Morgunblaðið - 13.01.1995, Side 36

Morgunblaðið - 13.01.1995, Side 36
36 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MJÖLL BORGÞÓRA SIG URÐARDÓTTIR + Mjöll Borgþóra Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 29. ágúst 1937. Hún lést á St. Jósefs- spítalanum í Hafn- arfirði hirin 4. jan- úar síðastliðinn. Hún var einkadóttir hjónanna Elínborg- ar Þuríðar Þórðar- dóttur frá Gufu- skálum á Snæfells- nesi og Sigurðar Friðrikssonar frá Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, sem eru bæði látin. Mjöll fæddist í Reykjavík, en dvaldist oft á bernskuárum sínum á Gufu- skálum. Fimm ára að aldri fluttist hún með foreldrum sín- um til Eyrarbakka, þar sem þau bjuggu um þriggja ára skeið en þá fluttust þau aftur til Reykjavíkur. Mjöll útskrif- aðist frá Verslunarskóla ís- lands vorið 1956 og hóf þá störf hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík. Hinn 22. júní 1957 giftist Mjöll eftirlifandi eiginmanni sínum, Ragnari Jóhanni Jó- hannessyni frá Hábæ í Hafnarfirði. Hófu þau búskap sinn þar í bæ og bjuggu þar ætíð síð- an. Ragnar og Mjöll eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Ásthildur, f. 1957, búsett í Hafnar- firði, gift Jóni Rún- ari Halldórssyni. Þau eiga fjögur börn. 2) Ragnar Borgþór, f. 1959, búsettur á Stokks- eyri, sambýliskona hans er Magnea Hilmarsdóttir. Þau eiga einn son, en Ragnar á eina dóttur fyrir. 3) Elínborg, f. 1961, búsett í Hafnarfirði, hún á einn son. 4) Sigurður Þórður, f. 1967, búsettur á Sel- fossi, kvæntur Hólmfríði Þóris- dóttur. Þau eiga tvo syni. Mjöll starfaði m.a. hjá Raf- veitu Hafnarfjarðar, Vélsmiðju Hafnarfjarðar og hjá Islenska álfélaginu frá nóvember 1981. Frá 1991—1993 tók Mjöil virkan þátt í starfi ITC-Hörpunnar. Útför Mjallar fer fram frá Hafnarfjarðarkirlq'u i dag. MIG langar til þess að minnast kærrar vinkonu minnar með fáein- um orðum og þakka henni alla hennar tryggð og vináttu sem aldr- ei bar skugga á. Minningamar hrannast upp. Fyrir framan mig he/ ég jólakort sem hún sendi mér. Á því er mynd af vinkonunum þrem, Doddu, Siggu og Mjöll, þar sem þær krækja saman handleggjum og halla sér upp að húsvegg Lindar- götuskólans og brosa af því að þær eru aðeins þrettán ára og hamingju- samar og eiga allt lífið framundan. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan myndin var tekin, en þær hafa alltaf staðið saman, aldrei misst sjónir hver af annarri þar til nú að Mjöll er hrifin í burtu og stingandi sársauki og söknuður sit- ur eftir í btjóstum okkar Doddu. Alltaf stóð ég í þeirri meiningu að hún Mjöll mín yrði allra kerlinga elst og sá hana reyndar fyrir mér í fjarlægri framtíð dansandi og syngjandi á elliheimilinu rétt eins og á skólaböllunum forðum daga Ég man hana fyrst er við settumst saman fyrsta skóladaginn okkar í Gaggó Lind. Svolítið feimnar og óöruggar með okkur brostum við samt hvor til annarrar og þar með t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HULDA JÓNSDÓTTIR, Aðalbraut 41B, Raufarhöfn, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 11. janúar. Magnús A. Jónsson, Jón Magnússon, Katrín Hermannsdóttir, Margrét G. Magnúsdóttir, Hreinn Grétarsson, Magnús Örn Magnússon, Ragnheiður Sigursteinsdóttir, Valur Magnússon, Birna Sigurðardóttir og barnabörn. t Systir okkar, LIUA JÖRUIMDSDÓTTIR, lést á Hrafnistu 11. janúar. Systkini hinnar látnu. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AUÐUR TRYGGVADÓTTIR, Gerðavegi 1, Garði, er lést 4. janúar sl., veröur jarðsungin frá Útskálakirkju laugardaginn 14. jan- úar nk. kl. 14.00. Björg Björnsdóttir, Vílhelm Guðmundsson, Finnbogi Björnsson, Edda Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. hófst vinátta sem hefur varað síð- an. Þessi tvö ár sem við sátum sam- an í skólanum eru ævintýri líkust í minningunni. Hver dagur var til- hlökkunarefni. Mjöll sóttist námið vel og hún var með þeim bestu í leikfimi og í keppnisliði skólans í sundi. Hún var eftirsóttur dansfé- lagi á skólaböllum, vel liðin af öll- um, geislandi kát og afskaplega skemmtileg. Ég minnist þess að klukkan átta margan sunnudagsmorguninn vor- um við mættar í gömlu góðu Sund- höll Reykjavíkur og byijuðum ævin- lega á því að sitja langa stund flöt- um beinum í sturtunum og undir fossandi vatninu sungum við há- stöfum af einskærri gleði yfir lífínu og tilverunni. Þetta uppátæki okkar var ekki alltaf vinsælt hjá baðvörð- unum, en okkur fyrirgafst. Ég minnist hjólreiðaferða okkar út fyr- ir bæinn, skíðaferðanna upp í Hamrahlíð og Skíðaskála og skautaferðanna niður á Tjörn, þar sem Mjöll sveif um á hokkí-skaut- unum sínum í áttur og hringi aft- urábak og áfram, óþreytandi og örugg, en klukkan níu drógum við af okkur skautana til að ná í eina bunu með Kleppsvagninum, sem var það lengsta sem hægt var að komast með „strætó". Þar settumst við í öftustu sætin skólasystkinin og ræddum lifsins gagn og nauð- synjar og stundum fór það svo að umræðuefnið krafðist tveggja buna og þá fengum við bágt fyrir heima, því útivistartíminn var yfirleitt ekki lengur en til klukkan tíu nema í undantekningartilvikum. Strákar í þá daga voru aðallega spennandi félagar og vinir, nauðsynlegir til að hafa með í bland en áttu ekkert skylt við framtíðardraum okkar, sem var sá stærstur að búa saman í íbúð, liggja á kvöldin uppi í sófa, lesa bækur og eiga fulla kassa af negrakossum og kóka kóla til að nærast á. Eftir tvo vetur í Gagnfræðaskól- anum við Lindargötu hóf Mjöll nám í Verslunarskóla íslands og lauk þaðan verslunarskólaprófí. Þegar Mjöll var á síðasta ári í Verslunar- skólanum var endanlega útséð um það að ekkert yrði af sameiginlegu negrakossaáti okkar í framtíðinni. Ég var þá að gifta mig og flytja út á land og draumaprinsinn hennar kominn til sögunnar. Ragnar Jó- hannesson, ungur stýrimaður úr Hafnarfirði, kom eins og hvítur stormsveipur inn í líf hennar, heill- aði hana upp úr skónum og fyrr en varði voru þau hamingjusamlega gift og börnin komu hvert af öðru, fyrst Ásta, síðan Ragnar, Ellý og síðastur Siggi. Allt í einu var Mjöll mín farin að sauma, hekla, pijóna og baka og allt fórst henni þetta aðdáunarvel úr hendi og virtist hún njóta þess þeim mun betur að eiga stóra fjölskyldu þar sem hún var einbirni sjálf og hafði reyndar oft sagt það við mig að það eina sem hún öfundaði mig af væru systur mínar tvær. Mjöll var sami trausti vinurinn þó að við byggjum í nokkur ár hvor í sínum landshluta. Við höfðum gott samband og þegar ég flutti til Reykjavíkur var þráðurinn tekinn upp að nýju, en þar sem minn mað- ur vann vaktavinnu utanbæjar en Ragnar hennar sjómaður tók það þá nokkurn tíma að kynnast, en við fórum þá bara tvær einar með börn- in í útilegu ef svo bar undir eða á skauta eða bara heimsóttum hvor aðra með eða án barna eftir því hvernig stóð á. Alltaf mundum við eftir afmælum hvor annarrar og ef við gátum ekki mætt þá hringdum við. Eitt sinn þegar Ragnar var á sjónum og Mjöll ein heima með börnin á afmælisdaginn kom ég síðla kvölds til hennar. Þegar ég birtist hló hún dátt og innilega og sagði: Nú skil ég af hveiju ég var í fylu í dag, ég hélt að þú hefðir gleymt afmælinu mínu. Annað skipti þegar ég var að básúnast yfir því hvað ég hefði vaxið mikið á þverveginn þá horfði hún á mig þessum stóru undrunaraugum og sagði: Er það? Ég hef ekkert tekið eftir því. Fyrir mér ert þú bara allt- af gamla góða Sigga. Þannig man ég hana, hvernig hún gerði ævin- lega gott úr öllu og vildi öllum vel. Vildi fremur vera veitandi en þiggj- andi. Var ævinlega gleðigjafi. Eftir að Ragnar hóf vinnu í landi eignuð- ust þau sumarbústað við Meðalfells- vatn, sannkallaðan unaðsreit, þar sem þau undu sér einstaklega vel við ræktun og uppbyggingu og átt- um við þar saman margar yndisleg- ar samverustundir. Ég minnist líka með gleði heimsókna þeirra í sum- arbústaðinn okkar í Olfusinu. Það var fastur liður síðustu ár að þau kæmu eina helgi til okkar og við síðan aðra helgi til þeirra og þá var setið og spjallað framm á rauða nótt. Stundum sátum við Mjöll dulít- ið lengur en eiginmennirnir, urðum ungar í annað sinn við að rifja upp gamlar minningar og ennþá yngri við að segja sögur af barnabörnun- um. Á þeim stundum fann ég það best þvílík amma hún var. Hún dýrkaði barnabörnin sín og átti til handa þeim ómælda þolinmæði og hlýju og sinnti þeim á þann hátt að öll fundu þau það að sérhvert þeirra átti sinn sérstaka sess í hjart- anu hennar ömmu. Fyrir henni voru þau öll „spes“ hvert á sinn. máta. Aldrei gleymi ég fimmtíu ára af- mælisdegi mínum, þegar hún steig fram og flutti mér afmælisræðu er seint mun gleymast þeim sem á hlýddu. Fór hún þar á kostum og fléttaði saman bundnu máli og óbundnu. Ég man það líka eins og + Elskulegur eiginmaður minn, EINAR VAGN BÆRINGSSON pípulagningameistari, Miðbraut 19, Seltjarnarnesi, lést í Borgarspítalanum miðvikudaginn 11. janúar. Fyrir hönd barna okkar og annarra vandamanna, Ásta Árnadóttir. t Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma, JÚLÍANA S. SÓLONSDÓTTIR MATHIESEN, (LOLLA) Birkilundi, Mosfellsbæ, lést á heimili sínu 2. janúar. Jarðarförin hefur fariö fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigriður Th. Mathiesen, Viktor Sturlaugsson, Bjarni Th. Mathiesen, Ruth G. Mathiesen, barnabörn og barnabarnabörn. gerst hafi í gær þegar Ragnar hringdi til mín það sama ár og sagði: Nú er Mjöllan okkar komin á spítala og á að taka af henni annað bijóstið. Þetta var fyrsta áfallið. Svo kom gott hlé en síðar fór þetta árans mein að skjóta upp kollinum hingað og þangað um lík- amann og hún var stöðugt undir eftirliti lækna en bar sig eins og hetja. Að eigin sögn var hún eigin- lega bara stálslegin, smáber í höfði eða verkur í hrygg, það tók því ekki að tala um það, en afturámóti hafði hún miklar áhyggjur af því ef aðrir fengu smákveisu. Ég man ekki síður eftir öðru sím- tali sem ég átti við Ragnar frá Kanaríeyjnm fyrir tæpu ári. Nú var Mjöll aftur komin á Landakotsspít- ala og ekki gott í efni. Hún var skorin upp og þar lá hún svo sam- fellt fram í apríl sl. að hún var flutt á St. Jósepsspítala í Hafnarfírði og þá var svo af henni dregið að henni var vart hugað lengra líf, en þá held ég að megi segja að Ragnar hafí tekið málin í sínar hendur. Hann helgaði henni alla sína krafta. Hann bókstaflega reisti hana upp frá dauðum, gaf henni allan þann styrk sem honum var mögulegt og hann átti í svo ríkum mæli og sam- an áttu þau margar góðar stundir uppi í sumarbústað, fóru jafnvel á ættarmót og heimsóttu vini og kunningja. Flesta daga var hún sárþjáð, en þetta var alltaf að koma, hún var bara soddan drusla. En þar kom að ekki var á móti staðið lengur. Tíminn var kominn og Mjöll dó 5. janúar sl. á St. Jós- epsspítala í Hafnarfirði. Ég bið góðan Guð að vera með Ragnari, börnunum, barnabörnun- um og öðrum þeim sem um sárt eiga að binda við fráfall hennar og þeir eru margir, því aldrei hef ég vitað stærra hjarta en hjartað henn- ar Mjallar, sem hafði svo mikið að gefa svo mörgum og var óspör á það. Ég kveð þig elsku besta vinkona og þakka þér samfylgdina, vinátt- una og tryggðina í öll þessi ár. Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi. Sigríður Sigurbergsdóttir. Eftir að Mjöll hefur kvatt þennan heim, er eins og ekkert verði alveg eins og það áður var. Langt um aldur fram er hún hrifin burt frá fjölskyldu sinni og vinum og öll eig- um við svo erfítt með að skilja til- gang guðs á slíkum stundum. Finnst ráðstöfunin óréttlát og ekki tímabær en stöndum hjálparlaus og vanmáttug frammi fyrir almættinu. Hið eina sem við megnum er að styrkja hvert annað, þakka fyrir hveija stund sem Mjöll var með okkur og varðveita fallegu minning- arnar, sem hún eftirlét öllum í kring um sig. Þó ekki værum við bekkjarsystur í Austurbæjarskólanum, vissi ég vel að á Grettisgötunni bjó lítil falleg stelpa með ljósa lokka og var alltaf í svo fallegum fötum. Elínborg mamma hennar saumaði allt af mikilli list. Við Sigga Sigurbergs fórum í „Gaggó Lind“, sem við kölluðum og kynntumst Mjöll. Eins og ekkert væri sjálfsagðara mynduðum við þrenningu, sem ekki hefur rofnað síðan. Aldrei varð okkur sundurorða né urðum við ósáttar um nokkurn hlut, enda ótrúlegt að styggðarorð félli af Mjallar vörum. Hún var svo skapgóð og óendanlega ljúf. Þessi tvö ár í gagnfræðaskólan- um undir handleiðslu Jóns Á. Giss- urarsonar skólastjóra, þar sem við þijár vorum í sama bekk, hafa allt- af staðið ljóslifandi fyrir hugskots- sjónum. Eftirminnileg skólasystkini með í för á skauta, í sund eða á skólaskemmtununum, þar sem at- riðin voru samin og flutt af okkur sjálfum. Alltaf var Mjöll hrókur alls fagnaðar og eftirsóttur félagi. Sum- arbústaður foreldra Siggu er núna horfinn sjónum en þaðan áttum við allar þijár svo skemmtilegar minn- ingar. Áð vetri tókum við skíðin og kakó á brúsa og um sumar var klifr- að upp alla Lágafellsklettana, svona bara til að sjá heiminn hinum meg-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.