Morgunblaðið - 10.01.1995, Síða 42

Morgunblaðið - 10.01.1995, Síða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni Ferdinand THEN A VOICE C0ME5 TO ME THAT 5AV5, "STOP STARIN6..Y0U'RE MAKIN6 U5 NERV0U5 WwMi * y Smáfólk Stundum ligg ég vakandi að næturlagi og stari Þá heyri ég rödd sem segir, „Hættu að stara ... þú bara út í myrkrið... gerir mig taugaveiklaðan" /0-2 7 50METIMES I LIE AWAKE AT NléHT, ANP JUST 5TARE INTO THE DARKNES5.. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Svartsýnn á sjávarútveginn Frá Sigdóri Ó. Sigmarssyni: í BYRJUN árs er eðlilegt að hyggja að framtíðinni. Hvernig mun sjávarútveginum farnast þetta árið? Því miður er ég svart- sýnn. Ég held að afkastageta tog- araflotans hafi þegar náð há- marki. Ég hef ekki trú á að við finnum ný fiskimið á heimaslóð- um. Ég held að öll fiskimið séu fullnýtt. Við getum að vísu horft eitthvað til loðnu og síldar, en all- ir vita hvernig komið er fyrir þorskstofninum. Ég hefí ekki trú á að togararn- ir eigi eftir að moka upp þorski næstu árin við Svalbarða eða í Smugunni. Hvemig verður þá brugðist við? Hrúgast ekki togar- arnir á karfamiðin suð- og suð- vestur af landinu? Og hvað endast þau lengi? Þeir bjartsýnu togaraút- vegsmenn sem hafa verið að kaupa ný og ný skip til landsins undan- farið ættu að fara að hugsa sinn gang. Ég hefði áhyggjur, stæði ég í þeirra sporum. Ýmsir útgerðarmenn hafa bjargað sér á rækjuveiðum. Það vita allir, sem koma nálægt sjávar- útvegi, að þegar þorskurinn minnkar eykst rækjan. Hvað sá veiðiskapur ber í skauti veit ég ekki. Sjó- og verkamenn eiga engan málsvara Kosningar fara í hönd á árinu. Ég vona að þingmenn og aðrir ráðamenn hugi vel að framtíðar- ráðum. Ég hefí sagt það áður og segi það enn að sjómenn og verka- menn eiga enga málsvara á Al- þingi, ekki heldur í Alþýðubanda- laginu, sem er „snobbflokkur" með Svavar Gestsson í fararbroddi, eins og framboðslistinn í Reykja- vík sýnir. A þeim bæ fá fylgis- menn ekki að raða frambjóðendum á framboðslista. Enda fær Alþýðu- bandalagið naumast mörg atkvæði í Reykjavík, nema kannski frá fólki sem telur sig lista- og mennta- menn og vill gera höfuðborgina að hálfgerðri Litlu-París. Og er ekki kominn tími til að hægja á fjárfestingu í steinsteypu, perlum, íþróttahöllum, bókhlöðum leikhúsum og galleríum? Höfum við efni á öllu þessu ijárfestingar- bruðli, ekki stærri þjóð en við er- um? Ég, sem set þessar línur á blað, er sjómaður, sem vonar, að fólk hugsi sig vel um þegar það kýs í næstu alþingiskosningum. SIGDÓR Ó. SIGMARSSON, Skipasundi 79, Reykjavík. Fréttatilkynning frá V erkfræðideild Háskóla Islands Frá Júlíusi Sólnes: VEGNA ummæla Jónu Gróu Sig- urðardóttur borgarfulltrúa á borg- arstjómarfundi 5. janúar 1995 þess efnis að grunnrannsóknir séu ekki stundaðar við verkfræðideild Háskóla íslands, er rétt að eftir- farandi komi fram: Við verkfræðideild Háskóla ís- lands hafa um áraraðir verið stundaðar grunnrannsóknir í ýms- um verkfræðigreinum. Má þar meðal annars nefna kerfísverk- fræði (sjálfvirkt tilkynningakerfí fiskiskipa og upplýsingakerfi við flugumferðarstjórn), upplýsinga- og merkjafræði, mannvirkjagerð á jarðskjálftasvæðum, jarðhitanýt- ingu og hitaveitur, vatna- og straumfræði og raforkukerfí. Nokkrar doktorsritgerðir hafa verið unnar á vegum deildarinnar í tengslum við þessar rannsóknir á undanfömum árum og má þar nefna doktorsritgerð Páls Valdi- marssonar, „Gerð reiknilíkana af hitaveitukerfum", sem varin var við deildina 31. ágúst 1993. Allar vísindagreinar eiga sér sinn gmnn og þær rannsóknir, sem stundaðar em til þess að styrkja hann, eru nefndar grunnrannsóknir. Benda má á að verkfræðideild Háskóla íslands hefur ein deilda við Háskóla íslands verið tekin út af viðurkenndum erlendum aðila. í úttektarskýrslunni er staðfest að þær rannsóknir sem stundaðar em við deildina, bæði grunnrann- sóknir og hagnýtar rannsóknir, em fyllilega sambærilegar við það sem tíðkast við bandaríska há- skóla. í skýrslunni er einnig hvatt til aukinna tengsla við atvinnufyr- irtæki um rannsóknir. Þjóðfélag framtíðarinnar er tæknivætt og homsteinn þess er öflug tækni- þekking. Verkfræðideild Háskóla Islands mun hér eftir sem hingað til afla þessarar nauðsynlegu tækniþekkingar og miðla henni til þjóðfélagsins, bæði með vel menntuðum verkfræðingum og með rannsóknarsamstarfi við at- vinnufyriræki. JÚLÍUS SÓLNES, deildarforseti. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.