Morgunblaðið - 09.12.1994, Síða 50
MORGUNBLAÐIÐ
50 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994
^ó/qgjafir
af/tœrlei/i/ og/J/á&l
Boðskapur Maríu til mannkyns
er máttug bók, sem felur í sér viðvörun til fólksins á jörðinni.
^ Marfa vill að fólk fái vitneskju um þær breytingar sem
"jörðin á eftir að verða fyrir á næstu tíu ámm. Hún varar
við breytingum í verðurfari, miklu hvassviðri,
jarðskálftum og eldgosum. En megin boðskapurinn
felst í því hvernig við getum opnað hjörtu okkar fyrir
Guði og lifað lífinu fullkomlega meðvituð um veru okkar
og tilgang á jörðinni fyrir endurkomuna í heim andans
eftir dauða líkamans.
„Einhver fallegasti kærleiksboðskapur sem ég hef lesið“
Úlfur Ragnarsson í viðtali á Aðalstöðinni.
Pantanir og dreifing: Sala og dreifing, GSM, sími 989-23334.
mmmmm
Víkin
V1K1N6A
nnrmi
• VISKA NORPUR5INS
lakoH'i fyrstu íslensku
spáspilin hafa rttítið fádæma vinsælda síðan þau vonj
gefin út ásíðasta ári og sannað gildi sitt:
0 Vönduð aðferð til sjálfsskoðunar og þroska.
• Veitir andlega leiðsögn og persónulega ráðgjöf.
• Gefur innsýn í þá orku, sem fylgir nýjum verkefnum,
• Ómissandi fyrir alla, sem stunda sjálfsrækt.
• Efla tengsl í samskiptum og skilning á öðrum.
4 nýjar hugleiðslusnældur
frá Guðrúnu Bergmann.
Endurforritun frumanna - hjálpar þér að breyta
neikvæðri forritun frumanna til heilbrigðis og jákvæðni.
Slökun - beinist ekki einungis að slökun vöðvanna
og ytra borðs líkamans, heldur einnig innyflanna,
hugans og tilfinninganna.
Efling orkustöðvanna - tengir þig við þinn innri
kraft og hjálpar þér að efla hann og styrkja.
Tré Iffsins - inniheldur fjórar 15 mínútna
hugleiðslur sem auðvelda daglega iðkun.
Jákvæðar staðfestingar á litlum kortum.
Kærieikskonin eru ætluð þér til hjálpar við að staðfesta
þær breytingar sem þú vilt að verði á eigin Irfi. Þau eru
44 talsins en talan 4 táknar stöðugleika og framþróun og
samtalan 8 táknar innri kraft og velgengni, sem vonandi
fylgja þér á þroskabrautinni.
LEIÐARLJ*S hf. - útgáfa
Pantanir í síma 581-1380 og í bréfsíma 581-1385.
I DAG
Með morgunkaffinu
ÞAÐ er alveg eðli-
legt að vera svolítíð
kvíðinn fyrir fyrsta
stefnumótíð.
. . . og sjónvarpið á að vera þarna . . .
Áster .
12-13
að láta hana annast
fjármál heimilisins.
TM Reg. U.S. Pat Off. — afl rights reserved
(c) 1994 Los Angeíes Times Syndicate
Farsi
VELVAKANDI
Svarar í sima 691100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Verðmunur
milli verslana
MIG langar að vekja
athygli á verðmun á
fatnaði á milli verslana
í Reykjavík. Ég er utan
af landi og brá mér til
Reykjavíkur til ýmissa
erinda. Þetta var um
helgi þannig að ég leit
við í Kolaportinu. Þar
fann ég m.a. lítið
drengjavesti og kostaði
það 1.490 krónur. Mér
fannst það fulldýrt fyrir
ekki stærri flík svo ég
ákvað að athuga á fleiri
stöðum. Hagkaup varð
fyrir valinu og þar
kostnaði nákvæmlega
eins vesti 989 krónur.
Einhver hafði sagt mér
frá lítilli verslun uppi í
Breiðholti sem heitir
Allt og þangað fór ég
og fann enn samskonar
vesti, en þar kostaði það
890 krónur.
Er ekki eitthvað bog-
ið við svona verðlagn-
ingu?
Hreiðar Stefánsson
Vestmannaeyjum.
Saltí
matvælum
ANNA hringdi og taldi
athugavert hversu mik-
ið salt er sett í unnin
matvæli hér á landi.
Hún nefndi sem dæmi
hangikjöt og bjúgu, þótt
víðar væri líklega pottur
brotinn. Heilbrigðiseft-
irlit ríkisins ætti að
fylgjast betur rrieð unn-
um matvælum og tak-
marka notkun salts í
þeim.
Tapað/Fundið
Gleraugu
töpuðust
KVENGLERAUGU í
gráleitri fínlegri plast-
umgjörð töpuðust á
Landsfundi framsókn-
artnanna 27. nóvember
sl. í Súlnasal Hótels
Sögu. Skilvís fínnandi
vinsamlega hringi í
síma 42163 eftir kl. 18.
Gæludýr
Týndur köttur
BRÖNDÓTT læða,
skjaldbökulituð, tapað-
ist frá Fannafold í Graf-
arvogi sl. laugardag.
Viti einhver um hana
er hann vinsamlega
beðinn að hringja í síma
675007.
ÞAÐ dugar stundum að
leika næstbesta leiknum.
Staðan kom upp á unglinga-
meistaramóti Islands fyrir
20 ára og yngri um daginn.
Bjöm Þorfinnsson (1.870),
15 ára, hafði hvítt og átti
leik, en Bergsteinn Einars-
son (1.915) 13 ára, var með
svart. Lok skákarinnar urðu
34. Hxh7+ . — Kxh7, 35.
Dxh5+ - Kg7, 36. Bxg6! -
Rxa5, 37. Dh7+ - Kf8, 38.
Dh6+ - Dg7, 39. Dxf4+
og svartur gafst upp. Það
væri ekkert nema gott um
þessi lok að segja ef hvítur
hefði ekki átt mát í tveimur
leikjum á stöðumyndinni:
34. Dxh5+! og hvort sem
svartur leikur 34. — gxh5
eða 34. — Kxh5 kemur 35.
Hxh7 mát.
Víkveiji skrifar...
Athyglisvert var að lesa fréttir
Morgunblaðsins af ársþingi
Knattspymusambands íslands á
Akranesi um helgina. Ljóst er að
gífurlega mikið starf er unnið inn-
an sambandsins undir stjóm Egg-
erts Magnússonart formanns. Það
segir sína sögu um umfang starf-
seminnar, að velta sambandsins
var 141 milljón á síðasta starfsári.
Það er rétt ákvörðun sambands-
ins að bregðast af festu við fækk-
un áhorfenda að leikjum 1. deildar
karla í knattspymu. Áhorfendum
fækkaði umtalsvert á síðasta
sumri. Sjónvarpsútsendingar frá
heimsmeistarakeppninnni í knatt-
spyrnu höfðu mikið að segja en
Víkverji telur helstu ástæðuna þá
að knattspyrnan var einfaldlega
leiðinleg í sumar. KSÍ ætlar innan
skamms að skipa markaðsnefnd
til að skoða þessi mál og koma
með tillögur. Nefndin þarf að ræða
við öll 1. deildarfélögin áður en
hún skilar áliti, því þau bera mikla
ábyrgð á því hvernig komið er.
xxx
Sú tilaga Akurnesinga á þinginu
að koma upp knattspyrnum-
injasafni á Akranesi er snjöll.
Knattspyrna hefur verið iðkuð hér
á landi í nærri heila öld og löngu
kominn tími til að safna á einn
stað merkum munum sem tengjast
þessari vinsælu íþrótt og skrá sögu
íþróttarinnar og þeirra einstakl-
inga, sem skarað hafa framúr.
Knattspymusafn á hvergi betur
heima en einmitt á Akranesi.
Reyndar er Akranes svo frægur
knattspymubær að koma mætti
upp merku safni um hann einan og
sér.
XXX
Víkveiji saknaði þess í fréttum
af þingi KSÍ að hvergi var
minnst á landsliðsmálin. Staðan
þar er mjög alvarleg að mati Vík-
veija. Það er ekki einungis að
landslið okkar hafi verið að fá
hvern skellinn eftir annan, heldur
hafa unglingalandsliðin átt erfitt
uppdráttar. Það er aðeins kven-
fólkið sem hefur haldið upp merk-
inu. Víkverji telur að landsliðsmál-
in þúrfí að ræða á sérstökum opn-
um fundi á vegum KSÍ.
Fróðlegt verður að sjá hvernig
Samkeppnisstofnun úrskurðar
í kæramáli Áðalstöðvarinnar gegn
Ríkisútvarpinu vegna afsláttar-
boða á auglýsingum. Víkveiji ætlar
ekki að setjast í dómarasæti í þessu
tiltekna máli. Hins vegar vill Vík-
veiji árétta það sem hann hefur
áður sagt að auglýsingadeild RUV
hefur einatt farið óvenjulegar og
oft ógeðfelldar leiðir í auglýsingum
sínum, sem m.a. hafa miðað að
því að gera lítið úr keppinautunum.
Nýlega auglýsti RUV að 85% út-
varpshlustenda hlustuðu á tiltek-
inn fréttatíma. Þetta hljómar sem
geysihá tala, en hve margir skyldu
vita hve lítill hluti þjóðarinnar
hlustar að staðaldri á útvarp?
xxx
Ellefu-fréttir Sjónvarpsins hafa
batnað til muna síðustu mán-
uðina, enda greinilega meira í þær
lagt en áður. En Víkveiji skilur
ekki hvers vegna þær eru felldar
niður á dögum eins og 1. desem-
ber. Fullveldisdagurinn er ekki
lengur frídagur annarra en kenn-
ara og skólabama.