdóttir,
Már Lárusson,
Brynjar Franzson,
Sigurrós Ingólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
Kennsla fellur niður eftir hádegi í dag, föstudaginn
9. desember, vegna jarðarfarar
SÓLEYJAR EIRÍKSDOTTUR.
Myndlista- og handíðaskóli íslands.
20% AFSLATTUR af öllum vörum
■ ^
Lítið innl — Mikið úrval blóma og gjafa. BlÓmabÚðín RÓSÍn
Opið alla daga frá kl. 12 - 22. (Heimsendingarþjónusta)
Nethyl 2 sími 673370.